Alþýðublaðið - 27.09.1968, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 27. september 1968
Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sfmi 14905. — Áskriftargjald fcr.
120,00. — t lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélaglS bf.
TOGARAR
Innan ökamms verður boðin
út smíði nýrra skuttogara, sem
sérstaklega hafa verið teiknaðir
fyrilr Menzkar aðstæður, að því
er Eggert G. Þorsteinsson sjávar-
útvegsmálaráðherra hefur skýrt
Alþýðublaðinu frá. Auðvelt hefði
verið að fá erlendar teikningar
og málið þá gengið fljótar. En
að beztu manna yfirsýn þótti það
ekki ráðlegt, heldpr nauðsynlegt
að gera tilraunir með iskip, sem
smíðuð væru algerlega eftir ís-
lenzíkum fyrirsögnum og fyrir
ís'lenzkar ajðstæðuir. Ríkisstjórn-
iin hefur fyrir nokkrum dögum
heimilað notkun á einni milljón
króna tiíl áð ganga frá útboði
skipanna. Þegar upplýsingar
liggja fyrir um verð skipanna og
lánajkjör vjerður kannað, hvaða
aðilar eru fúsir til að kaupa og
reka þau.
Nýlega 'kállaði sjávarútvegs-
máiaráðherra fulltrúa togaraeig-
enda á sinn fund. Bar hánn fram
v:ö þá ósk ríkisstjórnarinnar um
að togarar landi isem állra mestu
af afla sínum heima á næstu vik-
um til að skapa meiri atvinnu í
frystihús unum. Var þessurn til-
mælum vél tekið, og reið Út-
gerðarráð Reykjavíkur á vaðið
með ákjviörðun um að bæjartog-
ararnir skyldu landa heima.
Þjóðviljinn sá ástæðu til að
ráðast á Eggert G. Þorsteinsson
fyr.'lr jafn sjálfságða ráðstöfun og
þessa. Lýsti blaðið undrun sinni
yfir því, að ráðherrann skyldi
fara bónarveg að togaraeigend-
um, og gai í skyn að hann hefði
átt að sfcipa þeim áð landa heima,
Enidla þótt ritstjórar Þjóðviljans
skrifi þannig — til að fcoma höggi
á póliltískan andstæðing — vita
þeir að sjálfsögðu, að hér á landi
eru engin lög til, sem heimila
ráðherra lað igefa atvinnufyrir-
tækjum skipanir á þann hátt.
Eggert átti efcki kost á að fara
þá leið. Ennfremur er þess að
minnast, að ríkisstjómin hefði
orðið að taka ábyrgð á fjárhag
togaranna, éf hún hefði skipáð
þeim fyrir um meðferð laflans.
Þótt togararnir fái nú þegar
nokkurn ríkils'styrk, er efcki til
heimild frá Alþingi um að ríkis-
stjórnin taki abyrgð á affcomu
allra togaranna.
Treysta má því, að allt vinn-
andi fólk styðji viðleitni Eggerts
til að fá togarana til að landa
heima á næstu vikum, og fagni
undirtektum Útgerðarráðs
Reykjavíkur. Skrif Þjóðviljans
eru algerlega óraunhæf, meðan
togaraflotinn er ekki allur þjóð-
nýttur. Jafnvel Alþýðubandalag-
ið hefur ekki flutt tillögur í þá
átt.
Síldarbátar
Á iþessu ári hefur sjávarútvegs-
máláráðherra séð um, að ríkið
gerðj meiría en nokkru sinni fyrr
til að greiða fyrir síldveiðum,
meðan þær voru stundaðar á
fjarlægum miðum. Árangurinn
af þes'sum ráðstöfunum er sá, að
mifclu meira hefur verið sáltað
en í fyrra, og hefur sumarsaltaða
síldin bjargað markaðinum í
Finnlandi og styrkt mjöig mark-
aðinn í Svíþjóð. Þetta er mjög
miikils virði, en auk þeiss fá skiipin
og sjómennirnir sem og þjóðin
öll meira fyrir saltaða síld en
brædda. Loks hefur fengizt
mifcilivæg reynsla, sem mun gera
ökkiur fcleift að ráða ienn hetur
við sfldveiðar á fjarlæigum mið-
um í framtíðinni.
Jdn Þorsteinsson, alþingismadur:
Góð fréttaþjónusta Vísis
í Breiðholtshverfinu
Dagblað'ið Vís'r heíir komið
sér upp fréttaþjónustu í Breið
holtshverfinu, sem er til mik-
illar fyrirmyndar. Á sl. vori
sendi blaðið þangað þrjá blaða
menn, sem gengu í hverja íbúð
í fjölbýlishúsunum og spurðu
fólkíð í þaula um allt, sem
það kynni að vera óánægt
með. Uppskeran varð að vísu
heldur rýr, en samt ber að
meta lofsvcrðan áhuga blaðs-
ins á velferð fólksins, sem býr
í Breiðholtinu. Það er hjart-
ans mál blaðsins að þessu
fólk; líði vel.
Næsta stigið í þessarj frétta
þjónustu Vísis var að koma
upp njósnakerfi þannig að
blaðamenn og ljósmyndari
'gætu komið á vettvang þegar
í stað, ef eitthvað bær; útaf.
Til dæm.s. geröjst það fyrir
skömmu að niðurfalí stíflaðist
svo það myndaðist pollur á
einnj lóðinnj. Vís's-menn voru
und'r eins komnir á vettvang,
og frétt um þetta sérkemiilega
fyrirbrigði birtist á forsíðu
blaðsins.
í Bre'ðholtsíbúðunum hafa
nú verið settarupp 156 eldhús-
innréttingar. Þetta gekk þó
ekki alveg áfallalaust því fest
ing á einum eldhússkáp b laði
Þá sýndi fréttaþjónusta Vísis
enn ágæti sitt. Myndskreytt
frásögn af þessum stórfelldu
mistök-um birtist í blaðinu.
Hér varð þó Vís s-mönnum lít
ils háttar á í messunni því bú
ið var að festa skáplnn á nýj
an leik þegar blaðamennirnir
komu á vettvang. En góðir
blaðamenn láta ekki snúa á
sig. Þe r hlóðu bókastafla und
ir skápinn og sýndu svo alþjóð
mynd af því hvernjg stór eld
hússkápur getur vegið salt á
mjóum bókastafla, og það án
þess að staflinn náj alla leið
upp í skápinn .
En það gerðist fle'ra frétt-
næmt í Brei'ðholtinu. Til lands
ins kom límsending með göll-
uðu lími. Hluti af þessari send
ingu var notaður v ð uppsetn
ingu flísa í baðherbergi í einu
fjölbýlishúsanna í Breiðholti.
Flísarnar duttu af og frétta-
þjónusta Vísis gerði skyldu
sína. Aðrir bygg ngaraðjlar
urðu fyrir sömu reynslu, ea
þá brást fréttaþjónustan.
Því verður að treysta, að
dagblaðið Vísir komi sér smátt
og smátt upp jafngóðrj frétfca
öflun á öðrum byggjngarstöö-
um í borginni.
3
Eriendar
fréttir í
stuttu máli
SAN FRANCISCO: Varafor
seti Bandaríkjatina og for
setaefni de'mókrata í for
setakosnjngunum í nóvem
bermánuði næstkomandi,
Hubert H. Humphrey,
sagði I ræðu í gær, að
Bandaríkin gætu ekkj til
lengdar gegnt hluíverki
„alþjóðalögreglu" og gaf í
skyn, að Same:núðu þjóð
unum bæri að senda friðar
sve'itir til Vietnam. Banda
ríkin geta ekki gegnt
þessu hlutverkí,“ sagði
Humphrey. „Bandaríska
þjóðin óskar þess ekki og
önnur ríkj þola það ekki.“
NEW YORK: U Thant, aðal
ritarj Samein,uðu þjóðanna
sagði í gær, að ósveigjan-
legri aðskTnaðarstefna í
kynþáttamálum í Suður
Afríku og aukin samvinna
við Rhódesíu mundu
stofna framtíð alls suður
hluta Afríku £ bráða hættu.
Hann sakaði stjórn Suður
Afríku ekki aðejns um að
hafa þröngvað stefnu sinni
upp á landsmenn heldur og
að hafa rutt henni braut
inn í nágrannalönd, svo
sem Namjhíu og Suður Rhó
desíu.
NEW YORK: Stórhlaðið
,,The New York Times“
sagði í gær, að Sovétríkin
hefðu fvrjr hálfum mán
uði afhent bandarísku
stjórninnj uppkast að
bráðabirgðasamkömulagí
til lausnar d&ilunni í Mjð
austurlöndum. Blaðið
sagðj , að Bandaríkjastjórn
íhugaði nú málið.
SAIGÖN: Ríkjsstjórn Suður
V etnam vejttist harka
lega að U Thant, aðalrit
ára Sameinuðu þj., í
gær, að hafa hvatt t 1 þess,
að Bandaríkin hættu þeg
ar í stað og skjlyrðislaust
loftárásum á Norður Viet
nam. Talsmaður utanríkis
ráðuneytisins í Sagon
kvað U Thant hafa brugð
|izt ilht hliutleysisskyldu
sjnni, er hann krafðjst ein
hliða fr ðaraðgerða ann
ars styrjaldargðila án þess
að nokkuð kæmi í móti.