Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 26- september 1968 KLAUS SCHUTZ Bjargvættur Berlínar ÞEGAR Willy Brandt leysti Ger hard Schröder af hólmi í utan ríkisráðuneyt nu í Bonn í des emtoermánuði 1966, tók guð- fræðingurinn Heinrich Al- bertz við embætti yfirborgar- stjóra Vestur-Berlínar. Ekki reyndist það hepp leg ráðstöf- un. Albertz fékk fljótt að kenna á gagnrýni stúdenta — og ávann sér aldrei hylli Ber línarbúa. Það gerði Albertz og erf.ðara um vik, að almenning ur saknað mjög Brandts. Eft ir 287 daga í embætti, var hon um svo steypt af flokksbræðr um sínum — og aftur var haf izt handa um að finna hæfan mann í þetta mikilvæga em- bætti. Stungið var upp á fjölda nafna, unz Brandt sjálfur mælti með nánum samstarfs- manni sínum, fyrst í Berlín, en síðan sem fulltrúa í utanrík isráðuneyt nu, hinum 41 árs gamla Klaus Schutz. Ekki var Schutz með öllu óþekktur í Berlín. Hann hafði lengi heyrt til ,,mafíu“ Brandts — og ver ið í fylkingarbroddi ungra, harðsækinna sósíaldemókrata, sem á stjórnarandstöðuárum SPD höfðu skapað lýðræðis- jafnaðarmönnum andlega afl- stöð í Berlín. Það var því ekki nema eðl legt, að hann fylgdi Brandt til Bonn í desember 1966. En 'þegar Brandt vildi dubba hann upp í yffrborgar- stjóra, kváðu við ýmsar efa*- semdaraddir. Sohutz var gagnkunnugur vandamálum Berlínar — jafnt þeim efnahagslegu sem hinum stjórnmálalegu. Hann taldi sig Berlínarbúa og fann sig falla 'nn í pólitíska mynd borgar innar. En mundi þessi rúmlega fertugi maður, sem um margra ára skeið hafði lifað sínu stjórnmálalífi í skugga Brandts verða þess megnugur að skapa Berlínarbúum þá tilfinn ingu trausts og örygg's, er þeir þörfnuðust svo mjög eft ir hrakfariir Albertz? Svo gat virzt sem verkefnið væri óvið ráðanlegt. Þestsi tveggja míllj óna ítoúa borg átt; í m'klum efnahagsörðugleiikum, stöðnun ríkti á ýmsum sviðum og vandamál vinnumarkaðarins vo.ru óleyst. Þá höfðu Austur- þýzka alþýðulýðveldið og So- vétríkin í hótunum um að herða hálstak sitt, tiltrú borg arbúa t '1 jafnaðarmanna hafði orðið fyrr miklum áföllum á hinum skamma stjórnarferli Albertz — og meðal stúdenta ríkti mikil óró. Klaus Schutz er ekki fædd- ur Rcrlínarbúi, en hefur lifað þar flest sín æviár. Hann fædd ist í Heidelberg 17. september árið 1926, en settist á skóla- bekk í Berlín, þar sem hann lauk stúdentsprófi á stríðsár- unum. Átján ára gamall va.r hann kvaddur í herinn og sendur til ítölsku vígstöv- anna. Þar særðist hann alvar- lega af skotsárum. Síðan þá hefur hægri handleggur hans verið aflvana. í stríðslok sneri Schutz aft ur til Berlínar og innritaðist í Humbolt-háskólanum í Austur Berlín. Um svipað leyti gekk hann í flokk jafnaðarmanna. Ár ð 1949 hlaut hann háan styrk til náms við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Þar lagði hann stund á stjórnvís- indi um tveggja ára skeið. Ár ið 1955 var honum veitt staða aðstoðarkennara við Frjálsa háskólann svonefnda, — og sama ár fékk hann það verk- efni að vinna að stefnuskrá flokks síns. Hann gerð st for- maður ungra jafnaðarmanna í Berlín og forseti einnar deild arinnar í SPD. Árið 1953 kvæntist hann og árið eftir að hann var kjörinn í Borgarráð Berlínar. 1957 tók hann svo sæti á þing'. Árið 1961 skipu- lagði Schutz kosningaherferð Brandts. Sama ár tók hann að sér yfirstjórn samskipta Vest- ur-Berlínar við Austur þýzlca alþýðulýðveldið í borgarráði. Hann átti að halda Bonn og Berlín á sörnu bylgjulengd. í viðtal'. skömmu eftir út- nefningu Schútz í embætti yf irborgarstjóra, komst hann m. a. svo að orði: ,,í þeirri að- stöðu, sem Berlín.er nú, barfn ast hún dugmikils borgarráðs og stjórnsams borgarstjóra, sem hefur heppnina með sér“. Nú, þegar Schútz hefur setið að völdum í rúmt ár, er /arla -hægt að segja með sann:, að hann hafi verið sérstaklega heppinn. Að vísu hefur hann stýrt Berlín af einurð og dug, en fyrsta árið voru stúdentar honum býsna óþægur ljár í þúfu. Schútz gekk að því með oddi og eggju að komast í sam band við stúdentana. Sjálf- ur sótti hann þá raunar að- eins einu sinni he'im. Þeir tóku á móti honum -með span- góli og látum, svo að við lá að hann ætti fótum f jör að launa. Eftir þetta lét yfirborgarstjór inn hart mæta hörðu. Hann gaf lögreglunn' frjálsari hend- ur til að grípa í taumana — og götuóeirðirnar, sem settu svip sinn á borgarlífið eftir morðtilraunina við Rudi Dutsche, spurðust víða um heim og mæltust að vonum misjafmlega fyrir. 13. júní herti U-lbricht enn tak sitt á Vestur-Þjóðverjum. Hann lögleiddi vegabréfs- og áritunarskyldu á ferðir manna mjlli Austur- og Vestur-Berlín ar og olli með því ýmsum erf- iðleikum. Austurþýzka alþýðu lýveldið var stimplað ,,út- lönd“. Til að þetta bitnaði enn harðar á Vestur-Þjóðverjum í efnahagslegu tilliti, kom Ul- bricht því þannig fyrir að þe'r neyddust til að taka upp alla flutninga landleiðis með járn- brautarlestum, en það var að sjálfsögðu miklu kostnaðar- samara. Hendur manna voru illilega reyrðar. Og stjórnar- stöðvunum í Bonn varð þetta dýrt spaug. En samsteypu- stjórnin gerði h'ð eina, sem í henna.r valdi stóð, og tilkynnti, að ríkiskassinn myndi eftir- leiðis greiða kostnaðinm af á- ritun vegabréfa og styrkja hið óeðlilega lága flugfarmiðaverð til Berlínar enn frekar. Tiltæki Ulbrichts varð t'l þess að varpa enn skýrara Ijósi á efnahagsstöðu Berlínar-borg- ar um þessar mundir en ella. Litljómi milljóna deiftrandi neónljósa var ekki lengur fær um að slá glýju í augu manna. Af 2,2 milljónum íbúa Vest- ur-Berlinar eru hvorki meira Að undamfömu hefuir af og itil verið vakin a-thygli á utan- rikisþjónusítunni á opinberum vettvangi, bæði í blöðum og á Alþingi, ein-kum í sambandi við ýmisskonar bollaleggingar um sparnað í ríkisrekstrinum. Samhliða þessum spamaðar- hugmyndum hafa komið fram lítt skilgreindar hugmyndir ýmissa aðila um að auk-a þurfi Btþrfsemi utanríkisþjónustunn- ar að viðskiptamálum. í umræðum þessum um utan- ríkisiþjónustuna hefur eitt og ,né minna en 600.000 styrkþeg- ar af opinberu fé, fjöldi fólks yfir 65 aldri er næstum því 'helmingi meiri en annars stað ar í sambandslýðveldinu. Að- alhlutv-erk yfirborgarstjórans er því eins konar endurnýjun- arstarf; v ,nna að því að skapa borginni aftur tiltrú þeirra, sem í henni vitlja fjárfesta- með framtíðina fyrir augum. í þessu skyni hefur Schútz hafið um- svifamikla samv nnu við stétta félög og vinnuveitendur. Stjórn -arstöðvarnar í Bonn hafa stutt annað verið fullyrt, sem em- bættismenin þjónustunnar geta nau-mast látið kyrrt liggja, þótt störf þeirra séu þess eðlis, að -ekki sé ætlazt til þeiss, að þeir hafi sig mikið í frammi á al- mennum málþingum. En þegar menn utan þjónustunnar full- yrða, að hún sé ,,of stór og dýr,” „að fækka þurfi sendi- ráðum“, ,,að utanríkisþjónust- una skorti markmið og tilgang", að embætíismenn utanríkisiþjón- ustiuinar komi engu fyrir sig nema „pompi og prjáli”, að ut- þessa viðleitni Schútz með ráð um og dáð. Og á fjármálasvið- inu hefur honum óneitanlega orð;ð töluvert ágengt. En til að jafna herzlumun',nn þarfn- ast hann og borgin hans þess, er hann minntist á í upphafi: að hafa heppnina með sér. Þá þarf hann og nauðsynlegan vinnufrið til að geta, skjpað málum sínum í rétt horf. En þar verður að sjálfsögðu að skeika að sköpuðu. anríkisþjónustan „sinni ekki hagsmunamálum íslendinga á sviði viðskiptamála” og fleira þess háttar, þá er óhjákvæmi- legt að embættismenn utanrík- isþjónustunnar láti til sín heyra, lef verða mætti til leiðréttinga og skilningsauka. Fáránlegust en jafnframt al- varlegust ásökun á íslenzka -utanríkisþjónustu að undan- förnu er sú, sem kemur fram í igrein í janúarhefti Samvinnunn ar 1968, en þar segir m.a.: — „Það er ljóst, að islenzka utan- (Tron Gerhardsen). íslenzk utan ríkisþjónusfa J. Skortir utanríkis- þjónustuna tii- gang og markmið?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.