Alþýðublaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. nóvember 1968
Ðr. Jakob Jónsson:
Hvers vegna er séra Hallgri
■ ■ • J__■ ~
minnzt - og hvemigl
Predikun þessi var flutt
við hina árlegu Hallgríms-
messu á ártjíðariísgi séra
Hallgríms, 27. okt. 1968. —
JV ■
É {
Jóh. 19, 2 a :
„Og hermennirnir .. lögðu
yfir hann purpuraskikkju."
Wl, * • 1
\
í guðspjalli þessa sunnudags
20. sd. e.tr. er sagt frá manni,
sem varð viðskila við veizlu-
gleði brúðkaupsins vegna þess,
að hann var ekki í brúðkaups-
klssðum. Oft hefi ég orðið þess
var, að menn teldu það ósann-
girni af konunginum að ætlast
til þess, að gesturinn væri brúð-
kaupsklæddur, úr því öllum var
boðið, sem koma vildu, nærri
fyrirvaralaust. Sumir ritskýrend-
ur hafa viljað bjarga þessu við
með þeirri kenningu, að kon-
ungurinn hafi sjálfur lagt til
veiziuskikkju, en þessi gestur
ekki viljað þiggja. En engra
slíkra skýringa er þörf, því að
Jesús hefur sjálfsagt ekki ætl-
■ast til þess, fremur en aðrir
fræðimenn, sem sögðu dæmisög-
ur, að þær væru mældar með
kvarða raunsæisins. Á hinn bóg-
inn mætti hafa það í huga, sem
segir í Talmud, að nægileg
brúðkaupsklæði væru hreinlæt-
ið. Maðurinn, sem ekki er í
brúðkaupsklæðum, er þá gest-
ur, sem kemur í veizluna, án
þess að þvo sér, óvirðir hús-
bóndann með því að sýna ókurt-
eisi og óvirðingu og þegir við
vingjarnlegri spurningu hans
um ástæðuna. En hver svo sem
skýringin er í einstökum atrið-
um, er niðurstaðan glögg. Mað-
ur, sem ekki er brúðkaupsklædd-
ur, hefur útilokað sjálfan sig
frá fagnaðinum. Nú vitum vér,
að Jesús hafði oft líkt gleði
himnaríkis við brúðkaupsveizlu.
Myrkur, grátur og gnístran
tanna er á hinn bóginn raunsæ
sálarlífslýsing á þeim, sem er
dimmt í huga, og eru fullir af
hryggð og gremju. Slík viðbrögð
eru ekki sízt algeng hjá þeim,
sem sjálfir eiga sök á því, að
þeir hafa ekkj fengið hlutdeild
í hamingju lífsins.
Hugsunin um brúðkaupsklæð-
in hafa oft leitt hugann að öðr-
um skrúða, sem getið er um í
guðspjöllunum, — bæði hvíta
klæðinu og purpurakápunni,
sem hermennirnir leggja á herð-
ar Kristi til að hæða hann og
svívirða. í skopi og háði búa
þeir liann konungsklæðum, en
bjá guðspjallamönnunum verð-
ur einmitt þessi skrúði svívirð-
ingarinnar að raunverulegum
tignarklæðum. Þar er andstæða
mannsins, sem ekki bar brúð-
kaupsklæðin. Út af þeirri sam-
líkingu leggur séra Hallgrímur
Pétursson í Passíusálmunum.
Passíusálmaskáldið sér mann-
inn annað hvort nakinn eða
færðan i syndanna flík, og hlut-
skipti hans verður því forsmán
og minnkunn. En Jesús Kristur
skenkir ,j manníinum dýrfljar-
skrúðann, skínandi Guðs rétt.
læti. Og skáldið orðar þessa dá-
samlegu bæn :
Veittu, Jesú, þá miskunn mér,
meinleysis skrýddur klæði
þjóni’ og tállaust í tryggðum
þér
með trú, von og þolinmæði;
réttlætis skrúða skartið þitt
skíni á sálu minni,
þó líf hér iinni;
eins láttu holdið einninn mitt
afklæðast þrjósku sinni. (21.11).
i
Innilegri trúarjátning') hefur
vart verið fram borin en niðut
lag versins, sem vér sungum
áðan.
„Athvarf mitt jafnan er til
sanns
undir purpurakápu hans,
þar hyl ég misgjörð mína.”
(24.3).
i
_ \
Og skáldaugun skyggnast alía
leið inn í eilífðina.
/!•
y j
„Dýrðarkórónu dýra '
drottinn mér gefur þá,
réttlætis skrúðann : skíra
skal ég og líka fá.
upprisudeginum á,
hæstum heiðri tiheiddur,
af heilögum eng-lum leiddur
í sælu þeim sjálfum hjá.”
(25,11).
Aiiar þessar skáldlegu lík-
ingar segja eitt og hið sama.
Hér í beimi á syndugur maður
athvarf sitt í skjóli Krists, og
handan yið gröf og dauða á
maðurinn sér vonina um samfé-
lag heilagra í himninum.
Þó að hfið linni, ber manns-
sálin skrúða sjálfs frelsarans,
sem táknar bæði eilífa miskunn
hans, vernd hans og skjól, en
einnig hitt, að mannsálin hafi
þegið náð hans, — þegið boð
hans til brúðkaupsgleðinnar í
guðsríki. Réttlæti guðs er bor-
ið uppi af hans fyrirgefandi náð.
Hið rétta er að elska.
Það á vel við að rifja upp
þessar hugsanir séra Hallgríms
í dag, þegar vér höfum minning-
arguðsþjónustu á d;(nardegi
hans. Slíkt var viðhorf hans við
lífi og dauða í trú á þann Guð
og þann frelsara, sem náð hafði
tökum á hans næma hug. Og
ekki þarf fleiri tilvitnanir í verk
hans til þess að gera það lýðum
ljóst, hvers vegna íslendingar
halda áfram að minnast manns-
ins, sem dó úr holdsveiki hinn
27. okt. 1674 á Ferstiklu í Hval-
firði. Því að hvers vegna er
Hallgrims Péturssonar minnst?
Hann var skáld. Hann kunni
að yrkja af ljóðrænni fegurð
og nota bæði form skáldskapar
og tungu með þeim mætti, að
yfir eínismeðferðinni er tign
og styrkur, samfara mýkt og
innileik. Stundum heyrum vér
skáldum og rithöfundum fyrst
og fremst hrósað fyrir skáld-
RALEIGH
KING SIZE FIUER