Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 7
12- janúar 1969 ALÞYÐUBLASIÐ 7
TOKYO - stærsta
borg í heimi
Fréttamaður norsku fréttastoíunnar AP ilvaldist í Japan
um áramótin. Hann sentli frá sér nokkrar greinar um
dvölina osr birtum við þá fyrstu nú, en hinar verða birtar
næstu daga.
Síðustu klukkustundirnar
höfum við flogið í niöa-
myrkri, en skynd.lega er
flugvélinni beint niður á við
og eftir að hafa smogið lipur
lega gegnum ský, blasir
Tokyo við fyrir neðan olck-
ur, böðuð marglitum ljósum,
Eins og venjulega er ,ekki
hægt að fá lendingarleyfi
strax á Hanedaflugvellinum
og verðum við að sveima yf-
ir borginni í hálfa klukku-
stund þar til röðin kemur
að okkur, lendingarleyfi fæst
og við getum haft fast undir
fótum á ný. Fast já. Reynd-
ar eru svo til daglegir jarð
skjálftar í Japan, en hvað
um það. við fáum ókeypis
hálfrar klukkustundar skoð-
unarferð yfir Tokyob., eins
konar „Tokyo að nóttu til“,
séð að ofan. V.ssulega er
þetta ánægjulegt, en kemst
að sjálfsögðu ekki í hálf-
kvisti við það sem hægt er
að upplifa þarna niðri.
Þar sem ég sit þarna í
loftinu mdli himins og jarð-
ar, sækja að mér ýmsar
hugsanir og mér verður hugs
að til þess að þarna niðri x
Ijósadýrðinni lifir mann-
fjöld;, sem er þrisvar sinn-
um stærri en allir íbúar
Noregs. Já, 11 milljónir lifa
þama niðri og vissulega
hefur vesaell Norðmaðu.r
ástæðu til að fá m.nnimátt-
arkennd.
Nú er vélinni beint inn til
lendingar og þar með er
óhjákvæmilegt að mér verði
hugsað t.l fyrri heimsókna
hingað til Japan og þá fyrst
og fremst þeirrar fyrstu. —
Mér verður hugsað til blaða-
mannsins sem rauk á mig,
rúmri mínútu eftir að ég
hafði st:gið út úr flugvél-
inni, og spurði: „Hvaða á-
hrif hefur Japan á yður?“
Ég hafði aldrei komið til
Japan áður og elnu kynni
mín af landinu voru návist
nokkurra forkunnarfagurra
flugfreyja um borð í vélinni,
sem ég ferðaðist með í'rá
Hong Kong. Það mátti lralla
þessi fyrstu kynni mín af
landinu mjög jákvæð, svo
ég gat gefið blaðamanninum
harla jákvætt svar, þótt svo
ég frétti seinna að hann
skyldi ekki orð í ensku.
Það sem vekur ávallt
mesta athygli mína er ég
kem til Japan er, hvað allt
gengur fljótt fyrir sig í flug
höfninni. Ég er handviss, að
í engri i annarri stórri flug-
höfn í heiminum fær maður
farangur slnn eins fljótt og
í Tokyo. Tollskoðunin er
sársaukalaus, þ.e.a.s. ef þú
ert ekki Japani. Ef þú ert
Japani, þá geturðu beðið fyr
ir þér Ferðatöskur Japana
eru opnaðar og öllu hvolft
úr þeim og aumingja Japan-
inn verður að hafa á lofti
allar mögulegar afsakanir
til að sannfæra hina Japan-
ana um tilgang þess að
kaupa eitthvað erlendis. En
ástæður til þess eru engar,
það fæst allt í Japan. Já,
jafnvel norskir minjagripir.
Eitt sinn áður en ég fór
til Japan, keypti ég í norskri
minjagripaverzlun norska
minjagripi, til að gefa virn-
um og kunningjum er ég
kæmi til Japan, en slíkt er
afar mikilvægt í augum. Jap
an*a. Ég bað um nokkrar
litlar brúður í norskum þ.jóð
búr.ingum og lét pakka þeim
inn á staðnum og opnaði
ekki pakkann fyrr en ég
kom til Japan. Ég hefði
gjarnan vilja eiga svipinn
á mér á mynd þegar ég opn-
aði pakkann og sá að á brúð
unum stóð: „Framleit.t í
Japan“.
Hugvitsamur japanskur
verzlunarmaður lét fyrir
skömmu hefja fjöldafram-
leiðslu á ósköp venjulegum
skandjnavískum minjagrip,
flutti hann út til Skandina-
víu og seldi hann þar á
langtum lægra verði en
skandinavískir keppinautar
gátu boðið.
Af þessu leiðir að í þetta
sjnn ákvað ég að kaupa ekki
norska minjagripi fyrr en
ég kæmi til Japan.
Ein af innakstursleiðunum
inn í miðborg Tokyo.
TILBOÐ ÓSKAST
t
í nokkrar fólksbifrciðar er verða sýndar að Grensás-
vegi 9 miðvjkudaginn 15. janxiar 1969 kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri Austurstræti 7
kl. 5 sama dag. ! j..
Sölunefnd varnarliðseigna.
Lítið i gluggana um helgina
Okkar nýja áklæði, hinn gamii íslenzki Salúnvefnaður, þjóST-
legt fallegt, slitsterkt. . [ ..K.' ■
Á L A F O S S ■ ■ *.
Þingholtsstræti 2.
Aðstoð við unglinga
Mímir aðstoðar unglinga fyriir próf. Kennt er
í ENSKU, DÖNSKUj STÆRÐFRÆÐI, EÐL-
ISFRÆÐI, RÉTTRITUN og „íslenzkri mál-
fræði ”.
Nemendur velja sjálfir námsgreinar sínar.
Innritun snemma. Það kann að verða of seint
rétt fyrir prófið.
Málaskólinn MÍMIR
Brautarholti 4 - sírni 1 0004 og 111 09 (kl. 1-7).
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
a oa B aæðafiokkar MarsTr afflni Companyhf
MOy D gæOaTIOKKar Laugaveg 103
sími 1 73 73
Iintrðmmun
ÞOBBJÖRNS BENEDIKTSSONAR
IngóUsstræti 7
Auglýsingasíminn er 14906