Alþýðublaðið - 08.01.1969, Side 1

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Side 1
Miffvikudagur 8- janúar 1969 — 58. árg. 5. tirt. Landhelgisgæzlan hefur ^ teiknað meðfylgjandi kort, S en á þeim sést hvar innan S landhelginnar bátum allt að S 300 rúmlestum er nú heim- ^ ilað að stunda togveiðar. ^ Efri myndin sýnir veiði ^ svæðin í janúar og febrúar, ^ en á neðri myndinni sjást ^ veiðisvæðin í marz og april. ^ Þau svæðj innan landhelgis- ^ línunnar sem nú verða op- S in litlu bátunum eru merkt S með svörtu, en munurinn á S kortunum tveimur er sá, að S í marz og apríl verður frið- ^ að svæði fyrir suðaustur- ^ landj stækkað nokkuð og • fært um leið úr stað. ? Vinnuveitendur og ASl sammála um atvinnumálin Reykjavík — SJ Samninganefnd ASÍ hefur a'ð undanförnu setið marga fundi með hinum ýmsu full trúum atvinnurekenda og sagði Ilannibal Valdimarsson, forseti ASI, í viðtali við blað ið í gærkvöldi, að nú væri verið að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um nauðsynlegar aðgerðir í at- vinnumálum. Gera mætti íáð fyrir að samkomulag náist um sameiginlega stefnuyfir- lýsingu í dag, og verður þá strax beðið um fund með full trúum ríkisvaldsins. Hanni- bal sagði, að mjög nauðsyn- legt væri að efla atvinnulíf ið hið bráðasta, þar sem yfir 100 manns skráðu sig atvinnu lausa á hverjum degi. Gert er ráð fyrir í þessum tillög- um að settar verði á stofn atvinnumálanefndir um aljt land en yfirstjórn þeirra yrði í höndum Atvinnumálastofn- unar ríkisins er hefði fram- kvæmdavald. Tveir fundir Samninganefndir sjómanna og útvegsmaima héldu tvisvar fundi í gærdag, en ekki hef- ur enn dregið til neinna tíð- inda. Næsti fundur verður á fimmtudag kl. 9.30. Stóri borinn fer næst í Kópavog Reykjavík Þ. G. Kópavogsbær hefur sótt um afnot af stóra gufubornum, sem er eign ríkisins og Reykjavíknrborgar. Hafa þeir vilirði fyrir bon- um, þegar hann hefur lokið verkefni sínu suður á ReykJanesi, en það verður að líkindum í byrjun febrúar. Samkvæmt upplýsingum Hjálm- vogslandi, við Kópavogslæk, ars Ólafssonar, bæjarstjóra í Nýbýlaveg og 1 Meltungulandi. Kópavogi, hefur heitt vatn Að líkindum verður borinn éett- fundizt á þremur stöðum í Kópa ur niður í Mcltungulandl, en ______________________—+ þar hefur fundizt mjög góður hitastigull. Yfirmarma- skipti á vellinum Þann sextánda þessa mánaðar verða yfirmanna skipti á Keflavíkurflug- velli. Þá tekur M. A. Hadd en aðmíráll við af Frank B. Stone aðmíráli, sem verið hefur hér sl. 2 ár, eða síðan í janúar 1987. Yfirmannaskiptin fara fram, eins og fyrr segir, 16. janúar, kl. 14.30, við hát'ðlega atliöfn. Reykjavík Fiskileitarskipin Hafþór og Árni Friðriksson halda brátt úr höfn til að leita að síld, loðnu, spærling. Munu skipiu leita víða, því að mikil þörf er á að afla hráefnis fyrir síldarverksmiðjur landsins. Þannig eru bundnar vonir við að loðnuveiðar geti hafizt fyrr en endranær, ef aðstæður reynast heppilegar. Fyrir áramót var gerð leit að spærling en vonzkuveður gerði leitina að engu, og verð ur reynt aftur á næstunni. Fyrir nokkrum árum veiddu tveir togarar nokkuð magn af spærling á Selvogsbanka og í fyrrasumar fann Hafþór álitleg spærlingsmið, sem ekki voru nýtt. Spærling er lieppilegast að veiða á sumr- in og haustin því að þá er fitumagn hans um helmingi meira en á þessum tíma árs. Vonandi gefur fiskileitin góða raun, því að mikið er í húfi eins og ljóst er af afla magni sl. árs. Hitaveitukerfi hefur verijS í notkun í Hrauntungu síðan 1964, og getur það, ásamt nýju kerfi í Túnbrekku, tekið við taeita vatnjnu strax og það fæst. Töluvert magn af heitu raíni hefur fundizt í Blesugróf, svo það er ekkí ólíklegt, að eiwsig sé mikið magn í Kópavogslandi, og eru Kópavogsbúar bjartsýair á árangur borananna. Þrettándaólæti í Firðinnm Reykjavík, — Þ. G. Á þrettándakvöld urðu nokk. ur ólæti í Hafnarfirði og Garða- hreppi, er hópar unglinga tóku sig til og drógu ýmislegt drasl út á götur í því skyni að mynda farartálma. Allt lögreglulið Hafnarfjarð- ar, auk liðsstyrks frá Kópavogi var kvatt út um klukkan hálf tíu, en þá höfðu unglingar myndað farartálma á Strand. götu og í Ásgarði í Garða- hreppi. Ekki kom til verulegra óláta, því að lögreglan tók í sína vörzlu forsprakka hópanna og hélt þeim unz hópamir leyst ust upp. Kann lögreglan í Hafn-- arfirði orðið tökin á unglingun- um, þegar þeir eru i þessum þettándaham, en oft liafa verið töluverðar róstur á þrettónda. kvöld þar í bæ. Tvær stórar þrettándabrennur voru í Hafnarfirði, önnur uppi við Klaustur, en hin á Flata- hrauni. Voru brennurnar vel sóttar og skemmtu menn sér. vjð söng og annað, sem tilheyrir þrettándanum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.