Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 26. janúar 1969 v' • -- . ■■ Minning: ÖLAFUR ÞÓRDARSON, skipstjóri Á morgun, mánudaginn 27. janúar, verður til grafar borinn einn af fremstu borgurum Hafn- arfjarðar, Ólafur Þórðarson skip- stjóri, Linnetsstíg 6, en liann lézt að heimíli sínu 20. þ.m. Ólafur lifði mikið byltingatfmá- hil íslenzkrar sjósóknar og var lengstum virkur þátttakandi og leiðandi í hinum öru breytinguíu. Hann var frábær fiskimaður, hon- um var fengin skipstjórn á skútu áður en hann hafði ald.ur til. Þá varð hann brautryðjtfndi í tog- veiðum og botnvörpuskipaútgerð Hafnfirðinga og um áraraðir var hann forustumaður í atliafnalífi þessa merka útvegsbæjar. Þar lauk :hann líka starfsferli sínum, eftir að hann kom í land, sem hafnar- gjaldkeri, innheimtumaður ■ hafn- argjaida, hafn'sögumaður og reynd ar einnig sem hafnarstjóri, og mun þó hvert þessara starfa þykja ærið dagsverk. Slíkur var Ólafur Þórð- arson í athöfnum sínum. Hann var einn þeirra ágætu manna er lagt hafa grundvöll und ir efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar, maður sem hafði dugnað og áræði til að færa björg í bú og kunni líka að gæta þeirra verðmæti, sem aflað var. j Olafur var Vestfirðingur að ætt eins og margir okkar afburða sjómenn fvrr og síðar. Hann fædd ist að Sperðlahlíð í Geirþjófsfirði, Arnarfirði, 23. óktóber 188(5, og var því 83 ára er hann lézt. For- eldrar hans voru Ragnhciður Ól- afsdóttir frá þeim merka stað, Bæ á Rauðasandi, og Þórður Þor- steinsson frá Fossi í Arnarfirði. Olafttr ólst þarna upp í fagurri en mjög afskekktri sveit. Faðirinn varð sjálfur að kenna börnunum að lesa, skrifa og reikna og sjálf- ur tók faðir hans á ntóti 7. af 8 hörnum sínum og hjálpaði þar að auki mörgum öðrum konum og tókust slík hjálpar og Jíknarstörf mjög vel. Helmingur barnanna yorti drengir og urðu bræðurnir fjórir allir skipstjórar. Þeir eru nú allir látnir nema Guðmundur fiskimatsmaður. Þá er qg ein systir hans enn á lífi, Guðrún á visthejmilinu Sólvangi. Meðan börnin voru enn íiæsku varð faðirinn fyrir heilsuleysi, og var Ólafi Iengi minnisstætt þegar móðirin varð að berjast á flatbotn- aðri doríu til Bíldudals til að verzla og réri hún á annað borðið cn börnin á hitt. Ólafur var á 9. ári er hann byrjaði að róa til fiskjar, en 11 ára var hann þegar hann réðist fyrst á skútu, Ástu Borghildi frá Bíldudal, með Jóni Þorsteinssyni föðurbróður sínum. Ólafur stund- aði handfæraveiðar á skútuui til IS ára aldurs og varð effirsóttur dráttarmaður. 19 ára fór hann í Stýrimánna- l'skólánri og útskrifaðist sem fiski- . jskipstjóri mcð ágætiseinkunn í apríl unr vorið og réðist þá istrax á Kutter Geir með Oddi í Ráða- gerði, sem stýrimaður. Um þetta leyti voru gerðar út 60 fiskiskútuf frá Suðurlandi og varð Olafur hvert’ sumarið cftir annað með mestan einstaklingsafla yfir flotann. l Næsta vetur fór Ólafur aftpr í Stýrimannaskólann og lauk þ^tðan' farinannaprófi tvítugur að íjldri. - Var honum þá þegar, tvítugum piltinum, boðin skipstj^j^ á Kutter' Jóni frá Hafnarfirði og'Varð að fá undanþágu handa hotium vegna aldurs. ' Urn fjögurra ára skeið var hann skipstjóri á skútum frá Hafnarfirði, hjá Ágústi Flygering, en réðist síð-- an til Englands og sigldi þaða'n á,; togurum og þar yar -Hann, er Jóel Jónsson kom til að sækja togarann • S.kallagrím, hinn fyrsta með því nafni. Réðist þá Ólafur til þans,.. fyrst sem háseti. Þar tókst hónum, með miklu snarræði, sem vaktar- formanni, að bjarga skipi og skips- . höfn frá því að farast, er_heljarmikil grunnbrot birtust fyrir s.tafni í hinu" versta veðri, og ekkert dugði nema t kröftug og snör handtök á stýrinu, til að bjarga frá hersýnilegum voða, en það var eðli Ólafs að vera snar að ákveða sig og gera rétt á hætt- unnar stund. Árin 1912 og 1913 var Olafur r>órðarson fiskiskipstjóri á þýzkum og. hollenzkum togurum, sem gerð- ir voru út frá .Hafnarfirði. Þái fóru Flafnfirðingar sjálfir að hugsa til þess að eignast togara. Stofnuðu þeir Ólafur, Ágúst Flygering og fleiri, togarafélagið ,,Ymir“ og réð- ust í að láta srníða togara í Þýzka- landi með því nafni. Átti skipið að verða fullbúið og afhendást 1914. En þá brauzt fyrri heimstyrjöldin út og náðist skipið ekki fyrr en í maí 1915 og varð að nota til þess ýmislcg brögð og sótti ÓJafur skipið til Kaupmannahafnar, en þangað hafði þýzkur skipstjóri siglt því. F.r birt frásögn um þetta í jólablaði Hamars 1968 og fleira um ferðir Ýmis í fyrri heimstyrjöldinni. Olafur reyndjst sarni aflamaður á togurunum og á skútunum og verð- ur ekki farið nánar út í það; hér. Stærsti togarinn sem hann var með, var Clementina 1927, sem þá var stærsti togari íslendinga, keýþtur frá Frakklandi fyrst til Þingéyrar. Varð sú útgerð fyrsti yísirinh að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar með þcim miklu framförum sem: hún veitti bæjarfélaginu. F.ftir að Olafur lét af skipstjórn, settist hann ekki alveg í helgan stein, eins og áður er sagt. Fyrir utan hafnarstörfin, hlóðust á hann margvísleg félagsstörf eftir að hann kom í land. Hann átti um tíma sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hann var og fljótt kjörinn forrnað- ur Skipstjóra og stýrimannaféjags- ins „Kára“, scm hann hafði verið með í að stofna og gegndi hann formennsku í félaginu um 30 ára skeið. Olafur var fyrsti og eini ■ heiðursfélagi „Kára“ þegar hann lézt. stóð hann að stofnun Sjómannadags- samtakanna á sínum tíma og sömu- leiðis að -stofnun Farmanna- og fiskimanpasambands Islands og var fulltrúi. félags síns ,á- mörgum þing- • uin sambandsjns. og átti einnig sæti í stjórn þess. .Hann hcfur. og verjð . sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsins. . . - Jtn-jang hugljúfust held cg hon- um hafi þótt margyísj.eg stcirf-.sín- fyrir íilysavarnafélagið. Hann var í- njörg ár. fprniaður'. Slysayar.nadeild- . arinnar Fiskaklettur í Hafnarfirði og í 18, ár átti diann .sæti, í franv, kva’indastjórn Slysavarnafélags - ís-, lands, með mjklum ágætutp. og var , hann kvaddur með miklum virkt- á.lí. landsþinginu, er hann baðst undan endurkosningu vegna aldurs, þá. 75 ára. Hann var og heiðurs- félagv í Slvsavarnafélagi Islands. Kötísi því sem Ólafur hefur kom- ið njJia'gt, befur hann stutt að því sernjjpnn hefur talið gott og þarft og þítr hefur hann notið góðs stuðn- ings jsirinar ágætu; konu á lífsleið- Guðrúnar Eiríksdóttur frá Hlíð á Álftanesi. Þau giftust 19. septanber 1916, og fór hún brúð- kaupsferð með manni sínum til llaiJBierkur mitt á ófriðartímum, cr slíipið varð að fara þangað tjl eftiriits. Taldi hún sig verða minna OLAFUR ÞORÐARSON L hrædda að fara með honum, heldur en bíða í ofvæni eftir honuni hejma. Þau eignuðust 6 börn, ep aðeins tvö þeirra komust til fullorðins ára, og einkasonurinn Gísli, er lát- Framhald á 9. sjðn. // Öllu að trúa er ekki gott, - en engu verra ✓✓ ' „Öllu að trúa er ekki gott, en. engu hálfu verra.“ ■ v Það kemur oft fyrir, að við þrestarnir erum beðnir um álit okkar á sálarrannsóknum og spiri- tisma. Yfirleitt eru það þrennskon- ar athugasemdir, sem andstæðing- ar slíkra rannsókna gera. I fyrsta lagi, að gömlu draugasögurnar séu miklu „skerhmtilégri" heldur en „þessi nýmóðins draugatrú". I öðru lagi, að tilraunirnar séu ekki annað en „kukl“. I þriðja lagi, að þetta sé nýmóðins heiðindóm- ur, sem sannkristnir menn eigi að fyrirlíta. I öllum þcssum staðhæfingum er verið að bera sanian ólík efni, og af því sprettur misskilningur- inn. Það getur vel verið, að ein- hverjum þyki nteira garnan að fornum þjóðsögum um Heklu, heldur en rannsóknum Sigurðar prófess.ors Þórarinssonar á Heklu- gosum sem náttúrufyrirhærum. En ég geri ekki ráð fyrir, að vin- ur vor Sigurður setji slíkt fyrir sig. Eins er það í sálarrannsókn- unum. Sögur og sagnir eru sagð- ar til skemmtunar, en hver og einn getur síðan álitið það, sem honum gott þykir uni sannleiks- kjarna þeirra. En tilraunir sannra sálarrannsóknaimahna eru 'gerð- ar með það fyrir augum að stað- festa staðreyndir og leitast vkð að skýra þær. Sumir telja fyrirbærin benda út fyrir efnishciminn, og á okk'ar visindalegu ö!d ferst eng- um' oð átelja viti borna nienn fyrir að láta sér koma slíkt til hugar. Það er ekki langt síðan enginn taldi mögulegt, að mann- legt auga ætti eftir að líta „hina hliðina“ á tunglinu. Og það er beinlínis ósæmilegt, að nota slag- orð eins og „kukl“ til að villa mönn.um sýn ,um eðli málsins. Því að hvað er kukl? Kukl er galdur, fordæðuskapur, tilraunir manns. ti! að ná valdi yfir dular- mögnum tilverunnar og láta þau þjóna sér aðallega í illum tilgangi'. Sálarrannsókhir eða „i>arasálar- fræðijegár" athuganir eru ekkert slíkt. Hér er um að ræða fyrir- bæri, sern enginn rnaður RÆÐUR YFIR, ekki einu sinni miðillinn, og yerði miðill eða rannsóknar- , maður uppvís, að tilraun til slíks, hefir hann fyrirgert trausti ann- arra. En hvað um trúna? Jú, þetta eru trúarbrögð, segja sumir. Til- raunámenhirnir lesa bænir og syngja sálma. F.n ég hefi þckkt skurðlækni, sem alltaf gerði bæn sína, áður en hann hóf aðgerðir á sjúkrahúsi nú, og ég heyrði þess aldrei getið, að bænin þyrfti að útiloka vísindalegar aðferðir í störfum hans. Og hvað skyldu ]>eir vera margir, landkönnuðir liðinna alda, sem Iiafa beðizt fvrir í hvrjun ferðar? j.g get ekki séð að guðræknir nienn séu óhæfari en trúlausir til vísindalegra rannsókna. Hvað skyldi vnntrúin oft vera búin að gera menn blinda gagnvart stað- revndum? dr. Jakob Jónsson tófiprejst Allt er þetta gott og blessað, segir kunningi rninn, sem ég eitt sinn ræddi við, en lestu allar bæk- urnar um miðilsfyrirbæri, dulræna reynzlu o.s.frv. og hvar er v.ís- indamennskan? Auðvitað er ekki nema LÍTJB EITT, sem keinur á prent frá þeim VÍSINDAMÖNN UM, sem fjalja tim máljð, en n.óg 1 sarnt til þéss, að hugsandi menn hljóta að taka það til greina. Þegar miðill eða niaður með dulrænni reynslu lýsir henni frá sínu sjónármiði, er enginn lifandi maður skyídur til að gleypa það ótúggið. F.n slíkar bækur eru heimild, sein sálfræðingar og aðr- ir geta haft sálfræðingar og aðr- arins og hans skilning á þeirri reynslu. Það getur vel verið, að skýringar scinni tíma verði aðrar en okkar. Þekkingin stendur ekki í stað. Skemmtilegt dæmi eru gömlu Vínlandskortin. Þau gera ráð fyrir, að Norður-Ameríka teng ist Afríku. Af hverju? Vísinda- menn gamla tímans vissu um Vín- la.nd, en höcðu of takmarkaða þekkingu .1 iörðinni og gerðu sér rangar hugmvndir um löndin HÉRNA MEGIN við Atlanzhaf- ið. Það má vel vera, að síðar eigi menn eftir að tengja dularreynsl- una einhvernveginn öðruvísi við „veruleikann“. Um það getur enginn maður sagt í dag. Það get- ur þó aldrei verið annað en virð- ingaryert, að fólk varðveiti heim- ikliriiar, reynsluna. En sú skylda hvílir . á ÖLLUM, að þeir segi _sem réttast frá staðreyndum, að- greini RF.YNSLU og TÚLKUN eflir mætti, og þoli heiðarlega gagnrýpi. Hver veit nema hcr sannist hið fornkveðna: - I „Öllu að trúa er. ekki gott, en engu hálfu verra.“ Jakob Jónsson. Sem stjórnarformaður þess féiags vwtWMMVUtUMVUHMUMWMMWMWWMiiimw«wvm«uuvM%VHvmVMWMVWVUV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.