Alþýðublaðið - 17.12.1968, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.12.1968, Qupperneq 1
Ríkis- styrk skilað Vegna Norræna bygginga dagsins, sem hér Var hald inn í haust, var fenginn nokkur opinber styrkur, 500 þúsund krónur frá rík inu og 175 þúsund krónur frá Reyiftjavíkurborg. í ljós hefur hins vegar komið nú að fyrirtækið gekk betur fjárhagslega en búizt hafði verið við fyrirfram og hafa aðstandendur Bygginða- dagsins nú ákveðið að sk'la þessum styrkjum aft ur. í gærmorgun var fjár- málaráðherra Magnúsi Jónssyni afhentur ríkis- styrkurinn og einhvern næstu daga mun borgar- stjóranum verða skilað framlaginu frá Rcykjavík urborg. Pétur Ottesen iátinn PÉTUR OTTESEN, fyrrver- andj alþingismaður, lézt í gær, áttræður að aldri. Hann fæddist 2. ágúst 1888 á Ytra-Hólmi í Innra-Akraneshreppi, sonur hjónanna Oddgeirs Ottesens og Sigurbjargar Sjgurðardóttur; tók hann þar við búi árið 1916 og bjó til ellíára. Pétur Ottesen var alþingsmaður Borgfirðinga á árabilinu 1916 til 1959 og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Auk þess gegndi hann fjöl- mörgum trúnaðarstörfum heima og heiman. Pétur Ottesen var með afbrigðum vel virtur af allra flokka mönnum og vinsæll mjög. Sjávarútvegsmálaráðherra upplýsir á Alþingi: Tvöfalt fiskverö var í ráðherratíð Lúðvíks Eggert G. Þorsteinsson sjáv- arútvegsmálaráðherra fylgdi frumvai-pinu um ráðstafanír vegna sjávarútvegsins úr hlaði i neðri deild Alþingis í gær. Þá gerði hann grein fyr ir, a® oft áður hefði fiskverð til báta verið annað en skipta verð sjómanna. Sé því ekki um nýja stefnu í þessu efni að ræða. heldur gamla og þetíkta. Eggert nefndi sem dæmi máli sínu til sönnunar, en þar kemur fram, að þessi tvískipting blómgaðist á árun um, þegar Lúðvík JósefssOn var sjávarútsvegsmálaráð- herra. Eggert fórust svo orð um þetta mál: •k Á árunum 1952-1956 var um 15% munur á fiskverði, að viðbættum gjaldeyrisfríðindum til útgerðarmanna og á skipta- verðj til sjómanna. Hið raun- verulega verð til útgerðarmanna var um kr. 1,20 pr. kg. af fyrsta flokks A-þorski en til sjómanna var greitt um kr. 1,05 pr. kg. ★ Á árinu 1957 var fiskverð til útvegsmanna kr. 1,15 pr. kg. auk verðabóta til þeirra, sem námu 0,475 kr. pr. kg. Varþann ig samtals gréitt til útvegsmanna 1,625 kr. pr. kg., en skiptaverð til sjómanna var á árinu 1957 1,38 kr. pr. kg. Munurinn var þá um 21%. ★ Á árinu 1958 var fiskverð Verður Frjáls þjóð málgagn Hannibalista? Eftir því sem Alþýðublað:ð hefur fregnað mun í ráði að gera Frjálsá ÞJóð að málgagni Hannibalsmanna, þannig að blaðið muni áfram heita Frjáls þjóð meff undirtitli. Lík lega verðnr ekki af þessum framkvæmdum fyrr en eftir áramót, þar sem málið mun fá fullnaðárafgreið.slu á aðal- fundi Hugins h. f. sem er nafn fyrirtækisms er rekur Frjálsa þjóð. Þá hefur enn ekki verjð tekin ákvörðun um hver verður ritstjóri blaðs- ins, en Hannibal nefndi á sín um tíma í sjónvarpsv;ðtali Ólaf son sinn sem hugsanleg- an ritstjóra að vikublaði eða dágblaffi sem hann og fylgis- menn hans liugðust þá gefa út. Gils Guffmundsson og Sig urjón Þorbergsson í Letri eru taldir e:ga um 40 % alls hluta fjárs í Huginn h.f. og því lík legt að þeir muni hafa mest um það að scgja hvernig rit stjórnin verður skipuð. til útvegsmanna 1,735 kr. pr. kg. en til sjómanna 1,48 kr. pr. kg. Var munurinn á því árj nálægt 20%. ★ Á árinu 1959 var verðið á fyrsta flokks A.þorski kr. 1,57 pr. kg. Verðbætur til útvegs- manna námu 0,56 pr. kg. Alls var verðið til þeirra því kr. 2,13 pr. kg., en þá var skipta- verðið til sjómanna kr. 1,75 pr. kg. Munurinn var þá um 24%. ★ Á árinu 1960 varð breyting á hlutaskiptum og fullt fiskverð var greitt til beggja. Var því ekki um að ræða neinn verðmun á því ári. ★ Á árinu 1968 er verðið á fyrsta flokks A-þorski kr. 5,68 pr. kg. Gert er ráð fyrir að ur ríkissjóði komi 124 millj. er renni í Fiskveiða^jióð. Nemur sú fjárhæð um 8,5% af gildandi fiskverði til fiskkaupenda eða um 48 aurar á kg. Þess skal getið að á áður- Eggert G. Þorsteinsson. greindu tímabili voru greidd vátryggingariðgjöld fiskiskipa og einnig komu til framlög í Fisk- veiðasjóð og Hlutatrygglngar. sjóð og aðrar greiðslur samþæri legar við greiðslur af útflutnings gjaldi í dag. Munið HAB - dregið á Þorláksmessu Verður Skagafjörður gerður að þremur sveitarfélögum? Þriðjudaginn 10. des. s. 1. var haldinn á Sauðárkróki sameig'nlegur fundur með bæjarstjórn Sauðárkrólcs og hreppsnefndum allra hreppa vestan vatna í Skag’afirði, auk þess Akrahrepps og Rípurhrepps. í gær var haldinn fundur á Hofsósi með hreppsnefnd um ahstan vatna. Á báðum fundunum voru samþykktar tillögur um að athug'a möguleika á samein ingu hreppa í sýslunni. Verður þessi athugun í því formi, að hver hreppsnefnd kýs tvo menn í viffræðu- nefnd um þetta málefni. Ýmsar hugmyndir komu fram á fundunum um nýskip an sveitarfélaga í sýslunni, jafnvel að sýslan yrði þrjár heild'r Þ.e. S'auffárkrókur og nágrenní, Hofsós með hrepp um í aust'anverðum Skaga firði og Varmahlíð með hreppum í framhéraðinu. Yrði þessi hugmynd að veruleika, ' kæmu þessar þrjár heildir í stað 14 hreppa og 1 kaupstaðar, sem nú eru, og myndi hver heild liafa yf ir e'tt þúsund íbúa. Jóhann Salberg Guðmunds son sýsimnaður stiórnaði fundunum, en Unnar Stefáns son, ritari sameininganefnd- ar sveitarfélaga hafði fram sögu um málið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.