Alþýðublaðið - 27.09.1968, Qupperneq 5
27- september 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Söttun
Framfaald bls. 1!
nóg framboð af karlmönnum
og óvönum stúlkum, en þörf
þeirra fyrir vanar stúlkur
væri mjög brýn, þar sem þeir
gætu ekki náð fullum afköst
um með óvönum mannskap.
í samtalj við starfsmann
síldarleitarinnar á Raufarhöfn
í gær kom í ljós að bræla var
á síldarmiðunum og á takmörk
unum að bátarnir gætu athafn
að sig. í gærmorgun tilkynntu
14 skip um afla frá sólar-
hringnum á undan, samtals
1365 lestir.
Steypa bijfi
Framhald af bls. 3
Efnið í Ciporexi, eða létt-
steypu, samanstendur af sandi,
sementi og kalki, en utan á út-
veggjum er lag af gufuhertri
steypu Ciporexið er notað sem
einingar í veggi, bæði út- og
innveggi, loft og gólf.
Útveggir einbýlishússins að
Grundargerði 22 eru 28cm þykk-
ir, 25cm. lag er léttsteypa en
utan á henni er 3cm. lag gufu-
hertrar steypu. í vegghlutunum
er einangrun í sjálfu efninu og
eru veggirnir fullfrágengnir,
þegar þeir hafa verið reist'ir.
Ekki gerist þörf að pússa né
mála útveggina. Á innveggina,
sem ýmist eru 10 eða 15cm.
þykkir, má' setja veggfóður, við-
arklæðningu eða mála þá, en áður
en þeir eru málaðir þarf reyndar
að sandspasla þá.
Hús með veggjum úr Ciporexi
og gufuhertri steypu eru ekki
venjuleg steinhús, en þau eru
eldtraust.
Við húsið að Grundarlandi 22
í Fossvogi, sem er um 200m2 að
stærð, er kostnaður við efni í
veggi, innveggi og útveggi, um
250 þúsund krónur. Ekki liggur
fyrir samanburður við sambæri-
legan kostnað við veggi úr venju
legri steinsteypu. Grunnur húss-
Ins er steyptur á' venjulegan
hátt úr steinsteypu.
Mjög auðvelt og fljótlegf er
að setja veggina upp með hjálp
krana. Ætla má, að grunnur húsa
með þessum veggjum þurfi ekki
að vera eins traustir og húsa úr
vejulegri steinsteyþu, þar sem
þessir veggir eru mjög léttir.
Fréttamaður blaðsins hafði
samband við Ólaf Briem hjá
Loftleiðum, en hann er eigandi
hússins að Grundargerði 22, og
spurði hann, hvernig hann teldi,
að útveggir af þessu tagi myndu
, reynast við íslenzkar aðstæður.
Sagði hann, að reynslan yrði að
skera úr um það, en þeir hafi
gefizt vel víða erlendis, þar sem
veðurfar væri svipað og hér á
landi. Enn væri ekki ljóst, hver
kostnaðarmunurinn yrði miðað
, við venjuleg steinhús.
Þess yrði að gæta, að við þetta
faús yrði enginn kostnaður vegna
einangrunar, járns, járnabind-
inga, gróf- og fínpússningar að
utan eða málunar að utan. Verð
sjálfra veggjanna í allt húsið
væri um 250 þúsund krónur, en
enn væri ekki Ijóst, hver kostn-
aðurinn yrði við uppsettingu
þeirra. Uppsláttarkostnaður væri
mjög lítill.
Fylgzt með f lotaæf ingum
Eins og- fram hefur komið
í. fréttum hafa flotaæfingar
staðið yfir að undanförnu á
Atlantshafi á vegum NATO.
Sovétríkin hafa fylgzt af mikl
um áhufíra með þessum æfjng
um, og myndirnar tvær sem
fylfír.ia þessari frétt sýna vel
hve nærri skipum og flugvél
um NATÓ-ríkjanna Sovét-
menn fara. Á efri myndinni
sést sovézkur tundurspillir
sigla nær samsíða bandaríska
herskípinu SPRINGFIELD, en
það er flaggskip flota NATÓ
á Atlantshafinu, en á neðri
myndinni sjást brezk flugvél
og sovézk í nálægð hvorrar
annarrar.
í fréit sem varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli sendi út í
gær, segir að Sovétríkin hafi
greinilega undirbúið vandvirkn
islega allar aðgerðir sínar í
sambandi við flctaæfingarnar
og sé augljóst að þau telji sér
mjög mikilsvert að læra ejns
míkið cg- þau greti um NATÓ-
fletann með þessum iöglegu
njósmnn sínum á úthafinu. Til
þess hafi þau sérstök skip og
flugvélar, sem fylgtst kerfis
bundið með ölln, sem gerist.
Sem rnark um það að þessi
upplýsingaöflun Sovétrílcj.
anna er vandlega undirbúin
má nefna.að sovézk olíuflutn-
ingaskip hafa beðið herskip
anna á ákveffnum stöðum víðs
vegar á æfingasvæffinu.
Að minnsta kosti 18 sovézk
skip hafa tekið þátt í þessari
upplýsingaöflun, þar á meff
al eru bæði herskip og sér
staklega útbúnir togarar og
önnur fiskiskip. Þá hala fjöl
margar sovézkar flugvélar ver
ið á ferð og sumar flogið mjög
lágt yfir NATÓ-skipin. Tals-
menn NATÓ segja að þessi á-
hugi Sovétríkjanna hafi þó
ekki komið á óvart og nær-
vera þeirra geri æfingarnar
miklu raunverulegri. Enginn
vafi sé á því að meðal ann-
ars vilji Rússar nota tækifær
ið til að bera æfingar NATÓ
saman við flotaæfingar Var-
sjárbandalagsins á svipuðum
slóffum fyrr í sumar.
Margjr Reykvíkjngar munu
með ánægju mjnnast skemmt
ana og tízkusýnjnga Fóst
hræðrakveiina í fyrrahaust
er þrívegis fylltu Súlnasal Hó
tel Sögu, og urðu þá margjr
frá að hverfa.
Nú hafa Fóstbræðrakonur á'-
kveðið að efna tii skemmtunar
með svipuðu sniði n.k. sunnu-
dag, 29. september kl. 15,00,
einnig í Súlnasalnum Verða þar
kaffiveitingar á vegum kvenn-
anna, en ýmsir af kunnustu bak-
arameisturum borgarinnar munu
af einstakri rausn leggja til
kökur og sætabrauð til viðbótar
þeim kræsingum, sem konurnar
sjálfar hafa útbúið.
í fyrra var lögð megináherzla
á kynningu nýjasta tizkufatnað-
ar. Nú verður aftur á móti sýnd
fatatízka liðins tíma, bæði inn-
lend og erlend, allt frá miðöld-
um fram til vorra daga. Flest-
ir búninganna eru í einkaeign
og hafa ekki verið sýndir opin-
berlega fyrr.
Að sjálfsögðu munu svo söng-
ur og hljóðfærasláttur setja sterk
an svip á skemmtuniná. Fjórtá'n
Fóstbræður flytja í fyrsta sinn
lagasyrpu úr söngleiknum „Fiðl-
arinn á þakinu”, sem Magnús
Ingimarsson hefur útsett sér-
staklega af þessu tilefni. Lítill
blandaður kór syngur létt lög,
og þeir Ágúst Bjarnason og Krist-
inn Hallsson syngja Glúnta. Loks
ber svo að nefna hina frábæru
kammerhljómsveit: „Virtuosi
deila bella musica”, sem hér er
stödd af tilviljun og góðfúslega
hefur lofað að koma fram á
skemmtuninni. Munu þeir leika
„con inspirationo scherzo variat-
ione spirituose”, Samkomunni
lýkur með því, að Karlakórinn*
Fóstbræður syngur fáein vinsæl
iög undir stjórn söngstjóra síns,
Ragnars Björnssonar.
Milliskemtiatriða leika þeir
Carl Billich og Gunnar Axels-
son léft lög á píanó. Kynnir verð-
ur hinn þjóðkunni og vinsæli
Jón Múli Árnason.
Eins og í fyrra rennur allur
ágóði af skemmtuninni óskertur
í húsbyggingasjóð Fóstbræðra.
Aðgöngumiðasala verður í norð
uranddyri Hótel Sögu á laugar-
dag 28. september milli kl. 3 og
5 e.h. Á sunnudag verður húsið
opnað kl. 14,30, en skemmtiatr-
iði hefjast stundvíslega kl. 15,15.
Húsinæðraféiag Reykjavíkur„
Þriggja vikna sýnikennsla í græn,
metisréttum og smurðu brauð.
hefst' 1. október.
Innritun á þriggja vikhá mat-
reiðslunámskeiðin byrja í dag.
Upplýsingar í simum 12683,
19248 og 14617.