Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 29. janúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áta.) og Benedikt Gröndal. Símari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón. Ari Sigurjónsson. — Aug* lýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 150,00, í lausasölu kr. 10,00' 'eintakið. — útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, VINNUBRÖGÐ NÚTÍMANS Hafísinn hefur siglt inn í líf íslendinga á nýjan leik eftir langt íslaust tímabil. Hann hefur sezt iað Norður- og Austurlandi og valdið margvíslegu tjóni, áuk þess sem hann minnir á stað- creyndir varðandi legu landsins, sem þjóðinnil hættir til að gleyma, ef' nokkur (hlýinidaár koma í nöð. t r Viðbrögð Islendinga við háfísn- um hafa verið tvenns konar. Ann ars vegar hafa verið gerðar m'arg víslegar ráðstafanir til að tryggja nægár birgðilr af nauðsynjum í Iþeim byggðum, sem líklegast er að ís loki inni. Hins vegar hefur verið efnt til ivísindaráðstefnu um hafísinn. Ráðstefna þessi er nýjung. Á þennan hátt hafa Islendingar ekki fyrr brugðizt við náttúru- hamförum, enda er ekki langt síðan vísilndamenn á þessu sviði vonu svo fáir, að þeir hefðu get- að haldið ráðstefnu yfir kaffi- bolla heima í stofu. Nú kemur saman fjöldi manna á ýmisum sviðum þekkingar, sem snert get- ur vandaimálið. Þeir munu á ráð- stefnunni safna saman allri þeirri vitneskju, sem þeilr búa yfir um hafís hér við land. Að því loknu ætti að liggja betur fyrir en áð- ur, hvers eðlis vandamálið er, hvort og hvemig hægt er að spá um ís og hvaða viðbrögð eru skynsamlegust. Þessi vinnbrögð sæma nútíman- um. Þannig þarf íslenzka þjóðin að taka á fleiri vandamálum. LOFTLEIÐIR Formaður Loftleiða, Kristján Guðlaugsson, segir í grein í starfs mannablaði félagsins, að brýn- asta verkefni þess sé nú að taka í sínar hendur iviðhald á fluigvql- unum. Er ætlunin að flytja þessa starfsemi heim til íslands, og mundi þá stór hópur manna fá nýja atvinnu. Til að þessi flutningur geti. gerzt, þarf mikla fjárfestingu og ýmsar ráðstafanir áf hálfu fé- lagsins og hins opinbera, að því er Kristján segir. Ber að vona, að átak verði gert til að þessi áforrn verði að veruleika. Enginn efi er á, að gengisbreyt- ingin hefur gert það hagstæðara en áður að flytja viðhald flug- vélanna til íslands. Er raunar sömu sögu að segja um marga aðra starfsemi og framleiðslu. Með því að nota hvert tækifæri, sem gefst, mun þjóðin nú geta aukið gjaldeyrisöflun og gjald- eyrissparnað og tryggt vaxandi atvinnu. í þá átt verður nú að stefnia t:(l að rétta við hag þjóð- arbúsins. o Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð í 10. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaups- réttar að íbúðinni, sendi umsóknir sínar í iskrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þrilðjudaginn 4. febrúar n.k. Félagsstjórnin. | Ritarastaða í Landspítalanum er laus til umsóknar hálfs dagsstaða læknaritara. Vinnutími eftir hádegi. Góð vélritunarkunnátta auk góðar framhalds- sfcólamenntunar nauðsynleg. Laun-samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýs’lngum um aldur, mennt un og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspít- álanna, Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 3. febrúar n. k. Reykjavík, 27. janúar 1969. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Auglýsingasíminn er 14906 ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurSir og viSarklæSningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurSum og harSviSarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON- Sími 36857. Fiskverkunarhús til leigu Fiskverkunarhús Kópavogskaupstaðar við Hafnarbraut eru til leigu nú þegar. Leigutilboðum þarf að skila til undlrritaðs eigi síðar en 3. marz n.k. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. SMURT BRAUÐ SNITTUK - ÖL - GOS Opið frá kl. 9. Lokað kl. 23.15. Pantið tímanlega í veizlnr BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. Erlendar fréttir i stuttu máli MOSKVU 28. 1. (ntb. -afp): Bílstjóri sá, er særðist á höfði, þegar geðveikur árásarmaður skaut að bifúeiíS fjög urra geimfai’a í Moskvu á dögunum, er nú lát- inn af völdum áverkans. Komst hann aldrei tii meðvitundar eftir árás- ina. PRAG 28. 1. (ntb,- reuter): Tékkóslóvak- iski kommunistaleiðtog inn Alexander Dubcek, sem legið hefur rúmfast ur að undanförnu sök um inflúenzu, er enn ekki kominn til fullrar heilsu, að því er skýrt var frá í Prag í gær- kvöldi. MADRID 28. 1. (ntb- afp): Upplýsingamálaráð herra Francos, Manuel Fraga, lét svo ummælt í dag, að neyðarástand það sem lýst hefur ver ið yfir í landinu, stafi alls elski af samsæri inn an hersims né neinu slíku, heldur af þeirri ókyrrð, sem að undan förnu hafi ríkt við spsenska háskóla. LOS ANGELES 28. 1. Cntb-reuter): Óveður það, sem nú hefur geís- að í níu da@a í Suður- Kaliforníu, hefur kostað að minnsta kosti 83 manns lífið og valdið eignatjóni, sem áætlað er að nemi 35 milljón- um dollara. PRAG 28. 1. (nth- afp): 17 ára gamall tckkóslóvakiskur piltur gerði tilraun á sunnu daginn með því að kveikja í sér. Hann ligg ur nú á sjúkrahúsi í borginni Cheb við landamæri Vestur- Þýzkalands og er talinn úr allri lífshættu. SAGION 28. 1. (ntb,- afp): Hermenn frá Suð- ur-Vietnam felldu 320 Norður-Vietnama og Vi etcong-mienn í orrustum í nágrenni Pieiku um helgina. wwwwwwwwwwwwwwwu I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.