Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 9
26- september 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 >^\^/»/WWWWV\A/WWWVWN/\/N/\/WWWN^/WW»/»<WW^^< Wt/WNM^^/* »wwwwwwt%wmww»uwwwwwmwi%vvww 3. umferðin | Ingibjörg- Þórarinsdóttir hlaut verðlaunin í 2. umferð vísu- I botnasamkeppninnar og' er skýrt nánar frá úrslitum hér fyrir neðan. Þá hefjum við 3ju umíerð og biðjum ykkur að botna þennan fyrripart: Haustar að um hlíð og mó, hvín í fjallatindum Seinnipartur: • •••••••••••••< Nafn: Heimilisfang: ...................... Símanúmer: ........................ Skilafrestur er fram að hádegi n.ki fimmtudag, 3. október. Merkt SEINNIPARTUR. Og Alþýðublaðið er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. IWVMVMUVWUWVMWWWWVMVUMWUVMHUIVUUVVI Vísubotnakeppni Alþýðu- blaðsins er í fullum gangi. Þátttaka var mjög góð eins og áður, ýmsir binir sömu og síð- ast senáu botna og margir nýir ■bættust í hópinn. Sumir létu nokkrar línur fylgia og óskuðu eftir fratnihaldi á þættinum, virð ist mikill áhugi fyrir þessari ■kveðskaparíþrótt. Það er eftir- tektarvert, hvað sumir þátttak- endurnir eru ungir að árum, en snemima beygist krókurinn til þesg er verð-a vill, segir mál- tækið. Flest meiri liáttar skáid hafa byrjað ung að yrkja, allir kannast t.d. við vísu Jónasar iHallgrímssonar, Buxur, vesti, brók og skó, sem hann orti á barnsatdri. Ef til vill er eitt- bvert stórskáld framtíðarinnar þátttakandi í þessari vísubotna- keppni. Hver veit? Eins og fyrri daginn var dá- lítið lerfitt að gera upp á milli margra vísubotnanna og má vera, að ekki verði allir sam- mála dómne'fndinni, enda ekki ■endilega til fþess ætlazt. Þetta verður alltaf álitamál og sýnist sitt liverjum. Þátttakendurnir voru eins og síðast víðsvegar að af landinu, vestan af fjörðum, norðan af Akureyri og Dalvík, austan úr Fáiskrúðsfirði og Neskaupstað, frá Vestmannaeyjum, svo að nokkrir staðir séu nefndir, auk kaupstaða og kauptúna hér á suðvesturkjálka landsins. Að þessu sinni hefur Reykvíkingur or-ðið hlutskarpastur, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Hverfisgötu 104, hlýtur verðlaun Allþýðublaðsins fyrir bezta vísubotninn. En vís- an verður svona eftir að hún hefur botnað hana: Ég skal yrkja um þjg ljóð upp á tíu hesta, ef þú vildir, vina góð, við mig tryggðir festa. :Hér verða nú eins og síðast birt nokkur sýnishorn af þeim botnum sem okkur bárust, — Rétt er að taka það fram að gefnu tilefni, að ekki er unnt að birta nema lítinn hluta af öllum vísubotnunum, og eru iþátttaMendur beðnir að mis- ■virða ekki, þótt visubotnar þeirra komi ekki í blaðinu, í því felst enginn dómur um gæði þeirra, heldur einfaldlega rúmleysi i blaðinu. Sem betur fer senda svo margir góðir hag- yrðingar okkur vísubotn, að engin leið er að koma þeim öllum á framfæri í því litla plássi sem við höfum hér yfir að ráða á síðumni. Talsverð Iíking er méð mörg- um botnunum, sumir nálega eins: Snjáfníður Árnadóttir, Reykja vík: Ef þú verður undurgóð, elsku ljúfan bezta. Jón Stefánsson, Vestmanna- eyjum: Ef þú vera vildjr góð við niig elsku bezta. Sig. Magnússon, Hafnarfirði: Ef þú við mig verður góð, vinan allra bezta. Hörður Hjálmarsson, Reykja- vík: Ef þú verður við mig góð, vinan alira bezta. Baldur Pálmason, Reykjavík: Þar á eftir, elskan góð, engu skulum fresta. Magnús á Barði: í haugalýgi, heillin góð, ég held þú sigrir flesta. Steinn Emilsson, Bolugar- vík: Ef þú beitir átta bjóð með orðum þinna gesta. Jóna Margrét, Reykjavík: En eg skal beizla allt mitt stóð og aldrei svari fresta. Jósefína Þórðardóttir, Fáskrúðsfirði: Ekki samt í atómmóð, ástarljósið bezta. Þessi sýnishorn verða að nægja. Við þökkum skemtntilega botna og þátttökuna í keppn- inni og bjóðum ykkur og aðra vísnasmiði velkomna í næstu lotu. — GG. HVER ER MAÐURINN? Við bregðum okkur nú á leik og birtum hér andlitshluta átta kunnra íslendinga. Þið skuluð reyna að finna út hverjir þetta eru, en ef ykkur tekst ekki að ráða gátuna til fulls þá getið þið flett á bls. 15 og séð nöfn- in þar, talin að ofan og niður. VEUUM fSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H> Frá Mennfaskólanum við Hamrahlíð Skólinn verður settur 'laugardiagi'nn 28. sept. kl. 14. i uf Nemendur 1. bekkjar komi til viðtals föstu- daginn 27. september kl. 17. Nýir nemendur sem geta ekki komizt á þess- um tímia eru beðnir að gera skólanum aðvart í síma 31110. ; , Kðupmenn - Kaupfélög MUNIÐ NEÐURSUÐUVÖRUR □ Merkið tryggir gæðin. □ Aðeins valin hráefnil. □ ORA vörur í hverri búð. □ ORA vörur á hvert borð. Nföursuðuverksmiðján ORA h.f. Kársnesbraut 86 — Símar 41995 og 41996. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2 — Sími 16807. Klæði gömul hús- v~jk Heimavistarskóli fyrir fötluð börn í ráði er að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra setji á stofn heimavistarskóla fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit nú á þessu hausti. Hægt verður að taka við allt að 15 börnum á aldrinum 6 til 12 ára, sem fá þarna venjulega kennslu eins og í barnaskóla, auk nauðsynlegrar sjúkraþjálfunarmeðferðar. Foreldrar, sem áhuga hafa á þessu, sendi umsóknir um skólavist til félagsins eigi síðar en 3. okt. n.k. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra r Sjafnargötu 14. J, Reykjavík. ! • :.j. j .-1Tr ir* r-r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.