Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 28. febrúar 1969 Fer nýtt geimfar af stað á mán udag? Máriudagurinn 3. marz 1969 er enn einn merkisdag urinn í sögu bandarískra geimvísinda. Þá verður geinr farinu Appollo-9 skotið á loft með eldflaug af gerðinni Sat- úrnus V; í geimfarinu verða þrír menn, þeir James M. Mc Divitt> Russell L. Scliwei- kart og David R. Scott. Þeir munu gera ýmsar æfingar í geimnum — þ.á.m. mun Schvvetkart ganga í „lausu Iofti“ *— og vinna að ýmsum mikilvægum rannsóknum, er eiga að auðvelda mönnum lendingu á tunglinu, er þar að kemur. Gert er ráð fyrir, að för Appollos-9 ta,ki tíu daga. Porveri AppoLIos, App- oUo-8, sem einnig var skip- aður þrem geimförum, eins og menn muna, fór tíu; sinn um umhverfis tu.nglið í 70 mílna Q12 kílómetra) fjar- lægð í desembermánuði síð- astliðnum. Þar var um að íræða vísindalegt afrek, sem þegar hefur verið skráð á spjöld sögunnar. För App- ollos-9 er næsta eti.g Appollo- áætlunarinnar 'K-onefndu, sem miðar að því að koma mönnum til tunglsins. För hans mun þó ekki þykja jafn miklum tíðindum sæta og för nafna hans áttunda, enda halda þeir McDivitt, Schwei- kart og Scott sig við jarðsvið ið í þessari þriðju lengstu geimferð veraldarsögunnar, sem nákvæmlega tekur níu daga tuttugu og tvær klukk stundir og fjörtíu mínútur, ef allt gengur að óskum. Sá þáttur í ferð Appollos- 9, œm líklegt er að veki hvað mesta athygti almenn ings, er ,,geimganga“ Schw- eickárts, sú sem áður er á minnzt. Á fjórða degi ferðar innar mun Russel L. Schw- eickart stíga úr geimfarinu, litast um í geimnum, gera ýmsar merkilegar athuganir og tilraunir - og síða'st en ekki sízt sjást í sjónvarps- tækjum frænda sinna á jörðu n,iðri. Schweickart dvelur um tvær klukkustundir utan geimfarsinu og ber þá í til raunaskyni nýjan geimfara- búning, sem ætlunin er, að þeir noti, sem fyrstir stíga á land á tunglinu þegar þar að kemur 'Hann verður þó skdj anlega ekki, í sams konar skóm og þeir, enda „jarðveg ur“ annar og ólíkur! Á „geim göngu“ sinni verður Schw- eickart tengdur geimfari þeirra félaga með nælonlínu, súrefnisbirgðir sínar ber hann á bakinu — og í fögg u.m sínum hefur hann bæði sendá og móttökutæki. Fjar- skiptatækin gera honum ekki aðeinu kleift að hafa samband við félaga sína innl í geim farinu, heldur og við vísinda menn á jörðu niðrt. Bandariskur aimenningur mun fá tækifæri til að fylgj ast vel með ferð Appolloe-9 í sjónvarpstækjum sínum, ekki síður en ferðum hinna fyrra geimfara. En það eru ekki einungis Bandaríkja- menn, sem orðið geta þessa aðnjótandi, heldur og millj- ónir manna um heim allan, ef áhugi er fyrir hendi. Sam bandsgervihnettir hátt yfir Atlaratshafi og Kynrahafi munu sjá til þess. Það, sem eftir er af árinu 1969 og árið 1970 munu all ar mannaðar geimferðir Bandaríkjamanna beinast að tunglinu. Að för Appollós-9 lokinni verður farið að hugsa fyrir ferð Apolló(s-10 í apríl- eða maímánuði. í júlí eða ágúst er svo ætlunin að mannað geimfar, Apolló-11, lendi á tunglinu í fyrsta skipti í sögu mannkyns. Eft ir enn aðra tvo mánuði mun svo Apolló-12 lenda þar og enn tveimur mánuðum uíðar Apolló-13. Þannig mutiu hvorkii fleiri né færri en sex bandarískir gaimfarar í þrjú skipti hafa haft „tungl-jörð“ undir fótum í árslok 1969, — það er að segja, ef guð lof ar. Að minnsta kosti tvær tungllendingar í viðbót eru svo fyrir'hugaðar árið 1970 — Apollos - 14 og Apollos - 15. Það hefði þótt fjarstæðu kenndur draumur fyrir nokkr um áratugum, að árið 1970 hefði mönnum tekizt að kom ast til tunglsins. Nú bend'r hins vegar alljt til þess', að sú draumsýn verði innan skamms orðin að veruleika. Þar með bætist enn einn þátt ur við mannkynssöguna, þált ur sem á engan sinn líka. í þeim þætti fara menn eins og James McD’ivitt, Rusþel Schweckart og David Scott með mikilvæg hlutverk. Þejx -hafa varðað oss veginn til stjarnanna ... mannaðar geimferðir til þessa Flug- Heiti Þjóð- Dagar og wími (klst. mín.): greimfars: erni: í lofti: Áhöfn: Vostok 1 Sovétr. 12.2. 1961 Gagarin 1:48 Freedonf 7 Bandar. 5.5. 1961 Síhepard :15 Liberty Bell Eandar. 21.7. 1961 ■Grissom : 16 Vostok 2 Sovétr. 6,—7.8. 1961 Titov 25:18 Friendship 7 Bandar. 20.2. 1962 Glenn 4:55 Aurora 7 Bandar. 24.5. 1962 Carpenter 4:56 Vostok 3 Sovétr. 11,—15.8. 1962 Nikolayev 94:22 Vostok 4 Sovétr. 12: —15.8. 1962 Popovich 70:57 Sigma 7 Bandar. 3.10. 1962 Sdhirra 9:13 Faith 7 Bandar. 15i-16.5. 1963 Cooper 34:20 Vostok 5 Sovétr. 14,—19.6. 1963 Bykovski 119:06 Vostok 6 Sovétr. 16,—19.6, 1963 Ters'hfcova 70:50 Voshkod 1 Sovétr. 11,—13.10. 1964 Feoktistov Voshkod 2 Bandar. 18,—19.3. 1965 Komarov Yegorov Belyayev 26:02 Gemini 3 Bandar. 23.3. 1965 Leonov Grissom 4:53 Gemini 4 Bandar. 3,—7.6. 1965 Young McDivitt 97:56 Gemini 5 Bandar. 21,—29.8. 1965 Wihite Cooper 190:56 Gemini 7 Bandar. 4.-18.12. 1965 Conrad Borman 330:35 Gemini 6 Bandar. 15.-16.2. 1965 Lowell Schirra 25:51 Gemini 8 Bandar. 16.3. 1966 Stafford Armstrong 10:42 Gemini 9 Bandar. . 3. — 6.6: 1966 Scott Stafford 72:21 Gerrtini 10 Bandar. 18,—21.7. 1966 Cernan Young 70:47 Gemini 11 Bandar. 12—15.9. 1966 Oollins Conrad 71:17 Gemini 12 Bandar. 11,—15.11. 1966 Gordon Lowell 94:35 Soyuz 1 Sovétr. 22.-23.4. 1967 Aldrin Kor^arov 26:45 Apollo 7 Bandar. 11,—22.10. 1968 Sdhirra 260:09 Soyuz 3 Sovétr. 26,—30.10. 1968 Eirele Cunningham Beregovoy 94:51 Apollo 8 Bandar. 21.-27.12. 1968 Borman 147:00 Soyuz 4 Sovétr. 14.-17.1. 1969 Lowell Anders Shatalov 71:14 Soyuz 5 Sovétr. 15,—18.1. 1969 Yieliseyev Khrunov Volynov N 72:46 Yeliseyev Khrunov . : - J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.