Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 13. janúar 1944 HVERJIR EIGASÖK Á DÝRTÍÐINNI? Við þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, SÓL- VEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Eiginmaður og synir. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR frá Leyningi. Hermann Kristjánsson og börn. ■■■■■■iHHnBBiBBnanBmraHHHaani Blaðið íslendingur byrjar nýja árið á því að fræða lesendur sína um, að Framsóknarflokkur- inn eigi „höfuðsökina á því þjóðarböli, sem dýrtiðin er orð- in“. Rökin fyrir þessu eru þau, að Framsóknarflokkurinn hafi beitt sér fyrir óhæfilega háu verði á framleiðslu landbúnaðar- ins, og til þessa eigi dýrtíðin rót sína að rekja. Heldur er nú þessi afgreiðsla málsins flaustursleg hjá ritstjóra ísl., svo að ekki sé meira sagt. Það er á allra vitorði, að ekki stóð á Framsóknarflokknum að taka fyrir kverkar verðbólgunni, því að sá flokkur barðist einmitt fyrir því að það væri gert. Það voru hinir flokkarnir, og þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, sem stóðu þar á móti. Hitt er svo annað mál, að úr því að verð- bólgustefnunni og kapphlaup- inu um stríðsgróðann var haldið áfram þrátt fyrir aðvaranir Framsóknarmanna, vann Fram- sóknarflokkurinn móti því, að ein stétt í landinu — bændastétt- in — træðist undir í kapphlaup- inu. Að vísu ber að viðurkenna það, að Sjálfstæðisflokkurinn gerði í bili ásamt Framsóknar- flokknum virðingarverða tilraun til stöðvunar dýrtíðinni, en að- eins í bili, því að Ólafur Thors afnam gerðardómslögin eftir skamman tíma og hleypti dýrtíð- inni þar með lausri samkvæmt kröfu frá kommúnistum. Ólafur Thors var kominn í þá óþægi- legu og óskemmtilegu aðstöðu á árinu 1942 að sitja í stjórnarsessi fyrir náð kommúnista, en það ástand þótti þá Sjálfstæðisflokkn- um tilvinnandi, svo að hann gæti ásamt verklýðsflokkunuin framkvæmt kjördæmabreyting- una, og er þá komið að því at- riði, er mestum glundroða hefir valdið í stjórnmálum íslands. Sjálfstæðisflokkurinn og hjálp- arkokkar hans þóttust vera að berjast fyrir framgangi kjör- dæmabreytingarinnar vegna kjósendaréttlætis. Allir vita, að það, sem fyrir flokkunum eða forráðamönnum þeirra vakti í þessu brölti, var ekkert annað en flokksleg eigingirni á hæsta stigi. Forsprakkarnir ætluðu að efla þingstyrk sinn með kjör- dæmabreytingunni á kostnað Framsóknarflokksins. Þetta tókst þeim einnig að nokkru leyti. Kjördæmabreytingin hlóð undir kommúnista, og vegna hennar varð Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur þingsins. Hann er nú það mannmargur, að hann getur þess vegna myndað stjórn með hverjum öðrum Jringflokki, sem vera skal. En livaða gagn er að því, þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki fær um þetta, af því að hann er stefnulaus og klofinn um lausn allra vandamála þjóð- arinnar? Hér blasa afleiðingar „réttlæt- ismáls“ Sjálfstæðisflokksins við í allri sinni dýrð! Stærsti flokkur- inn á þingi úrræðalaus og einskis megnugur um forustu þjóðmál- anna á Alþingi. Þess vegna situr nú stjórn að völdum, sem mynda varð utan við þingræðisreglur og hefir ekki stuðning þingsins að baki sér. Aldrei, síðan Alþingi fékk löggjafarvald, hefir stjórn- málaástandið á íslandi verið eins aumt eins og síðan kjördæma- breytingin var þvinguð í gegn með ofbeldi árið 1942. Þetta bága ástand er bein afleiðing kjördæmabreytingarinnar. Við öðru var heldur ekki að búast eins og í pottinn var búið. Málið var ógeðslegt verzlunarbrall rnilli Sjálfstæðisflokksins og kommúnista. Verzlunin var á þá leið ,að stjórn Sjálfstæðisflokks- ins keypti af kommúnistum að fá að sitja að völdum, þar til hún hefði komið kjördæmabreyting- unni á, gegn því að afnema lög- gjöfina um gerðardóminn og hleypa dýrtíðinni lausri. Við þetta tvöfaldaðist dýrtíðin, eins og kunnugt er, og situr enn við það ástand. Framsóknarflokkurinn varaði mjög ákveðið við afleiðingum þessara atburða, en því var að engu sinnt. Þrátt fyrir þessar staðreyndir segir íslendingur, að Framsókn- arflokkurinn eigi höfuðsök á dýrti'ðinni. Þessu kunna þeir að trúa, sem ekkert fylgjast með almennum málum, aðrir ekki. Þeir vita, hverjir eiga sök á dýrtíðinni. En verkunum dýrtíðarinnar lýsti Ólafur Thors svo í þing- ræðu veturinn 1942: „Hún lækkar verðgildi pen- inganna. Hún ræðist á spariféð, el 1 itrygginguna, líftrygginguna, peningakröfuna í hverju formi sem er. Gerir peningana stöðugt verðminni, þar til þeir eru að engu orðnir“. DÖMU-skíðaföt tir vönduðu ullarefni til sölu mjög ódýrt. GUFUPRESSUN AKUREYRAR. i Bók um heilsurækt Náttúrulækningafélag íslands sendi út fyrir síðustu jól hið þriðja af ritum sínum, og nefnist sú bók Matur og megin. Höf- undurinn er Are Waerland, sá hinn sami, er skrifaði bækling- inn, er nefndist „Sannleikurinn um hvíta sykurinn'. — Björn L. Jónsson hefir þýtt bókina á ís- lenzku. Bók þessi var blaðinu send fyrir jólin til umgetningar. Af ásettu ráði var dregið að geta um hana þar til eftir hátíðarnar, til þess að fólk gæti borðað sitt kjöt í næði þá daga(!) Bókin heldur því nefnilega fram, að kjöt- og fiskneyzla sé óholl, og því eigi menn helzt að venja sig af neyzlu þessara fæðutegunda. Þó er ekki farið strangara í þetta en svo, að á bls. 81 segir höf., að með vissum lifnaðarháttum sé „hægt að halda góðri heilsu og ná háum aldri, þótt lifað sé á kjöti, ef menn aðeins neita sér Sigurður Jónsson „Þeim fækkar óðum, sem feðrunum unna og finna sin heilögu ættarbönd, sem sögur og kvæði kunna og kjósa að byggja sín heimalönd". Skömmu fyrir jólin andaðist í sjúkrahúsi Húsavíkur Sigurður Jónsson frá Hrappsstöðum í Köldukinn. Hann var feddur að Skútu- stöðum við Mývatn 4. apríl 1861. Foreldrar hans voru hjón- in Katrín Sigurðardóttir og Jón Guðmundsson. Barn að aldri fluttist Sigurður með foreldrum sínunr að Bakka á Tjörnesi, en þaðan fóru þau fljótt inn að Eyjafirði. Sigurður stundaði nám í bún- aðarskólanum á Hólum á fyrstu árunum, sem skólinn var þar. En þar á eftir, um nokkurt ára- bil, sinnti hann. barna- og ungl- ingakennslu og kenndi þá, með- al annars, einn vetur við alþýðu- skólann í Hléskógum í Höfða- hverfi, sem starfaði þar nokkur ár. Árið 1890 giftist Sigurður Guðrúnu Marteinsdóttur frá Bjarnastöðum í Bárðardal, og lifir hún mann sinn. Fyrstu hjúskaparár sín lánað- ist þeim hjónum ekki að fá neina jörð til varanlegrar ábúð- ar og ekki fyrr en 1903, að þau fluttu að Hrappsstöðum, en þá jörð keyptu þau og bjuggu þar æ. síðan, á meðan heilsa Sigurð- ar entist. En síðustu missirin var liann löngum þjáður og varð því að dvelja undir læknishendi. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru: Marteinn á Hálsi, Flosi á Hrappsstöðum, báðir bændur í Kinn, Katrín og Þorgeir, búsett á Húsavík og Sólveig er dvalist hefir með foreldrum sínum. Einnig fóstraðist sonar-sonur þessara hjóna upp hjá þeim, Adam Þorgeirsson. í>egar O. Myklested ferðaðist hér um land til fjárkláðalækn- um kaffi, hvítasykur og hvítt brauð.“ Bókin fjallar eingöngu um mataræði manna og það, sem því viðkemur. í kápuumsögn er lienni m. a. lýst á þessa leið: ,,í bókinni skýrir höfundur frá einfaldri og auðfarinni leið til fullkominnar heilbrigði, sem hann telur eitt æðsta takmark lífsins og flestum mönnum í lófa lagið að ná. Hann talar af reynslu, því að hann var sjálfur heilsuveill í æsku, en telur sig nú, þegar hann er orðinn sex- tugur, hafa náð fullkominni eða 100% heilbrigði." Að sjálfsögðu hefir Dagur enga aðstöðu til að leggja dóm á innihald bókar þessarar, en þó telur hann sennilegt, að margt gott inegi af henni læra. Hún brýtur víst allmjög í bága við al- rnennar kenningar lækna á mataræði, en því undarlegra er, hvað hljótt er um hana enn sem komið er. Skáldsýnin stærsta Á þrettánda ári þessarar aldar skrifaði Einar skáld Hjörleifsson stutt æfintýri sem hann nefndi ,,Óskin“. Engilangi einn á himnum hafði lítillega brotið hinar helgu reglur og fyrir vikið átti að senda hann í stutta refsivist til jarðarinnar, þar sem hann kæm- ist þó í hinar ítrustu nauðir. En engillinn var ófáanlegur til þess að fara til mannheima nerna hann mætti vinna þar eitthvert himneskt góðverk. Vegna þrá- inga um aldainótin síðustu, var Sigurður um skeið fylgdarmaður hans og túlkur. Annars sinnti hann fáu utan heimilis, eftir að hann flutti að Hrappsstöðum. En á þeirri jörð batnaði hagur þessara hjóna frá ári til árs. Sigurður á Hrappsstöðum var greindur, bókhneigður og fróð- leiksþyrstur, enda prýðilegur námsmaður, þá er liann sat á skólabekk. Hlédrægur var hann jafnan, fámæltur, orðvar og óá- deilinn og skipti sér lítið af ann- arra högum. Á bls. 94—96 í ljóðasafni Da- víðs Stelánssonar, ,,í byggðum", er kvæði, sem um mjög margt minnir á Sigurð Jónsson, kjör hans, skoðanir og hætti. Bendi eg því á þessar Ijóðlínur, þar sem minnzt er á sveitabænd- urna: „Börðust til þrautar með hnefa og hnúum, höfðu sér ungir það takmark sett, að bjargast af sínum búum, og breyta i öllu rétt“. „Þeir börðust við fárviðri, fátækt og kulda og flýðu aldrei — héldu sin heit, þeir höfðu ekki skap til að skulda, né skilja við gamla sveit“. Þessir menn voru mótaðir í hörðum skóla, en hollum þó, á flesta lund. En kjörfólksins, eins og þau eru og eins og þau voru fyrir 40—50 árum, þola engan samanburð og þarf jafnvel ekki svo langt að leita. Nú virðist fólkið geta veitt sér flest þau gæði, sem hugurinn girnist. Enda gera flestir svo. En jafnhliða þessum bættu högum stækkar sá hópur ár frá ári, sem gerir rniklar og síhækkandi kröf- ur til annarra, en litlar til eigin dáða. — Og ósjálfrátt kemur sú spurning í hugann: hvernig snýst nú þetta sama fólk við, þeg- ar breyttir tímar heimta, að sleg- ið sé af kröfunum og teknar upp aðrar og strangari venjur? Svarið fæst ekki í dag, en það getur komið áður en varir. En harmur er það, þegar þeim fækkar, sem ólu þá þrá í brjósti „að bjargast af sínunr búum og breyta í öllu rétt“. 30. des. 1943. Þorl. Marteinsson. beiðni hans var honum veittur réttur til þess að uppfylla eina ósk á jörðu. Á koti einu afskekktu bjuggu konur tvær. Gömul kona aldur- móð og ung kona barnshafandi. Maður ungu konunnar var ný- drukknaður í ofviðri og geysaði illviðri á kotinu þeirra. Gegnum hróp og ekka stormsins heyrðu þær rjálað við útidyrahurðina. Þær gengu fram, og í skaflinum við dyrnar fundu þær meðvit- undarlausan mann. Þær komu honum inn í rúm. Hann var fag- ur og barnslegur, líkari engli en manni. Nóttin kom. Gamla konan sofnaði, en unga konan vakti yf- ir hinum meðvitundarlausagesti. Stornrurinn æddi og öskraði sitt orðlausa mál. Gesturinn lauk upp augunum. Hann og unga konan ræddust við um lífbjörg lians, og í þakkarskyni sagðist hann skildi veita henni eina ósk. Eftir alllanga stund sagði kon- an: „Eg óska, að barnið mitt, sem eg geng með, hafi æfinlega yndi af allri áreynslu". Vetrarsólhvörf valda ætíð hug- hrifum. Þá er makt myrkranna þorrin að sinni og horft á ný mót hækkandi sól. Allar óskir mannanna um fegurri heim og farsælla líf vakna þá með endur- nýjuðum krafti og knýja á með sigurvissri djörfung. í framan- nefndri ósk bóndakonunnar birtist okkur í skáldsýn eini veg- urinn til uppfyllingar allra vold- ugra óska. Flóttafýsnin frá allri áreynslu orsakar varanlegt skammdegi í mannlífinu svo lengi sem eftir henni er látið. Enginn vinnur mikla sigra án áreynslu og óskaheimur hækk- andi sólar verður ekki byggður án mikilla sigra. Þótt spekingar hugrænna lræða telji stritið fjandsamlegt blómstrum lífsins, þá ber þess að gæta, að strit og vit er sitt hvað. Stritið er þvingun, hinn tamdi vilji er frjáls. „Mér væri það óumræðileg gleði, að heyra ljáinn syngja í höndunum á þér,“ sagði Stein- unn við Galdra-Loft, manninn sem þreytti hugann við hið óræða af ótta við veruleikann sjálfan og verkakall hans. En ljárinn söng aldrei í höndunum á Lofti, enda varð líf lians ósig- ur, þó að óskamátturinn væri uppistaða þess. Konan í æfintýrinu, sem ósk- aði barninu sínu áreynsluyndis umfram allt annað er hin sanna móðir farsælli tíma. Heimurinn rnyndi áreiðanlega skipta urn svip og háttu, ef þessi yrði fyrsta ósk hvers einstaklings, hvort sem hann lifir í litlu eyríki í norðurhöfum, eða meðal stærri þjóða undir heitari og hágengari sól. Jónas Baldursson. FRÁ BÓKAMARKAÐINUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.