Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 3
29. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Miðstöð hjarta- verndar verður í Genf í Sviss Reykjavík — ÞG. Hér á landi er staddur Borek Zofka, framkvæmda- stjóri alþjóðasamtaka hjarta* félaga. Zofka er lögfi'æðingur og tók við þessum störfum í ágúst sk, en hann hefur um 20 ára skeið gegnt ýmsum opinberum störfum, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum. Hingað til hafa samtökin haft aðsetur í Bandaríkjunum, en nú er verið að flytja skrifstofur þeirra til Genfar. Þar er alþjóðaheilbrigðis- inálastofnunin eins og kunnugt er, og er mjög hagkvæmt, að hjarta- samtökin séu í nábýli við þá stofn- ún, því þau hafa mikil samskipti við hana. Auk þess eru ráðstafanir þessar af stjórnmálalegum ástæð- um, þótti hcppilegra að hafa stofn- unina í hlutlausu landi. Zofka er á leiðinni til Banda- ríkjanna til þess að ganga eridan- lega frá flutningnum til Sviss, en kom við hér í því skyni að kynna Gyðingar l'ramhald at 1. síðu. hjá Sameinuðu þjóðunum hafa túlk- að málstað Israels hjá SÞ og fengið skilningsríkar undirtektir. Hefur U Tliant, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, lýst sorg sinni og hryggð vegna hengingar mannanna fjórtán og í sama- streng tók utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Willianm Rogers, sem kvað þjóð sína undrun ■og felmtri slegna. Þá hefur brezka ríkisstjórnin vottað Israelsmönnum og írökskum Gyðingum samúð sína. sér starfsemi Hjartaverndar. Er hann var spurður, hvernig honum litizt á starfsemina, lauk hann sér- stöku lofsorði á þjóðskrána, sem hann sagði, að væri einstæð að nákvæmni. En eins og kunnugt er, er fólk tekið til rannsóknar eftir þjóðskránni, og með hjálp hennar er unnt að hafa eftirlit með því, að allir sem valdir hafa verið gang- izt undir rannsókn. Zofka lét í ljós undrun sína yfir, að í þessu litla og lítt iðn- þróaða þjóðfélagi séu hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánar- orsökin. Borek Zofka 1 gnKKss rAKm mmsmm Alþýðufickkskonur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fu .d n.k. fimmfu dagskvöld kl. 8,30 í Ingólfscafé. Á fundinum flytur Björgvin Guð mundsson viðskiptafræðingur erindi um atvinnuástandið og frú Katrín Smári les upp smásögu. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna. — STJÓRNIN. BRIDGE-BRIDGE Bridgestarfsemi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er nú að hefjast að nýju og verður spilað í fyrsta sinn á árinu í Ingólfscafé n.k. laugardag, 1. febrúar, ltl. 14. Stjórnandi verður að vanda Guð mundur Kr. Sigurðsson, og í húsið er scm áður gengið frá Ingólfs stræti. Hafnarfjörbur Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur fund í Alþýðuhúsinu við Strandgötu n.k. fimmtudagskvöld kl. 21 stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Fjárhagsáætlun bæjarins yrir 1969. Framsögu- maður: Vigfús Sigurðsson bæjarfulltrúi. 2. Nýting hitaorkunnar í Krýsuvík: Framsögumað- ur: Gísli Jónsson rafveitustjóri. / 3. Önnur mál. ( STJÓRNIN. ___ I Rætf við atvinnunefndarmenn: * A Suðurlðndi barf að auka Reykjavík — SJ. Einar Elíasson, byggingar- meistari á Selfossi, er einn þeirra er situr í atvinnumála nefnd fyrir Suðurland. Hann sagð’i í stuttu viðtali við blað ið, að atvinnuástandið væri einna rerst í byggingariðnað- inum; bera tók á atvinnuleysi strax í haust og munaði einna mest um samdrátt hjá tré smiðju Kaupfélags Árnesinga, Þá er mikið af hálfkláruðum íbúðarhúsabyggingum, sem vinna hefur stöðvazt við, vegna bess hve mikið hefur dregið úr lánveitingum Hús- næðísmálastjórnar. Búr- fellsvirkjun hefur verið mikil atvinnubót. þar sem allt að 200 manns úr héraðinu hafa haft þar atvinnu. í dag er okkur mesta hagsmunamál, að útgerð geti hafizt af fullum krafti í sjávarplássunum og í kjölfarið komi aukjn nýting sjávaraflans í landi, til að veita aukna atvinnu. Það er langmildlvægast að útgerð og Einar Elíasson. byggingariðnaðurinn stöðvist ekki. Áform eru uppi um það að Sláturfélag Suðurlands hefji í vor endurbyggingu á húsum sínum á Selfossi með það fyrir augum að vinna úr land búnaðarafurðum. Er gert ráð fyrir að SS myndi starfrækja allt árið og hefja vinnslu kjöt vara. Þá hefur verið mikið rætt um að reisa þangmjöls verksmiðju, og mikill áhugj á því að hefjast sem fyrst handa við gerð varanlegs vegar milli Reykjavíkur og Selfoss, og byrja við Selfoss fil að bæta fyrst vegakerfið innanhéraðs. Þá má nefna áð mjkill áhugi er á að fá brú yfir Ölfusár- ósa til að tengja Þorlákshöfn við héraðið. Þá þyrfti almennt að efla atvinnufyrirtæki í sjávarþorpunum, og þá sér staklega fyrirtæki sem ynnu úr sjávarafla. , Hveragerði á mikla fram- tið fyrir sér sem ferðamanna bær, þar þyrfti að reisa hótél í sambandl við heilsulindir stað arins og fyrir ferðamenn, sem vilja ferðast um héraðið, en Suðurland hefur margt að bjóða erlendum sem innlend um ferðamönnum. Framkvæmdarnefnd bygg- ingaáætlunar á Selfossi gerir sér vonir um fjárveitingu á Framhald á 9, síðu- Næstum algjört at- vinnuleysi á Hofsósi Reykjavík — SJ. í Atvinnumálanefnd Norður iands situr m.a. Þorsteinn Hjálmarsson símstöðvarstjóri á Hofsósi. Hann sagði, að þrír staðir stæðu einna verst að vígi á Norðurland.i — Hofsás, Þórshöfn og Raufarliöfn. Á Hofsósi hefur verið svo til algjört atvinnuleysi frá því í október, en tilvera fólksins byggist fyrst og fremst á fisk veiðum og starfsemi frystihúss ins. Eini báturinn, sem er nógu stór til að sækja langt, er nú bundinn við bryggju vegna fjárhagsörðugleika. ðleðal íbúanna, sem eru um 300, gæt ir að vonum allmikillar svart sýni. Útgerðin hefur byggzt að talsverðu leyti á bátum um og innan við 30 tonn, en sýni legt væri að í framtíðjnni yrði að gera út mun stærri báta til togveiða, frá 130—200 tonn, svo að atvinna geti haldizt nokkuð jöfn allt árið. Hofscsbúar eiga nú í smíðum í Stálvík skip, sem á að af- henda í maí. Það er í frásög- ur færandi að næstum hvert einstaka heimili í þremur lirepp Þorsteinn Hjálmarsson um lagði fram hlutafé til kaupa á þessu skipi. Verð skipsins hæltkar nú talsvert mjkið vegna gengisfellingarinn ar og þarf því að koma til riielri aðstoð frá hinu opin- bera, ef takast á að koma skip inu á veiðar strax. í bígerð er að stofna málm iðnaðarverksmiðju á Hofsósi er framleiðir m.a. hljóðkúta í bíla og dráttarvélar, ennfrcm ur kjötbrautir í sláturhús. Þessi verksmlðja gæti útveg- að nokkrum mönnum fasta át vinnu árið um kring. Hér er engöngu um framtak Hofsós- búa að ræða. Þá er hafnar- garður í smíðum og á að ljúka við hann á þessu ári, en hætt er við að það fé, sem lirepps búar eiga að leggja fram, sé ekki fyrlr hendi, nema at- vjnnuástand batni. Ráðgert er að kaupfélagið á Hofsósi sameinist Kaupfé- lagi SkagfirðXnga, en frysti húsið verði þá selt hlutafélagi á staðnum, sem myndi sam- eina i kringum það útgerð og fiskvinnslu. Þorsteinn sagði, að það væri vissulega góð liugmynd, að bátar, sem væru á veiðum fyrXr Norðurlandi. dreifðu afla sínum á sem flestar liafnir. én fyrst og fremst þyrfti að efla útgerð í hverju þorpi. Þor- steinn kvaðst ekki sérstak- lega bjartsýnn á að starf at vinnumálanefndanna hefði í för með sér skjótar úrbætur, en vissulega væru vonXr bundn ar við þær £ framtíðinni. iWMWWHMWWMWMWWWWMWWWWWWWmtWWWWWWWWWWWWfWWyij

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.