Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. nóvember 1963 , -í x XjP <■ *■ v .... , leyti farið út á 'þessar brautir, en les verk framúrstefnumanna til að sjá hvað þeir hafa fram að færa á hverjum tima. Annars er menningin ekki iengur sitt í hverri áttinni, held- ur hefur tíminn dregizt saman. Það sem var frægt hjá okkur í gær eftirlíkja Japanir í dag og öfugt. Áður fyrri var listastefna. þúsund ár að berast úr einum stað í annan, stundum lengur. Nútímafólk vill alltaf eitthvað nýtt og engir eru kröfuharðari í þeim efnum en blaðalesendur, sem aidrei átta sig á því að mannlífið er alltaf sama gutl í sama nóa. „Plus ca change, plus c’est la méme chose”, segja Frakkar. Framhald á 12. síðu. — Gjörðu svo vel, við skulum koma upp á vinnuherbergið mitt, segir Nóbelskáidið um leið og það býður mig velkominn. Við sitjum í sitt hvoru hæg- indinu, reykborð á milli okkar. Á móti eins konar vinnuveggur: Skrifpúlt til að skrifa standandi við og þar hjá þrífótur líkastur barstól. Á veggnum fyrir ofan málverk eftir Nínu Tryggvadótt- ur af Erlendi heitnum í Unu- ihúsi. Við hliðina á skrifpúltinu ritvélarborð og þar yfir litasyn- fónía eftir Svavar. Ég verð að viðurkenna, að það var ekkj mikið eftir af mér sem ég sat þarna í smiðju skáldsins; bókstaflega úr mér allur vindur, vissi ekki, hvar ég átti að bera niður og mér komu í hug orð vinar míns Óiafs Kárasonar, þeg- ar hann stóð fyrir framan riU stjórann forðum og sagði : — É -ég skal fara. Skáldið er alþýðulegt og spjallar um daginn og veginn og að Jiðinni drjúglangri stund spyr ég: „Eitthvað eftir handa hugmynda fluginu“ — Ég veit ekki hvort það er leyfilegt. Nú er horfið frá hinu hefðbundna leikritsformi og antileikritið komið í. staðinn í leikritum Samuels Bccketts, sem er mestur framúrstefnumaður um leikritun gerist ekkert drama. Sálareintal böfundar fer fram í fígúrum, sem hann smíðar og ekki eru mönnum líkar. Hann lætur svotna fólk talast við úr tveimur öskutunnum. Framúr- maðurinn telur þetta fremst í tímanum, mest framúr, og Beek- ett var mjög umtalagur sem Nóbelsverðiaunahafi nú á dög- unum. — Nær antileikritið tii hins venjulega leikhússgests? — Það nær sjaldan til nema lítils hóps. Sama má segja um antikveðskapinn, sem er stund- um ekki annað en bókstafir á ritvél, endurteknir aftur og aft- ur eftir munstri, þannig að bók. stafirnir mjmdi einhvers konar fígúru. Framúrstefnuljóðskáld iesa hvert annað og þetta er á- bugasamt fólk og stendur fyrir sínu. Ég hef ekki nema að litlu þennan miðpúnkt verksins til þess að breyta þvi í leikrit. — Ýmsir ritdómarar vilja á- líta að sömu eða svipaðar per- sónur komi aftur og aftur fram í verkum þínum. — Hugmyndirnar eru í manni og enginn stekkur út úr skinn. inu á sjálfum'sér. — Sumir lesendur hafa orðið vonsviknir yfir því að þau skuli ekki hittast hjónin Úa og Jón Prímus. — Fyndnin er einmitt fólgin í því að þau hittast ekki, segir skáldið og brosir. Um leið og Jón Prímus hitti Úu sína, þá væri komið út fyrir rammann. Það gætí annars orðið sterkt leikhús, ef hjónin hittust. En þau hitt- ast ekki. Ágætt að lesendur skuli sakna samfunda þeirra, þá er eitthvað eftir handa hug- myndafluginu. — Er það ekki rétt, að þú hafir sagt s.l. vor, að þú hefðir í hyggju að semja leikrit um sama efni og fiallað er um í bók þinni, Kristnihaid undir Jökli? — Jú, það rhun vera rétt, en nú er ég orðinn svo þreyttur á þessu myndasafni, sem ég er bú- inn að háfa fyrir hugskotssjón- um síðustu átján mánuði, að ég læt leikritið mæta afgangi. Eftir fyrsta uppkastið skrifaði ég Kristnihaldið í lcikritsformi, þ.e.a.s. eintóman dialóg, Seinna leit ég svo á, að þetta væri ekki alveg rétt efni fyrir leíkrit og breytti um form, setti í verkið lýsingar og annað, sem heyrir til skáldsögunni. Ég hygg, að allar þær háspekilegu viðræður, sem þeir eiga saman Jón Prímus og Syngman Goodman nytu sín ekki á leiksviði; fólk stæði bara upp og tæki tauið sitt. En það var af og frá, að ég tímdi að strika út Myndin af Halldóri Lax- ness var tekin á fundi með fréttamönum — lík- lega er Skáldatími kom „Sama gutl í sama nóa' Ætlarðu að halda áfram við leikritun?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.