Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 7
8- janúar 1969 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Þorsteinn Thorarensen bókin var einnig nefnd, var að nafninu til sama snið á frásögninni sem byggð var upp um sjö tiltölulega siálf stæðar mannlýs.ngar, Jóhanns Gunnars Sigurðssonar, Jóns Ólafssonar, Thoroddsen- bræðra, Þorvaldar, Þórðar, Sigurðar og Skúla, og Þor- steins Erlingssonar. En að meginefni fjallaði bókin um Skúla Thoroddsen, og var þó sögu hans enn ólokið þar sem frásögninni sleppti um alda- mót, og um hin nafntoguðu Skúlamál á ísafirði. Hin ýtar- jóðlíf LUTLÖNDUM. lega frásögn þeirra virtist engan veginn nauðsvnleg vegna samhengis sögunnar sem einkum átti að fjalla, eins og nýja bókin í haust, um undirrætur og aðdragar.da -,,landvarnarstefnunnar“ í upphafi þessara aldar. Sjálf hin spennandi atburðarás virtist ginna höfundinn með sér, leiða hann til að gaum- gæfa æ ýtarlegar „leiti, tögl og hlíðarrana sögu'nnar“, „teyma hann út í að leita að og þræða sig eftir nýjum og nýjum upphafsþáttum“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Og þess má geta, þó það komi þessu máli ekki bein- línis við, að í nýrri bók í haust eru Skúlamál rakin til enn meirþ hlítar, fyrri hluta ævi- sögu Skúla eftir Jón Guðna- son sem þau yfirgnæfa álíka gersamlega og Eld í æðum. Það skal tekið skýrt fram að þetta er ekki sagt, eða ekki fyrst og fremst, í aðfi'nnslu- skyni, heldur tl marks um breytta aðferð Þorsteins Thor arensen, breytti eðli verks hans. í stað þess að bregða upp heilli syrpu tiltölulega sjálfstæðra „mynda úr lífi og viðhorfum þeirra sem uppi voru um aldamótin", með til- tölulega heillegar mannlýsing ar í fyrirrúmi, hefur har.n leiðzt til að segja æ samfelld- ari atburðasögur. í Gróandi þ.jóðlífi er þessi þróun aJveg glögg. Lýsíng Þingeyjarsýslu um aldamótin er umgerð frá- sögun-nar sem hefur ævisögu Benedikts Sveinssonar yfir- dómara og sýslumanns að uppistöðu. En jafnframt seg'r bókin frá þeim félagsmála- og verzlunarhreyfingum ' sem upp komu í Þingevjarsýslu á seinni hluta aldarinnar sem leið, og er meginefni bókar- innar ofið úr þremur þát.tum, ævisögu Benedikts Sveinsson ar, stiórnmálasögu hans og aldar hans og verzlunarsögu Þingeyinga. Hins vegar Je ðir höfundur nú hjá sér að segja jafn skipulega sögu annarra sem við sögu hans koma og í fyrri bókum, Trvggva Gunn- arssonar sem bó er helgað míkið mál. landshöfðingianna Hilmars Fnsen og Bergs Thorberg, Jóns Sigurðssonar og Péturs Jónssor.ar á Gaut- löndum. Þórðar Guðjohnsen á Húsavík. En það verður einnig að segjast að þessi nýja aðferð og eðli frásögu’nnar lætur höfundi engan veginn eins vel og upphaflegur söguhátt- ur hans, sú stefna hans að rekja atburðarás og rnála- gang af æ meiri nákvæmni án tillits til þess hvort eða hversu mjög hún varði st.iórn málasöguna sem allténd á að vera meginefni allrar frásagn arinnar. Um Gróandi þjóðlíf segir hann (á bls. 25) að bók- in eigi að „fjálla um vissa drætti í þjóðfrelsisbaráttu okkar, einkum að sýna að- draganda 'hinna/r róttæku þjóðernishreyfingar sem síð- ar var kölluð Landvarnar- stefnan“. Þetta hlutverk á hún þá sameiginlegt með Eldi í æðum, öðru bindi verksins, og má ef til vill líta á báðar bækurnar sem forspjall eða upphaf að sögu landvarnar- manna sem mundi taka við og halda áfram frásögn fyrsta bindis. En augljóst má vera hversu miklu ýtarlegri og viðame'ri sú saga er nú orð- in en frásagnir fyrsta bindis bentu til og hljóta með sama framhaldi að verða mjög ein- kennileg og óeðlileg efn shlut föll milli í fótspor feðranna og hinnar fyrirhuguðu land- varnarsögu. Og jafnframt því að ofvöxt- ur hleypur í efnið og uppruna leg efnishlutföll raskast verð- ur frásögn Þorsteins Thorar- ensen í seinn': bókunum tveim ur eins og vænta mátti til mur.a langdregnari en áður og hvergi nærri eins skemmti leg aflestrar, samhengi og yf.rsýn efnisins glatast. Þetta kemur enn berlegar fram í Gróandi þjóðlífi en Eldi í æðum einfaldlega af því að seinni bókin hefur ekki frá neinum jafn spennandi mál- um að segja og Skúlamál voru í fyrra. Þorstelnn Thoraren- sen rekur ýtarlega deilur Benedikts Sveinssonar og Thomsens kaupmanns út af veiðirétti í Elliðaánum, Elliða- ármálin svonefndu, og kláða- fár og kláðadeilur aldarlnnar sem leið, einkum og sér í lagi vegna þess að hann er oð segja ævlsögu Benedikts Sveinssonar; vegna stjórn- málasögunnar virðist hins vegar unnt að gera þessurn efnum sk'.l í miklu stýttra máli. Verzlunarsaga Þingey- inga sem höfundur rekur alit frá fyrstu verzlunarsamtök- um bænda og Gránuíélagi Tryggva Gunnarssonar fram að stofnun Kaupfélags Þing- eyinga og viðureignar þess við verzlun Örum & Wulfí og Þórð Guðjohnsen verzlun- arstjóra á Húsavík, kemur hins vegar lítt eða ekki við sögu Benedikts Sveinssonar þó aldrei r.ema hann væri sýslumaður Þingeyinga um aldarfjórðungs skeið og lenti um tíma í illvígum deilum við kaupfélagsmenn; vegna sögu Benedikts væri sjálfsagt unnt að fjalla um þetta efni í mun styttra máli. Þannig ýtast á aðferðir Þor- steir.s Thorarensen við sögu- gerðina, söguritun hans breyt ist að því levti að hún verður æ rýmri og umfangsmeiri, einstakar frásagnir hans æ ýtarlegri og nákvæmnislegri, þó það verði á kostnað hinnar víðu yfirsýr.ar, stærra sam- hengis sögunnar. Er. eftir sem áður stefnir Þorsteinn að lif- Framhald á bls. 10. N S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s w s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í MATINN Búrfells - bjúgun bra’gðast bezt. Kjötverzlunin Búrfell, Skjaldborg v/Lindargötu. ENSKAN Kvöldnámskeiff fyrir fullorðna BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLENDINGUM SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS VERZLUNARENSKA LESTUR LEIKRITA einnjg síðdegistímar. Málaskólinn Mímir Brautarholt 4, sími 1 0004 og 11109 (kl. 1—7). Frá Húsmæðrakennara- skóla Islands Háulilíð 9 6 vikna dagnámskeið hefst þriðjudaginn 21. janúar. Innritun í síma 16145. SKÓLASTJÓRI. Bótagreiðslur almanna- trygginganna í Reykjavík Utborgun eililífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni f.i.nmtudaginn 9. janúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 114. Iimfömsimu ÞOBBJÖBNS BENEDIKTSSONAR XagóUsstræti 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.