Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.02.1969, Blaðsíða 12
 á Fílsungínn á myndinni he'it ir Gústi, er 10 mánaða gam- all og á heima í dýragarðin ■um í Leeds. Hann var svo ó heppinn um daginn að fá kvef og á myndinni er gæzlu maður dýragarðsins að setja hann í heitt sinnepsbað til !heilsubótar. Áhorfandinn á myncf.nini, gíraffimn, fékk kvef fyrir skömmu en er nú orðinn góður og miðlar hann fílnum af reynslu sinni og mælir eindregið með sinneps baðinu. ÚTVARP OG SJÓNVARP m Anna órabelgur *• lI,essi kaka er handa pabba til að borða í kvöld, svo hann fari ekki á barinn. — -Skrkið með hugsanirnar, -sagði kallinn í gær þegar hann kom heini af klúbbfundi. — Þær eru tollfrjáls- ar, en samt er svo erfitt að korna þeim á framfæri, þótt maður þyrfi ekki að smygla þeim. Konan á myndinni hér að ofan heitir Hilda Gadea og var fyrsta eiginkona byltinga hetjunnar Che Guevara. Hilda kom til London fyrir skömmu en vildi Iítið segja u,m hinn látna byltingarmann er frétta menn reyndu að veiða eitt hvað upp úr henni. Mikill mannfjöldd sótt'i að frúnni í von o,m að hún léti einhver orð falla um Guevara en frú in var þögul sem gröfin. H lda Gadea er fædd í Perú, en býr nú í Havana á Kúbu. Puntila og Matti Leikrit Brechts, Púntila og Matti hefur nú verið sýnt 28 sinnum í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn. Leikurinn vac frumsýndur í byrjun október s.l. og leikstjóri var Wolfgang Pintzka frá Austur-Berlín. Sérstaka athygli í þessari sýningu hefur vakið frábær túlk un Róberts Arnfinnssonar á hinu vandmeðfarna hlutverkl Púntila og telja margir að Róbert hafi sjaldan sýnt betrj leik og er þá mikið sagt. Næst síðasta sýning leiksins verður í kvöld föstudaginrt 28. febrúar og síð.^sta sýning laugard. 8. marz. Myndin er af Bessa Bjarnasyni og Róbert Arnfinnssyni f hlutverkum sínum. i i Syrpa um dansleikjahald íslendinga fyrr og nú Þátturinn Syrpa, í umsjá Gísla Sigurðssonar, ritstjóra, verður í sjón varpinu i kvöld kl. 20.30. Fjallar þátturinn um dansleikjahald Islend- inga fyrr og nú. Við hringdum í Gísla í gær og spurðum hvað hann leggði fvrir áhorfendur í þættin- urn og hafði hann þetta að segja: — Það senr vakti fyrir mér við gerð þáttarins var, að sýna frarn á hvernig þetta svokallaða skemmtana líf, og þá á ég við danssamkomur, brevtist frá einum áratug til annars. Til þess að reyna að sýna fram á þær miklu breytingar sem verða á þessu sviði, fékk ég í fyrsta lagi mann, sem kominn var á ballaldur- inn árið 1904 og átti heima í Mý- vatnssveit, þar sem talið var að félagslíf \'æri einna mést á landinu þá. Þessi maður er Jon Sigurðsson frá Litlu Strönd í Mývatnssveit og^ sagði hann mér frá skemmtanahaldi í sinni sveit.. Sí.ðan fór ég með hann niður í Glaumbæ og talaði við hann þar á balli. Er urn leið brugðið upp myndum af venjulegri unglinga samkomu þar. I öðru lagi talaði ég við^Eirík frá Bóli í Biskupstungum, sem var kunnur harmónikkuspilariíá harmó- nikkuöldinni, meðan látiðj.var duga að einn harmónikkuleikari stæði alla nóttina og léki undir dansi. Eiríkur hélt uppi danssþnkomum hér á mest öllu Suðurland^i líklega í tvo áratugi. I þættinum tékur Eirík- ur í nikkuna fyrir okkut: og segir frá þessum tíma. ; Til þess að fá samanbþrð á því hvernig ámóta sveitas&emmtanir væru í dag, þá fór ég á réttarball austur í Rangárvallasýslu 'eg þar er brugðið upp ívipmyndum frá nijög venjulegri danssamkomu í syeit„“. ---------------------:—#—l:------- Það úir og grúir af indælum sura- arleyfisstöðum í auglýsingunura, Þær éiga sér vafalaust'enga hlitS- stæðu í raunveruleikanum. Af hverju ber egypzku vikuna héu! upp á somu daga og þjóðarsorgina ísraelí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.