Dagur - 19.02.1921, Síða 4

Dagur - 19.02.1921, Síða 4
28 DMJUR 7« tbl. stakra manna skattfrelsi eða önnur stórvægileg hlunnindi fremur öðrum einkastofnunum. Samþ. með 23 atkv. gegn 3. III. Löggjöf fyrlr samvinnu- félög. Svohljóðandi tiilaga kom fram: Fundurinn telur gildandi lög um skattskyldu samvinnufélaga svo óná- kvæm og vafasöm, að þeim geti orðið misbeitt félagsmönnum í óhag, og skorar því á þingið, að breyta þeim f réttiátt horf. Enníremur skorar fund- urinn á þingið, að taka til íhugunar hvort eigi sé rétt, að setja lög um samvinnufélög til tryggingar því, að þau fullnægi sem bezt tilgangi sfnum, að efla almenningsheill, meðal annars með því að efla sparsemi og fyrir- hyggju í fjármálum. Samþ. með 30 samhlj. atkv. IV. Einkasala. Svofeld tillaga kom fram: Fundurinn er hlyntur frumv. stjórn- arinnar u?i einkasölu á tóbaki og lyfj- um. V. spitalinn á Akureyri. Svofeld tillaga samþ. í einu hljóði. Fundurinn skorar á þingið að veita styrk til endurbóta sjúkrahússins á Akureyri, alt að 60 þús. kr. og sömu- leiðis hækka til muna árlegan styrk til reksturs sjúkrahússins framvegis. VI. Prestssetrið í Saurbæ. Svofeld tillaga kom fram: Fundurinn skorar á þingmenn kjör- dæmisins að beitast fyrir því, að rík- issjóður kaupi hið nýbygða fbúðarhús prestsins í Saurbæ. Samþ. f einu hljóði. VII . Brúin á Eyjafjarðará. Svohljóðandi tillaga kom fram: Fundurinn væntir þess fastlega, að byrjað verði á, að byggja hina fyrir- huguðu brú á Eyjafjarðará á næsta sumri, og skorar á rfkisstjórnina, að láta það ekki dragast lengur. Samþ. í einu hljóði. Fundargerð lesin upp og samþykt. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Davíð Jónsson, fundarstj. Hólmgeir Þorsteinsson, Július Ólafsson, ritarar. Ath. Þingmálafundir á Möðruvöllum 19. jan., og f Svarfaðardal 21. samþyktu svipaðar tillögur f öllum aðalmálum. Ri/stj. Molar. Islendingur hefir undanfarið verið að nudda út af sykorskömtuninni. Ádeilur blaðsins eru byggðar ú þvf að skömtun hafi verið auglýst svo löngu fyrir fram, til þess að gráðugar og sjálfsafneitunarlitlar sálir keyptu upp dýran Landsverzlunarsykur áður sykurverð félli, til þess að velta fyrir- sjáanlegu tapi Landsverzlunarinnar yfir á þessa menn. Þrátt fyrir það þó nú sé margupplýst að þetta er bara lýgi að Landsverzlunin hafi átt nokk- urn sykur þegar skömtun var auglýst, heldur blaðið samt áfram að berja höfðinu við steininn. Á hitt hefir blað- ið ekki bent, að þessi aðferð sljórnar- innar hefir orðið til þess, að einn stór- kaupmaðurinn og smákaupmenn gátu losað sig við sykurinn án verðfalls. Það glappaskot virðir íslendingur stjórninni á hægra veg af skiljanleg- um ástæðum. Furðulegt þykir mörgum, sem lesa Sunnanblöðin, að sjá þann áhuga, sem herra rithöfundur og skáld Einar H. Kvaran er búinn að fá á stjórnmálum. Mönnum þykir það dálítið broslegt, að í ræðum sfn- um telur hr. Kvaran samherjum sín- um og sjálfum sér það einna helzt til gildis, að þeir séu áhugasamir hugsjónarmenn, sem hafi ákveðna stefnu. Bannmönnum þykir fyrir því, að þessi orðfimi maður skyldi styðja til þingmensku ákveðnasta og illvíg- asta andbanning landsins. Unnendum sálarrannsókna og skáldskapar gremst, að þessi Morgun-birtumaður skyldi vera að taka þátt f þeim skrfpaleik, sem háður hefir verið f hálfrökkri blekk- ingamoldviðrisins f Reykjavlk og að maðurinn, sem skrifaði Sambýli. skyldi vera að æsa upp alþýðuna í Reykja- vík, á þann hátt að koma henni til að trúa því, að alþýða manna f sveit- um hati Reykjavík. Menn höfðu ekki vænst þess, að hr. Kvaran færi að nota tungumýkt sína f þjónustu heims- kunnar og illviljans. Menn Ifta svo á yfirleitt, að eitthvað annað en stjórn- málaáhugi og stefnufesta hafi knúð hr. Kvaran, til þess að láta svona og menn óska þess, að þingið vildi verja til þess ífflegum ráðherialaunum, ef hægt væri á þann hátt að girða fyrir það, að þetta höfuðskáld þjóðarinnar, sem er henni svo kært, sundri kröft- um sfnum f opinberu þjóðmálastappi. Hjúkrunarfélagið »Hlíf«. . Út af athugasemd ritstjórans við skýrs’u félagsins, vii eg leyfa mér að géra þessa fyrirspurn: Hvernig getur félagið borið svo háan útgjaldalið, þegar styrkur almennings er ekki roeir en sem skýrslan ber með sér? Eða æskilegt væri að sjá tekjuliðinn, en ekki brot af honum, úr því verið er að sýna útgjaldaliðinn. Borgari. Ritstj. hefir haft tal af fotstöðu- konu félagsins út af fyrirspurn þessari og tjáði hún honum, að hún teldi ástæðulaust að birta sundurliðaðan tekjulið félagsins fram yfir það, sem þegar hefir verið gert. Félagið sé einkafélag og almenningur viti, að tekjur þess séu mest megnis árangur af tombólum, kvöldskemtunum 0. þ. h. Kœran Bæjarstjórnin samþykti að taka kær- una út af 3fðustu bæjarstjórnarkosn- ingu ekki til greina. Kærendurnir hafa, eftir því sem blaðið veit sannast, lát- ið sér þann úrskurð lynda. Hœkkun brunabótagjalda Samþykt f bæjarstjórn að fara þess á leit við íramkvæmdastjórn Brunabóta- félags íslands að brunabótagjöld f bæn- um verði lækkuð. Eftirlit. Kotríkið íslenzka hefir sennilega fleiri embættismenn og opinbera starfsmenn í þjónustu sinni, saman- borið við fólksfjölda, en nokkurt annað ríki í Norðurálfunni. Strjál- byggð landsins veldur þessu, að nokkru leyti og hér skal það ekki gert að umtalsefni, hvort komast mætti af með færri menn í þjónustu ríkisins, en nú eru. En nægilega marga verður að minstakosti að telja þá, og sumir þeirra hafa áreið- anlega ekki of mikið að gera. — Mörg embætti og opinber störf hafa til skams tíma verið illa Iaun- uð og sum afar illa, samanborið við starfið, sem heimtað hefir verið, og ábyrgðina, sem því hefir fylgt. En síðan nýju launalögin gengu í gildi, verður eigi annað með sanni sagt, en að flestum þessum mönn- um sé launað sæmilega vei, og sumum ágætlega, miðað við fjár- hag og gjaldþol þjóðarinnar. Tiltölu- lega bezt virðist þó þeim opinberum starfsmöunum vera launað, er kom- ist hafa af með tiltölulega stuttan tíma, til undirbúnings starfi sínu, og litlu hafa þurft til náms að kosta; stundum jafnvel sama sem engu. Pessi launahækkun er svo nýlega í garð gengin, að hennar gætir ekki ennþá á þann hátt, að efnahag- ur þessara manna hafi batnað að nokkrum verulegum mun. Altaf er misjafn sauður í mörgu fé. Fer því að Hkindum, þótt mis- jafnlega séu góðir þeir menn, er opinberum störfum gegna í þarfir þessarar þjóðar. Stundum virðist eigi hafa verið sem bezt valið í slíkar stöður. Einkum á þetta við um val sumra hinna opinberu starfs- manna. Veitingarvöldunum er það sennilega nokkur afsökun oft og ein- att, að ekki hefir verið kostur sérstak- lega góðra manna í sumar þessar stöð- ur. Pær hafa ekki verið mjög eftir- sóttar af vel duglegum hæfileika- mönnum, því að engin sældarkjör hafa verið í boði, heldur þvert á móti. Fyrir mikið starf og mikla á- byrgð, hafa sultarlaun verið í boði, sem því erfiðara hefir verið að lifa af, því 'betur sem gætt hefir verið skyldu sinnar. — íslenzk stjórnarvöld hafa að því Ieyti fylgt kenningum jafnaðarmanna, að þau Iauna ekki betur vel unnin störf en illa unnin. Stundum er um svo mikið starf að ræða, að ekki verður með nokkurri sanngirni kraf- ist meira starfsþols af nokkrum góðum meðalmanni en þess, að hann geti leyst starfið sæmilega af hendi, með því að verja til þess öllum kröftum sínum óskiftum. Sé slíkt starf svo illa launað, að ekki verði sæmilega lifað af laununum, er þeim manni, er slíku starfi á að gegna, stofnað í tvöfalda hættu. Önnur hættan er sú, að hann reynir að auka tekjur sínar með aukastörfum, til þess. að sjá sér og sínum farborða á þann hátt og van- rœki með því skyldustörfin. Hin hættan er sú, að honum verði það á að gripa til þess fjár, sem honum hefir verið trúað fyrir, og í vörzlum hans er, til þess að reyna að bjarga sér út úr fjárhagsvandræðum í bili, í trausti þess að hann geti svo fljótlega rétt við fjárhag sinn aftur, að ekki komist upp um hann. Hvortveggja þetta getur verið spor í glæpaáttina. En sá er þó munur- inn, samkvæmt hegningarlögunum, að hið síðarnefnda athæfi er talið glæpur, þó um litla upphæð sé að ræða, ef hún er ekki endurgoldin innan ákveðins tíma, en hið fyr- nefnda, því aðeins, að mikil brögð séu að vanrækslunni. En hver er mismunurinn, frá siðferðislegu sjón- armiði? Er sá maður betri og heið- arlegri í raun og veru, sem vanrækir skyldustörf sín árum saroan þótt fátæktin geti verið honum nokkur afsökun, og þótt hann grípi aldrei til fjár, sem honum getur ekki tal- ist heimilt, heldur en sá maður, sem verður þetta á í vandræðum sínum en hefir altaf gengt skyldustörfum sínum vel og samvizkusamlega, eftir því sem hans kraftar leyfðu? Hér skal þessari spurningu ekki svarað, enda er henni beint til annara. — En jafnframt skal vakin athygli á því, að embættisvanrækslan er því óaf- sakanlegri, því hærri sem launin eru, samanborið við starfið. Mismunur er á embættum, eins og á dögum post- ulanna. — Samkvæmt lögum og landsvenju, eiga æðstu embættis- mennirnir að hafa eftirlit með þeim lægri embættismönnura, sem undir þá eru gefnir. Svona regla gildir um hina opinberu starfsmenn. Þetta eftirlit er eitt af aðalskyldu- störfum þeirra og stundum helzta skyldustarfið. Eftirlitsskyldan er því meiri, því meiri sem eftirlitsþðrfin hlýi- ur að vera. Og eftirlitsþörfin er því meiri, því lélegri sem maðurinn er, samanborið við starfið, því minni sem launin eru, samanborið við það verk sem heimtað er, og því lakari sem fjárhagur mannsins hlýtur að vera, samanborið við það fje, sem honum er trúað fyrir. — Æðstu embættismennirnir hafa í raun og veru engann yfir sér, nema guð, og eftirlitið með embættisfærslu þeirra er því ofar skýunum. En hvernig rækja þeir eftirlits- skyldu sína gagnvart undirmönnum sínum? Eftirlitsferðir haia sumir af þessum háu herrum farið — á ríkisins kostn- að — beinlínis eða óbeinlínis. En hvaða gagn hefir orðið að þessu ferðalagi? Verkin sýna merkin. Hvað eftir annað kemst það upp, að menn hafa eytt opinberu fé úr sjálfs sín vörzlum, svo þúsundum skifti, og stundum mörgum tugum þúsunda. En þetta hefir sjaldnast komist upp við eftirlitsferðirnar, oftast hefir það ýmist komið í ljós við dauða þeirra manna, er hlut áttu að máli, eða sakír þess að að því hefir rekið að Iokum, að

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.