Alþýðublaðið - 16.11.1968, Qupperneq 3
16. nóvember 1968 ALÞYDIiBLAÐIÐ 3
Tækniskólinn útskrifar fyrstu
kvennemundurna
Reykjavík. — St.S.
!
PYRSTU meinatæknarnír við
Tækniskóla íslands útskrifuðust
í gær, föstudag. Þeir erij fimmt-
án talsins, allt stúlkur.
Námið hefur tekið þær tvö ár
og skiptist í átta mánaða nám-
skeið í Tækniskólanum og sext-
án mánaða verklega þjálfun með
fræðilegu ívafi. Þjálfunin fór
fram á rannsókharstofum Borg-
arspítalans, Landsspítalans og á
Rannsóknarstofu Háskólans við
Barónsstíg.
Skiiyrði þess að ,geta num-
ið meinatækni er, að viðkom-
andi hafi stúdentspróf.
Þegar meinatæknunum voru
afhent pyófskírteini sín, brugðu
blaðamaður og ljósmyndari sér
upp í Tækniskóla og létu verða
sitt fyrsta verk að króa tvær stúlk
ur af, þær Ernu Gunnarsdóttur
og -'Ástríði Hauksdóttur, til
myndatöku og viðræðna.
— Er þetta erfitt nám?
— Ekki svo mjög. Og Erna,
sem er úr máladeild, bætir við:
Það er erfiðara fyrir máladeildar
stúdenta, því að efnafræði er
einn stærsti þáttur þess. Annars
eru í byrjun haldin námskeið
Anna B. Kristjánsdóttir hlaut
hæstu einkunn þeirra, sem út-
skrfuðust úr menatæknideild;
meöaleinkimn 9,2.
fyrir máladeildarstúdenta.
— Hvers vegna völduð þið
meinatækni?
— Það er nú ekki um margt
að ræða hér, ef maður ætlar
Ástríöur Hauksdóttir. semidúx, og Erna Hauksdóttir (til hægrp.
FLOKKSSTAKFIÐ j
Hafnarfjörður
Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfjrði heldur skemmtifund í
Alþýðuhúsinu við Strandgötu n.k. mánudagskvöld. 18. nóvember,
og hefst fundurinn kl. 8.30. — Dagskráin verður nánar tilkynt
síðar. - STJÓRNIN. , .
BRIDGE -BRIDGE
Spilem bridge í Ingólfscafé n.k. laugardag kl, 14. Sfjórnandi
yerður aö vanda Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
ákveðið í stutt hám. Við vissum
ekki svo vel í upphafi hvað þetta
var, en starfið hefur reynzt mjög
lifandi og skemmtilegt.
— En ábyrgðarmikið?
— Já, því að hver meinatækn-
ir ber einn og sjálfur ábyrgð
á þeim niðurstöðum, sem hann
skilar og þær geta verig mjög
mikilvægár; ráðið urslitum í
sambandi við sjúkdómsgreining-
ar.
— Hvers konar rannsóknir er
aðallega um að ræða?
— Hjá okkur eru það blóð-
rannsóknir, o^ talsvert umfangs-
miklar, því að rannsaka verður
blóð í hverjum þeim, sem leggst
inn á sjúkrahús.
— Eru þið ánægðar með laun-
in?
— Nei, hreint' ekki. Við erum
í fimmtánda flokki opinberra
Framhald á 12. síðu.
Skólastjóri Tækniskólans afhendir Ernu Hauksdóttur prófskírtein-
ið, sem veitir rétt til starfsheitisins meinatæknir.
Alþýðusamband íslands
ÚTIFUNDUR
um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar
og kjaraskerðingu almennings.
Fundurinn verður haldinn við Miðbæjarbarnaskólann
kl. 15,30 sunnudaginn 17. nóvember.
Fundsrstjcri verður forseti Alþýðusambandsins
Hannibal Valdimarsson, og mælir hann lokaorð.
Ræðumenn:
Eðvarð Sigurðsson, formsður Dagsbrúnar
Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur
Hnekkjum árásinni!
Allir ú fundinn!
Miðstjórn Alþýðusambands íslands