Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 8
I 8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 26- september 1968 A5 gera eitthvað nýtt í Lindarbæ er nýstofnað leikfélag - LEIKSMIÐJ- AN - til húsa. í þessum hópi er ungt fólk sem vill gera eitthvað nýtt, eða færa gamalt í nýtt form; semsagt að freista þess að fara nýjar leiðir Heið’rún Dóra Eyvindardóttir, 8 ára, leikur Iitla prinsinn. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■unnaBsaaaaaaaBaaiaaBaaaaaaaaaaBaaaaaaaaBBaasaanBaatJI 11■■■■■■■■■■■■■■■■■ Það er full ástæða til að þakka sjónvarpinu fyrir góða frammi- stöðu í leiknum Benfica - Val- ur. Sannast sagna bjóst ég ekki við nándar nærri svona góðri myndatöku, því það sem sjón- varpið hafði áður sýnt frá knattspyrnuleikjum var nánast bágborið. Ég var einn af nærri 19 þúsund vallargestum þetta sögufræga kvöld, en ég hafði ekki síður gaman af að sjá leikinn aftur í sjónvarpi. Á sjónvarpið horfðu með mér tveir ungjr menn, sem ekki sáu leikinn, og voru viðbrögð þeirra eins og þeir hefðu verjð áhorf- endur á vellinum, og á góð myndataka ekki svo lítinn þátt í því að spenna leiksins skyldi vera jafn mikil og raun ber vitni. Ef eitthvað mætti að fínna. þá væri það hlutverk klipparans, en það hefðl að ósekju mátt klippa myndina, í túlkun og sviðsetningu leikja. Það er verið að æfa þar Galdra-Loft og einnig er verið að húa þar til leikrit eftir frægri sögu - sögunni um Litla prinsinn. Og hvernig er leikrit búið tij eftir sögu? — Jú, það er auðvit- að einfalt í sjálfu sér, en hér er farið nokkuð öðruvísi að en, almennt tíðkast. Fyrst er ákveð- inn leikstjóri, síðan aðalleikstjóri og svo setjast' allir niður og lesa bókina til að skilja innihaldið og reyna að gera sér grein fyrir hvað á erindi á leiksvið og hvern- ig það á að segjast. Og allir taka þátt í sköpunarverkinu og hafa sitt til málanna að leggja. Hver kaflinn á fætur öðrum er saminn og vélritaður jafnóðum. Síðan eru þættirnir æfðir á sviði án beinnar tilsagnar leikstjóra. — Þannig fær leikritið á sig fast- ara form með hverri æfingu, og loks kemur að því að beinagrind- in er komin, en þá hefst fín- vinnan, fágun texta, rökræður um viðbót eða niðurfellingu. Ég fékk að sitja sem hlutlaus áhorfandi á einni æfingunni. — Nokkrir kaflar leiksins voru bún- ir að fá á sig heillega mynd og komið að afgerandi gagnrýni leikstjóra á frammistöðu leikara og í þessu tilfelli höfunda leiks- ins! Það var auðséð að allir fylgd- ust með af lífi og sál og fögn- uðu þegar eitthvað nýtt kom fram sem var til bóta. Að æfingu lokinni hófu leikstjórarnir Magn ús Jónsson og Eyvindur Erlends- •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■»■■»■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■ ■•»■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■ einkum fyrjr og eftir fráspörk frá marlai. Semsagt Vel gert Valur — vel gert Rúnar og Co. Nú er mikið talað um að dauft sé yfir sjónvarpinu og farinn af því mesti glansinn. Við vit- son rökræður um það sem kom- ið var — hvar væru augljóslega veikir blettir og hvað væri býsna gott. Leikarar voru gagnrýndir, en þeir svöruðu, að þeir ættu erfitt með að gera betur fyrr en textinn og heildarskilningur á verkinu lægi Ijósar fyrir. Meðan æfíngin fór fram á fjöl- unum heyrðust slög í ritvél frammi í eldhúsi. Þar voru Karl Guðmundsson og Níels Óskars- son að ganga frá' nýjum kafla, en ekki var enn búið að sjá fyrir endann á lengd verksins. Una Collins var þarna stödd og lík- lega búin að gera sér grein fyrir leiktjöldum í stórum dráttum. Á stól var líkan af tjöldum fýrir Galdra-Loft — leiktjöld, sem kynnu að koma sumum spánskt fyrir sjónir. Ævintýrið um litla prinsinn er stórfallegt verk og ég gat ekki betur séð en þarna sé í uppsigl- ingu falleg, látlaus túlkun á þessari sögu. Að svo stöddu er ekki ástæða að fjölyrða meira um þessa til- raun — það kemur síðar á dag- inn — hvort og hvernig þetta tekst. — SJ. Bréfa- KASSINN Vantanadeild Ég átti erindi við mann nokk- ■urn, sem ég ekki þekki, en fékk þær upplýsingar, að hann ynni á „vantanadeild” Eimskipafélags ins. Mér fannst þetta hjákátlegt orð og hélt í fyrstu að nafnið hefði eitthvað skolazt til í með- förum. En mig rak í rogastanz, þegar ég hafði eftir mikla leit haft upp á þessari deild í Eim- skipafélagshúsinu. Þar stóð skýr- um stöfum á hurðinni: Vantana- deild. Nú langar mig að biðja for- ráðameni} þessarar stofnunar að skýra þetta orð fyrir lesendum og öðrum viðskiptavinum Eim- skipafélagsins, og okkur hér hjá Opnunni. Einnig þætti okkur vænt um að einhver okkar góðu íslenzkufræðinga léti ljós sitt skína. — Upplýsingum frá öllum aðilum verður veitt rúm hér í dálkunum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■ um að vetrardagskráin er á næsta leiti með talsvert mikl- ar breytingar, en það er bezt að þeir, sem hafa horft stanz- laust á sjónvarpið frá byrjun, sreri sér grein fyrir að þeir hljóti að verða mettir af þessu góðgæti eins og öðru. Menn hljóta senn að sætta sig við að velja og hafna og gefa sér tíma kvöld og kvöld til annarra starfa eða iðka önnur áhuga- mál. Það er vandi að ráða dag- skrárliðum svo niður að öllum líki, en ég held að flestir geti verið sammála um að sjónvarp- ið eigi að vera jafnbezt um helg ar, eins og það reyndar er, og þá skiptir ekki svo miklu máli með hina dagana. Ég er líka sammála . því að dreifa fræðslu- efni um dagskrána og láta það koma næst fréttatíma, en hafa það sem minna er virði ætíð síðast á dagskrá. — SJ. Hér er Karl Guðmundsson að hreinskrifa nýjan kafla og hann verður að gera það standandi við eldhúsborð. Valur fékk 15 þúsund fyrir sjónvarpsmynd Myndin sem sjónvarpið tók frá leiknum Benfica—Valur er lengsta mynd sem sjónvarpið hefur látið gera. Almenn á- nægja er með myndina, jafnt hjá þeim sem sáu leikinn og þeim sem sáu hann ekki. Kostn- aður sjónvarpsips vegna Jlök- unnar varð allmikill, en Valur fékk greiddar 15 þúsund krón- ur fyrir birtingarrétt, en samn- ingar voru ekki gerðir fyrr en rétt fyrir leikinn, til að ekki kvisaðist út að leikurinn yrði sýndur allur í sjónvarpinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.