Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 7
17. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Jón Erlingur Þorláksson: FER SCATLA AÐ GJÓSA? Á þessa spurningu -hefur oft verið drepið í dagblöðunum að undanförnu. Ákveðin svör hafa ekki legið á lausu, sem vonlegt er, enda mun það eiga langt í land ,að Kötlugos verði sögð fyrir svo öruggt sé og auglýst með fyrirv-ara fyrir ferðamenn. Af hálfu jarðfræðinga hafa þó komið fram vissar skoðanir um þetta efni, enda telja þeir sér málið skylt. Skoðanir þeirra hafa hnigið ií þá átt, uð nú sé Bvo langt um liðjð frá síðasta Kötiiugosi, 50 ár, að líklegt megi telja, að hún faiú riú að furrtdca á ný, og vitna þeir í því sambandi til Kötlu á umliðn um öldum, Þessi skoðun -er mjög atíiyglis verð. Hún er auðsjáanlega byggð á þeirri forsendu, að líkur á nýju gosi aukist eftir því sem lengra liður frá síðasta gosi. En þessr regla gildir alls ekki al- mennt um atburði, sem gerast með tilviljakenndu millibili. Tökum sem dæmi óþurrkasum lir á Suðurlandi. Engum myndi detta í hug að telja sérstaklega litlar líkur á óþurkasumri árið 1969 af því að óþurrkasumar var þar 1968, eða að telja mikl- ar líkur á óþurrkasumri tiltekið ár vegna þess að langt væri lið- ið frá síðasta óþurrkasumrl Nema þá að nákvæm töluleg at Ihugun hefði leitt sliíkt í ljós, 6em ekki mun vera. Enginn mun heldur telja littar líkur á hafís við Norðurland í vetur af því að 'hafís var þar í fyrra, þvert á móti. Svona mætti lengi telja. Sá sem á 'happdrættismiða hefur svipaða sögu að segja. Líkurnar til þess að hann fái vinning á miðann sinn á árinu 1969 eru eklcert meiri fyrir það að langt er síðan hann fékk vinn ing síðast. Þarnia er komið dæmi, sem er mjög vel þekkt úr stærðfræðinni, nefnilega rás tilviljanakenndra atburða, þar sem líkur til þess að nýr at 'burður gerist á tilteknu tímabili eru alveg óháðar því, hve langt er liðið frá síðasta atburði sömu tegundar. Á þéssari for sendu 'hafa menn gert stærð fræðilegt model, se-m n'otað hef ur -vérið með góðum árangri á ýmsum sviðum, it.d. í kjam- fræði og tryggingafræði. Út frá módelinu má reikn.a ýmsar stærð ir, t.d. líkur þess, að næsti at ■hurður gerijst innan tiltekins tíma frá síðasta atburði, o.s. frv. Strangt tekið vorður ekkert um það sagt án könnunar á rey-nsl-unni, hvort -svon-a módel á við rás tiltekinna atburða í náttúrunni. í fljótu br-agði virð is-t trúlegt, að þ-að geti átt við ium óþurrkasumrin á Suðurl-andi, sem áður var vikjð að. Hins vegar mun það. tæplega eiga við ísaveturna, því ætla má, að líkur á ísavetri séu meiri, ef ísavetur hefur verið árið eff-a árin á und an. Líkurnar á ísavetri tiltekið ár eru þá min-ni, ef langt er 'liðið frá síðusta 'ísavetri, gagn stæ-tt því, sem jarðfræðingar vi-rðast telja -að gildj um Kötlu gosin. En með þessu er ekki sagt, að álit jarðfræðinganna sé rang-t. Þeir hugsa áreiðanlega sem svo, að Katla 'þurfi tíma til að viða að sér efni og búa sig til nýrra átaka, og þyrfti engan að undra, þótt svo væri, þegar þess er gætt, hve allar framkvæmdir hennar eru stórar í sníðum og efnisfrek ar. Þó mun ekki kunnugt hvern- ig undírbúningi fjallsins er háttað, eða hvort hann raun- verulega stendur mjög lengi. En aðallega mun skoðun jarðfræð- inganna byggð á sögu Kötlu, og verður nú vikið nánar að henni. Talið er, að Katla hafi gosið þessi ár: 1179, 1245, 1262, 1311, 1416, um 1490, 1580, 1625, 1660, 1721, 1755, 1823, 1860 og 1918. Auk þess mun hún hafa gosið um árið 1000, en vitneskja um gos fyrir árið 1179 er svo ótraust, að ekki mun byggjandi á henni. Heimildirnar eru ekki fyllilega öruggar, en ekki er við annað betra að styðjast. Árið 1955 kom smáhlaup úr Mýrdalsjökli, og kunna þá' að hafa orðið einhver eldsumbrot undir jöklinum, en um það vita menn ekki nánar. Miðað við þau gosár, sem til- greind voru að framan, hafa bil (í árum) milli gosa veriðþessi: 66, 17, 49, 105, 74, 90, 45, 35, 61, 3.4, 68, 37, 58, en 50 ár eru nú liðin frá síðasta gosi. Ég hef athugað þessa talnaröð með tölfræðilegum aðferðum til þess að komast að raun um, hvort hún getj gefið einhverja víshendingu um líkur á gosi í framtíðinni. Til samanburðar voru gerðar athuganir á hliðstæðum talnaröðum fyrir Heklu og ýmis eldfjöll í fjarlægum heimshlut- um. Þessar athuganir gefa til kynna, að billn milli gosa í Kötlu séu nokkru jafnari að lengd en samrýmzt getl þeirri kenningu, að líkur á nýju gosi lúti lögmálj happdrættisvinninganna, sem áð ur var nefnt. Hið sama gildir um Heklu. Bendir þetta aftur til þess, að líkur á nýju gosi fari lítið eitt vaxandi eftir því sem líður frá síðasta gosi. Hins veg- ar virðist þessi regla alls ekki gjlda almennt um eldfjöll. Þvert á móti skera Katla og Hekla sig að þessu leyti greinilega úr öðr. um eldfjöllum, sem ég athugaði. Sem dæmi má' taka Huzi (Fúsí- ana) í Japan. Það eldfjall hefur samkvæmt góðum heimildum gosið þessi ár síðan sögur hóf- ust: 781, 800, 826, 864, 870, 932, 937, 999, 1033, 1083, 1511, 1560, 1700, og 1707. Samsvarandi bil í árum eru: 19, 26, 38, 6, 62, 5, 62, 34, 50, 428, 49, 140, 7 og (261). Þessi bil éru ójafnari en samrýmist happdrættiskenning- uruii og bendir það tál þess, að líkur á nýju gosi í því fjalli minnki eftir því sem líður frá síðasta gosi. Samkvæmt módeli, sem ég gerðí um Kötlu, og kemur vel heim við sögu hennar, eru 27% líkur á því að gos verði innan 10 ára frá 1968, en 50% líkur eru til að gos verði innan 20 ára. Þessum tölum verður að vísu að taka með nokkurri var- úð vegna þess, hvað talnaröðin, sem lögð er til grundvallar, er stutt, en varla komízt!' Hugsast verður varla komizt. Hugsast getur, að Katla taki upp á því að gerbreyta hátterni sínu eða jafnvel setjast í helgan stein og skjóta þanníg öllum spádómum ref fyrir rass. Og hún getur einníg gosið þegar á morgun. En sagan gefur ekki tilefni til þeirrar ályktunar, að mjög mikl- ar líkur séu til að hún gjósi innan fárra ára. Jón ErlingUr Þorlóksson Jólatónleikar í Háteigskirkju Senn líður að jólum og áreið- anlega hafa flestir komizt í hátíð arskap, sem áttu þess kost að hlýða á jólatónleika Kammer- kórsins og Musica da camera, er frarn fór í Háteigskirkju þriðjudaginn 10. þ.m. Tónleikarnir hófust á' því að Musica da camera, en í þeim flokki voru þeir Gísli Magnús- son harpsicord, Jósef Magnús- flauta, Þorvaldur Steingrímsson fiðla, og Pétur Þorvaldsson cello, léku Tríósónötu í c-moll eftir J. J. Quantz, og er hljómburði kirkjunnar um að kenna að liljóðfæraraddirnar vildu renna nokkuð saman í hröðu þáttunum, en annars var sónatan fremur vel unnin og áheyrileg. Sónata í a-moll fyrir flautu og continuo - eftir G. F. Handel var síðara verkefni þcirra félaga, og hefðu þcir gjarnan mátt leika annan þáttinn ögn hraðar, og eelloið liafði óþarflega hátt. Kammerkórinn var stofnaður 1967, en er nú þegar orðinn einn bezti kór landsins. Kórinn, sem aðeins telur 18 meðlimi hefur á að skipa mörgum úr- vals röddum og þaulvönu kór- fólki. Jafnvægi milli radda er mjög gott, og söngur allur svo blæfagur og fágaður að unun er á að hlýða. Kórinn hóf söng sinn með athyglisverðum lögum eftir þá Z. Kodály, I. Stravinsky og B. Britten, og var sérlega skemmtilegt að kymiast lagi Brittens „A Hymn to the Virg- in”, þar sem kórinn söng tví- skiptur. Ruth L. Magnússon stjórn- andi kórsins, söng síðan nokkur einsöngslög af mikilli smekk- vísi, þar sem hin fallega rödd hennar naut sín vel. Veigamesta viðfangsefni tón- leikanna var jólakantatan „The new born king” eftir Gordon Jacob, en einsöng í kantöt- unni sungu Guðrún Tómasdótt- ir, ívar Helgason og Hákon Odd geirsson, og komu nokkuð mis- jafnlega frá hlutverkum sínum, en Gpðrún hezt. Kantata þessi er forvitnileg, og var eins og annað, vel og fagurlega sungin. Undirleik annaðist Elisha Kahn af mikilli hógværð, og var það skynsamlega ráðið, þegar það er haft í huga, að píanóleikur. nýtur sín ekki vel í Háteigs- kirkju. Egiil R. Friðleifsson. JÓN BISKUP ARASON Ævisaga biskupsins volduga Höfundur, Þórhallur Guttormsson. Fáir íslendingar hafa jafn- stórbrotna ævi sem Jón Arasoia biskup og engir lokið lienni á jafn dramantískan hátt. Hanre var um skeið voldugasti maðuir landsins, hafði eins og hann sjálfur komst aff orffi „undir sér allt ísland nema hálfan annau kotungsson.” Jón Arason var liinn einasti for- ystumaffur íslendinga, sem reyndi aff hefja vopnaffa mót- spymu gegn hinu erlenda valdi, er þaff færðist í ankana, rauf foma samninga og teygffi gráff- ugar klærnar til fjármuna þjóíf arinnar undir yfirvarpi trúar- legra umbóta. Leiff sú, er Jón biskup valdi, hlaut aff liggja annaðhvort til sigurs og sjálfstæðis þjóffarinn- ar — cð'a á höggstokldnn. Þjóií in hefur harmaff örlög þessa mikilmennis í fjórar aldir. Reiði hennar yfir dónismorðinu, sem framiff var hjnn 7. nóv. 1559, birtist í drápi Kristjáns skrifara og allra danskra manna, sem til náðist veturinn eftir, — síðustu blóðhefndinni, sem framin hef ur verið á íslandi. Þórhallur Guttormsson, cand. mag. hefur rjtaff ævisögu „síffasta íslendingsins1 eins og Jón Sigurffsson nefndi þcnnan kaþólska biskup, á þessa hók. Er þetta fjórffa bindiff, sem ltem vr út í bókaíiokknunt MENN í ÖNDVEGI. * J Isafold

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.