Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 26. janúar 1969 TRUDEAU Framhald af 7. diðu. lofaði sumar kenningar Mao Tse-tungs en hafnaði öðrum. Þó að enn sé of snemmt að segja noltkuð um það, hvert forysta Trudeaus muni leiða kanadisku þjóðina, eru ákveðin stefnumörk þó auðsae í ýmsum málum: Meginland Kí'n.a hefur öðlazt viðurkenningu Kanada manna; þátttaka Kanada í NATO og NORAD hefur verið itekin til gagngerrar endurskoð unar; Kanadamenn hafa tekið upp nánara efnahagslegt og menniagarlegt samband við frönskumaelandi þjóðir og ríki Suður-Ameríku, og gefa nú Kyrrahafsvæðinu vaxandi gaum. Hvað innanríkismál Kanada áhrærir, kemst Trudeau meðal annars svo að orði: ,,Ég trúi á svæðaskiptingu Landsins, jafn vægið á milli sterkrar mið&tjórn ar og stórhuga héraðsstjórna". Og hann bætir við: „Persónu lega er ég Iþeirrar skoðunar, að þetta fallega, auðuga og orku ríka land okkar sé tilvabnn um gjörð velferðarþjóðfélags, þar sem hver þegn getur notið sjálf sagðra mannréttinda, iþar sem samfélag tveggja tungumála og margra menningarforma getur lifað saman í einingu og þar sem sérhver einstaklingur getur fengið óskir sínar uppfylltar“. NORDMENN Framhald af 1. síðu. ákveðnu meðalaflamagni yfir árið, sem er nm það bil 800.000 tonn, og ætti Það að verða til iþess, að árgöngunum fjölgi. Prá árjnu 1750 til ársins 1960, var meðal ársaflinn sem landað var i Noregi um 800.000 tonn, en við tilkomu snurvoðarinnar, jókst ársaflinn. í 1.500.000 tonn árið 1965 en síðan minnkaði aflinn, og árið 1968 var hann kominn niður í 820.000 tonn. iÞessi gengdarlausa veiði, eftir að snurvoðin kom tll sögunnar, er orsökin að þeim vandamál um, sem við er að stríða í sambandi við síldveiðina nú. Til þess að aflinn verði öruggur, þarf að fá fleiri árganga inn í* stofninn, eins og var t.d. árið 1960, þegar veiddist 3, 4, 5, 6 og 7 ára síld. Nú veiðist nær ein göngu tveggja ára síld. Ef sú tillaga nær fram að ganga, sem gerö var á ráðstefn unni, þ.e. að ársaflinn í norður sjó verði 800.000 tonn, verður aS skipta honum niður á öll lönd, sem stumda veiðar þar, og það verður ekki auðvelt verk. akstur álííft^“nU * V daga, er .. « .„ ,>;ÍTcVS í {etlur W®»tr- %i \>év W* _ ' wuwl. á sólarhrmt! ^ ^ afhenúum 1 aö þTÍtlgjk og mm car rentai serwice® Rauðarárstíg 31 Sími 22022 Frímerki Kaupi frlmerkl hæsta verði. Guðjón Bjarnason Hæðargarðt 50. 8imi 33749. Bifreiðaviðgerðir Kyðbæting, réttingar, njsmiði, sprautnn, plastviðgerðir og aðr ar smærrl viðgerðir. Timavlnna og fast verð. — JÓN J. JAKOBSSON, Gelgjutanga við Elliðavog. Simf 31040. Heimasimi 82407. Ökukennsla HÖRÐÍJR RAQNARSSON. Kenni á Volkswagen. Siml 35481 og!7601. Jarðýtur — Trakters- gröfur Höfum til leigu litlar og stórar Jarðýtur, traktorsgröfur bíl- krana og flutmngatæki til alira framkvæmda innan sem utan borgarinnar. arðviimslan s£ Símar 32480 og Síðumúla 15 31080. SMURTBRAUÐ SNITTUR — ÖL - GOS Opið frá kl. 9. Lokað kl. 23.15. Pantið túnanlega í veizlur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60.12. BÓKHALD Vinn bókhald fyrir Innflytjend- ur, verzlanir og iðnaðarmenn. Upplýsingar i auglýsingaSíma Alþýðublaðsins. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H> Enn má bæta því við, til að sýna hversu ástandið á Norður sjó er alvarlegt, að árið ‘66 var landað í allt úr Norðursjó u.þ. b. 2,5 mi'llj. tonnum af síld. en árið eftir var heildaraflinn kom inn niður í 1. millj. tonn. Þetfa er 60% minnkun og sýnir ljós lega, hvert stofnir, og einnig, að eitthvað þarf að taka tjjl bragðs hið fyrsta. SNÆFELLINGAR Framhald af 1. siðu. son, Þórir Ingvarsson,- Elinbergur Sveinsson, Sigurður Pálsson, Hall- dór Finnsson, Kristinn B. Gísla- son, Sigurður Kristjánsson og Arni Helgason, auk nefndarmanna. .' Fundurinn' var mjög gagnlegur fyrir alla aðila, enda mál manria, að framtíð byggðanna á Snæfells- nesi fari að verulegu leyti eftir því, -hvernig til tekst um skipulagningu .veiða og hagnýtingu landhelginnar á þessu svæði. imVMttMWHHHHUHMUHV y Tilraunir á ísEandsmiðum ] Ilrezki togarinn „Boston Plian- tom“ frá Fleetwood er lagður af stað til íslands, þar sem hann ’ á að gera tilraunir með ný tæki til að verjast ísingu, að því er Fishing News sagði frá 17. i þessa mánaðar. Hefur tækjun- um verið komið fyrir í skipinu undanfarnar vikur og á nú að. revna þau við verstu aðstæður. Bretar hafa sem kunnugt er gert margt til að auka öryggi togara sinna eftir hin hörmu- legu sjóslys við ísland í fyrra- vetur. IHMUHMVHUHMMMMUMW Landsleikur- inn kl. 4 Síffari landsleikur íslendin?a og: Spánverja í handknattleik fer fram í dag- í Laugardals- höllinni og hefst kl. 16. Þar sem blaðið fer snemma í pressuna á Iaugardögum er hvorki hægt að skýra frá úr- slltum leiksins í gær eða hvort breytingar voru geröar á Uðjnu frá í gær. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn í dag frá kl. 13 og er vissara að tryggja sér miða tímanlega, en verð þeirra er það sania og áður, 150 kr. fyrár fullorðna og 50 kr. fyrir hörn. Sana-málið í Alþýðublaðinu 18. þessa mán- aðar var tekin upp frétt úr blaðinu Islendipgur — Isafold, sem gefið er út á Akureyri. Frétt þessi var um SANA-málið og var birt athuga- semdalaust af hálfu Alþýðublaðs- ins, fyrst og fremst til þess að sýna að Norðlendingum væri þetta mál talsvert hugleikið. I þessari frétt norðanblaðsins sagði m.a. að Lands- bankinn á Akurcyri liafi ekki lán- að fé í fyrirtækið, nema mcð sam- þykki bankastjórnarinnar syðra. AI- þýðublaðið hefur nú fengið upp- Iýsingar um það að þarna er rang- lega skýrt frá staðreyndum og vill blaðið ekki láta hjá líða að leið- rétta þessa missögn, sem að vísu er ekki upprunnin hjá Alþýðublaðinu, heldur hjá íslendingi — Isafold, sam kvæmt því sem að framan segir. é i Hjarfkær eiginmaður minn og faðir okkar ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, skipsfjóri, Linnetsstíg 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirðj, mánu- daginn 27. janúar kl. 2. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeir sem vildu minnast hans, gjörið svo vel að láta Slysavarnafólag íslands njóta bess. I Akiii Guðrún Emilsdóttir og dætur. Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu samúð og vinarhug við andlájt og jarðarför JÓNFRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hverfisgötu 45, Ilafnarfirði. Haraldur Sigurjónsson Klara Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurjónsson, Gertrud Sigurjónsson, Margréf Sigurjónsdóttir, Ilalldór Sigurgeirsson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Óli Sigmundsson, Guörún Sigurjónsdóttjr, Karl Kristjánsson, Helgi Sigurjónsson, Katrín Guðjónsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Inga Bergþórsdóttir, bamabörn og barnabamabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.