Alþýðublaðið - 08.09.1968, Page 16

Alþýðublaðið - 08.09.1968, Page 16
FRUMVARP til laga um almennan sparnað og tekjuöflun 1. gr. Hér með tilkynnist öllum. auðgum sem snauðum, ofan jarðar og neðan, lifandi og dauðum, að hverjum og einum er uppálagt að' spara allt sem þeir geta og dálítið meira til vara. 2. gr. I sérhverri stofnun skal regla og skipulag ríkja og ráðdeild og sparsemi bruðli til hliðar víkja, en sultarólin hert á þeim holdugu og feitu. Og hér eftir skulu alllr þvo sér úr keitu. t , 1 ; n 3. gr. Skylt skal öllum, yfirmönnum sem þjónum undirdánugum, templurum jáfnt sem rónum, að vera ófullir einn dag í viku hverri, en undanþágur skulu þó veittar í þerri. - ! 4. gr. Leggja skal skemmtanaskatt á það fyrirbæri, er skilgreinist undir hlátur á almannafæri, og til þess að ná inn auknu aðstöðugjaldi, skal innheimta það af lauslæti og framhjáhaldi. 5. gr. ,__ Er hafðnar í ári má bænina ekki bresta, því ber að auka og margfalda tölu presta, en hverskonar skóla og læri leggja niður og láta brjóstvitið ráða, sem fyrr var siður. 6. gr. Þá er og mál, þegar minnkar seðlaforðinn og menningargetan, að spara stóru orðin, en leggja þau inn á reikning. ríkistryggðan af ráðum og nefndum og stjórnum yfirskyggðan. 7. gr. Kjósa skal nefnd, sem kjósa skal nefnd, sem skal gera kröfur um frekari sparnað, en ríkið skal bera allan kostnað um eilífð af nefndanna störfum, item fullnægja tóbaks- og brennivíns þörfum. í mörgum erlendum blöðum víkja þeir menn að því, sem um stjórnmál og þá heimsvið- burði skrifa, sem áhrif hafa á gang heimsmálanna, mjög títt að því, að á þeim tíma er Humphrey var öldungardeild- arþingmaður hafi hann fengið á sig fyrir gáfur og góða fram komu. Vísir. Því miður kunna fáir að fara með peninga. En það er nú líka dýrasta nám sem hægt cr að leggja stund á . Það er eins með manninn og þorskinn. Hann mundi aldrei lenda ■ í erfiðleikum ef hann hefði vit á að halda munninum aftur. Sigga systir fór út að skemmta sér um daginn. Þegar hiin kom' aftur sagði ég. Heyrðu það cr lykkjufall á sokknum þínum. Iss, eins og það geti ekki alltaf' komið fyrir, sagði hún. Já, cn það var á hinum sokknum þeg' ar þú fórst, sagði ég. Sú varð spæld mar. Mér skilst nú að Tékkar megi ennþá segja meiningu sína, a. m. k. um vcðrið. h VELJUM ÍSLENZKT 7 ÍSLENZKUR IÐNAÐUR <3Ssjggæsnrsi©ian Síðumúla 12 Sími 38220 - Reykiavík

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.