Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 7
26- september 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 . FIMMTUGUR í DAG: Ólðfur Jóhann Sigurðsson SÍÐASTA ÁRIÐ mitt í Flóan- um fékk ég lánaða barnabókina „Við Álftavatn”. Ég las hana úti í hlaðvarpa indælan haust- dag og ætlaði varla að geta skil- að henni. Þá laukst upp fyrir mér veruleiki með heillandi æv- intýrablæ. Ég vis'si ekki, að þetta var skáldskapur, en bókin hafði svipuð áhrif á mig og fagurt' veður eða gott atlæti. Mér fannst meira tilhlökkunarefni að vera ungur sunnlendingur eftir en áður. Höfundurinn hét Ólafur Jó- hann Sigurðsson, og ég frétti þá þegar, að hann ætti heima í Grafningnum. Svo rak ein bók hans aðra, og ég varð mér úti um sérhverja þeirra strax og færi gafst. Ólafur Jóhann hef- ur þannig átt erindi við mig frái því að hann kvaddi sér hljóðs sem rithöfundur. Mér hefur aldrei komið frami hans á ó- vart. Af jafnöldrum er hann mitt skáld öllum öðrum fremur. Ástæða væri að skilgreina þessa niðurstöðu í löngu máli, en afmæliskveðja leyfir ekki Slík umsvif. Ólafur Jóhann túlk- ar iðulega í skáldsögum sfnum þjóðfélagsskoðanir, sem eru mér hugstæðar og geðfelldar, samúð með bágstöddum, skilning á' von- sviknum einförum, harm og reiði vegna fátæktar og ofríkis, en þvílík drenglund ræður naumast listrænum úrslitum, því að hún er aðeins mannleg skylda. Mér finnst einkum til um sálfræði hans, sem sprettur af næmum skilningi og rekur mikil örlög. Þetta sannast kann- ski bezt af „Litbrigðum jarðar- innar”, en er einnig boðskapur- inn í „Fjállinu og draumnuns.” og „Vorkaldri jörð”, svo og ýny»- um smásögum höfundar. Ólafur er glöggur á umhverfi og heild, en vandi einstaklingsins reynist honum þó löngum aðalatriði. Hann hefur á valdi sínu þá jafn- vægu skapsmuni að geta ver^ andvígur eða mótfailinn því, sem hqnum þykir vænt um. Girafn ingurinn mun skáldríki hafis 1 néfndum sögum. Óvíða er fég- urra á Suðurlandi. Ólafur Jó- hann lýsir og ógleymanlega þessari fjölbreytilegu sveit, þar sem saman fer tign og mýkt, sorti og birta, gnýr og kyrrð hjá fjalli, vatni og fljóti. Þar lætur hann gerast atburði geigs og kvíða, böls og sorgar af því að alvara lífsins liggur hon- um þungt á hjarta. Spegill hans er mínningin og saga þjóðar- innar. Megineinkenni á Iritstörfum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er vandvirknin. Hún virðist aug- ljósust í stíl hans og málfari, en telst eigi síður ríkur þáttur mann- lýsinga og frásagnar og ljær skáldskapnum listrænan búning. Sjaldgæft mun, að óskólageng- inn höfundur nái þvílíkum ár- angri af lestri og sjálfsnámi. Hann fæst því aðeins, að við- leitnin sé svo eðlislæg, að hún verði nauðsyn. Afköst Ólafs þykja ekki tíðindum sæta. Þó eru þau ærin, þegar vandvirkni hans er metin og skilin og ennfremur haft í huga, að hann á við þung- bæra vanheilsu að stríða. Skáldríki Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar er ekki víðlent, þó að hann sé sem rithöfundur allt í senn bæjarbúi og sveitamaður, íslendingur og heimsboægari. Hann markar sögum sínum bás af kröfuharðri hófsemi eins og hann ritar þær af fágaðri vand- viíikni. Oft vitna þær um frá- bæra íþrótt og táknrænan skáld- skap. Mér virðist sálfræðin í „Litbrigðum jarðarinnar” nægur boðskapur, en þar kennist einn- ig svo margslunginn heimur fegurðar og trega, að lesand- inn nemur stund og stað eins og opinberun. Gott er að eiga völ á þeirri mynd og kennd, en minnisstæðust verður mér þó gleði og sorg unglingsins í Grafningnum, þegar hann gerist allt í einu þeirri reynslu ríkari, hvað lífið og veröldin er saklaus- um og viðkvæmum sveitadreng. Staðreyndatalið um ævi og störf Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar er fljótrakið. Hann fæddist að Hlíð í Garðahreppi 26. sept. 1918, en fluttist með fjölskyldu sinni austur í Grafning vorið 1924 og ólst þar upp.Leið hans lá svo til Reykjavíkur haustið 1933, og erindið var að gerast rithöfundur. Fyrsta bók Ólafs kom út í sept. 1934, og varð höf- undurinn þá landskunnur 16 ára gamall. Fimmtugur hefur Ól- afur látið frá sér fara fimmtán bækur og að auki safnritið „Ljósa daga”, sem út kom í til- efni af fertugsafmæli hans. Kona Ólafs Jóhanns er Anna Jónsdóttir, og hefur bólstaður þeirra hjóna lengi verið að Suð- urgötu 15 í Reykjavík. Þau eiga tvo syni. Loks hlýt ég að þakka Ólafi Jóhanni hugþekk persónuleg kynni. Gaman er að sækja hann heim og blanda við hann geði. Gesturinn hlakkar alltaf til næstu samfunda, þegar hann kveður Ólaf. Saga Ólafs Jóhanns . Sigurðs- sonar er íslenzkt ævintýri um karlsson, sem vann kóngsriki, en þar segir ekki frá grimmu valdi heldur listrænni menningu. Drengurinn úr Grafningnum reyndist sigursæll í göfugri bar- áttu, sem gerði hann að frægum rithöfundi og ágætum manni. Helgi Sæmundsson. YFIRLÝSING í tilefni af atburðunum á Vatnsenda 28. júní og 2. sept- ember sl. og frásögn dagblaðs- ins Vísis af þeim. Vjð undirritaðir, Magnús P. Hjaltested og Björn V gfússon frá Gullberastöðum erum furðu lostnir yfir ofannefnd- um atburðum, þegar hrekja átti ekkjuna á Vatnsenda, frú Margréti G. Hjaltested, og börn hennar af jörðinni með lögregluvaldi. Okkur er tjáð, að þetta hafi átt að gera í krafti arfle ðsluskrár Magnús- ar heitins Einarssonar Hjalte- steds, fró 4. jan. 1938, því að þar sjáist, að hann hafj viljað að konur frænda sinna héldu ekkí löglegum ábúðarrétti sínum á Vatnsenda, ef þær misstu menn sína. Við höfðum báðir margra ára náin kynni af þessum vel viljaða sæmdairmanni og þekktum vel umhyggju hans fyrjr velferð kvenna frænda s nna og barna þeirra. Við er- um því ekkj í neinum vafa um að ofangreind túlkun á arf- leiðsluskrá hans er alröng og hrein fjarstæða, enda sjáum við engin ákvæði í arfle ðslu- skránni, er hejmili þessa túlk un á henni. Og ekki getum við ímyndað okkur, að það hefði verið að skapi Magnúsar heitins, að hrekja nú ekkju fræmda síns, Margréti G. Hjaltested, nauðuga með bú og börn frá Vatnsenda, eft'r hið frábæra starf hennar þar frá því er hún tók við búsfor- ráðum á jörðjnni árið 1961, Framhald bls. 11. HANNES JONSSON, sendiráðu- nautur í Moskvu, hefur sent Al- þýðublaðinu fjórar greinar um gagrnrýni, sem fram hefur kom- ið á þjónustunni, og varpar fram ýmsum nýstárlegum hugmyndum til úrbóta. Blaðið mun birta grein arnar næstu daga, enda Þótt Það greri ekki allar skoðanir Hannes- ar að sínum. ríkisþjónustu skortir nú mark. mið og tilgang” (bls. 48). Dag- blaðið Tíminn tók þessi um- mæli síðar upp í fréttagrein á fyrstu síðu. Búast hefði mátt við, að þessum aðilum værj fullljóst, að markmið íslenzku utanrík- isþjónustunnar er í engu frá- brugðið meginmarkmiði utan- ríkiöþjónustu annarra ríkja- Það er fyrst og fremst að ann- ast hin opjnberu samskjpti við önnur ríki og samtök annarra ríkja, þ.e. tvíhliða samskjpti ríkja, og samskipti við fjöl- þjóða- og alþjóðasamtök, þanu- ig að þau fari fram á friðsam- legan og vinsamlegan hátt; að gæta hagsmuna ríkisjns, m.a. viðskiptahagsmuna í þessum samskiptum; og að vernda og aðstoða ríkisborgara lands síns erlendis, eftir því sem þörf krefur og tjlefni gefst til. Alkunnugt er, að hin opinberu samskipti ríkja eru margvísleg, svo sem t. d. sjá má' af hinni löngu skrá milliríkjasamninga í C deild stjórnartlðindanna og snerta ekki aðeins sjálfstæðis- og öryggismál, svo sem viðræð- urnar og nótuskiptin við Banda- menn fyrir stofnun lýðveldisins 1944, landhelgismálið, Natosamn ingana og varnasamninginn við Bandaríkin, heldur einnig marg- vísleg viðskipta- og hagsmuna- mál, samanber t. d. allan þann fjölda viðskiptasamninga, sem gerðir hafa verið á vegum utan- ríkisþjónustunnar, þótt' viðskipta ráðuneytið og einstök firmu hafi einnig af eðlilegum ástæðum átt þar drjúga aðild að. Mætti reynd ar nefna langtum fleiri mála- flokka, svo sem félags-, menn- ingar og tæknimálefni, fjármál, siglingamál og flugmál og margt fleira, en hér verður látið nægja að vísa til C deildar stjórnartíð: inda til frekari upptalningar. Meginsjónarmið utanríkis- þjónustunnar við hin margvís- legu samskipti við önnur ríki og fjölþjóða- og alþjóðasamtök er að sjálfsögðu að standa vörð um sjálfstæði, fullveldi og hags- munamál íslenzka ríkisins með því að stuðla að vinsamlegum samskiptum við þessa aðila, vin- samlegri sambúð og samvinnu um hagsmunamál ríkjanna. Störf • utanríkisþjónustunnar við verndun íslenzkra hagsmuna og aðstoð og fyrirgreiðsla henn- ar við íslenzka rikisborgara er- lendis og íslenzk fyrirtæki, eru svo margvísleg, að langt mál yrði upp að telja. Snerta þau ekki að eins viðskiptaliagsmuni fyrir- tækja heldur og menningarsam- skipti og hagsmuni íslenzkra námsmanna erlendis, fyrir- greiðslu við almenna íslenzka ríkisborgara, t. d. kaupsýslu- menn, farmenn og ferðalanga, sem á einn eða annan hátt vefj- ast í opinber afskipti erlendis. Mætti þannig lengi telja. Það má vel vera, að til séu þeir einangrunarsinnar á ís- landi, sem halda því fram, að framangreind undirstöðuatriði ís- lenzkrar utanríkisþjónustu séu aðeins pomp og prjál. En því er til að svara, að sjálfstæð og fullvalda ríki geta ekki þrifizt án samskipta hvert við annað, og margra alda reynsla sjálfstæðra ríkja sannar ótvírætt, að nauð- synlegt er að einhver einn skipu- lags eða starfsaðili ríkisins sjái um þessi samskipti og hafi yfir- umsjórr með framkvæmd þeirra. Hlutverk utanríkisráðuneyta og sendiráða um allan heim er að annast þessi samskipti í sam- ræmi við utanríkisstefnu viðkom- andi ríkis. Hef ég aldrei heyrt ábyrga menn á íslandi haida því fram, að mögulegt væri fyrir okkur íslendinga að fara aðrar leiðir í þessum meginstarfsþætti utanríkisþjónustunnar en aðrar þjóðir hafa gert, enda hafa mynd azt um þessi samskipti alþjóð- legar venjur, sem óhjákvæmi- legt er fyrir sjálfstæð ríki að fara eftir, íslenzka ríkið og ís- lenzka utanríkisþjónustu ekki síður en aðra. Hver sá, sem þekkir nokkuð til sögu íslenzkrar utanríkis- þjónustu, veit, að frá upphafi hefur meginstarf hennar og til- gangur verið að stofna til vin- samlegra samskipta við önnur ríki, m. a. til þess, við upphaf lýðveldisins, að vinna sjálf- stæði og fullveldi íslenzka rík- isins viðurkenningu annarra ríkja; síðar að viðhalda þessum vinsamlegu samskiptum og efla þau á ýmsan hátt með hliðsjón af íslenzkum hagsmunum, svo og að stuðla að því, að hagsmuna- átök og ágreiningsatriði, sem upp hafa komið við önnur ríki, - f-i: ;í Framhald bls. 11. Eftit Hannes Jónsson sendiráBunaut

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.