Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 1
Gvðinaar hvetia til erða HALLVEIG FROÐADOTTIR: siglir sennilega næst. Togarar sigla þráft fyrir samþykktir borgarstjórnar Reykjavík — KB. Nýlega var samþykkt á- lyktun í borgarstjórn Reykja víkur, þar sem sagði að tog- arar Bæjarútgerðarinnai' skyldu landa eins oft hcima og frekast væri unnt, og var þcssi samþykkt að sjálf- sogðu gerð með hliðsjón af atvinnuástandinu í borginni. En þrátt fyrir þessa sam- þykkt er ekki annað að sjá en að togarar útgerðarinn- ar haldi í talsverðum mæli áfram að sigla með afft. Þeir sem til að mynda hringdu í gærkvöldi í sím- svara Bæjarútgerðarinnar, sem gefur upplýsingar um akipin, fengu að vita, að cinn af togurunum er ný- kominn frá Þýzkalandi, ann- ar á leiðinni þaðan og að sá þriðji, sem er að veiðum, muni að öllum líkindum selja í Þýzkalandi á næst- unni. Um tvo af togurun- um var einungís sagt, að' þeir væru á veiðum. Scm sagt: nýleg samþykkt horg- arstjórnar virðist vera fram kvænxd þannig að meira en helmingur þeirra skipa sem gerð eru út, er þessa dag- ana annað hvort að koma frá Þýzkalandi eða á Ieið- inni þangað. WWMVWWWWtWWVWMWWWWWWWWWWWWWWWWMWWWtWWWV Ungir útilegumenn Rcykjavík — Þ.G.__________ Á mánudagsnóttina lögðust^ tveir drengir 10 og 11 ára út. Brutust þeir inn á nokkrum stöðum og stálu töluverðu, aðallega tóbaki. Drengirnir brutust inn i tvær verzlanir við Laugalæk og stálu þar tóbaki fyrir tugþúsundir króna. Fóru þeir með þýfið í skúr inn við Kassagerð og földu það þar. Næst lá leið þeirra niður í sundlaugar. Þar brutust þeir inn, en fundu ekki annað én veski með 30 kr. í pen- ingum. F.kki hefur þeim þótt gam- an að þvælast um í sundlaugunum, Ný fram- haldssaga Ný framhaldssaga hefur göngu sína í Alþýðublaðinu í dag. Er það skemmtileg og spennandi ástarsaga sem nefn- ist STÚLKAN í KVENNA-. BÚRINU. .-— Höfundur er JOANNA FELTON. enda varla haft með sér sundskýl- ur. Fóru þeir því upp í verkstæði -----------------------------< 1107 manna starfslið hjá Loftleiðum Starfslið I.oftleiða var um síðustu árarnót 1107 manns, að því er seg- ir í fréttabréfi flugfélagsins. Af þéssu fjölmenna liði voru 699 á Islandi en 408 í öðrum löndum. Skipting starfsliðsins hér heima er á þessa leið: Hjá aðalskrifstof- unni í Reykjavík starfa 156, á Kefla- víkurflugvelli 159, í Hótel Loftleið- um 156, en 228 eru í áhöfnum flugvélanna. Starfsliðið erlendis skiptist þann- ig: I Bandaríkjunum, aðallega í New York, eru 250, í Luxemburg eru 75, í Kaupmannahöfn 16, í Þýzkalandi 34, í London 10, í Glasgow 7, í París 10 og í Mexikó- borg 6. Kr. Kristjánssonar við Suðurlands- braut. Engu stálu þeir þar, en undu sér þess í stað góða stund við að leika sér í bílunum. Ekki ætluðu þeir þó að verða að steini þarna, heldur fóru nú niður í bæ og reyndu að komast inn í Tjarnar- bæ, en tókst það ekki. Fór nú piltana að syfja, og fundu þeir sér húsaskjól í mannlausri byggingu í miðborginni og sofnuðu þar. Þeir voru komnir á stjá árla í gærmorg- un, og kl. 7 varð lögreglan vör við þá og tók þá í sínar vörzlu. Annar drengjanna var kominn iheim í gærkvöldi, en að ráði barna- verndarnefndar var hinum komið fyrir á upptökuheimilinu í Kópa- vogi til bráðabirgða, en hann hefur gert svipað tvisvar áður. Aftökurnar í írak í fyrradag hafa ivakið mikla at- hygli og umtal um heim allan. M.a. hefur U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýst yfir undrun sinni og hryggð vegna athurðar þessa. Heimssam- hand Gyðinga hvetur félög innan samtakanna í 65 löndum til að efna til mótmælaaðgerða. BEIRUT-TEL AVIV-NEW YORK: Fregnir frá Beirút herma, að við- brögð manna í Arabalöndunum við aftökunum í írak f fyrradag hafl verið nokkuð misjafnar. Hafi þeim almennt verið fagnað f Írak, en.vfða annars staðar hafi fólk verið efins; í Beirút -hafi fréttaritarar að vísu talið nokkuð til í því, að ísraels- menn stæðu að vel skipulögðum njósnahring í Irak, en hins vegar óttazt, að Baath-flokkurinn hyggist nota tækifærið til að ganga milli bols og höfuðs á stjórnmálalegum andstæðingum sínum. Þá eru aðrir, sem halda því fram, að til aftakanna hafi verið gripið til að beina at- hygli þjóðarinnar frá vaxandi inn- anríkisvandamálum, en eftir að „Baathistar" tóku völdin í sínar hendur í fyrrasumar hafi mjög bor- ið á innra klofningi og fjölda handtökum pólitískra andstæðinga stjórnarinnar. Viðbrögð Israelsmanna voru mjög á einn veg, mótuð hryllingi og reiði. Ráðamenn þar hafa farið hörðum og beiskjublöndnum orðum um af- tökurnar og jafnvel hótað mótað- gerðum. Þá hafa þeir og lagt fram kæru fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ottast ýmsir, að gripið verði til einhvers konar hermdarverka gegn sem um þessar mundir dveljast í Jórdaníu — eða jafnvel að þeir. láti til skarar skríða inn í sjálft írák. Utanríkisráðherra Israels, Abba Eban, og sendinefnd Israelsmanna Framhald á 3. sífu. wwwwwwwwwww Atvinnumála nefndirnar skila áliti Reykjavík — SJ. Atvinnumálanefndirnar sátu í gær á löngum og ströngum fundum. Nefnd ir frá Reykjavík, Reykja nesi, Suðurlandi og Vest urlandi lögðu fram álits- gerðir fyrir Atvinnumála- nefnd ríkisins, en í dag verður rætt um álitsgerð ir frá Vestfjörðum, Aust- urlandi og Norðurlandx. Kl. 16 hefst sameiginleg- ur fundur með öllura nefndunum í Sigtúni og ráðstefnunni síðan slitið. Á 3. síðu eru birt viðtöl við tvo nefndarmenn. þeim 12.000 íröksku hermönnum, Er olía í Ishafinu? MOSKVU 28. 1. (ntb-reuter): Sovézkur vísindamaður lét í dag í ljós þá skoðun, að mikið magn af olíu og jarðgasi væri að finna í botni Norður-íshafsins, en bætti Því við, að enn myndi líða á löngu unz unnt væri að liefja þar skipulega leit. Vísindamaðurinn, prófessor M. K. Kalinko, sem starfar í Nýr fundur í nótt Reykjavík — VGK. Fundur sáttasemjara með deiluaðilum í Sjómannadeilunni stóð til klukkan sjö í gærmorgun. Hófst annar fundxu- klukkan hálf níu í gærkvöldi. Jón Sigurðsson, formaður sjómannasambands- ins, tjáði blaðinu í gærdag að ekki væri mikið hægt að segja um framvindu mála á samningafundunum, annað en það, að samning ar hefðu ekk! tekizt og væi'u samningahorfur Iitlar sem stæði. Olíuleitarstöð ríkisins í Moskvu, sagði í viðltalj við Fréttastoí'u Tass, að jarðfræðileg lögun hafs botnsins á þessum slóðum væri mjög lík því, sem gerðist í hin aim olíuauðugu Mexikó-flóa. Fyrir þremur mánuðum var frá því skýrt í Moskvu, að fund izt liefðu olíuauðug strandsvæði í Norður-Síberíu, ien enniþá eru ekki fyrir hendi opiniberar upp lýsingar um, iivort vjnnsla er ihafin þar til viðskiptaþarfa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.