Alþýðublaðið - 23.02.1969, Síða 7

Alþýðublaðið - 23.02.1969, Síða 7
ALÞYÐUBLAÐrÐ 23. februar 1969 7 valdhafarnir verða að venjast af þeini hugsunarliætti, að fjárfram- lög til vísinda og menntunar séu eins konar aflátssala til sáluhjálpar, er innheimtist hinum megin. Ollum aðilum verður að skiljast, að fjárfesing í menntun og vísind- um er sú, sem beztum arði skilar, þegnr tii langs tíma er litið; að vanræksla á því sviði mun reynast þjóðinni dýr, fyrr en varir. Hinu má ekki gleyma, að sú fjárfesting verður sem önnur að stjórnast af viti og fyrirhyggju, ef hún á að bera tilætlaðan árangur. Þess vegna er víðtækt rannsóknarstarf ómiss- andi grundvöllur. III. GRUNDVALLAR- VANDAMÁL 3.0 Grundvallarpandamál. Þau grundvallarvandamál, sem mest er aðkallandi að finna lausn á og með engu móti verða sniðgengin, ef menn vilja í alvöru stefna að um- bótum á íslenzku skólastarfi, eru einkum þessi: 1. Úrelt námsefni og námsaðferð- ir allt frá barnaskóla til háskóla og nátengt því, skortur nothæfra kennslubóka í flestum greinum. 2. Ófullnægjandi kennslu- og námsaðstaða í skólum. 3. Of lítið framboð kennara með nauðsynlega sérmenntun í kennslu- greinum og í uppeldis- og kennslu- fræðurn. 4. Vöntun á skipulögðum og sam- felldum námsleiðum fyrir ^tóran og vaxandi hóp unglinga, er ekki kemst gegnum menntaskdlana til æðra náms. 3.1 Sariislttngin vandamál. Ljóst er, að þessi vandamál eru svo sam- slungin og eðlisskyld, að erfitt er að veita einu forgang umfram ann- að. Bættar vtri aðsta’ðu-r og einstaka formbrevtingar, þótt allar væru til bóta, koma að litlu haldi, ef sjálft námsefnið er úrelt. Hins vegar er ástæða til að ætla, að vel menntaðir kennarar geti að eigin frumkvæði komið á umtalsverðum endurbót- um á kennsluháttum, þrátt fyrir lé- legan bókakost og kennsluaðstöðu, ef hinn ytri rammi löggjafar, reglu- gerða, námsskrár og prófa veitir þeim ti! þess nokkurt svigrúm. Þess vegna er eðlilegt að skipa kennara- menntöninni í öndvegi. Þó ber að leggja á það mikla áherzlu, að til- gangslaust er að slíta einstaka þætti vandamálsins úr samhengi og ætla að leysa þá í einangrun. Reynslan sýnir, að tilraunir til umbóta á ein- stökum skólastigum skila ekki ár- angri. Það verður að líta á vanda- málið í heild og vinna að lausn þess í því ljósi. 3.2 Gœði vcrsus magn. Hið raun- verulega vandamál er ekki aðeins riuantitatift — þ. e. um getu þjóð- félagsins til að sjá fyrir húsnæði og einhvers konar eftirlitsmönnum með hinum skólaskylda unglinga- skara — heldur er það miklu frem- ur f\ualitatijt, — þ.e. spurning um gæði þeirrar menntunar, sem skól- arnir veita. En gæði menntunar eru öðru fremur komin undi r því, að sjálft námsefnið sé í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og getu nemenda, vel menntuðum kennur- um, góðum og fjölbreytilegum bóka kosti og viðunandi kennslu og námsaðstöðu í skólum. Sjálfstæð vinnubrögð verða ekki kennd af einni bók, til þess þarf nemandinn að geta stuðzt við margvíslegar heimildir og hafa vinnuaðstöðu í skólanum (bókasafn, handleiðsla). Skal nú vikið að einstökum þátt- um. 3.3 Endurs\oðttn námscjnis: Rann sói(narstofnun skólamála. Endur- skoðun námsefnis felur í sér leit að svari við grundvallarspurningum um, hvað skuli kenna, hverjum, hvenær, hve lengi, hvernig o. s. frv. Slík endurskoðun verður því ekki framkvæmd nema á grundvelli víðtækra rannsókna, er varða upp- eldislegan grundvöll og félagsleg markmið skólastarfsins. Ef vel á að vera, þarf sú rannsókn að vera árangur af 'skipulögðu sámstarfi hagfræðinga, uppeldis- og félags- fræðinga, auk sérfræðinga og kenn- ara í hinum einstöku kennslugrein- um. Það sem rannsaka þarf er fyrir- sjáanleg þörf þjóðfélagsins fyrir sér- menntaða starfskrafta. Þetta er hag- • fræði- og félagslegt viðfangséfni, er beinist að þróunartilhneigingum at- vinnuveganna-,' iðnþróuninni, til- færslu vinnuafls frá frumatvinnu- greinum til iðnaðar, dreifingar, þjónustu, stjórnunar o. s. frv. Meta vcrður breytingar á árstíðabundnu atvinnulífi (ér sncrta mjog sumar- atvinnu skólafólks), en þær snerta aftur ákvarðanir um lengingu skóla- skyldu og skólaársins. Gera verður áætlanir um þörf atvinnuvega fyrir fjölda sérfræðinga í ýmsum atvinnu greinum, er hægt sé að nota til leið- beiningar í náms- og starfsvali skóla- fólks. A grundvelli þessarar vitneskju verður ríkisvaldið að setja sér mcnnta/pólitísk markmið um æskilegan fjölda stúdenta, háskóla- menritaðra sé.rfræðinga, tæknifræð- inga o. s. frv., sem bæði skólum og nemendum er nauðsyn að hafa hlið- sjón af. Niðurstöður slíkra rann- sókna á hinum hlutlægu þjóðfélags- þörfum eru sú forsenda, sem verð- ur að liggja til grundvallar heildar- endurskoðunar á námsefni og skipu- lanningar nýrra og samfelldra náms- leiða. Slíkar rannsóknir verða aldrei unnar í. eitt skipti fyrir öll, heldur þarf sífellt að endurnýja þær í ljósi breyttra aðstæðna. Nátengt þessu er gerð áætlana fram í tímann um þörf skólahúsnæðis, gerð þess og bagnýtingu, um. eftirspurn eftir kennurum og þá nánar tiltekið, með hvers konar menntun, en sú vitneskja hlýtur að vera forsenda fyrir stefnumótun og ákvörðunum stjórnvalda á því sviði. 3.4 Samstarf scrfrœðinga og \cnnara. Meginverkefni rannsóknar- stofnúnar skólamála hlýtur þó að vera endurskoðun á námsefni skól- anna og aðlögun þess nð síbreyti- legum þekkingarkröfum og þjó.ð- félagsþörfum. Til þess þarf stofn- unin að efna til samstarfs sérfræð- inga og kennara í hinum einstöku kennslugreinum. Endurskoðun náms efnis og frumkvæði að samningu nýrra kennslubóka eru svo náskyld verkefni, að bezt færi á, að hvort tveggja sé í höndum sama aðila, enda sé leitazt við að tryggja sem mesta fjölbreytni kennslubóka. Jafn- framt verður slík stofnUn að syara þýðirigarmiklum spurningum um þekkingarkröfur og kennsluhætii ,'á hv.erju skólastigi, „niðurfærslu" til- tckiiina námsgrcina, þ.e. að nám hefjist fyrr en 'nú er, um eðlilega dreifingu námsefnis yfir 'námstím- ann, snurðulaus téngsl milli skóla- stiga (til að forðast misrámi og/_eðn endurtekningu sama efnis), finna lciðir fyrir ólíkan námshraða éftir Framhald á bls. 10. Ný sending af hollenzkum kápum og frökkum Bagstætt verð. Bernhard Laxdal Kjörgarði Hollenzku Fermingarkápurnar eru komnar. — Lágt verð. Bernhard Laxdal Kjörgarði Vörubílstjára félagið Þróttur minnir félagsmenn sína á aðalfundinn, sem hefst í húsi félagsins kl. 13,30 í dag. Stjórnin. Ullarsíðbuxur Nýkomnar fallegar ullarbuxur útsniðnar. Unglingastærðir. ATHUGIÐ Geri gamlar hurSir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar huröir og viðarklæöningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON- Sími 36857. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.