Alþýðublaðið - 27.09.1968, Side 9
27- september 1968 ALÞÝÐUBLAÐI& 9
Bréfa—
KASSINN
Enn um Val
Sóbaskapur
ÉG ek á hverjum degi um
Skúlagötu á leið til vinnu minn-
ar. Þá hef ég oft veitt því at-
hygli, að vinsæll veiðistaður
stráka er á heljarmiklum "stokk,
sem liggur út' í sjó í fjörunni
Eyrir neðan veginn. Ekki veit ég
betur en að um þennan stokk
renni saur borgarbúa til sjávar.
Ekki er svo vel, að stokkurinn
nái,langt út í sjó, því að í stór-
straumsfjöru er hann alveg á
þurru.
Ekki þarf að orðlengja, hversu
mikill sóðaskapur það er að
draga fisk upp úr þessum ósóma,
Dg samt er sóðaskapur að þessu,
þó fiskveiðum strákanna sleppi.
Er ekki ástæða til að heilbrigð-
iseftirlitið láti til sín táka í
þessu máli?
Vegfarandi.
ENN er mikið rætt' manna á
meðal um leik Vals og Benfica
á dögunum, enda komu úrslitin
mönnum vægast sagt mjög á ó-
vart. KSÍ getur nú hugsað um
það hvað það hefði grætt mikið
hefði sambandið verið búið að
koma á knattspyrnugetraun hér
á landi. Litli strákurinn sem var
svo glúrinn að spá rétt í Alþýðu-
blaðinu hefði áreiðanlega verið
sá eini sem hefði sótt fé í veð-
bankann eftir leikinn. En það
var nú ekki ætlunin að vera að
stríða KSÍ., áhyggjurnar á því
heimili eru víst nægar, og Eyja-
menn meira að segja komnir í
úrslit í bikarkeppninni.
Ég hefi orðið var við að marg-
ir halda • að Benfica hafi ætlað
sér aðeins að gera jafntefli við
Val til að fá' betri aðsókn í
Lissabon. Þetta tel ég fráleitt
og vil benda á eftirfarandi:
hnekkir fyrir heimsfrægt lið
eins og Benfica að tapa eða
ná aðeins jafntefli við óþekkt
áhugamannalið norðuráhjara
veraldar, lið frá landi sem að-
eins telur 200 þús. íbúa eða
eins marga og búa í einni
götu í stórborgunum.
3. Það bendir ekki til þess að
Benficamenn hafi verið á-
nægðir með jafntefli hvernig
þeir rifust eins og hundar
þegar ekki tókst að finna
færa leið fram hjá Sigurði
Dagssyni & Co.
1. Allir atvinnuknattspyrnu-
menn fá bónusgreiðslur eftir
frammistöðu. Þannig munaði
það Benficamenn miklu hvort
það varð jafntefli eða sigur
gegn Val. Hitt er svo aftur á
móti annað mál hvort Ben-
fica hafi kært sig um að vinna
mjög með yfirburðum.
2. Það yrði gífurlegur álits-
Meira mætti tína til. Valur
hefur fengið mikla auglýsingu í
Portúgal og menn kæmu þar á-
reiðanlega á völlinn þó Benfica
hefði unnið með tveimur eða
þremur mörkum. Ég efast um,
að nokkur maður i Portúgal —
frekar en hér heima — hafi bú-
izt við að Valur gæti staðið uppi
í hárinu á þessu heimsfræga
liði.
Ég vil svo að endingu þakka
Valsmönnum fyrir frábæran
leik, leikur þeirra var mikil
uppreisn fyrir íslenzka knatt-
spyrnu, og mætti verða til þess
að augu íslenzkra knattspyrnu-
manna almennt, opnuðust fyrir
því hvað hægt er að gera —
þe'gar v'ljinn er fyrir hendi.
Ánægður Valssinni.
iiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Rómansa
fyrir trompet
HÚN HLAUT VERÐLAUNIN
í 2. umferð vísubotnasamkeppninnar hlaut Ingibjörg Þórarins-
dóttir verðlaunin. Ingibjörg er frá Hjaltabakka í Húnavatnssýslu
og hefur dvalið hér í borginni s.l. 20 ár. Hún er afgreiðslustúlka
hjá Jóni Símonarsyni, Bræðraborgarstíg 16. Ingibjörg kvaðst hafa
gaman af að „hnoða“ saman vísum, en héldi því ekki á lofti.
Hún sendj einnig seinnipart í fyrstu umferð. Við óskum Ingibjörgu
til hamingju. Þeim sem vilja vera með í 3. umferð skal bent á
að fyrriparturinn birtist í' blaðinú I gær.
Litla bíó tekur til sýningar í
kvöld tékknesku kvikmynd-
ina „Rómansa fyrir trompet“,
sem gerð er eftir samnefndu
ljóði Frantiseks Hrubin. Leik
stjóri er Otakar Vávra.
Myndin fjallar um ástir
kennaraskólanemans Vaneks
og Sígaunastúlkunnar Terry.
Terry er í fylgd með fjölleika-
flokki, sem hefur slegið tjöld
um sinum í þorpi Vaneks. Van
ek sér hana fyrst, þar sem hún
er að selja aðgang að hring-
ekju. Þau fara að hittast á
kvöldin niður við ána, og ást
þeirra er ósvikin. En ýmislegt
skyggir á hamingju þeirra.
Faðir Te'rryar hefur ákveðið að
hún giftist manni nokkrum,
sem hefur verið með honum í
flokknum í tvö ár. Hann heitir
Viktor, og er hið mesta rudda
menni, Terry og Vanek ákveða
að hlaupast á burt en það fer
út um þúfur. Daginn eftir fer
flokkurinn burt úr þorpinu, og
Terry hefur nú fengjð sinn sess
í vagni Viktors. Mörgium ár-
um síðar rekst Vanek á Viktor
á knæpu. Árin hafa sett mark
sitt á báða. Viktor er orðinn
gamall og hefur mýkst í skapi.
Hann tekur á móti Vanek sem
gömlum vjn. Þegar Vanek
spyr um Terry, fer Viktor með
hann að gröf hennar. Hún
hafði dáið tveim mánuðum eft
ir fundi þeirra Vaneks.
Myndjn hefst á fundi þeirra
Framhald á bls. 12.
Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur
Framboðsfresfur
Ákveðið hefur verið að viðhafa 'allsherjaratkvæðagreiðslu
í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um tilnefningu full
trúa V.R. á lista Landssambands ísl. verzlunarmanna til
kjors fulltrúa L.Í.V. á 31. þing Alþýðusambands íslands.
Kjörnir verða 32 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu V.R,
fyrir kl. 12 á mánudag, 30. september n.k.
KJÖRSTJÓRN.
Síld arsöl tunarstúlkur
óskast að Sólbrekku í Mjóafirði strax.
Fríar ferðir. — Kauptrygging.
Upplýsingar í síma 1976 Akranesi.
Sildarstúlkur
Nokkrar söltunarstúlkur óskast á Söltunarstöðina Drífu
•h.f. Neskaupstað.
Fríar ferðir — kauptrygging.
Uppl. í síma 81419, Rvík. eftir kl. 18 á kvöldin og í síma
64, Neskaupstað.
Stúdentar Menntaskólanemar
Myndlista og handíðaskóli íslands gengst fyrir undir-
ibúningsnámskeiði fyrir menntaskólanemendur og síúd-
enta til undirbúnings í byggingarlist
Teiknun og málun barna
Myndlista og handíðaskóli ísliands efnir að venju til nám-
skeiðs í teiknun og málun barna á vetri komandi.
Námsflokkar eru 3: : w’
1. flokkur 6-8 ára • 1
2. flokkur 8-12 ária
3. flokkur 12_14 ára
Gjald fyrir námskeið er fcr. 1.000.00.
Fjarvíddarteiknun
Myndlista Qg 'handíðaskóli íslands efnir til námskeiðs í
fjarvíddarteiknun ef næg þátttaka fæst.
Vefnaðarnámskeið. Myndlista handíðaskóli íslands
efnir til dagnámskeiða í almennum vefnaði, fyrra nám-
skeiðið hefst 1. október.
Nánari upplýsingar í skrifstofu skólans, Skipholti 1, frá
kl. 16—18. — Sími 19821.
SKÓLASTJÓRI. ; i