Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 28. febrúart 1969 S Emil Jónsson ufanríkisráðherra: í APRÍLMÁNUÐI síðastliðnum gaf ég hér á Alþingi skýrslu um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til Atlants- hafsbandalagsins og varnarsamnings- ins við Bandaríkin, — tvö náskyld málefni, en þó aðskilin. Spunnust þá nokkrar umraeður út af þessari skýrslu, enda er hér um að ræða tvö mjög þýðingarmikil atriði í ut- anríkisstefnu okkar Islendinga. Eru þessi mál stöðugt til íhugunar og umræðu manna á meðal og síðast varð umræða um þau hér í þing- sölunum skömmu fyrir jólin. Og lét ég þá orð' falla á þá leið, að tæki- færi myndi gefast hráðlega að ræða þessi mál nánar í almennum um- ræðum um utanríkismál. Skal ég þá fyrst víkja að Atlants- Jiafsbandalaginu. Sögulegur aðdrag- andi að stofnun bandalagsins og þró- un þess eftir að það tók til starfa er flestum Ijós, og gerði ég þessu nokkur skil í skýrslu minni hinn 19. apríl síðastliðinn. Þó að mikið hafi verið deilt um þátttöku okkar í NATO á sínum tíma, þá held ég að í raun og sannleika sé ekki á- gréiningur um sögulegar aðstæður, er lágu til þéss að við tókum þá á- kvörðun'að gerast aðilar að varnar- bnndalagi Vesturlanda. Jafnvel and- stæðingar bandalagsins bera ekki lengur brigður á þær. Er við endurheimtum nð fullu sjálfstæðið. úr hönduni Dana, var sú þutitra skvlda lögð á herðar hins nvia lvðveldis að varðveita þetta sjálfstæði og trvgeja örvggi lands- ins og frelsi þjóðarinnar. T’etta er eitt böfuðverkefni utanfíkisstefnu hvers fullvalda ríkis. Fvrir fimmtíu árum töldu Tslendingar þessum mál- um borgið mcð einhliða yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi og var Dön- um falið að tilkvnna erlenclum rikj- um þetta. Fn haldlevsi bessarar vfirlvsingar kom einmitt skýrast í ljós, bep-ar við Tslendingari burftum vorið 1940 siálfir að taka öll okkar mál í eigin hendur, áður. en Sam- bandslögin höfðu runnið sitt skeið á enda. Þevar við stofnnðum okkar utanríkisráðunevti og bnrftum fvrst í reynd að marka okkar nólitísku utanríkisstefnu, sem ekki eingöngu laut að sambandinu víð Dani, þá cr það einmitt vegna bess að hlut- lcvsið hafði brugðig.t. Það er efiir- minnilegt tímanna tákn, að við tók- um til við að stiórna okkar eigin utanríkismálum á rústum hlutleys- isstefnunnar. Segia má að við höfum fvrst vik- ið frá hlutlevsisstefnunni í verki, cr við tveimur árum eftir að stvrj- öldihni lauk gcngum í Sameinuðu þjóðirnar, sem upphaflcga eru hernaðarbandalag sigurvcgaranna í scinni heimsstyrjöldinni. — Sviss- lendingar, sem mcst Icggja upp úr hlutleysinu allra þjóða og vopnum búast til að verja þáp,diafa ekki enn þanp dag í dag gengið í Sam- einuðu þjóðirnar. Að lokinni styrjöldinni settu menn trú sína á Sameinuðu þjóð- irnar, en fljótlega kom í ljós að smáríkjunum yrði ekki sú stoð í þeirn, sem vonir stóðu til, enda má segja. að forsenda fyrir friðargæzlu ákvæðunum í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna sé einmitt samkomulag stórveldanna, sem neitunarvaldið hafa í Oryggisráðinu. Fn þegar möndulveldin höfðu verið lögð að velli með sameiginlegu átaki handamanna, þá upphófst fljótlega kalt 'stríð milli austurs og vesturs. Lögðu kommúnistar undir sig austur Evrópuríkin hvert af öðru, en Vesturlönd, sem fyrst i stað höfðu fagnað friði og íafvopnazt með undraverðum hraða, tóku nú að ugga um hag sinn. Ljóst var fram- sýnustu mönnum að bindast yrði samtökum, ef takast ætti að spvrna við fæti. Þróuðust þessi mál síðan stig af stigi unz þar kom að ákveð- ið var að stofna Atlantshafsbanda- lagið, er kommúnistar höfðu hrifs- að völdin í Tékkóslóvakíu og sett Vestur-Berlín í herkví 1948. Var okkur Islendingum boðin þátttaka frá upphafi, og eftir vandlegúm at- hugunufn var lagt til hér á Alþingi og samþykkt að gerast stofnaðilar að Nato. Hefur okkur borið gæfa til að víðta-k samstaða hefur náðst milli lýðræðisflokkanna þriggja, og þar með meginþorra allra lands- manna, um þetta grundvallaratriði í örvggismálum þjóðarinnar út á við. Hefur þar afstaðan mótazt af. málefninu sjálfu og engu öðru. Fr það tvímælalaust vilji þjóðarinnar í þessu mikilvxgasta allra mála sjálfstæðs og fullvalda ríkis. OIl er þessi s'aga undanfarinna 20 ára kunn og óþarft að rekja hana hér í löngu máli enn einu sinni. Aðalatriðið er að við íslend- ingar gerðumst aðilar að Atlants- hafsbandalaginu af frjálsum vilja og þar hefur okkur farnazt vcl. F.nginn beitti okkur þvingun- um til inngöngu, en sem oftar fylgdum við að málurn frændþjóð- um okkar, _er næst okkur standa á Norðurlöndum, Norðmönnum og Dönum. Við erum fullgildif aðilar að At- lantshafsbandalaginu og skrifuðum undir samninginn ásarnt fulltrúum 11 annarra ríkja hinn 4.-apríl 1949. Og er það í sjálfu sér mikilsverð viðurkenning á sjálfstæði okkar og fullveldi, að við erum hlutgengir í samstarfi bandalagsþjóðanna, þar sem stórveldi á borð við Bandarík- in og ýmis minni ríki, eins og Hol- land og Belgía til dæmis að taka, sem þó eru margfalt fjölmennari en við, starfa saman á jafnræðis- grundvelli. Er við gerðumst stofnaðilar að NATO, gerðum við það með fyrir- vara, eins og við ráðherrarnir þrír úr ríkisstjór.n Stefáns Jóh. Stefáns- sonar greindum frá. í skýrslu okkar um undirbúningsviðrasðurnar í Washington í marz 1949, og skal ég koma að því síðar er ég ræði varnarsamninginn við Bandaríkin. Eftir því sem alþjóðasamningar gerast, þá er Atlantshafssamning- urinn tiltölulega einfaldur í snið- um, — aðeins 14 greinar. I’etta er raunar einn af höfuðkostum samn- ingsins. Grundvallarhugmyndin er augljós og skýrt sett fram. Tilgang- urinn er að bindast samtökum um varnir aðildarríkjanna og treysta öryggi þeirra. I fyrsta lagi skal revnt að efla friðinn og afstýra á- tökum í milliríkjasamskiptum, og í annan stað skal, aðstoða hvert eitt aðildarríki, sem kynni að verða fyrir árás, I fimmtu grein samnings- ins segir, — að , vopnuéi árás á einn eða fleiri aðila banda- lagsins skuli talin árás á þá alla, og verða þá gerðar sameiginlegar ráðstafanir til að hrinda Æásinní og trvggjæ aflur öryggi bandalagsþji)ð- anna. Þetta er undirstööuatrSðið, sem legið hefur til grundvallar öllu sam- starfi bandalagsþjóðanna á undan- fömum. tv.eimur áratugum. Aftur á móti er ekki að finna ítarleg. á- kvæði í Atlantshafssamningnmn uni uppbvggingu bandalagsins. Sam- kvæmt. 9. greininni er þó kveðið á um stofnun ráðs, cr skipað. skuli fulltrúum allra aðildarríkjanna. Bandalagið hefur gctað þróazt eftir þörfum og tekið ýmsum breyting- um ajjt frá upphafi. En skemmsí er að. minnast, að Frakkar drógu herlið- sitt undan samciginlegri yf- irherstjórn bandalagsins, sem fyrst hafði verið sett á laggirnar í apríl 1951, og voru þá viðhlítandi breyt- ingar gerðnr, þannig að varnar- styrkur bandalagsins er talinn sízt minni en áður,. er. cndurskipulagn- ingnnni var, Jokið> Nú ætla ég ekki að fara hér nánnr út í uppbyggingu bandalagsins, upplýsingar þar að lútandi. liggja fvrir hverjum sem vill kynna sér. Fn ég. bendi aðeins, á, að bandaJag- ið fylgist jafnan vel með breyttum tímurn ng hefur aðlagað sig nýjum kringumstæðum. Atlantshafsráðið situr á stöðugum fundum árið um kring og ráðherrafundir eru haldn- ir a.m.k. tvisvar á ári. Þar er stefn- an mörknð og síðan stöðugt unnið að framkvæmd hennar, en að auki hafa ofr á nndanförnum árum gef- izt rækifæri til endurskoðunar á störfnm handalagsins og stefnu- marki. Má bar fvrst tilnefna skýrslu vhrincranna þriggja, sem svo eru nefndir. frá árinu 1956, en þeir löcðu áherzlu á efnahags- og vís- indasamstarf bandalagsþjóðanna Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.