Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 8
það þing Sambands ungra framsóknarmanna, sem nú hefur n-jdokið störfum sínum, kemur saman þegar nokkur tímamót geta verið framund- an í þjóðmálum landsins. Hafa þingfulltrúar vafalaust gert sér þess fulla 'grein og rætt ítarlega þau viðhorf, sem í deiglunni eru. En víðar eru þó tímamót með þjóð okkar, ef nónar er að gáð, sem ástæða er til að staldra við og hug- leiða. Er mér þá efst í huga, að síðar á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að island hlaut fullveldi sitt, og um mitt næsta ár eru liðin 25 ár frá því að íslendingar stofnuðu lýðveldi sitt. Vissulega gefa þessi tímamót tilefni til nokk urra hugleiðinga. Hvernig hef- ur þjóð okkar farnazt á um- liðnum 25 árum? Hvar er sjálf stæði þjóðarinnar á vegi statt? gpurningar sem þessar verða íslendingar ætíð aó gefa sér tíma til að íhuga. Þær eru þó fj.ölþættari en svo að þeim verði svarað í stuttu máli, enda verður ©kki gerð tilraun til þess hér. Samt sem áður finn ég hjá mér hvöt til þess að hugleiða þær með ykkur, enda er í fyllsta máta eðli- legt, að ungir menn ræði þær sín í milli. Þá kemur einna fyrst í hugann spurningin um það á hverju sjálfstæði þjóð arinnar byggist. Ekki tel ég vafa á því, að þar ræður lega landsins úrslitum. Ef heimili hinnar örfámennu þjóðar hefði staðið annars staðar, hefði sjálfstæðiskröfum hennar tæp ast verið sinnt. Lán þjóðarinn ar liggur í því, að hún býr á eyju, sem er á hjara verald- ar og þó byggileg. Sjálfstæð- iskröfur 100—200 þúsund manna þjóðflokks á megin- landi Afríku, Asíu, Ameríku eða Evrópu hefðu verið tald- ar fásinna ein og sérvizka og þeim ekki í neinu sinnt. Og þannig er það sjálfsagt enn í dag. En jafnvel búseta á ey- landi á hjara veraldar hefði ekki tryggt þjóðinni sjálf- stæði, hefði það ekki bætzt við lán hennar, að land henn- ar er í Norður-Evrópu og hún nátengd þar merkum bjóða- hópi. Um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar má því segja, að saman hafi farið gæfa og gjörvuleiki. Hún var þannig í sveit sett, að fyrir hendi voru forsendur fyrir sjálfstæði hennar og hún reyndist hafa hæfni til að mynda eigið ríki. Á þessu tvennu byggist sjálf- stæði hennar, lýðveldið. ^egar litið er yfir liðinn ald- arhelming er eftirtektar- vert og umhugsunarefni hvern ig það tvennt ber að, sem hér er gert að umtalsefni. íslend- ingar hljóta bæði fullveldi sitt og fullt sjálfstæði við mjög óvenjulegar og óeðlileg- ar aðstæður. Fullveldið fá ís- lendingar í lok fyrri heims- styrjaldarinniar, lýðvelcfið er stofnað undir lok seinni heims styrjaldarinnar. Er þá svo að skilja, sem íslendingar eigi sjálfstæði sitt heimsstyrjöld ,unum tveim að þakka? Svo er ekki, samt eiga þær báðar nokkurn hlut að máli. Báðar urðu þær til að leysa úr læð ingi sjálfstæðiskröfur þjóða um allan heim, ekki sízt smá þjóða, samfara því að tök ný- lenduþjóðanna á nýlendunurn minnkuðu mjög. Mér virðist, sem íslendingar hafi einkum notið góðs af þessari þróun er þeir hlutu fullveldi sitt. Um lýðveldisstofnunina gegnir nokkuð öðru máli, samt varð rás atburða í síðari heims- styrjöldinni til að efla mjög þann ásetning íslendinga að slíta sambandið við Dani og stofna eigið lýðveldi. Með lýð veldisstofnuninni 1944 verða íslendingar í rauninni einna fyrstir í þeirri þróun, sem hefst með lyktum seinni heims styrjaldarinnar, er mikill fjöldi frjálsra þjóða um all- an heim fá fullt frelsi og sjálf stæði. Og raunar erum við ekki aðeins samstiga þeim að þessu leytinu til, heldur eig- um við og þær allar einnig bað sammerkt, að við sjálfstæðis- tökuna verður að hefja alls- herjar uppbyggingu á öllum sviðum þjóðlífsins. Við lýðveld istökuna erum við skammt á veg komnir í mörgum efnum og sitthvað þess, sem þá var, minnir á það ástand, sem var og er í ýmsum þróunarríkj- anna, er þá og síðan hafa ver ið að fá sjálfstæði. En brátt fyrir fábreytt og einhæft at- vinnulíf á þessum árum ætla ég þó, að þjóðin hafi staðið og standi hinum nýfrjásu þjóðunum framar á margan hátt, bæði um almenna mennt ;un, þroska o.fl. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir öllu þessu, því að í ljósi þessa verð ur að skoða þróunina síðan og ástandlð í dag. rauninni afstaða annarra þjóða til lýðveldisins íslands? Óneitanlega hallast ég að því, að margar þeirra séu með sjálfum sér í fyllsta máta ef- ins um réttmæti þess, að 200 þúsund manna þjóð á hjara veraldar eigi að vera frjáls og fullvalda. Þannig bendir t.d. landhelgisdeilan við Breta til þess, að þeir muni ekki virða sjálfstæði landsins nema að svo miklu leyti sem það hentar þeim sjálfum. Út- þenslutilhneiging Bandaríkj- anna hér á landi, t.d. í sjón- varpsmálinu, bendir heldur ekki til mikillar virð- ingar með þeim fyrir menn- ingu þjóðarinnar, lífi hennar og starfi. Ekki getum við held ur búizt við því, að við mun- um sæta betri meðferð af hálfu Rússa en Tékkar hafa sætt undanfarið, bjóði þeim svo við að horfa. Þannig mætti lengur telja. Ekki er ólíklegt, að sjálfstæði 200 þús. manna þjóðar á hjara veraldar sé í augum margra þjóða hégómi einn og heimskuleg sérvizka, sem ástæðulaust sé að virða ef nauðsyn krefur. Sennilega telja þau með sjálfum sér, að ísland væri miklu betur kom ið sem fylki í Bandaríkjun- um, ráðstjórnarlýðveldi í Sov étríkjunum eða aðili að brezka eða franska samveldinu. Og telja líklega að sú verði þró- un mála, fyrr eða síðar. Ýms- ar forsendur geta verið fyrir slíkri skoðun. Örlög ýmissa smáþjóða, þ.á.m. eyþjóða eins og Nýfundnalands, kunna að gefa í skyn, að lítill grund- völlur sé fyrir hendj til eigin sjálfstæðis slíkra ríkja. í ann an stað er ekki fullreynt enn hvort við erum eða verðum þess megnug að standa á eig- in fótum efnahagslega. Okkar þjóðfélag er afar fátækt og hefur alla tíð verið það. Þó hefur talsverð velmegun ver- ið í landinu allt frá lýðveldis próðlegt væri að kynna sér hve mörg ríki hafa viður- kennt fullveldi íslenzku þjóð- arinnar. En forvitnilegra væri þó að íhuga hver hugur muni fylgja því máli, Hver er í tökunni. En sú velmegun hef ,ur ekki byggzt á þeim forsend um, sem hún hefði átt að byggj ast á, þ.e. traustum og þróuð- um atvinnuvegum og miklum þjóðarauði. Þvert á móti hef- ,ur velmegunin í of ríkum mæli byggzt á happdrættis- vinningum veiðimannaþjóðfé- lagsins og aðfengnu hjálpar- fé. Skal það skýrt nokkru nán ar. Ef við skiptum þeirri 25 árum, sem liðin eru frá lýð veldistökunni í þrjú tímabil, myndi hið fyrsta ná fram til 1947 eða svo. Þá eru þrotnir með öllu þeir miklu fjármun- ir, sem Íslendingum áskotn- uðust í stríðinu og á fyrstu árunum eftir það. Velmegun- in á þessum árum byggðist á miklum þjóðartekjum, en þær voru bæði fengnar frá erlendu herliði, er hér dvaldist t.il styrjaldarloka, og í annan stað var óvenjulega hátt verð á afurðum okkar meðal hirma illa stöddu styrjaldarþjóða. Velmegun þjóðarinnar á þess- um árum bygigðist því að nokkru leyti á forsendum, sem engan veginn var hægt að búast v;ð að stæðu til neinna langframa, Enda varð sú ekki raunin á. Annað tíma- bilið má segja, að standi frá því um 1947 fram á ár'ð 1959. Þetta skeið einkennist af mikl jim erfiðleikum í efnahags- og atvmnumálum, þrátt fyrir mikla fjárfestmgu í atvinnu- tækjum allt frá 1944. Á þessu öðru skeiði timabilsins verða tvö utanaðkomandi öfl til þess að hlaupa undir bagga með íslendingum. Mikil her- stöðvavinna myndast í land- inu til viðbótar hinu venju- lega atvinnulífi, er á þessu tímabili átti stundJum erfitt með að veita öHum atvinnu og fullnægja þörfum þjóðar- innar. Herstöðvavinnan forðar atvinnuleysi að mestu og skap ar verulegar gjaldeyrstekjur. í annan stað nýtur ísland á þessum árum erlendrar að- stoðar, Marshall-aðstoðarinn- ar, er nemur þúsundum millj- óna króna á núverandi gengi 'krónunnar. Þetta hvorttveggja verður til þess, að íslending um tekst að halda uppl þjóð félagi, sem einkennist af mik illi fjárfest'ngu i atvinnutækj um og almennri velmegun, þegar á heildina er litið. Þau atriði, sem ríða baggamuninn í þessu efni, þ.e. hestöðvavinn an og erlenda aðstoðin, geta þó hvorugt talizt frambúðar- forsendur þróttmikils velmeg- unarþjóðfélags. Báðar þessar forsendur eru tilviljanakennd ar. — Þriðja skeið þessa tíma- bils má segja, að staðið hafi frá 1959 til þessa dags. Það hefur einkennzt af miklum þjóðartekjum, sem hafa byggzt á geys'miklum sjávarafla og óvenjulega háu markaðsverði. Á grundvelli þessara tveggja forsenda hefur tekizt á þess- um árum að halda hér uppi þjóðfélagi, sem einkennzt hef ur af miklum þjóðartekjum, mjög mikilli og almennri neyzlu og mikilli fjárfestingu. En báðar meginforsendur þess arna, þ.e. aflamagnið og mark aðsverðið, eru hæpnar til að byggja á til langframa, enda er nú svo að sjá, sem þær séu að bregðast okkur — Þegar litið er yfir liðin 25 ár kem- ur í ljós, að tímabilið einkenn ist af. miklum framkvæmdum og mikilli fjárfestingu, bæði í atvinnutækjum og bygging- um, öflugri framfarasókn og almennri velmegun, þegar á allt er litið. En nokkrar mik- ilvægar forsendur alls þessa allt tímabilið eru ýmist ó- traustar, óeðlilegar eða hæpn- ar, forsendur, sem ekki er hægt að byggja á traust og sterkt velmegunarþjóðfélag lýðveldisins íslands. Þjóðfélag okkar og sjálfstæði þjóðarinn ar stendur því enn ekki á traustum grundvelli atvinnu- lífs og efnahagsmála. Því væri ekki að undra þótt erlendar þjóðir litu svo á, sem engan veginn værj enn útséð um það, hvort lýðveldið ísland lif ir af fyrstu erfiðleikaár sín, hvort það tekst að skjóta und ir það traustum stoðum at- vinnulífs og fjármála. Þetta verðum við að gera okkur ljóst. Enn er í rauninni aðeins hálfur sigur unninn í sjálf- stæðisbaráttunni. Á umliðn- um 25 árum hefur geysimikil uppbygg'ng átt sér stað í J.and inu. En lokaþáttur sjálfstæðis- baráttunnar heíur ekki farið fram fyrr en skotið hefur ver ið traustum stoðum atvinnu- lífs og fjármála undir þjóðfé lag okkar. Þann lokaþátt verða þeir að framkvæma á komandi órum, sem nú eru pngir menn og miðaldra. það er skemmtileg tilhugsun, að einmitt um þessar mund ir eru fyrstu árgangar fyrstu lýðveldiskynslóðarinnar orðn- ir fullvaxta, hinir fyrstu hafa nú gengið að kjörborðinu einu sinni til tvisvar. Þetta eru fyrstu íslendingarnir, sem eru fæddir og aldir með hirini al- frjálsu og sjálfstæðu þjóð. Mætti ekki ætla, að þeir, sem eru slíkir tímamótamenn í orðsins fyllsta skilningi, hafi önnur sjónarmið en þeir, sem nú eru á efri árum? Fullvíst má telja að svo sé. Þeirra og annarra ungra manna, þótt eldri séu, bíður nú hið miklá hlutverk að fullkomna sjálfa sjálfstæðisbaráttuna og gæta síðan fengins sjálfstæðis, eins og öllum öðrum íslendingumj um aldur og ævi, En hvernig *^^AA/\AAAAAAAAA/\AA/W\A/VW\AA^V\A/\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWSA/V\AAAAA/WWWWWWVSAAAAAAAAAA 3 29. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.