Alþýðublaðið - 17.10.1968, Qupperneq 15
ást eða hatri eða aðeins því, sem
hann kallar ást, þá notar hann
verk ekki orð. Ég hugsaði um
það, að þú ert kona mannsins,
sem sennilega myrt'i manninn
minn. Keyndu að horfast í
augu við þessa staðreynd. Þú
varðir hann, því að það er þitt
eðli að verja aðra, en ég veit,
að þú óttast hann. Farðu ekki
aftur t'il lians. Þú skalt hverfa
án þess að láta nokkur ummerki
eftir þig. Ég skal gefa þér föt —
allt, sem þú þarfnast. Skildu allt
eftir og hverfðu eins og leynd
ardómurinn.
Hún gekk að skáp, tók fram
flösku og glös og setti þau á borð-
ið.
— Ekki veitir þér af glasinu!
Hún rétti annað g'lasið að Kay
og hellti drykknum í sig. Kay
sat og hélt um glasið meðan hún
hugleiddi ráðleggingar Stellu.
— Svo æti ég sagt, við lögregl-
una, að ég liafi reynf að heim-
sækja þig og hvergi fundið þig.
Að ég hafi marghringt og enginn
svarað. Stella virtist undarlega
æst og óróleg. — Ég gæti sagt,
að ég hefði áhyggjur. Að ég
befði vitað, að þú óttaðist hann.
Að ég vildi að þeir gengju úr
skugga um, að ekkert væri að
þér. Þá sæju þeir, að þú ert ekki
segja, að hann vissi ekkert, hvar
heiina og hann neyddist' til að
þú værir. Þú hefðir horfið, en
fötin þín væru þar enn.
Þeir myndu álíta að þú hefðir
grunað hann og að þú hefðir
vitað, að hann óttaðist, að þú
kæmir upp um hann. Kannski
héldu þeir, að hann hefði drepið
þig. Hún hækfeaði róminn. Þá
liti allt enn verr út fyrir hann,
þó að þeir gætu ekkert sannað.
Þú veizt, að þeir hafa ailtaf haft
hann grunaðan. Allir hafa óttazt
hann. Farðu meðan þú getur far-
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSIP
SNACK BAR
Laugavegi 126.
sími 24631.
ið. Yfirgefðu hann og láttu hann
rotna í eigin svaði!
Það var bæði hatur og gleði
í rödd hennar, þegar hún lauk
máli sínu á orðunum:
— Nú skulum við skala fyrir
þessu!
Á borðinu var blómavasi. Þegar
Stella teygði sig eftir flöskunni,
hellti Kay úr glasinu í vasann.
Hún sá Stellu hella í bæði glösin,
drekka úr sínu glasi og teyga
úr því. Kay var svo undarlega
róleg og ihugsaði svo skýrt. Mart-
in hafði sagt við hana: — Ég vil
hvorki sjá hana hér eða þig hjá!
henni! Var konan sjálf ástæðan,
ekki eiginmaður hennar?
Og livað með framkomu Mart-
ins, þegar lögreglan kom? Var
glampinn í augum hans -ckki
undrun ein? Og reiðin. Hefði
sekur maður ekki reynt að vera
rólegur og útskýra allar aðstæð-
ur eins sennilega og hann hefði
frekast getað? Gat ekki verið að
reiði hans hefði orsakazt af því
einu, að nokkur maður skyldi
gruna hann?
Og að hún skyldi gruna hann
— hún, sem liann elskaði —
var það ekki nægilega mikil
ástæða til að auka á reiði hans?
Hefði hann niðurlægt' sjélfan
sig með því að grátbæna hana
og reyna að útskýra allt fyrir
henni? Nei, ekki hann Martin í
þessu skapi. Ekki hann Martin,
þegar hann var svona sár og
reiður.
— Kannsk; ég gæti gert ihon-
um erfitt um vik, sagði hún
dræmt'.
— Já. Þú kæmir slúðursögun-
um á kreik þótt það yrði ekki
annað. Það glampaði svo ein-
kennilega á augun í henni Stellu.
— Það myndu allir fyrirlíta
hann og ásaka hann, jafnvel
þótt ekki yrði unnt að ákæra
hann fyrir morð.
— En livernig get ég horfið?
Stella hellti aftur í glasið sitt.
— Ég skal hjálpa þér eins og
ég hjálpaði hinni stúlkunni að
hverfa.
Kay sat kyrr eins og mynda-
stytta meðan Stella gekk um
eldhúsgólfið. Hún var meira
sigrihrósandi en nokkru sinni
fyrr.
— Drekktu úr glasinu, Kay.
Um leið og Stella snéri baki
við henni, hellti Kay úr glasinu í
blómsturvasann og strax var það
fyllt aftur.
— Hvérnig hjálpaðir þú henni?
spurði hún.
— Ég ók framhjá, þegar hún
kom hlaupandi út frá býlinu.
Ég vissi ekki, að það byggi
nein stúika þar, en ég nam stað-
ar og talaði við hana. Hún ætlaði
niður að símaklefanum og fá sér
leigubíl. Hún ætlaði að fara um
leið og hún hefði sótt fötin sín.
Hún var utan við sig og varð að
tala við einhvern. Hún sagði mér,
að hún hefði rifizt við manninn,
sem hún elskaði og hefði svo
ætlað að giftast Martin Fleteher,
en nú gæti hún það ekki. Martin
hefði svívirt hana.
Ég bað hana um að koma hing-
að. Ég vissi, að Stuart var ekki
heima. Við töluðum saman og
fengum okkur í glas. Það leit út
fyrir að fyrrwerandi elskhugi
hennar hefði farið erlendis og
ég sagði henni að fara þangað og
reyna að sættast við hann. Fara
erlendis og láta aldrei frá sér
heyra aftur. Það yrði áfall fyrir
Mártin, ef hún hyrfi. Við hlógum
báðar að því, hvað hann hefði
gott af því. Hún var stúlka eftir
mínum smekk.
Hún leit á Kay og brosti breitt.
Kay kinkaði kolli. — Já, þetta
var mikið áfall fyrir hann, sagði
hún.
— Ég lét hana fá föt' og pen-
inga og ók henni til stöðvarinn-
ar, sagði Stella. — Svo aetlaði
ég að koma slúðursögunum á
stað. Ég ætlaði að segja, að ég
hefði hitt' hana fyrir utan býlið
og vitað, að þau hefðu rifizt og
síðast hefði ég séð liana ganga
aftur heim að húsinu. En þetta
heimska fífl skrifaði mér og
sagðist ætla að fara erlendis
með vini sínum. Þá fór ég að hug-
leiða málið.
Ef ég kæmi slúðursögum af
stað og lögreglan frétti þær.
Ef lögreglan kæmist að því, að
hún var búin að gifta sig? Ef
þeir fyndu hann? Þá héfði hún
sagt, að hún hefði skrifað mér og
eyðilagt allar ráðagerðir m í n -
ar.
En þegar þú hverfur, Kay,
■ 17- október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ,• 15
verður. það leyndardómur, því
að þú segir engum, hvað ég
gerði. Ég skal hjálpa þér. Þú
getur falizt — skipt um nafn
og þú myndir aldrei segja sann-
leikann, þótt þeir fyndu þig. Við
erum vinkonur!
— Ég myndi aldrei koma upp
um þig ef þú hjálpaðir mér,
sagði Kay. Hún sat og leitaðl
svars við spurningu sem ásótti
hana. Hvers vegna hafði þessi
kona hatað Martin mörgum árum
áður en maðurinn hennar dó?
Hver var ástæðan fyrir því að
liún hafði lokkað stúlkuna til
að fara og reyndi nú að vekja
grun Kay og fá hana til að álíta,
Bifreiðaeigendur athugið
LjósastiTlljngar og allar aiin-ennjar bifreíÖa-
viðgerðilr.
BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE
Skeifan 2 — Sími 34362.
HÚSGÖGN
Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús-
gögn- — Úrval af góðum áklæðum-
Kögur og leggingar.
BÓLSTRUN ÁSGRÍMS.
Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807.
BIFREIÐAEIGENDUR
Látið stilla hreyfilinn fyrir veturinn.
Fullkomin tæki — vanir menn-
Bílaverkstæði Jón og Páll, Síðumúla 19.
— Sími 83980 — •
ATHUGIÐ
Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka.
Oiíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss.
Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær-
GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON.
SÍMI 36857-
HAGSÝN
HÚSMÓÐIR,
NOTAR