Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 1
DAGUR
keinur út á hverjum Iaugard.
Kostar kr. 8.00 árgangurinn.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
IV. dr.
Akureyri, 19. febrúar 1921.
Líndal
»kastar hanskanum«.
Fyrirlestur herra Björns Líndal:
»Frjálsir menn í frjálsu landic, sem
hann flutti hér á Akureyri 2. febr.
s. 1. verður líklega »víða frægur um
síðir«. Að þessu sinni verður lík-
lega litlu öðru komið við, en að
gefa lesendunum lítilsháttar útdrátt
úr því, sem hr. Líndal lét sér um
munn fara. Vegna þess að merkur
maður á í hlut, verður að taka órð
hans fyllilega til greina. Að því má
þó ganga vísu, að honum þyki ekki
orð sín rétt hermd. Fyrir því eru
alveg sérstök dæmi um hann.
Ftann hefir bæði í ræðu og riti
kvartað um það, að svo virtist vera,
sem hann væri sérstakur píslarvottur
misskilnings og rangfærslu and-
stæðinga sinna. Björn er uppvöðslu-
mikill í ræðum, og ekki óhugsan-
legt, að hann í kappræðuhita mæli
sumt, sem honum eftir á þætti bet-
ur ósagt. Slíkt getur þó ekki orðið
tekið til greina. Björn er engin
skynskiftingur né vesalmenni til
vitsmuna, svo ástæða sé til, að sjá
í gegnum fingur við hann í þessu
efni. Honum er ætlandi að segja
það eitt, er hann á við, enda gerir
það vafalaust.
Sterkustu orðin eru oftast dýpst
sótt í hugsunarhátt manna, eðli
þeirra og innræti. F*egar rammast
6r kveðið að orði, fer ekki á milli
mála, að á bak við er sannfæring-
arhiti. Nú mun þeim, sem á hlýddu
erindi Björns, hafa þótt hann taka
af skarið all víða. Hann hefir ekki
með því vilt á sér heimildir. Flest-
um mun nú virð^st, að hægt sé að
ganga að honum vísum, þar sem
hann er. Mun þetta koma í Ijós
áður þessu máli lýkur.
Fari nú svo, að Björn vilji ekki
kannast við orð sín, sem hann iét
falla við þetta tækifæri og sem
nokkuð margir menn skrifuðu upp
eftir honum, um leið og þau voru
sögð, verður honum virt það til
lítilmensku og óhreinlyndis, en
mótmæli hans ekki að öðru leyti
tekin til gréina.
Hér skulu þá tilfærð ummæli hr.
B. L. og áherzla lögð á það, að
rekja hugsanaferilinn, eins og hann
kom fram í erindi hans.
Hann hóf ræðu sína á því, að
minnast þess, að þann dag hefði
hann fylgt til grafar þeim manni,
sem hefði verið öruggur formælandi
hugsjónarinnar um frjálsa menn í
frjálsu landi. Hann hefði haft það
mikla lán og heiður, að vera vinur
þessa manns. Hefði hann átt tal
við Stefán skólameistara skömmu
áður en hann Iagðist banaleguna
og vitnaði til orða hans um það,
hversu mjög honum hefði virzt
þessari hugsjón vera nú misboðið
á landi hér. Fyrirlesaranum þótti,
sem hann hefði með þessum manni
verið að fylgja þessari hugsjón til
grafar og það væri vanhelgun á
þessum degi, að tala um nokkuð
annað en frjálsa menn í frjálsu
landi.
Mörgum sem á hlýddu mun hafa
þótt, sem tæpjega hafi verið hægt
að vanhelga þennan dag meira, en
hr. B. L. gerði sjálfur. Honum hefir
vafalaust verið það ljóst, þegar hann
stefndi fólki saman og bauð and-
mælendum sínum að hlýða á er-
indi það, sem hann hafði að flytja,
að hann var að stofna til úlfúðar
og sundurþykkju. Dagurinn, sem
hann valdi til þess, var einn af
þeim fáu dögum, sem auðnast að
draga menn saman svo þeir geta
staðið einhuga eins og bræður,
hvað sem annars kann að bera á
milli. Inn í þetta musteri samúðar-
innar, ruddist hr. B. L. og gerði
það að ræningjabæli. Það vill svo
til, að fleiri hafa talað við Stefán
skólameistara en hr. B. L. og vita
hug hans um samvinnumál. Það
liggur engin heimild frammi fyrir
því, að hr. B. L. hafi haft nokkurt
umboð til þess að fara með nafn
Stefáns á vörunum upp á ræðu-
pallinn þennan dag og ausa úr sér
ókvæðisádeiium þeim á Hallgrím og
Sigurð Kristinssonu, sem síðar
verður bent á. Pað liggur nærri að
alíta, að fyrirlesarinn hafi á þann
hátt viljað slá á strengi hjá fólkinu,
sem voru viðkvæmir eftir athöfn
dagsins. En það vopnið hefir áreið-
anlega snúist í hendi hans gegn
honum sjálfum, og heilskygnir
menn munu álíta, hvernig sem þeir
líta á málin að öðru leyti, að þessi
þáttur í framkomu hr. B. L. hafi
vérið, vægast sagt, ósmekklegur.
Eftir þennan formála, gaf fyrir-
lesarinn tilheyrendum sínum sögu-
legt yfirlit. Mun það hafa verið
gert, til þess að finna samanburð
í fortíðinni, hliðstæðan því, sem nú
sé að gérast i landinu. Hann mint-
ist á Gamla sáttmála, þar sem
áskilið hefði verið, að eigi færri en
sex skipsfarmar af mat yrðu flutt-
ir til landsins árlega. Var svo að
skilja, sem landsmenn hefðu selt
sjálfstæði sitt fyrir þéssa sex skips-
farma af mat. Hefir sú söguskýring
aldrei heyrst fyrri, svo mér sé kunn-
ugt. Hér var ógæfusporið, að blanda
saman stjórnmálum og mat. Og
þegar frelsið var glatað, kóm bölvun
einokunarinnar yfir þjóðina. Siðan
eignaðist þjóðin marga góða menn,
sem börðust fyrir verzlunarfrelsi og
frelsið fekst, en íslenzkir kaupmenn
voru fyrverandi þjónar einokunar-
innar og voru þröngsýnir menn.
Þá rísa upp samvinnufélögin, Gránu-
fél. og verzlunarfélag Húnvetninga.
Þó þessi félög yrðu skammæ, gerðu
þau ómetanlegt gagn. Upp af þeim
risu pöntunarfélögin. Pöntunarfé-
lögin eru ’ fyrirmyndirnar í augum
fyrirlesarans. Pau hafi ekki kastað
áhyggjum sínum upp á einstaka
menn, eða fengið þeim völd í hend-
ur, né lagt þeim- á herðar ábyrgð
þeim samfara. Pau hafi kent mönn-
um samvinnu og gert menn með-
vitandi um sjálfstæði sitt. Efnalegt
sjálfstæði hafi farið í vöxt og fram-
tíðin hafi virst brosa við okkur ár-
in á undan stríðinu. Samvinnufé-
Iagsskapurinn hafi á árunum fyrir
striðið verið kominn í svo gott
horf, sem hugsanlegt hafi vérið,
að hann gæti komist.
Svo hafi styrjöldin dunið yfir.
Ýrnsar öryggis ráðstafanir hafi orð-
ið nauðsynlegar, sem hafi verið
fyllflega réttmætar meðan stríðið
hafi staðið yfir. En nú sé aðstaðan
breytt. Ástæðurnar til viðskiftahaft-
anna séu fallnar burtu. Pess vegna
verði mönnurn torskilið, hvers
vegna eigi að halda þeim við enn
þá.
Einhversstaðar um þetta bil í
ræðu sinni, lýsti hr. B. L. því yfir,
að nú kastaði hann hanzkanum.
Eftir það fór ræðan að harðna.
Verður nú fljótt yfir sögu farið og
gripið niður á helztu atriðum sem
máli skifta. Minningar frá þingmála-
fundinum höfðu vakið ræðumann
til þess að gera samanburð á Sturl-
unga öldinni og einokunartímabil-
inu annars vegar og því sem nú
er að gerast hinsvegar. Peir sem
ofan á hefðu orðið á fundinum
(samvinnumenn og verkamenn)
vildu halda við ófrelsi í verzlun.
Peir vildu leggja einokunarfjötra á
þjóðina. Menn mundu telja ólíku
saman að jafna, en i augum ræðu-
manns, væri síðari villan argari
hinni fyrri. Fyr hefðu íslendingar
orðið að etja kappi við útlendinga.
nú væru íslendingar gegn íslend-
ingum. Nú standi að þessu frelsis-
ráni með stjórn landsins þeir menn,
sem hafi peningana og völdin, en
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni E». Þór,
Norðurgölu 3. Talsími 112.
Innheimtuna annast ritstjórinn.
7.-8. blað.
það séu forkólfar Landsverzlunar,
Sambands ísl. Samvinnufélaga og
verkamanna. Pessir menn hafi pen-
ingana og völdin og þá sé hætt
við að sannfæring fjöldans megi
sín lítils. Frá þessum mönnum sé
runnin hreyfingin fyrir Landsverzlun
einkum þeim sem stjórna Lands-
verzlun og S. í S. Petta tvent hafði
fyrirlesarinn í einu númeri: Sam-
bandið hefði Landsverzlunina og
stjórnina í vasa sínum. Petta tvent
stefndi nú að því, að verða einokun.
Bœndur séu orðnir viljalaus verkfœri
i höndum samvinnuforingjanna, sem
séu að fara með félagsskapinn út í
öfgar. Forsprakkarnir séu búnir að
gera félagsskapinn pólitískán, til þess
að tryggja sér atvinnu og völd. Fyr-
irlesarinn kvaðst ekki beygja sig
fyrir þeirri stjórnarfarsstefnu, sem
sé komin fram móti betri vitund og
i eigin hagsmunaskyni þessara jor-
kólfa. Taldi hr. B. L. það mesta
mein hverrar þjóðar, þegar stjórn-
endur hefðu sérstakra hagsmuna að
gæta, eins og hér ætti sér stað. Sér-
stök laun væru fyrir hvort forstöðu-
starfið Landsverzlunar og S. í. S.
þessvegna héldu hvor þessara ein-
okunarstofnana annari við og af
því stafaði hætta. Nú væru þeir
menn í meiri hluta, sem vœru að
koma öllum góðum hugsjónum i
gröjina og sem vœru að drepa hug-
sjónina um frjálsa menn i frjálsu
landi.
Pá mintist hr. B. L. á pólitísk níð-
ingsverk. Þau hefðu fyrst komið til
sögunnar, þegar farið var að blanda
saman völdum og mat. Hið fyrsta
hafi verið, að senda sem verzlunar-
erindreka fyrir þjóðina, allsófróðan
mann í verzlunarsökum, þar sem var
Bjarni Jónsson frá Vogi. Annað,
þegar Tryggva Gunnarssyni var
vikið frá bankastjóraembættinu. Til-
gangurinn sá, að koma einhverjum
stjórnargæðingum að kjölkötlum
Iandssjóðs. Nú vilji hinir sömu
menn koma íslandsbanka á kné. Nú
sé verið að vinna ódáðaverk í póli-
tík á Iandinu, það séu að verða
bróðurvíg. íslenzka þjóðin sé að
verða sinn eigin böðull.
Fyrirlesarinn taldi að íramtíðin
hefði verið glæsileg fyrir okkur síð-
ustu árin fyrir 1918. Innflntnings-
höft stjórnarinnar hefðu á stríðsár-
unum verið spor í rétta átt, til að
ávinna okkur frelsið, en nú, þegar
aðstaðan væri breylt, þá væru slík
höft spor í öfuga átt.
Næst varð hr. B. L. margrætt um
sykur og kol Landsverslunar. Spurði
hvort það væri að reka almennings-