Dagur - 19.02.1921, Blaðsíða 3
tbl. 7.
DAGUR
27
Gripið í strenginn.
n.
I fyrri hluta þessa máls drap eg
á dýrtíðina í landinu, þá sem menn-
irnir hafa skapað sér sjálfir. Eg
þóttist skifta jafnt til beggja
handa og láta hverja stétt njóta
sannmælis. Nú drep eg sérstaklega
á kaupkröfur verkafólksins, ekki fyr-
ir þá sök, að eg eigi þar um sárt
að binda, heldur fyrir þá sök, að
þetta er nauðsynlegt mát til umræðu,
og verður að ræðast.
wVerkamaðurinn" taldi í fyrra
wsanngjarnt kaup" við heyvinnu 75
kr. handa stúlku um vikuna. Mér
bíöskraði alveg, þó að eg þegði.
Mér ógnaði ekki orðalagið, því að
það var hóflegt. En mér blöskraði
hitt, að skynsamur maður, sem er
alinn upp í sveit og gagnþekkir
alt, setn að búskap lýtur, skuli geta
orðið svona blindur á sviði sinnar
eigin ættar og framleiðslu. Þegar
þetta er sett í Verkamanninn, er al-
kunnugt, að afurðir búanna muni
stórfalla á útlendum markaði og
hitt er komið á daginn, að veturinn
n. 1. var þá búinn að eta upp hagn-
aðinn, sem sveitabændur höfðu yfir-
leitt haft af sölu afurða sinna í fyrra-
haust. Þarna blöstu við tvær gleypi-
gjár sín til hvorrar hliðar, sem í
hlutu að lenda stórar upphæðir. Það,
að einn og einn bóndi býður þessa
vitleysu, stafar af því, að hann (einn
og einn) á í sjóði til þess að grípa
til. Sumum er það metnaðarmál, að
whalda við" í Iengstu lög fjártölunni
og er þá það ráð gripið, að þæfa í
móinn eitt ár og sjá hvað setur. Á
stökum stöðum eru landskostir svo
góðir, eða aðstaða bóndans, að hann
getur boðið það, sem almenningur
getur alls eigi, eða ef hann er ó
magalaus og fleira mælti telja, t. d.
það, að bóndi sem er ómagalaus
og á fé í sjóði, er jarðeigandi o. s.
frv., getur boðið afarhátt kaup, ef
hann lætur sér lynda að «halda við"
eitt ár og reiknar sér og sínum
ekkert kaup og enga rentu af eign-
inni. Petta er það sem margir haja
gerl s. I. ár. - Allir þeir, sem gold-
ið hafa kaupakonuöO kr. og kaupa-
manni 80 kr. eða þar yfir, um slátt-
inn, og hlutfallslega aðra tíma árs.
Ef nokkur maður, sem orðastaður
er eigandi við, reynir til að véfengja
þetta, skal eg færa honum heim
sanninn um að eigi verði móti mælt
með viti.
Til bráðabirgða skal eg geta þess,
aö ef eg hefði átt að heyja fyrir
mínum skepnum með kaupafólki og
hirða fé mitt með vinnukrafti, sem
keyptur væri þvílíku verði, sem
sumt fólk setur upp — þá mundu
tnínar afurðir s. I. ár hafa hrokkiö
aðeins handa fólkinu yfir sumar-
tímann, þar með talið vor og haust
— þó því aðeins, að ull og gærur
seljist viðunandi verði. En þá hefði
eg staðið á haustnóttum allslaus með
fjölskyldu mína, okkur hjónin þar
með talin, og öll útgjöld af jörð-
inni og til þess opinbera óborguð.
En sem betur fer, er ekki alt fólk
í landinu orðið vitstola afjkaup-
græðgi og þessvegna hefi eg feng-
ið fólk fyrir sanngjarnt kaup — það
kaup sem búskapurinn þolir alment.
Eg er ekki að kvarta fyrir rnig, held-
ur tek eg til máls um alment efni
eins og stundum fyrri, þegar eg tel
rétt að leggja orð í belg opinber-
lega, hvort sem það þá líkar betur
eða ver.
Það sem kemur mér af stað í
þessu raáli er það, að mér sýnist í
þessu efni vera stefnt út í ófæru á
báða bóga. Ef vinnuveitendur verða
gerðir uppiskroppa, veit eg eigi
hvar verður að leita atvinnunnar í
framtíðinni.
Síðastliðið sumar var fulltíða mað-
ur úr minni sveit kaupamaður í
Danmörku og hafði í kaup 350 kr.,
var sagt að þetta væri meðalkaup
þar í landi. Hann var á stórbúi og
hafði ráðsmaðurinn 1000 kr. eða
sama kaup og óvalinn maður heirnt-
aði hér um sláttinn. Þetta viðgengst
í akuriandinu Danmörk, en hér í
óveðra og annmarkalandinu er bog-
inn spentur svo sem kunnugt er,
að jafnvel um háveturinn fæst ekki
handarvik gripið nema fyrir hátt
tímakaup, í kaupstöðunum a. m. k.
Þessa frekju bera ekki íslenzkir stað-
hættir, eða atvinnuvegir eins og þeir
eru nú staddir. »Það er fjallgrimm
vissa fyrir því", á máli Jóns gamla
Ósmanns.
Nú kynni eg að verða að því
spurður, hvaða kauphæð eg teldi
sanngjarna.
Svar mitt mundi verða á huldu,
ef eg reyndi að svara — af því að
Jramtiðin er á huldu.
S. 1. sumar hefði verið sanngjarnt
að borga stúlku 30—36 kr. um vik-
una og karlmanni að sama skapi.
Þetta er miðað við kaupið sem var
á undan dýrtíðinni og gert ráð fyr-
ir, að okkar afurðir séu í fjórföidu
verði við það, sem þær voru áður
en djöfull ófriðarins fór í svínin
stórveldanna. En þó eru okkar af-
urðir ekki í fjórföldu verði nú, nema
smér, ekki kétið og því miklu síður
gærur og ull. En aftur er á það að
líta, að í fyrra mátti gjalda hærra
en þá var goldið og læt eg það
jafna sig þannig, að segja má, að
fjórfalt sé sanngjarnt nú við það
sem var fyrir 1914.
Margur hyggur auð í annars garði
og margur ristir breiðan þveng af
annars manns skinni. Þeir sem ekki
búa, halda að landbændur leiki við
hvern sinn fingur þessi árin.
Sannleikurinn er sá, að tvisvar
síðan ófriöurinn mikli hófst, hafa
bændur grætt að haustnóttum —
þegar sláturfjárafurðir hiupu upp
skyndilega haustið 1915 eða '16 og
svo í fyrra. En sá hængur varð á,
að í bæði skiftin kom víkingsvetur
yfir okkur og át upp mestallann
hagnaðinn.
Það veit eg, að verkamenn f bæj-
unum eiga örðugt þessi ár og
gleðilegt væri, ef við gætum borg-
að vel þeim, sem vinna fyrir okkur.
En þegar við bændur ritum um
þetta mál, er okkur næst að segja
frá okkar getu, og þoli okkar atvinnu-
vegar. Vandræði hinna stéttanna
koma auðvitað í Ijós frá þeim sjálf-
um, eða þeirra málsvörum.
Eitt mesta meinið í okkar Iandi
er hugsunarhátturinn sá, að ætla sér
að grípa upp í þrem mánuðum eða
fjórum kaup, sem endist hina mán-
uðina. Jafnvel einhleypir menn eta
það upp ef aðgerðarlausir eru 4
mánuði ársins eða 9. Að vinna fyr-
ir mat sínum tvo þriðju ársins er
gamall siður í landi voru og ætti
enn að vera boðlegur einhleypu
fólki. Þeir sem stefna „miklu hærra"
eiga í rauninni ekki heima á því
breiddarstigi, sem forsjónin hefir
sett Fjallkonuna á og eigi verður
um þokað, þó að hún liggi nú und-
ir ríkisréttindunum.
Guðmundur Friðjónsson.
Fóðurbirgðamálið.
Hin síðari árin, er farið var að
hugsa um endurreisn hins íslenzka
landbúnaðar, hefir fóðurbirgða- eða
fóðurtrygginga|pursmálið verið tekið
til athugunar af mörgum okkar nýt-
ustu manna. Horfellirinn, er hafði
þvf miður alt of oft gist íslenzka
bændur, var sá vágestur, er tryggja
þurfti að ekki bæti að garði bænda,
ef nokkur framtfð átti að vera fyrir
landbúnaðinn.
Mörg ráð og leiðir hafa vérið dregn-
ar frani f dagsins Ijós f þessari trygg-
ingarbaráttu búnaðarfrömuða vorra, en
þótt ekki hafi skort ráðin, þá getum
við þó sagt, að þetta þjóðnauðsynja-
mál eigi enn langt eftir að því marki,
sem verður að setja. Markið er : Að
hver bóndi hafi ncegan fóðurforða
fyrir búpening sinn, og fóðri búféð
þannig að. það geti gefið miklar og
góðar afurðir.
Fyr en þessu marki er náð, getum
við ekki sagt að landbúnaðurinn sé
trygg atvinuugrein.
Það sfðasta, sem komið hefir fram
f þessu máli, er: „Frumvarp til sam-
þykiar Jyrir eftirlits og fóðurbirgða-
félög'1, sem Búnaðarfélag ísfands hefir
samið, samkvæmt heimildarlögum No.
42. 28/n 1919.
í frumvarpi þessu er bent á nýjar
leiðir að nokkru í þessu máli, og tel
eg það fyrirkomulag, sem þar er lagt
til grundvallar, vera það bezta, sem
eg þekki í þessu máli.
Þvf verður að vísu ekki neitað, að
það fyrirkomulag sem hér ræðir um,
hlýtur að hafa talsverða fyrirhöfn í
för meö sér, en þá fyrirhöfn ættu
bændur að fá margborgaða f þeim
upplýsingum, er slíkur félagsskapur
aflaði þeim.
Nefnt frumvarp mun nú um þessar
mundir verða lagt fyrir bændur um
land alt til ákvörðunar um hverja
stefnu þeir vilji velja fyrir framtíðina
í þessu afar þýðingarmikla máli fyrir
þá. — Að þessu sinni er ekki tími
eða rúm til að benda á kosti þessarar
stefnu, en vonandi að til þess gefist
tækifæri áður en langt um lfður. Vil
aðeins benda bændum á, að athuga
þetta mál alvarlega áður en þeir taka
ákvörðun um, að bafna stofnun slfkra
félaga, sem hér um ræðir.
í nágrannalöndunum hafa lík félög
unnið ómetanlegt gagn og eg bér það
traust til bændastéttarinnar íslenzku,
að hún einnig skilji köllun sfna og
snúi inn á þessa braut, því verði það
alment, þá mun orðið horfellir og fóð-
urskortur eftir nokkur ár, aðeins finn-
ist sem forngripur í landi voru.
Einar J. Reynis.
Þingmálafundur.
Ár 1921, 17. jan. var þingmálafund-
ur haldinn að Möðrufelli í Eyjafirði,
sem þingmenn kjördæmisins höfðu boð-
að til. Stefán alþm. Stefánsson setti
fundinn og stakk uæp á Davfð Jóns-
syni hreppstj. fyrir fundarstjóra, og
var það samþykt. Fundarstjóri kvaddi
til að vera skrifara á fundinum þá Júl-
íus Ólafsson og Hólmgeir Þprsteinsson,
og var fundurinn þvf 3amþykkur.
Á fundinum gerðist þetta:
I. Skattámál.
Svohljóðandi tillaga samþykt með
21 atkv. gegn 1: (
Fundurinn telur skattafyrirkomulag
það, sem nú er, mjög ófullnægjandi
og óréttlátt, og skorar þvf á þingið
að samþykkja lög f þessu efni, er við
megi hlýta til frambúðar, og er skatta-
frumvörpum stjórnarinnar yfirleitt sam-
þykkur, þó vill fundurinn taka það
fram, að óráðlegt muni að hækka svo
beina skatta, að veruleg áhrif hafi til
lækkunar á tolli af aðfluttum óhófs-
vörum.
II. Bankamál.
Svohljóðandi tillögur komu fram.
1. Fundurinn lítur svo a, að það sé
óeðlilegt og hættulegt fjárhag ríkisins
að seðlaútgáfa og þjóðbankastörf séu
falin íslandsbanka, eins og skipulagi
hans sé háttað, þar sem hann mun
ávalt vera rekinn, fyrst og fremst sem
gróðastofnun einstakra manna. Því vill
fundurinn skora á þing og stjórn, að
gera nú þegar ráðstafanir, til þess að
rfkið nái aftur fullum tökum á allri
bankastarfsemi, sem eftir eðli sínu
heyrir undir þjóðbankastörf, annað-
hvort þannig, að kaupa upp íslands-
banka og sameina hann Landsbank-
anum, eða á annan tiltækilegan hátt.
Samþ. með 23 samhlj. atkv.
2. a. Fundurinn telur að þingi óg
sfjórn beri að stefna að þvf skipuiagi
bankamála rfkisins, að til verði í land-
inu einn öflugur þjóðbanki, er jafn-
framt sé aimennur viðskiftabanki, og
einn sérstakur banki eða lánsstofnun
fyrir fasteignir, er einnig sé ríkisstofn-
un.
Samþ. með 27 samhlj. atkv.
b. Auk þessara banka telur fundur-
hagfelt, að koma á stofn samvinnu-
banka, er hefði með höndum miðstjórn
peninganjála allra samvinnufélaga f
landinu. Loks telur hann eðlilegt, að
kaupmannastétt Iandsins kæmi upp
sérstökum verzlunarbanka. Telur fund-
urinn ástæðulaust að ama3t við því,
að einstakir menn komi upp hluta-
banka, ef hann er á tryggum grund-
velii bygður, en ástæðulaust og órétt
að veita slfkum gróðastofnunum ein-