Alþýðublaðið - 16.11.1968, Side 12

Alþýðublaðið - 16.11.1968, Side 12
SS||Jg§| . . . því nú stendur yfir sá tími, sem flest slys verða á árinu. VÍSIR. Löggan og klerkurinn HIMINTUNGLASPÁR Satúrnuss V. Plútós Nú er orðið töluvert langt síðan Satúrnus V. Plútó liefur spáð í liimintunglin liér á síðunni. Ástæðan er einfaldlega sú, að Satúrnus hefur engar breytingar merkt í himintunglunum, en eins og skýrt var frá í upphafi gildir hver spá um sig þar til sú næsta kemur. Nú er sú næsta loksins komin og eru lesendur beðnir að athuga vel ssnn gang. Ég lýsi frati á siðaprédikanir þeirra fullorðnu eftií" að ég sá revíumar „Þegar a»*»a var ung“. Prestur nokkur úti á landi var mikill hjólreiðagarpur og ferðaðist að jafnaði um hjól- andi. Eitt snn var hann á leið niður brekku í kaupstaðnum þar sem hann bjó, og sleppti hann þá höndunum af stýrinu. Lögregluþjónn staðarins sá til guðsmannsins, stöðvaði hann og sagði: — Vitið þér það ekki prestur minn að það er bann- að að sleppa höndunum á hjóli? Prestur horfði nokkra stund á lögregluþjóninn, en mælti 'svo hátíðlega: — Vitið þér það lögregluþjónn minn igóður að Drottinn almáttugur stýrir fyrir mig Lögreglu- þjónninn var ekki af baki dottinn, en svaraði um hæl; — En prestur minn, það er bannað að reiða“. HRUTURINN, 21. marz til 20. apríl. — Nú, svo þið hafið ekki get- að losað ykkur við alla pening- ana ykkar fyrir gengisbreyting- una. Hafið vaðið fyrir neðan ykkur nú og eyðið öllu strax, ef ske kynni aS. gengið félli á næst ] unni aftur. i NAUTIÐ, 21. apríl til 21. maí. — Eitthvað voðalegt vofið yfir fóiki undir þessu merki. Getur verið að tengdamamma ætli að dvelja hjá ykkur um jólin, eða að blaðburðarbarnið gleymi að koma með Alþýðublaðið? I TVÍBURARNIR, 22. maí til 21. júní. — Farið á fyllirí áður en brennivínið hækkar. Blandið í gosdrykki frá S a n a — svona í góðgerðarskyni. KRABBINN, 22. júní til 23. júlí. — Lítið í eigin barm, iþað gæti verið að þið hefðuð gleymt að þvo ykkur þar. LJÓNIÐ, 24. júlí til 23. ágúst. — Þeim, sem einhleypir eru og búa í „Kuldabeltinu" er bent á að fá sér maka eða viðhald, ef eke kynni að hitaveitan klikkaði í vetur. MEYJAN, 24. ágúst itil 23. sept. — Enginn veit sína æfina fyrr «n öll er. Gangið ekkj yfír á rauðu ljósi og elskendur atliugi Þú spyrð kannski sjálfan þig hvers vegna ég geri þetta? VELJUM ÍSLENZKT- (SLENZKAN IÐNAÐ að á'st þrifst ekki á rauðu ljósi, allavega ekki í umferðinni. I VOGIN, 24. sept. til 23. okt. — Ef þið eigið miða í happ- drætti og viljið láta vinning koma upp á miðann, þá gleymið að endurnýja; það hefur oft gef- izt vel. I DREKINN, 24. okt. til 23. nóv. Karlmenn, sem eiga heimtu- freka konu, sem vill ætíð fá nýj- an hatt, þegar nágrannakonan fær sér nýjan hatt, skulu þylja eftirfarandi málshátt yfir kon- um sínum: „Þegar ein kýrin pissar, er annarri mál”. I BOGMAÐURINN, 23. nóv. til 21. des. — Ef svartsýni, þunglyndi, drungi, sálarflækjur, timbur- menn og mórall þjá ykkur, þá látið ekkí undir höfuð leggjast að lesa BAK-síðuna, sjálfum ykkur og þeim nánustu til hug- arléttis. I STEINGEITIN, 22. des. tii 20. jan. — Hættið að stökkva upp á nasir ykkar. Það getur verið hættulegt, þið gætuð dottið nið- ur aftur og brotið ykkur. Þetta á sérstaklega við um þá, sem eiga vanda til að svitna á nef- inu, því 6vitinn gerir það hált sem Svell. VATNSBERINN, 21. jan. tiL 19. febr. Þeir, undir þessu merki sem dreymir um að verða stjórnmála- menn, eru foeðnir að íhuga mjög nákvæmlega að það er enginn barnaleikur. í þeim bransa þýðir ekki að segja, að pabbi manns sé lögga. FISKARNIR, 20. febr. til 20.' marz. Þeir, sem eiga fyrirtæki á kúpunni er bent á að eta hangi- kjöt um jólin, ef ske kynni að þeir héngju eitthvað lengur uppréttir fyrir bragðið. Það eina sem bjaVgar bitaveit unni í vetur, ef húv bregtzt. er það, að það er ævjnlega nsik ið hitamál þegar hún þverr. Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að segja þér að mér fannst þú hafa alveg rétt fyrir þér þegar þú varst að rífast vi9 manninn þinn í gær.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.