Dagur - 19.02.1921, Page 2

Dagur - 19.02.1921, Page 2
DAOUR 26 7. tbl. verzlun meö gróða fyrir þjóðina, að tapa 100 kr. eða 200 á hverju kolatonni. Ávítaði stjórnina og þó einkum Landsverzlunarstjórnina fyr- ir aðferðina í skömtunarmálinu, þar sem skömtuninni hefði verið svo hagað, sem var, til þess að skella tapi landsverzlunar yfir á almenn- ing, sem hefði glæpst, til að kaupa sykur fram yfir þáverandi þarfir, rétt áður en sykur féll, af því hann heföi kviöið sykurskorti framundan. Þá mintist hr. B. L. á örðugleik- ana, sem atvinnuvegir landsins hefðu við að stríða. Viðreisnar von þeirra væri, að geta kept við aörar þjóðir f frjálsri samkepni, en nú væri verið með þessari nýju einok- unarstefnu, að koma sölu afurðanna á eina hönd og það vœri að kippa fótunum undan atvinnuvegunum. Fór hann síðan allmörgum orðum um ástandið eins og það væri orðið í þessum einokunarhring, sem kaup- félögin væru orðin. Spurði hvort hann sem kaupfélagsmaöur mundi mega selja eina kettunnu hérna í bænum. Tók næst dæmi frá einok- unartímanum, þar sem manni var neitað um far til útlanda, nema hann Iegöi fram uxaket sem farar- eyri. Sagðist nú ekki hafa annað í höndum, en ógjaldgenga seðla ut- an lands; spurði, hvort hann mundi mega taka með sér uxa, ef hann færi utan. Sagði að ástandiö væri nú orðið slíkt, að maður gæti orð- ið fyrir fjárhagslegu tjóni við það að komast á öndverðan meið við suma menn. Spurði hvort það gæti ekki skeð, að menn greiddu at- kvæði, eftir því sem hagur þeirra stæði hjá kaupfélögunum o. s. frv. Þar næst mintist hr. B. L. á sam- bandið milli verkamannaforsprakk- anna og kaupfélagsforsprakkanna. Um verkamenn þyrfti ekki að tala, því þeir væru eins hann var áður búinn að segja um bændur, vilja- Iaus verkfæri í höndum forsprakk- anna. Þetta samband hlyti að vera bygt á einhverju hcerra og göfugra en hann gœti skilið. Hann kvað þó hagsmuni þessara tveggja aðila rek- ast mjög á. Hann vitnaði í ein- hverja grein í Tímanum til stuðn- ings þeirri staðhæfingu sinni, að samvinnumenn vildu sildarútveginn feigan, sem verkamenn lifðu eink- um á. Hinsvegar þætti verkamönn- um bezt, þegar bændum gengi sem hraklegast, því þá yrði ketverðið Iágt. Honum þætti það meir en Iít- ið tortryggilegt, hversu margir Heró- desar og Pílatusar væru að verða vinir, á þessum tímum. Verkamenn, sem vildu landbúnaðinn feigan, með því að gera þær kröfur á hendur honum um kaupgjald, sem hann gæti ekki risið undir og sem sæu ofsjónum yfir því, að bændur fengju hátt verð fyrir vöru sína, — gætu þó narrað samvinnumenn til fylgis við sig. Samvinnumenn, sem vildu sjávarútveginn feigan eða réttara síldarútveginn, sem að dómi hr. B. L. er Iífsskilyrði Akureyrar og sem vildu akast undan öllum útgjöldum til bæjarins, gætu narrað verkamenn til fylgis við sig, til þess að halda uppi Landsverzlun. Þannig nörruðu hvorir aðra. Tæplega væri hægt að skilja þetta annan veg, en að þetta væri runnið undan rifjum forsprakkanna. Tilgangurinn sá að komast til valda í bænum; ekki þó til þess að spara, því verkamanna- forkólfarnir prediki á móti sparnaði. Verkamannaforingjarnir auðgist en verkafólkið ekki. Peir vilji halda fólk- inu fálœku, til þess að geta hafi það i hendi sinni. Fyrirlesarinn sagðist vita hvað fátæktin væri. Hann hefði sjálfur verið svo fátækur, að hann hefði ekki bragðað mat í tvo daga. Enginn, sem sparaði ekki frá æsku, yrði öðruvfsi en fátækur. En það væri rothögg á mannúðina, að stofna til fátæktar á þann hátt, að predika á móti sparnaði. Hr. B. L. veik oftar en einu sinni að sambandi verkamanna- og sain- vinnuforsprakkanna, sem var svo óskiljanlegt og tortryggilegt í hans augum. Komst hann að þeirri nið- urstöðu að sambandið væri bygt á þvf, aö hvorir vildu hjálpa öðrum til valda. Samvinnumenn hjálpuöu verkamönnum til valda í bænum. Verkamenn hjálpuðu samvinnu- mönnum, til þess að halda við Landsverzlun, sem væri nokkurs- konar samherji og hjálparhella S. f. S og sem væru tveir'samstæðir hlekkir I þeim einokunarfjötri, sem samvinnu- menn væru að leggja þjóðina í. Þessi hugsanagangur leiddi hann síðan, til þess að koma með margs- konar dylgjur um hag og ástæður sambandsins og spurningar um það efni, sem voru talsvert nærgöngular. Hann vildi fá að vita hvað Sam- bandið skuldaði Landsverzlun. Nú væri búið að gera kaupféíögin pólitísk, þau væru búin að ná í sínar hendur völdum og fjármunum landsins og nú væru þau líka búin að leggja undir sig Landsverzlun. Setjum svo, sagöi hr. B. L., að Sam- bandið skuldi Landsverzlun 2*/2 miljón og að það skuldi annars- staðar 2*/2 miljón. Hver yrði þá ábyrgðin, sem hvílir á hverjum bónda og hversu mikið félli á þjóð- ina, ef Landsverzlun tapar fé sínu, sem hún á hjá S. í. S. Þetta viljum við fá að vita sagði hr. B. L. Áður þurftum við ekki að spyrja um hag Sambandsins, en nú síðan félögin urðu pótitísk þurfum við að fá að vita þetta. Áður nægði okkur Reyk- húsafotsjónin. Nú nægir hún ekki Iengur. Og að lokum klykti hr. B. L. út með bæn til guðs almáttugs um að hann gæfi það, að við gætum orð- ið frjálsir menn í frjálsu landi. Það mátti segja, að allvel færi á því, eftir því sem á undan var kom- ið og á eftir fór. Hr. B L, flutti fyrirlestur sinn af mikilli mælsku, en ekki af eins mik- illi smekkvísi. Auk þess, sem bent var á hér að framan, sór hann eitt sinn við drengskap sihn og alt sem honum væri heilagt á himni og jörðu, að hann vildi ekki segja ann- að en sannleikann. En sumum mun virðast, að á sannleikanum hafi orð- ið misbrestur og að hr. B. L. hefði I upphafi bygt erindi sitt á traust- ari heimildum, ef honum hefði ver- ið svona ákaflega ant um sannleik- ann. Nærgöngulum spurningum hans var sumum svarað og sumum ekki, vegna þess að þeirra var ekki spurt á réttum vettvangi. Lands- verzlunarforstjórinn rak ofan i hann gífuryrðin um Landsverzlunina við- víkjandi kolatapinu og sykurskömt- uninni og varð ekki annað séð, en að hann rendi þeim.niður viðstöðu- laust. Á ýmsan hátt lét hann undan síga. Gekk jafnvel inn á það, að viðskiftanefnd mætti starfa áfram, ef nefndina skipuöu hæfir menn sem Iétu til sín taka, þó hann væri áður búinn aö telja hana mesta böl og frelsisfjanda, sem mundi ef til vildi hamla því, að hann gæti tekið með sér uxa til utanfarar. Þessi fyrirlestur verður smátt og smátt tekin til athugunar hér í blað- inu. Útdráttur þessi er auðvitað að- eins lítill hluti af öllu, sem hr. B. L. sagði við þetta tækifæri, en hann er samt æriö nóg umræðuefni. Þó skal það tekið fram, að andsvörum frá honum verður ekki leyft rúm hér í blaðinu. Ritstjórinn lítur svo á, eftir að hafa hlýtt á prédikun og bænir hr. B. L., að greinar hans um samvinnumál eigi ekki heima í Degi. Hann lítur svo á, að enginn samvinnuvinpr mundi haga sér neinstaðar í námunda við það, sem hr. B. L. gerði við þetta tækifæri. Ritfregi). Réitur. Ritstj. Þóróltut Sig- urðsson.'V. ár, i. og 2. hefti. Fyrir nokkru bárust Degi þessi heíti af Rétti og þykir ástæða, til þess að vekja athygli almennings á ritinu. Rit- stjórinn dvaldi í Englandi s. I. vetur, enda ber ritið þess glöggan vott, að hann hefir komið þar og ekki verið blindur fyrir þvf, sem var að gerast. England er, eins og lesendurnir vita, vfðtækasta s'órveldið í Evrópu. Vald þess og ftök eru til og frá um allan heim. Svo hefir verið litið á, að það vissi ekki aura sinna tal. Sjálfir hafa Englendingar álitið vald sitt og vin- sældir í heirninura óþrjótandi. En strfð- ið mikla hefir hróflað við mörgu, sem hefir virzt vera jarðgróið. Svo er og um keisaraveldið brezka. Það hefir nú í öllum höndum með að halda saman sundurleitum rfkishlutum. írland hefir nú iengi verið í blóðbaði. Sagt hefir verið, að biblfuþjóðin mikla hafi gerst ívilnarar Hundtyrkjans vegna rlkisvaldshagsmuna sinna á Indlandi og vfða er meira og minna los út á við, sem Lloyd George þarf að spenna greipar uin. Hitt veldur þó meiru um óvissu framtfðarinnar fyrir brezka veid- ið, að þjóðin heima íyrir er að vakna. Þjóðin er að verða meira sundurleit f skoðunum. Annarsvegar er heimsveld- isstefnan, sem vill halda sem fastast við það skipulag, sem rlkir. Hinsvegar er almúginn og verkalýðurinn, sem metur drotnun yfir öðrum þjóðum minna en hitt, að drotna yfir sínum eigin lffskjörum. Lloyd George á þvl við mikla örðugleika að etja inn á við og út á við. Réttur færir okkur að þessu sinni ágæta fræðslu um þetta efni. Okkur getur aldrei orðið litilsvirði að vita um, hvað er að gerast hjá þessum volduga nábúa okkar. Örlög okkar sjálfra geta að ýmsu leyti verið því háð. Eru það t. d. í verzlua og fleiru. í ritinu er voldug ræða eftir Lloyd George og svar Asquits við þeirri ræðu. Margt fleila er f þes3um heít- um. >Skipulag Islenzkra bókasafna« ákaflega skýr og skarphugsuð grein eftir Arnór Sigurjónsson, >Vandamál vorra tíma« þýdd grein eftir C. N. Starcke, góð grein. „Frá bretum'‘ eft- ir ritstjórann. Sú grein er veigamest og bezt. Hún gefur yfirlit atjórnmála- ástandsins f landinu og dregur fram f skýrum dráttum, það sem drepið var á hér að framan. Seinast í ritinu er byrjum á bók, sem heitir „Heillar aldar rangsleitni“ eítir einn af hers- höfðingjum Búa. Það er frásögn um aðfarir Breta við þá fyrir aldamótin sfðustu, þegar þeir voru að leita að ófriðarátyllunni. Bretar hafa oftar en einu sinni fundið ástæðu til þess að bannfæra þessa bók, jafnvel f Suður- Afríku. Og í Englandi er álitið, að tvö eintök séu til af bókinni og ekki meira. W. T. Stead hefir skrifað for- mála bókarinnar, svo óhætt er um það, að hér er ekki um almennan þvætting að ræða. Helgi Hermann þýddi. Rétt- ur er tvfmælalaust bezta tfmaritið, sem nú kemur út hér á landi fyrir þann hluta þjóðarinnar, sem hugsar um fleira en daginn og veginn. Út- sölumaður ritsins er Ben. Benedikts- son, Baldurshaga, Akureyri. Ritið kostar fyrir áskrifendur 4 kr. árgang- urinn, en kr. 4.25 f lausasölu og er þvf mjög ódýrt. Þingfréttir. Þingið kom saman þann 15. Kært var yfir kosningu alþingismanna í Reykjavfk, en var dæmd gild með miklum meiri hluta atkvæða. Forsetar sörnu. Efrideild: Guðm. Björnsson, neðri deild: Ben. Sveinsson, sameinað þing: Jóh. Jóh. Stjórnin lagði um 50 frumvörp til laga fyrir þingið þann 17. Þar á með- al frumvarp um Æinkasölu á rúgi, rúg- méli og hveiti. Annað um seðlaútgáfu. Helztu drættir. Rfkisstjórninni veitist heimild, til þess að gefa út 3 milljónir á næstu 3 árum og lána Landsbank- anum. íalandsbanki gefur út seðla eftir þvt sem þörf krefur fram yfir það. Eftir 2 ár byrjar íslandsbanki að draga inn seðla sfna og gerir það á næstu 10 árum, en Landsbankinn gefur út að sama skapi. Ekki veit blaðið hver takmörk er ætlast til að verði fyrir útgáfurétti hvors banka eftir þessu frumvarpi. í framsóknarflokkinn gengu Magnús, Stefán í Fagraskógi, Þorleifur, Eiríkur, Gunnar og Björn á Rangá. Ffokkurinn 13 eða 14 menn og sterkastur f þinginu. Yfirmatsnefnd er að ljúka störfum. Hefir hækkað mat f flestum sýslum landsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.