Alþýðublaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.02.1969, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23. febrúar 1969 Skélasajsiþykkt Framh.*ld af 7. '*iðu. greiad og sérhæfileikum og finna lausn á uppeldislegum vandamál- um, sem af því kunna að rísa. Mikla áherzlu ber að leggja á, að slík stofnun leggi sig fram um að virkja starfandi kennarad hópvinnu að rannsóknarstarfi og samningu kennslubóka, enda verði kennurum gefinn kostur á að vinna slík störf í orlofi frá kennslustörfum. 3.5 Vanrx\tar ndmsgreinar: Rattn insindi. Eins og nú er ástatt má heita, að veigamiklar undirstöðu- greinar nútíma vísinda, sérstaklega raungreina (eðlis-, efna- og náttúru- fræði) og félagsvísinda (hagfræði, félags- og sálarfræði), séu með öllu afræktar í íslenzku skólastarfi. Sam- anburður á námsefni og þekkingar- kröfum til unglinga í stærðfræði, eðlis- og efnafræði á Islandi og ann- ars staðar á Norðurlöndum hefur leitt í ljós, að mikið skortir á, að nám í þessum greinum í íslenzkum skólum sé jafngilt námi á sam- bærilegu aldursstigi á Norðurlönd- um°). Þessi vanræksla veldur eink- °) Sjá grein í Menntamálum, 2. hefti, 39. árg. 1966 eftir Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðing. um þeim nemendum, sem ekki fara í menntaskóla, tilfinnanlegum erfið- leikum, torveldar þeim mjög leiðir til framhaldsnáms og veldur sér- skólum, er veita sérhæfða fram- haldsmenntun (t.d. tækniskóla og kenharaskóla) alvarlegum erfiðleik- um. Orsök þessa ófremdarástands er cfið finna í hvorutveggja, bóka- skorti og vöntun sérmenntaðra kenn- ara, jafnframt sem það segir sína sögu um hina óvirku afstöðu fræðslu yfirvalda, að þctta ástand hefur lið- izt svo lengi. 3.6 Vanrœ\tar námsgreinar: Fé- lagsvísind't. Ekki verður til þess ætlazt, að unglihgar öðlist þekkingu á gerð og starfsháttum flókins iðn- aðarþjóðfélags, sem stöðugt er breytingum undirorpið, af umhverfi og reynslu einni saman. Kennsla í þjóðfélagsfræðum er því ómissandi liður í námsefni og uppeldisstarfi skólanna. Þessi kennsla þarf að vera samtengd á öllum skólastigum og námsefnið vandlega sniðið eftir aldri og þroska nemenda. Nauðsyn ber til að samræma kennslu þeirra greina, er miðla þekkingu og skiln- ingi á þjóðfélaginu og mannlegum samskiptum itinan þess (félagsfræði, saga, landafræði, hagfræði). Þá fer einnig bezt á því, að leiðbeiningar um nám og starfsval sé fastur þátt- ur í þessu námi. Markmið kennsl- unnar ætti að réttu lagi ekki að vera það eitt að greina frá staðreynd- um og stofnunum, heldur miklu fremur að örva skilning á eðli og vandamálum íslenzks nútímasam- félags; þjálfa vinnubrögð við öflun og úrvinnslu gagna, venja nemend- ur við gagnrýnið hugarfar, hlut- lægni í hugsun, og hvetja til hlevpi- dómalausrar og jákvæðrar afstöðu til sameiginlegra vandamála. Það er ein alvarlegasta veilan í uppeldis- starfi skólanna, hve illa er að þess- ari fræðslu búið, bæði hvað varðar bækur og menntun kennara. Verði ekki bætt úr ríkjandi vanrækslu í þessum greinum, getur það orðið lýðræðislegri þróun þjóðfélagsins fjötur um fót. 1 3.7 Úreltar bœ\ur. Það er brýn- asta verkefni rannsóknarstofnunar í skólamálum að hafa forgöngu um samningu og/eða þýðingu nothæfra kennslubóka í þessum og öðrum greinum. Vandamál kennaramennt- unarinnar getur slík stofnun ekki leyst, enda þarf fleira að koma til. Bókaskorturinn hefur svo lamandi áhrif á alla umbótaviðleitni i skóla- starfinu, að það þolir enga bið, að verja bæði fé og starfskröftum til þess að úr verði bætt. Nægir að minna á þá staðreynd, að þær kennslubækur, sem Islandssögunám í skólum landsins grundvallast á, eru meira en hálfrar aldar gamlar og burðarás móðurmálskennslunnar er málfræði, sem lifað hefur þriðj- ung aldar. 38 Námsaðstaða í s\6lum. Næst endyrnýjun námsefnis og betri og fjölbreytilegri bókakosti verður að gera átak til að bæta kennslu- og námsaðstöðu skólanna. Með náms- aðstöðu er átt við bókasöfn, vinnu- herbergi nemenda og kennara, sér- kennslustofur, kennslutæki o. s. frv. - A það nægir að benda, að krafan um betri kennsluhætti í raungrein- um, svo sem eðlis-, efna- og náttúru- fræðum, er út í hött, meðan ekki er séð fyrir sér-kennslustofum, sem séu sérstaklega útbúnar til slíkrar kennslu. Bókasafn og vinnuherbergi kenn- ara og nemenda í skólanum er skil- \ yrði þess, að unnt sé að kenna nem- •- andanum eðlileg vinnubrögð við gagnaöflun og úrvinnslu, er þroski sjálfstæða dómgreind, rökvísi og f ályktunarhæfni. Sama máli gegnir V um nýjar hugmyndir um aukið leiðbeiningarttarf (handlieiðslu) í . stað prófa. Það skortir bæði hús- í; næði og aðstöðu í skólum til þess, . að slíkar hugmyndir verði annað en : orðin tóm að óbreyttum aðstæðum. En ein meginforsenda bættrar náms- aðstöðu er algerlega ný stefna í ; húsbyggingamálum skólanna. Sú % hefð, að hver skólabygging saman- standi fyrst og fremst af kennslu stofum, sem hver um sig rúmi um 30 nemendur, á sér lítil eða engin uppeldis- eða kennslufræðileg rök. Ekki ætti að þurfa að taka frarn, að tví- og þrísetning skólahúsnæðis er í sjálfu sér afneitun skólahugtaks ins; þá er ekki lengur um að ræða skóla, heldur verksmiðju, sem rekin er með vaktavinnu og óþarfi að nefna nokkrar hugmyndir um etidurnýjun skólastarfs í því sam- bandi. Smáa tiffh/.si* Grímubúningaleiga Þóru Borg er nú opin kl. 5 til 7 alla virka daga, bæði barna og fullorðlnsbúningar. Barnabún- ingar eru ekki teknir frá, bc!<I- ur afgreiddir tveim dögum fyr ir dansleikina. Þóra Borg, Baufáóvegi 5. Simi 13017. Bifreiðaviðgerðir Byðbæting, réttingar, nýsmíði, sprautun, plastviðgerðir og aðr ar smærri viðgerðir. Timavinna og fast verð. — JÓN J. JAKOBSSON, Geigjutanga við EUiðavog. 8íml 31040. Heimasími 82407. Ökukennsla - Æfinga- tímar.— Útvega öll gögn varðandi gU- próf, tímar eftir samkomulagi Ford Cortina ’68. Hörður Kagnarsaon, síml 35481 og 17601. Bifreiðaeigendur! Þvoum, og bónum bíla. Sækjum og sendum. Bónastofan lleið argerði 4. Sími 15892. Opið frá 8 tU 22. Vélritun Tek að mér vélritun á íslcnzku, dönsku og ensku. Uppl. í sima 81377. Nýjung íteppáhreinsun Við lirejnsum teppi án þess að Þau blotni. Trygging fyrir því að teppin hlaupl ekki ða llti frá sér. Stuttur fyrirvari. Einnig teppaviðgerðir. _ Uppi. í verzl. Axminster símj 3067G. Jarðýtur — Traktors- gröfur Höfura tU leigu litlar og stórar Jarðýtur, traktorsgröfur bU- krana og flutnlngatæki tU ailra framkvæmda innan sem utan borgarinuar. •j|parðviimslaii sí Siðumúla 15 _ Símar 32480 og 31080. Ves-firzkar ættir lokabind ið. Eyrardalsætt er komin út. Afgr. er í Leiftri, Mið- túni 18, sími 15187, og Víði mel 23, símj 10647- UNG STÚLKA óskar eftir vinnu hefur bæði unnið í verzlun og á skrifstofu. Tilboð sendist blaðinu merkt .,1. marz“ eða í síma 37597. BÓLSTRUN — SÍMI 20613 Klæði og geri við bólstruð gögnm Læt laga póleringu, ef óskað er. Rólstrun Jóns \rna sonar, Vesturgötu 53B, sími 20613. Milliveggj aplötur Munið gangstéttarhellur og milliveggjaplötur frá Heliuverl, skor steinsstelnar og garð- tröþpur. HeUuver, Bústaða- bletti 10, sími 33545. 3.9 Menntun \ennara. Akillesar- hæll íslenzkra skóla cr .vöfitun- á sérmenntuðum kennurum. Meðan sá mikli vandi, sem felst í ófullnægj- andi kennaramenntun,, er óleystur, verður flest annað reist á sandi. Endurnýjun námsefnis, bókakosts og bætt námsaðstaða I skólum kem- ur því aðeins að haldi, að skólarnir hafi í sinni þjónustu nægilegan fjölda vel menntaðra kennara; án þeirra er lítilla framfara að vænta. 4.0 GöIIttð lagasmíð. Núgildandi lagaákvæði urn menntun og rétt- indi gagnfræðaskólakennara er að fiana í 37. gr. laga unr gagnfræða- nám nr. 48/1946 og í forgangs- réttarlögunum svonefndu. (Sjá nán- ar fvlgiskjal 1 s. 1 og 2.). Samkvæmt gr. 37 er þess ekki krafizt, að kenn- arar í bóknámsgreinum hafi lokið námi, hvorki í kennslugrein(um) eða kennslufræðum. Með forgangs- réttarliigunum viðurkennir ríkisvald ið þó nauðsyn þess, að gerðar séu . strangar kröfur til menntunar og : starfsréltinda framhaldsskólakenn- ara. En reynslan sýnir, að ! þessu efni verður að taka vilja stjórnarvalda fyrir verkið. Það ber einkum tvennt til : 1. I.ögin sjálf eru hvergi nærri nógu skýr né afdráttarlaus, þannig að í skjóli fyrirvara og undantekn- inga er unnt að brjóta I bága við - anda og tilgang laganna, enda eru þau óspart sniðgengin í fram- kvæmd. (Sjá fylgiskjal I.). 2. Reynslan sýnir einnig, að strangari lagakröfur um menntun og réttindi ein sarnan geta ekki leyst ‘isandann. Sá vandi verður fyrirsjáan- f£gð aldrei Ieystur nema ríkisvaldið WSurkenni í reynd grundvallarregl- um laun eftir menntun og ýyggi. að háskólamenntaðir kennar- fctriijóti sömu launa og aðrir liá- píáBÍenntaðir starfsmenn í þjón- jto ríkisins. A það skortir nú mik- ^j^Meðan svo er, mun réttindalaus- m;-kennurum fara enn fjölgandi |iian kennarastéttarinnar með Sím afleiðingum, að útiloka mcð m éða tefja og torvelda allar þær mlhætur á íslcnzku skólastarfi, sem í»cst eru knýjandi. Meðan ríkis- gjidið lætur stjórnast af skammsýn- ' stundarhagsmunum í kjaramál- jrri kennara, hlýtur það um leið að H&.á-sig alla ábyrgð á því ófrémd- astandi, sem þar ríkir. Skólanum þ;í af hálfu ríkisvaldsins gert ó- . að verða við þeim kröfum, ~þjóðfélagið gerir til hans. 4.1. Tillögur um lagabreytingar. I fylgiskjalL I eru birt gildandi laga ákvæði nni menntun og réttindi kennara í gagnfræða- og framhalds- skólum, eii í fylgiskjali II eru settar fram breytingartiilögur FHK á þessum lögum. Félagið leggur á það megináherzlu að breytingar í þá átt, sem ráð er fvrir gert í þessum breytingartillög- um, eru frumskilyrði, sinc qua non, flestra annarra umbóta, er miða að því að auka gæði menntunar I land- inu. 4.2 A\adcmis\ menntun \cnn- ara. Ef taka á upp nýtt námsefni í barna- og þó einkutn gagnfræðaskól- um, dreifa námsefninu á fleiri ár, sem þýðir að hefja kennslu fyrr í mörguni greinum og gera almennt strangari kröfur um námsefni og vinnubrögð, er Ijóst, að gera verður nú þegar viðeigandi ráðstafanir til að stórauka framboð sérmenntaðra kennara. Eins og nú horfir, er mjög illa séð fyrir menntun kennara á gagnfræðastigi. Telja verður ein- svnt, að þrátt fyrir ýmsar umbóta- tilraunir í starfi Kennaraskóla ís- lands að undanförnu, geti hann ekki gegnt þessu hlutverki. K. I. er fjögurra ára skóli, hliðstæður menntaskóla, er veitir unglingum almenna framhaldsmenntun að loknu landsprófi eða gagnfræðaprófi, með sérstakri áherzlu þó á kennslu- fræði. Hvað kunnáttu snertir í éin- stökurn kennslugréinum, má ætla, að kennarar frá K. I. standi þegar bezt lætur á svipuðu stigi og stúd- entar frá menntaskóla. Samkvæmt gildandi lagaákvæð- um er slík menntun ekki talin full- nægiandi til kennslu á gagnfræða- og framhaldsskólastigi. Það er því óraunsætt með öllu að ætlast til þess af K. I., að hann annist menntun kennara fyrir annað en barna- fræðslustigið. Kcnnarar gagnfræða- og frnm- haldsskóla liljóta því framvegis að sa’kja menntun sína til: a. Háskóla Islands, b. erlendra háskóla, c. til sérstaks kennaraháskóla, ef stofn- aður yrði, sem krefðist stúdents- prófs sem inntökuskilyrðis Hkt og aðrir háskólar. En til þess að stúd- entar fáist til að leggja fyrir sig slíkt nám, verður að gera tvennt: a. tryggia þeim sambærileg kjör við aðra háskólamenntaða menn að námi Ioknu, h. gera myndarlegt átak til cfl- ingar kennaramenntunar við H. I. með auknum fjárframlögum, fjölg- un kennslukrafta og breyttri náms- tilhögun. (Sjá síðar). Barnagæzla Kona eða unglingsstúlka óskast til að sækja tvö börn á daglieimili og vera hjá þeim ca. tvo ’kl. tíma, vegna atvinnu móð'urinnar. Upplýsingar í síma 81071 og 14900. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar tengdaföður og afa ÓLAFS SIGURÐSSONAR, skipstjóra Marargötu 7. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.