Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 7
skaparform og stíl. En það er
ekkí fyrst og fremst vegna
forms og stíls, að séra Hallgrím-
ur lifir í minningu fólksins.
Það er hægt að yrkja sóðaleg-
an brag með skínandi fögrum
hætti og búa óþverralegum
hugsunum búning með lifandi
stíl. Séra Hallgrímur hefði
aldrei verið verglaunaður með
ást og þakklæti heillar þjóðar
öldum saman, ef hann hefði lagt
stund ó slíkar bókmenntir. —
Minning séra Hallgrímls lifir
sökum þess, að formsnilld hans
þjónaði göfugum og góðum
hugsunum, — og ekki aðeins
það, heldur flutti hann með
snilld sinni þann boðskap, sem
gerði þjóðinni fært að varðveita
siðmenningu sína í veraldlegri
eymd, kjark sinn á baráttu við
kúgun, öryggi andspænis valdi
dauðans. Það er ekki víða í
kristninni, sem ortur hefur verið
slíkur sigursöngur og sálmur-
inn ,,um dauðans óvissa tíma.’-’
Hvort sem það var reyr, stör eða
rósin væn, sem sláttumaðurinn
hafði lagt að velli, gat íslenzk
alþýða sungið í sig kjark.
Og fögnuður þjóðarinnar yfir
því, að hafa átt Passíusálmaskáld-
ið, hefur bergmálað í ljóðum
og ritgerðum vorra mestu and.
ans manna, þó að sennilega beri
þar hæst ská'ldjöfurinn Matthí-
as Jochumsson, sem margra
hluta vegna hafði betri skilyrði
en flestir aðrir til að skynja hið
mannlega í verkum hans, — hið
mannlega andspænis hinu guð-
dómlega og eilífa. Ég minnist
þess ekki, að það hafi skeð fyrr
en á þessum síðustu tímum, að
gerð væri tilraun til þess í skáld-
bókmenntum íslendinga að draga
upp mynd af séra Hallgrími sem
lágkúrulegrj og ruddalegri
skepnu með vanþroskuðu kyn-
lífi. Kannski getur þetta þó orð-
ið til góðs, ef það kynni að vekja
þjóðina til meðvitundar um
sjálfa sig gagnvart hinu stór-
kostlega, sem vér höfum hlotið
fyrir atbeina Saurbæjarskálds-
ins, en þar á ég við hvorki meira
né minna en lífið sjálft. Ég skal
ekki gera lítið úr allri iþeirri
tækni, hagfræðí og fjármálaviti,
sem nú á að frelsa þjóð vora,
— en ég efast um, að þjóðin
hefði lifað fram á þennan dag,
án séra Hallgríms, — og alls
ekki á'n þess Guðs, sem hann
boðaði með list sinni. Þar dreg
ég ekkert undán.
Það hafa ekki verið skáldin
ein, sem höfðu hug á að túlka
hug íslenzku þjóðarinnar til Hall-
gríms Péturssonar. Á fyrri hluta
þessarrar aldar kom vilji þjóð-
arinnar fram í því, að óskað var
eftir kirkju, sem sérstaklega
bæri hans nafn. Hægt og hægt
fékk hugmyndin sitt form og
eftir ýmsar fálmandi tilraunir
orti einn af brautryðjendum ís-
lenzkrar húsgerðarlistar það
þakkarljóð, sem vér sjáum nú
verða til fyrir au.gum vorum.
Hann vildi sýna oss, hvernig
hið .stuðlaða , fíallaland risi í
fögnuði til móts við himin
sjálfan. Ekki efast ég um, að
eitthvað hefði Ijóðformið orð-
ið á annan veg, ef hugsunin
r.(-’ ’r• ' • (|M,- s
24. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐlÐ 7
„Askjan mín er orðin tóm
í ÞESSUM vísnaþætti hafa
oft verið birtar gamlar vísur,
sem lengi hafa gengið manna
á millí og enginn veit lengur
hver hefur kveðið, sumar hafa
gengizt í munni og eru til í
ýmsum gerðum. Svona hús-
gangar luma oft á margs kon-
ar skemmtilegheitum og bregða
Ijósi á eitt og annað í liðinni
tíð. Margir þeirra hafa aldrei
komizt á bók eða blað, en skaði
væri, ef þeir glötuðust með
öllu. Það væri þess vegna vel
þegið, ef lesendur sendu þætt-
inum vísur af þessu tagi, svo
og aðrar skemmtilegar eða vel
kveðnar stökur, sem þeir kunna
að eiga í fórum sínum.
* *
Allir kannast við kvæði
Daviðs Stefánssonar um litlu
hjónin, Gunnu og Jón, og
þeirra nægjusama líf. Færri
kunna líklega eftirfarandi visu,
sem er þó víst miklu eldri, en
ekki með öllu óskyld. Á upp-
runa hennar kann ég hins veg-
ar engin skil.
Litli Jón á lítinn spón,
úr litlum aski sýpur,
litli Jón sá ljúfi þjón
að litlu borði krýpur.
* *
* * * *
Ólína Jónasdóttir á Sauðár-
króki, sú ágæta skáldkona, kveð-
ur um líðna tíð og hefur ekki
um margt að sakast við versu
gömlu :
Man ég áar máttug völd,
man ég bláa strauma,
man ég gljáu mánatjöld,
man ég þrá og drauma.
Man ég fátt til mæðu dró,
man ég kátt var geðið,
man ég sátt í muna bjó,
man ég hátt var kveðið.
Ég er sátt við allt og eitt,
ennþá kátt er geðið,
er þó háttum orðið breytt,
oftast lágt er kvcðið.
Stephan G. Stephansson hef-
ur lítið borið á góma í þessum
þáttum og er það þó ekki af
því, að hann hafi ekki gert
lausavísunni góð skil. Hér koma
tvær vísur kveðnar af honum
og bera svip skáldsins :
tjndarleg er íslenzk þjóð!
Allt, sem hefur lifað,
hugsun sína og hag í Ijóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan,
þér er upp í lófa lögð :
landið, þjóðin, sagan.
Bólu-Hjálmar kvað eftirfar-
andi vísur eitt sinn að entum
skriftum:
Leiðist mér að rispa rún,
raunum búmanns hlaðinn,
þó ég slétti þetta tún,
þykir einber skaðinn.
Mér hefir daga gefið guð,
þá gjörði eg þetta letur,
tuttugu þúsund, tvöhundruð,
t.visvar átta betur.
Enginn dagur er svo seinn,
að sé honum neitt til tafar,
styttir hver um einn og einn
áfangann til grafar.
* *
* * * *
Fólk á sér mismunandi hug-
sjónir. Þessi visa er dæmi um
það.
Átti ég fyrrum áform glæst,
eina von, sem gat ei rætzt.
Sú er nú mín hugsjón hæst:
hvenær verður étið næst.
* *
Símon Dalaskáld var kvenna
maður ágætur og kvað konum
manvísur, ef svo bar undir, —
engu síður þeim sem giftar
voru.
Ingibjörg er ágæti,
allra harma léttir.
Sefur fyrst hjá Símoni
og sinum manni á eftir.
Keflvíkingar sendu einhvern.
tíma áskorun til Alþingis um
stækkun heilsuhælisins á
Kleppi. Um það var þetta kveð-
ið:
Það er komin kæra frá
Keflavíkurhreppi,
að þeir skuli ekki fá'
allir vist á Kleppi.
Frá því segir í gömlum bók-
um, að Starkaður frá Stóru-
völlum í Bárðardal fór að finna
unnustu sína í Gnúpverja-
hreppi, varð úti undir steini og
kom nokkru síðar á glugga
unnustu sinnar og kvað:
Angur og mein fyrir auðar
rein
oft hafa skatnar þegið:
Starkaðar bein und stórum
stein
um stundu hafa legið.
Ætli við látum ekki þessa
gömlu góðu ví«u reka lestina,
en hún mun vera til í mis-
munandi myndum eftir lands-
hlutum.
Askjan mín er orðin tóm,
ýtar mega það vita,
ég ætla að sigla suður i Róm
og sækja mér í hana bita.
væri nú fyrst að taka á sig ytra
mót. En slíHjt má, \>áfalaust
segja um hverja einustu bygg-
ingu, sem er lengur í smíðum
en dagstund. Jafnvel hin minnstu
íbúðarhús. En á hinn bóginn
verður það verk þeirra, sem um
byggingarnar fjalla bæði nú og
á komandi árum að hagnýta
nýja reynslu, efni og tækni til
að móta hina veglegu byggingu
í anda þess lofsöngs, sem upp-
haflega réði teikningu og gerð.
Og ég ber það traust til fram-
tíðarinnar, að sá lofsöngur
þagni ekki. Þeir eru örðnir
margir, bæði fátækir og ríkir,
sem fært hafa fórnir á liðnum
árum, þrótt fyrir það, þótt þjóð-
in hafi liaft mörgu að sinna.
Og nú hafa vinnupallarnir við
turninn náð fullri hæð. Þá er
komið að nýjum áfanga, sem
þörf er að ná sem fyrst, meðal
annars til að unnt sé að færa
út starfsemi kirkjunnar sam-
kvæmt kröfum tímans. Nú
verður það verkefni þjóðarinnar
í heild, alþingis, borgar og alls
ahnennings frá inndölum til út-
hesja að sjá til þess, að næstu
skrefin verði auðveldíega stig-
in. Margs þarf þjóðin með, en
krossinn, sem fyrirtæki eitt ér
að gefa til þess að hann lýsi af
turni Hallgrímskirkju — sá
kross mun verða oss hvatning
til að hugsa eins og hann hugs-
aði, sem tók að sér hina sjúku,
einstæðu, örkumla á líkama og
ofþyngda á sál og sinni. Og þeir
sem nálgast bd|rg vora;, eftir
leiðum lands, lagar og lofts, ættu
að sjá í því merki friðarvilja
vorrar litlu þjóðar. Krossinn,
sem bendir til himins — eða
út í geiminn, ef vér eigum
frekár að orða það þannig, gæti
einnig verið tákn þess, að það
gildir ekki einu, hvort það er
krossinn Krists eða blóðljtaður
gunnfániiin, sem mannkynið
flytur með sér til annarra
'hnatta. Séra Hallgrímur sá í
anda, hvernig englar himinsins
voru skrýddir skrúða Krists.
Hann sá einnig hina framliðnu
þiggja brúðkaupsklæi'|irn;. En
hefði hann ekki einnig, ef hann
hefði verið í vorum sporum í
dag, þorið fram þá bæn, að þeir,
sem kynnu að fara út í himin-
geiminn til að setjast að í
„hitnni” e’fnisheinísins, ' bæru
einnig hin helgu brúðkaups-
klæði. Svo stórkostleg er von
krlstmcfomsins, ”að allar víðátt-
ur heims og himins rúmast í
guðsríkis veizlusal.
Ég hef rætt um, að skáld og
byggingarmeistarar hafi gætt
þökk þjóðarinnar til passíu-
skáldsins lifandi formum. Það
hafa ýmsir myndlistamenn einn-
ig gert, og sumir eigendur fag-
urra listaverka hafa þegar gefið
kirkjunni fagra liluti, sem kom-
ast ekki á sinn rétta stað fyrr
en síðar. En enginn skyldi
lialda, að þessi listaverk, ijóð
eða byggingar hafi tilgang sinn
í sjálfu sér. Passiusálmarnir
hafa ekki heldur tilgang sinn í
sjálfum sér. Hinn sanni tilgang-
ur er sá. að vér mennirnir —
öll þjóðin — fáum nú lifað þá
brúðkaupsgleði, sem jafnvel
syndugur maður ,finnur, þegar
hann leitar athvarfs undir pur.
purakápu hins smáða kærleika,
og kennir réttlæti guðlegrar
náðar, þó að lífið linni, — og
á sér von réttlæ'tisskrúðann
skíra upprisudeginum ó. Og
minning séra Hallgríms þjónar
þessinn sama tilgangi, hvernig
sem hún birtist í listaVerkum
— og einnig þegar hún lifir £
liugsun fólksins. íslenzk sagna-
erfð hefur ekki gert séra Hall-
giím að (Ufverra, fyrr en nú á
vórum tímum, — en hún hefur
aldrei dregið fjöður yfir það,
aS hann væri venjulegur,
breyzkur maður, —i og ákaf-
lega mannlegur í háttum og at-
ferli. Ég sé í þessu vott um þá
heilbrigði, sem þrátt fyrir allt
hefur einkennt íslenzkt trúar-
líf, að hið heilaga hefur ekki
verið aðskilið frá hinu mann-
lr«a og eðlilega. Þannig hefur
aldrei verið litið á séra Hall-
grím öðruvísi en gáfaðan og vel
menntaðan, alþýðlegan, gaman-
saman sveitaprest, sem blandað
gat geði við hvern sem var, —
en vegna sinnar skáldlegu
náðargáfu og diúps trúarlífs
þess umkominn að lyfta pur-
puraskikkju frelsarans, svo að
meðbræður hans gætu hulið
þar misgjörð sína, og átt þar
athvarf. Þessi alþýðlegi skiln-
ingur á séra Hallgrími er tengd-
ur þeirri skynjun kristindóms-
íns, að sjálfur frelsarinn ber
brúðkaupsklæðin í niðurlæg-
ingu mannlegs lífs. Og þess
biðjum vér í dag, að hann haldi
áfram að vera með vorri eigin
þjóð í hennar ríkmannlegu fá-
tækt og skrúðklæddu myndum.
Og Guði þökkum vér fyrir passíu
skáldið og hvern mann annan,
sem svo yrkir sín ljóð eða sitt
líf, að hann veki osá til ýit-
undar um, að brúðkaupsklæði
guðs ríkis eru oss ætluð.
í Jesú nafni, amen.