Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 9
24. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 iHWWWMWWWWWWWWWWWVWVWWWWVWWWmWWWWWWWWWWWWIWWi D OG NSKA ÞAÐ er alkunna, hve háSir menn geta orðið ýmsum föstum venjum í daglegu lífi. Flest fólk er á þann hátt reglufólk, að það kann því illa, að hversdagslegt líf þess gangi úr skorðum. (Flýg- ur mér þá í hug sagan af karl- inum, sem kallaður var Einar „regla” — ekki þó af því, að hann væri reglumaður í þeirri merkingu, sem bindindisfólk leggur L orðið, heldur af hinu, að hann hafði fyrir fasta reglu að byrja brennivínsdrykkju á slaginu klukkan sex á degi liverj- um. Það brást ekki). Alþekkt er kapphlaup á heim- iiunum á morgnana um blöðin eða blaðið, allir vilj'a verða fyrstir til að ná í þau. (Sá, sem þetta ritar er blessunarlega iaus við slíkt kapphlaup, vegna þess, að öll dagblöðin, fimm, koma á heimiiið, og þarf engar ýting- ar við að hafa til að krækja sér í blað um leið og þau koma inn úr gættinni). Þessar hugleiðingar vakna, þegar sú fregn berst í blöðum, að Blaðamannafélag íslands 'eigi sjötugsafmæli um þessar mund- ir, og hafa blaðámenn minnzt þess með greinum í blöðum og í afmælishófi. Stofnun Blatlamannafélagsins var merkur áfangi í sögu ís- íslenzkrar blaðamennsku. Það hefur vafalaust gegnt veigamiklu hlutverki í stétt sinni. Stofnendur voru aðeins fimm, en það var sett á laggirnar síð- ari hluta árs 1898. Það voru engir smábokkar, sem settu með sér þennan fé- lagsskap. Þeir voru: Jón Ólafs- ■son frá „Nýju öldinni,” Björn Jónsson frá „ísafold,” Þorsteinn Gísiason frá „íslandinu”, og Valdimar Ásmundsson frá „Fjall- konunni” ásamt konu sinni, Brícti Bjarnhéðinsdóttur. Merkilegt er að sjá kvenmann í þessum hóp harðsnúinna karl- manna, enda er það vísast, að það hefur hneykslað suma brodd- borgara, þótt þess sé ekki get- ið, en frú Bríet mátti heita fyrsta kvenréttindakonan í þessu landi, fyrsta „súffragettan,” og lét mjög til sín taka í þeim málum, en þess var þó langt að bíða, að konur fengi atkvæðisrétt, en það var um langt skeið höfuðbar- áttumál kvenréttindakvenna, en það átli lengi erfitt uppdráttar og flestir andsnúnir þessum fé- lagsmálum kvenna. Einn þekktasti íslendinga í þá daga stóð þó með konunum í þessari baráttu þeirra. Það var þjóðskáldið Matthías Jochums- son, sem sjálfur var blaðamaður um tíma. Hann var frjálslyndur maður á mörgum sviðum, — og munaði minnstu, að honum yroi hált á frjálslyndi sínu í trúmál- um. Matthías orti a.m.k. tvö bar- áttukvæði í þágu málstaðar kvenna. Hann segjr meðal ann- ars í öðru þessu kvæði: „Bráðum fer að batna tíðin, brúðir fá sinn rétt að lögum, fyllri rétt en fylkis dætur fengu á lands vors beztu dög- um.” Og Matthías var sannspár um batnandi tíma fyrir málstað kvenna. Fáum árum síðar en þetta var kveðið, fengu konur kosningarétt og kjörgengi. Jón Ólafsson var fyrsti for. maður hins nýstofnaða félags, og var það dálítið kyndugt, því að Jón var skömmóttur mjög í skrifum sínum og varð ungur að flýja land einu sinni eða tvisvar fyrir illyrði um yfirvöld- in. En- nú sagði hann um stofn- un félagsins: „Tilgangur félagsins er að styðja að heiðvirðileik og ráð- vendni í blaðamennsku, efla við- kynning blaðam(anr>)ia :og (sam- vinnu í þeim málum, þar sem flokksaðstaða eða sannfærjng skiptir mönnum ekki í andvígi. Stofnendur Blaðamannafé- lagsins voru allir höfuðkempur til vopna ^inna, og komu mjög við sögu íslenzkra stjórnmála. Þá var aðstaða blaðamanna ólík því, sem nú er. Þá voru blöðin flest eign ritstjóranna sjálfra og höfðu þeir litla aðfengna hjáip við útgáfuna, önnuðust t. d. sjálfir afgreiðsluna. .. Nú hefur myndazt hér heil biaðamannastétt, og blaðamenn ekki eins bundnir flokkum og áður var. Lengi vel urðu blaða- menn að tilheyra þeim flokki, sem stóð að viðkomandi blaði. Nú geta blaðamenn flandrað milli blaða eftir vild, án 'þess að spurt sé um stjórnmálaskoð- un. Stjórnmálaskrifum sinna svo sérstakir menn, oftast ritstjór- arnir sjálfir. En andinn í póiitískum skrif- um er nú allur annar en fyrr á árum. Þá rifust menn hressilega í blöðunum og fóru á hendur andstæðingum eins og berserk- ir „berjandisk og bölvandisk” og bjtandi í skjaldarrendur. Fóru þá ósjaldan persónulegar hnútur á milli og meiðyrðamál voru tíð. • Nú virðast ritstjórarnir vera mestu Iognhattar: þeir skamm- ast því nær aldrei og persónu- legt nagg og níð, þekkist varla, . meiðyrðamál eru sára-sjaldgæf. Þetta held ég að blaðalesend- um, sitt hvorum megin við alda- mótin, hefði þótt þunnur þrett- ándi. Þeir hefðu sjálfsagt sagt um blaðamennskuna eins og hún er í dag: „Ekki er gaman að guð- Framhald á bls. 14. Enn um húsaleigu Rvík 15. 11. ’68. Bréfakassi. Mér datt í hug að senda þér línu þar sem ég hef séð að þú þorir að láta réttlætið koma fram. Ég er leigjandi, hef á leigu 3 herbergi og eldhús í 7 ára gömlu húsi og greiði 3700 krónur á mánuði í húsaleigu, en sá galli er á gjöf Njarðar, að vatn kemst alltaf í glerullar- einangrun undir gluggunum og verður af því mikil fúkkalykt þegar glerullin þornar. Þannig er frágangurinn á þessu húsi. Kaup mitt fyrir vinnuvikuna er kr. 2.538 og af því á ég að greiða húsaleiguna, skattana, matinn, rafmagn, hita og allt annað. Við hjónin eigum tvö börn og það getur hver sem vill reiknað dæmið til enda, reynt að lifa af þessu kaupi og láta ekki ganga á þær krónur, sem var hægt að nurla sarnan þeg- ar betur áraði. Hvernig væri að fá húsaleiguna dregna frá skattskyldum tekjum þess sem greiðir húsaleiguna, en bæta henni ofan á tekjur þess sem leigir? Ég treysti Alþýðuflokks- mönnum fil að koma þessu rétt iæsismáli fram. Liíið heil! Jón Helgason. MWWWWWWWWHWWWWWWWWWWWWWWWWWWWMHWWWWWWWWWWWWUWWWW mm mm Iffá DEN KONGELIGE PORCELAINSFABRIK A/S JÓLAPLATTINN 7968 ER KOMINN JÓHANNES NORÐFJÖRÐ H.F. Laugavegi 5, sími 12090. SVEITARSTJÓRAST ARF Staða sveitarstjóra Patrekshrepps er hér með auglýst laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1969. — Umsóknir með upplýsilngum um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfum, sendist undirrituðum, sem veitir nánari upp- lýsingar. Umsóknarfrestur til 10. desember n.k. Patreksfirði, 20. nóvember 1968 Oddvitinn í Patrekshreppi Ásmundur B. Olsen RAMMAGERÐIN auglýsir Rammagerðin vill minna yður á að síðasta skipsferð, sem nær örugglega til Ameríku fyrir jól er 1 viikulokin. Mikið úrval íslenzkra muna. Allar sendingar fulltryggðar. Sendum um allan heim. RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 17 — Hafnarstræti 5. Gardinia gardínubrautir eru viðarfylltar plastbrautir. Þær fást með eða án kappa, einfaldar eða tvö- faldar. Úrval vlðarlita. Vegg eða loftfestingar. Gardinia-umboðið, sími 20745, Skipholti 17, 3 hæð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.