Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 3
Svo er að heyra á Magnúsi Kjartanssyni, Ragnári Arnalds og fleiri slíkum spekingum, að það sé hrein goðgá að kalla nokkurn mann kommú- nista. Þeir þykjast allir vera lýðræðissinnaðir sósíalistar eftir tékkneskri fyrirmynd og minna á, áð orðið kommúnisti hafi oft áður verið notað sem skammaryrði. Það er að vísu rétt, að ýms hugtök í stjórnmálum eru tek in að ruglast og orð eru not uð án þess að fólk gerj sér nákvæma grein fyrir þýðingu þe'rra. Þar á meðal eru hug tök eins og sósíalisti og kommúnist'. Þetta má þó ekki verða til þess, að kommúnist ar losni víð þau óþægindi að vera nefnd ,r réttu nafni. Hverjir eru kommúnisíar á íslandi? Rétt er að fara alla le'ð aft ur til ársins 1930 og minnast þess, áð þá klufu kommúnist ar sig út úr Alþýðuflokknum. Þeir mynduðu nýjan flokk, sem gekk undir réttu nafni og liét Kommún'staflokkur ís- lands. Aðalforingjar hans voru þeir Brynjólfur Bjarna- son og Einar Olgejrsson, og munu hvorki þeir eða félagar 'þeirra hafa amazt við því, að vera kallaðir kommúnistar. Þeir hafa án efa brosað í kampinn yf jr því, að kommú- nistaheit'ð var notað sem skammaryrði á alla þá, sem þóttu um of róttækir. Árið 1938 sameinuðust Kommúnistaflokkur íslands og stuðningsmenn Héðins Valdi- marssonar úr Alþýðuflokkn- um. T 1 varð nýr flokkur, Sam ein'ngarflokkur alþýðu1 só síalistaflokkurinn. Eftir fá ár hraktist Héðinn úr flokknum, en formgjar gamla kommú- njstaflokksins náðu þar öllum völdum. Fiokksblaðið skr faði eins og hreint kommúnjsta- blað. tók upp hanzkann fyrir Sovétríkin og hinn alþjóðlega kommún;sma, varði og veg- samaðj ógnarstjórn StaFns. Er því ekk' að furða, þótt algengt yrði, að foringjar og jafnvel ýmsir fylgjsmenn Sósíalista- flokksins vær.u kallaðir komm únistar. Smám saman skipt'st þessi fiokkur þó í margar klík. ur, og voru sumar þe'rra mis munandi greinar kommúnis- ma, en aðrar skipaðar mönn- um, sem í raun réttri \-oru ekki kommúnistar, þótt þeir væru í flokki und'.r stjórn< kommúnista. Klofningurinn 1938 var mik ið áfall fyrir Alþýðuflokkinn, svo að honum var oft spáð dauða næstu árin. E'n ásæðan fyrir því, að Alþýðuflokkur inn re?s v ð var sú augljósa staðreynd, að kommúnistar réðu lögum og lofum í Sósía- listaflokknum, sérstaklega eftir brottför Héðins. ICom ■ fram sú hugmynd, að einangra eru Kor þyrfti hina eiginlegu kommú- nista með tengsl þeirra v ð ríkin austan járntjalds og all ar kreddur. Aðra vinstrimenn og verkalýðssinna þyrfti að sameina í einum flokki, sem menn trúa að yrði fljótlega _ eins sterkur og jafnaðarflokk- ar h'nna Norðurlandanna. Eftir að Hannibal Valditnars son hraktist úr Alþýðuflokkn um, reyndi hann að gera þenn an dra.um að veruleika með því að taka saman höndum við Lúðvík Jósefsson og fleir for ingja í Sósíalistaflokknum. Al. þýðubandalagið byggðist á þeirri fyrirætlan að kljúfa Só síaljstaflokk'nn ■ og einarígra kommúnista. ’ Nauðsynlegt þótt' að losna við Einar, Brynj ólf og nánustu samstarfsmonn þeirra og skílja eftir hjá þeim sambandið við Moskvu. Yrðu menn síðan að velia á milli, hvort þeir vildu vera í litlum og hreinum kommú- nistaflokki, eða hinu nýja Al- | þýðubandalagi. Til að framkvæma draum sinn hefði Hannibal þurft að fá með sér nokkra þingmenn, helzt me'rihluta þeirra undir for.ustu Lúðvíks. Þetta fékk hann ekki. Þeir brugðust hon um ár eft'r ár, og reyndust ekki fáanlegir til að siíta tengsl sín við kommúnista- kjarnann. Nú ætla þessir menn að kór óna svik sín við Hannibal með því að leggja Sósíal'staflokk- inn niður og ganga alí'r í Al- þýðubandalagið. Það er ekki ætlunin að skilja kommúnista eftir, heldur taka þá með. Þess vegna jafngildir þetta nafnbreytingu á Sósíalista- flokknum — öðru ekkb Undanfarin ár hefur orðið margvíslegur ágreiningur í röðum Sósíalistaflokksins og þar hafa starfað margar mis- munandi klíkur. Enn sem fyrr er.u margar þeirra skipaðar kommún'stum, sem sumir eru hollir Moskvu, sumir Peking. f öðrum klíkum eru menn, sem ekki eru sannfækðír kommú- nistar og gætu eins verið í öðrum vinstriflokki. Þegar rætt er um þennan hrærigraut er auðvelt að rugla venjulega menn í ríminu og segja þeim, að fáir eða eng'r þessara manna séu komrnú- njstar. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að hópur kommúnista stjórnar Sósíalista flokknum, Þjóðviljanum og MOSKVA: Frá því hefur verið skýrt í sovézkum blöðum, að á fund; Cern- iks, forsætisráðherra Tékkó slóvakíu, með sovézkuin ráðamönnum í siðustu viku, hafi ver'ð ákvkeðið að auka innflutn'.ng Sovét ríkjanna á olíu og hveiti til Tékkóslóvakíu að mikl um mun. fyrlrtækjum flokks'ns, þótt þeir vilji helzt ekki láta nefna sig því nafni í dag. Æskulýðsfylkingin er onjn- skárri en h nir eldri. Hún lýsti ekki samúð með tékkóslóva- kísku þjóðunum eftir innrás- ina, heldur með kommúnista- flokki Tékkóslóvakíu. Þor- valdur Þórarinsson hafði hug rekki til að segja skoðun sína umbúðalaust. En fjöldi forustumanna í þessu liði reynir að villa á sér heimildir, mótmælir kommú- nistanafninu. Það er enn nauðsynlegt að skilja kommúnista frá lýðræð- issósíalistum. Eftir innrás.na í Tékkóslóvakíu er ekkj erfitt að greina skilin á milli. Benedikt Gröndal. KJÖRDÆMISRÁÐ VESTURLANDS Kjördœmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi kemur saman til fundar sunnudag- inn 22. september næstkomandi kl. 2 í Hótel Borgarnesi. Benedikt Gröndal alþingismaður mun flytja yfiirlit um stjórnmálaástandið. Stjórnin. I 14. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIO J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.