Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 4
'4 Ai^ÍÐUBLAÐIÐ 26. janúar 1969 „Ástin hefur hýrar brár" f i Eftirfarandi vísu er talið að Jón biskup Arason hafi kveðið, er hann heyrði, að lögmannsdtSmur iiefði verið rofinn á þeim feðg- uni og þeim ætlað líflát: Vondslega 'ihefur )l>ss veröldin blekkt, •vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. ★ 1 Páll lögmaður Vídalín ávarp- aði konu sína, en hún var geð- mikil og samkomulag þeirra hjóna ekki nema í meðallagi gott: i' Þó þú lofir fögru, fljóð, fer það sem er vani: Sættin verður á svenskra móð, sem þeir gera við Dani. ★ IVÍér hefur verið bent á, að vísa sú, er eignuð var Bjarna Gíslasyni á Þorsteinsstöðum í síðasta vísna- þætd, sé eftir Hannes Guðmunds- son og prentuð í ljóðabók hans Orum, sem út kom árið 1925. Þar er vísan á þessa leið: Hans var jafnan höndin treg að hjálpa smælingjonum. Gengur hann ekki glæpaveg, eii götuna meðfram honum. Höfundar eru tveir að þessari vísu: Einar E. Sæmundsson og Karl H. Bjarnason. > i Margur er kátur maðurinn, og meyjan hneigð fyrir gaman, en svo kemur helvítís heimurinn og hneykslast á öllu saman. ★ Isleifur Gíslason á Sauðárkróki notaði einatt nýtÍ7,kulegar kenn- ingar í kveðskap sínum. Næstu tvær vísurnar eru af því taginu: Astarfífan fauk af stað fyr’ legghlífa nérði. Bónorðshrífu ýtti hann að undirlífa gerði, Kærleiksamboð upp hann tók, ástargambri hreyfði. En hárkamba eyjan klók engin sambönd leyfði. ★ Þessi vorvísa er líka eftir Isleif: Himinprýðin yljar allt, erjur hríðar dvína; yfir lýð og landið kalt leggur blíðu stna. Andrés BjÖrnsson var sem kunn- ugt er góður hagyrðingur. Jóhann í Sveinatungu flutti frumvarp á Alþingi um eyrnamörk, sem átti litlu fylgi að fagna. Hann bað Andrés að kveða eitthvað um eyrnamörkin og andstæðingana, sem Andrés og gerði samstundis: Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum; þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. ★ Gísli Olafsson á Eirj'ksstöðum orti þessar bjartsýnisvísur eða hvað sem við viljum nú kalla þær: Finnst mér hæfa að hlæja dátt, helzt það svæfir trega, þó að gæfan gefi smátt gullið ævinlega. Flest í Ieyni fellir mann. Fátt vill meinum bægja. Lífsins eina ánægjan er að reyna að hiæja. Kolbeinn Högnason í Kollafirði yrkir um Laxárdal í Kjós: Ljósasalar lýkst upp hlið, léttur svali morguns hlær. Breiður dalur brosir við, bæjaval á hendur tvær. ★ Þura í Garði yrkir á þessa leið og er ljót sagan, ef hún er tekin bókstaflega. Um mannlífsástir veit ég vel, varð fyrir skoti stundum. F.n ég er eins. og Jessabel, sem étin var af hundum. ★ Þessi vísa er líka eftir Þuru og segir líka frá einhverjum óskap legum örlögum: Aður var hann eins og bjór eltur, mjúkur, hvítur, stór; nú er hann eins og skorpinn skór; skratti er að vita hvernig fór. Minna er um dýrt kveðnar vís- ur en áður var, þó bregður þeim fyrir ennþá. stöku sinnum. Fyrir skömmu barst mér þessi sléttu- bandavísa og undirskriftin var Ranki. Kætir skapið — aldrei ér illskeytt Stjórnip sanna. Bætir tapið — sjaldan sér sólskin vegna .anna. ★ Sigurður Breiðfjörð yrkir um sjálfan sig og andlegheitin: Þegar ég ráfa og hengi haus, þið haldið það skálda draúma, en þá er ég svö þankalaus, sem þorskurinn lepur strauma. Finn ég glöggt, þá andinn er að í smiðju ljóða, skrokkurinn enga aðstoð .lér, utan ég vilji hljóða. ★ Þessi snjalla ástavísa, sem seint mun fyrnast eða úreldast,. er líka eftir Sigurð Breiðfjörð, og er bezt að klykkja út með henni að þessu Astin hefur hýrar brár, en hendur sundurleitar, ein er mjúk, en önnur sár, en þó báðar heitar. REIÐAEIGENDUR HafáS þér verndað hreyfillnn með LIQUI-MOLY sliffagi? Hafið hugfast, að ein dós af LIQUI- MOLY sem kostar innan við 150.00 kr. rnyndar smurhúð sem er 59—60% hálli en olía. EMcert getur fjarlægt þessa húð nema vélarslit. Brœðslumark MOLY er 2500° C, þolir 225 þús. punda þrýsting þ ferþumlung og 8000 FPM Engar sýrur, 'kemisk efni eða þvottaefni geta haft áhrif á þessa húð, jafnvel, við verstu skil yrði endist einn skammtur af LIQUI- MOLY í a.m.k, 4.800 km. akstur LIQUI-MOLY er Molybdenum disulfide (MOS2) málmurinn í fljótandl ásftandi Síðan A. J. Lockrey tók að gera MOLY YBDENUM flj átandi hefur það farjð sigurför irni allan heim og valdiS byltmgu í vélarsmurningu. Hér á íslandi hefur LIQUI-MOLY verið selt í 15 ár, á iþessu tímabili hefur fjöldi af olíubætiefnum og eftirlíkingum á LIQUI-MOLY komið á mark- aðinn sem flesit eru nú gloymd. LIQUI-MOLY fæst á benzínafgreiffslum og smurstöffvum. Nánari uppl. veittar hjá LIQUI-MOLY.umboffinu á íslandl. Vetrarútsala á kápum mikill afsláttur. KÁPU— OG DÖMUBÚÐIN, Laugalvegi 46 — Sími 19768. rrp-! ÍSLENSKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23. — Sími 19943, ■^Tútboð Ti'lboð óskast í sölu á rafbúnaði í dreifistöðv- ar fyrilr Rafmiag’nsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. INHKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Kvenfélag Alþýöuflokksins í Hafnarfirði heldur fund þriðjudaginn 28. janúar kl. 8,30 s.d. í Alþýðuihúsinu. Fundiarefni: Vigfús Sigurðsson bæjarfulltrúi ræðir um ibæj'armál. — Upplestur — Bingó — Kaffi- drykkja, STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.