Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 5
24. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Það sem einum er áhyggju- efni, er öðrum léttvægt. Við bíðum þess með eftirvæntingu, að íbúatala íslands tvöfaldist og margfaldist á næstu áratug- um. Hinir, sem hugsa á heims- vísu, líta skelfingaraugum til framtíðarinnar í þessu efni. Sé ekkert raunhæft gert til Þess að stemma stigu við hinni öru fólksfjölgun, einkum meðal þró unarríkja, segir einföld þríliða, að 3500 milljónir jarðarbúa verði 7.000 milljónir um næstu aldamót. Síðan tvöfaldist íbúa talan með ákveðnu áratuga milli bili. Og ekki að ósekju vaknar spurningin: hvar á mergðin að búa, ‘hvemig tekst til um öflun fæðis og klæðis? t árþúsundir 'hafa forverar okkar nytjað jörðina með vax- andi árangri. Síðasta áratuginn hafa menn horft til nýrra átta, tekið að rannsaka himinhvolfið. Geimvísindin hafa skyndilega opnað víðáttu himingeimsins, takmarkalitlir möguleikar blasa við sjónum, og senn taka jarðar- búar að nema lönd á öðrum plánetum. Það sem fyrr var háreist hugmyndaflug höfunda sem Jules Veme, er nú vísinda- leg staðreynd. En höldum okkur við jörðina, — hún er enn okkar pláneta. Af kunnum ástæðum er hafið og auðæfi þess okkur íslend- ingum hugleikjð viðfangsefni. Engin þjóð byggir svo mjög af- komu sína á öflun og sölu sjáv- arafurða sem við. Það er því skylda okkar að gæta þessa fjör eggs. Athygli vísindamanna hefur á síðari árum ekki aðeins beinzt að fiskistofninum og auðæfum hafsins, heldur í æ ríkari mæli að landgrunninu og hafsbotnin- um yfirleitt. ■Hvar er gull, hvar er járn og kol, og hvar er að finna gas og olíu? Fram til síðustu ára þótt- ust lærðir kunna svör við slík- um spumingum, — hvar væn- legast væri að grafa, ;hvar árang ursríkast að bora. En engin regla er án undantekningar, eða eins og oft áður: undantekning- in sannaði regluna. Olíulindir fundust í sólbökuðum sandi Sahara og auðæfi gass á jafn- ólíklegum stað sem hafsbotni Norðursjávar. Kemur þetta okkur íslending- um við? Það er kjarni þessa máls, að eftir að hafa fengið viðurkenn- ingu 12 mílna fiskveiðilögsögu, ber brýna nauðsyn til þess, að við lýsum yfir eign okkar á landgrunnjnu og auðlindum þess. Hafsbofninn kann að verða okkur íslendingum jafn- gjöfull og Selvogsbanki, Halinn og síldveiðirniðin út af Norður- og Austurlandi. Hér hjá Sameinuðu þjóðunum hefur rödd íslands hljómað skýrt um þessi mál. í október- mánuði 1967 talaði Emil Jóns- son utanríkisráðherra í Allsherj arþinginu. Hann ræddi um hina miklu möguleika til öflunar æðu úr auðlindum hafsins, en varaði jafnfrnmt við ofveiði, en sú hefði raunin á orðið í Norð- ur-Atlantshafi. Mikilvægast væri, að hrygningarstöðvamar nytu vísindalegrar verndar. Utanríkisráðherra fagnaði því, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu sett á stofn nefnd sérfræðinga til að rannsaka og gera tillögur um nýtingu auðæfa hafsins, sér- staklega hafandi í huga vöxt og viðgang fiskistofnanna. Nefndin, sem Emil Jónsson vísaði til, og kosin var á 21. Allsherjarþinginu, hefur nýlega skilað álitsgerð. En það skal tekið fram að ísland var með- flutningsaðili að skipun henn- ar.F.vrir atbeina íslenzku sendi- nefndarinnar hjá SÞ tókst að fá kosinn í nefndina Jón Jóns- son fiskifræðing. Álitsgerðin verður tekin til umræðu liér 'hjá Sameinuðu þjóðunum í næstu viku. En í þessari blaða- grein verður rætt um aðra merkilega nefnd, — hafsbotns- nefndina. Hinn 18. desember 1967 sam- þykkti 22. AlÞherjarþinyið að setja á stofn bráðabirgðanefnd, sem rannsaka skyldi friðsamlega nýtingu hnfsbotnsins og auð- æfa hans, utan fiskveiðilögsögu, — öllum þjóðum til hagsbóta. Þetta var hagsmunamál, sem snerti flestar þjóðir, og komust í nefndina færri en vildu, en það var gæfa íslands að fá þar fulltrúa. Nefndina skipuðu full- trúar frá eftirgreindum 35 þjóð um: Argentínu, Ástralíu, Austur ríki, Belgíu, Brasilíu, Búlgaríu, Kanada, Geyion. Chile, Tékkó- slóvakíu, Ecuador, E1 Salvador, Frakklandi, íslandi, Indlandi, Ítalíu, Japan, Kenya, Líberíu, Líbíu, iMöltu, Pakistan, Perú, Póllandi, Rúmcníu, Senegal, Sómalíu, Thailandi, Sovétríkj- unum, Stóra-Bretlandi, Tanz- aníu, Bandaríkjum Norður- Ameríku, Júgóslavíu, Noregi og iSamíeinaða Arabalýðveldinu, Af íslands hálfu átti sæti í nefndinni Hannes Kjartansson sendiherra, en með honum Har- aldur Kröyer sendiráðsritari og Gunnar Sehram deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu. Þessi hafsbotnsnefnd hélt 3 fundi, tvo fyrstu í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 18,—27. marz og 17. júní til 9. júlí 1968. Þriðji fundur- inn var síðan haldinn í Rio de Janeiro dagana 19.—30. ágúst síðastliðinn samkvæmt boði stjórnarvalda í Brazilíu. Hafs- botnsnefndin hefur skilað viða- mikilli skýrslu og tillögum, en ihvortvegyja er nú til umræðu hér. Þar segir m.a,: „Hafsbotn inn, utan lögsögu hvers ríkis, er sameiginleg arfleifð þjóð- anna og engu einstöku ríki til- heyrandi. Rannsókn og nýting hafsbotnsins skal einungis gerð í friðsamlegum tilgangi, öllum þjóðum til nytja. Sett skal á laggirnar alþjóðleg stofnun, sem hafi yfirumsjón framan- greindra atriða, svo og um efna hagslegar framfarir vegna nýt ingar hafsbotnsins og auðlinda hans, með sérstöku tilliti til þróunarríkja, hvort heldur eru strandríki eður ei“. Síðar í tillögum hafsbotnsnefndarinn- ar er vikið að nauðsyn þess ftð afmarka þurfi nákvæmlega þessi alþjóðlegú svæði. Loks er tekið fram að vinnsla og nýt- ing hafsbotnsins skuli. í engu skerða frjálsar siglingar á haf inu. Okkar land, sem ekki er að- eins strandríki, heldur eyland i víðáttumiklu úthafi, á í þess- um efnum mikilla hagsmuna að gæta, og þá ekki einungis varð- andi vöxt og viðgang fiskistofns ins heldur og auðljnda land grunnsins og rafsbotnsins. ís- lenzka lar.dgrunnið út að 200 metra dýptarlínu, er um 115 •þúsund ferkílómetrar, eða ríf- lega stærð landsins sjálfs. Hér bíða okkar mikil og óleyst verk efni, þfí að í landgrunni fs- lands og hafsbotninum kynnu að leynast ómæld auðæfi. Hér að framan far minnzt á vinnslu gass og olíu í Norður- sjónum. Síðustu fregnir herma, að Danir og Norðmenn hafi fund ið hið sama í sínu landgrunni, og í júlímánuði síðastliðnum undust olíulindir í Mexíkóflóa. Á þessu sfiði sem öðrum fleyg- ir tækninni fram. Nú er hægt að vinna olíu af hafsbotni á 200 metra sjávardýpi, en það er til dæmis meðaldýpt íslenzka landgrunnsins. Vísindamenn full yrða að innan eins árs muni þeir vinna olíu á liafsbotni af 500 metra dýpi og innan ára- tugs af 5.000 metra dýpi. í umræðum um nýtingu auð- linda hafsbotnsins hefur sá ótti verið látjnn í ljós, að tiltölu- lega fá iðnaðarríki, sem til Þess hafi afl, efni og þekkingu nái undir sig svæðum í hafsbotni úthafsins og áfram verði gengið á vegum öfugþróunar: hinir ríku verði ríkari og hinir fá- tæku fátækari. Því þykir nú svo mikilvægt, að um þetta sé gerður alþjóðasamningur. Eins og áður segir, voru full- trúar íslands á öllum 3 fund- mn haflsbotnsnefndarinnar og létu málið mjög til sín taka. Hinn 29. október síðastliðinn flutti Hannes Kjartansson ræðu í fyrstu nefnd Allsherjaiþings- ins. Sendiherrann kfað íslend- ingum það fagnaðarefni, að Sam einuðu þjóðirnar ætli nú að hafa forgörgú um friðsamlega nýt- ingu hafsbotnsins. Þjóð sín ihefði öldum saman verið háð lögmálum hafs og strauma, og sjómenn íslands sótt björg í hú í greipar ægis, — oft við erfið- ar aðstæður. Sendiherrann lagði áherzlu á, að íslenzka ríkis- stjórnin styddi þá skoðun nefnd arinnur að útiloka eigi með öllu herbúnað á hafsbotni, — að auðæfi hafsbotnsins, utan lög- sögu einstakra ríkja, skuli eipkum koma þróunarlöndum til góða, — og loks legði ís- lenzka sendinefndin mikla á- herzlu á það að koma bæri í veg fyrir, að vinnsla í hafs- botninum hafi skaðleg áhrif á fiskistofna. Ennfremur tók sendiherrann fram, að það væri skoðun íslenzku ríkisstjórnarinn ar, að sérhvert ríki hefði rétt til þess að eigna sér landgrunn- ið og auðlindir þess samkfæmt Gefnarsáttmálanum frá 1958. Loks boðaði Hannes Kjartans- son sendiherra, að fullrúar ís- lands myndu á næstunni leggja fram tillögu um vernd fiskistofu anna gegn skaðlegum áhrifum, sem kynnu að hljótast af vinnslu í hafsbotninum. í framhaldi af framansögðu flutti íslenzka sendinefndin til- lögu, sem fjallar um vernd fiski stofnanna. Tillagan var borin fram hinn 5. nóvember síðast- liðinn og hlaut góðnr undirtekt- ir, en fulltrúar 31 þjóðar hafa þegar gerzt meðflutningsmenn, þar á meðal Sovétríkin, Frakk- land, öll Norðurlöndin, Bretland, Bandaríkin, svo og ýmis ríki Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Gunnar G. Schram, deildar- stjóri, einn af fulltrúum í ís- lenzku sendinefndinni, fylgdi tillögunni úr hlaði með fram- söguræðu. Efni tillögunnar er það, að framkvæmdastjóra Sam- leinuðu þjóðanna er falið að láta Strax fara fram sérfræði- lega rannsókn á því, hvaða al- þjóðareglur skuli settar til þess a.ð hindra að hvers kyns meng- un frá vinnslu á hafsbotnj geti haft skaðleg áhrif á fiskistofna; Framhald á 12. síðu. Gunnar G. Schram fylgir tillögu íslands úr hlaði. Að baki hans situr Hannes Kjartansson ambassa^ dor ísjands hjá Sameinuffu þjóffunum og fleirj fulltrúar úr íslenzku sendinefndinni. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.