Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 13. janúar 1944 DAGUR 5 Haliclór Halldórsson, byggingafulltrúi: VERÐLÆRKUN Áhrif hennar á öryggi eignarréttar og öryggi atvinnulífsins. J^JORGUNBLAÐIÐ birti 10. des. sl. grein eftir Vigfús Guðmundsson, þar sem borin er fram tillaga um, að verðlag og vísitala sé lækkað niður í það, sem var fyrir stríð, og að sú breyting gerist á ca. 3 árum. Markmið tillögunnar er: ,,að gengi krónunnar verði hafið upp úr því öngþveiti, gengisleys- is og gagnsleysis, sem hún nú er sokkin í, engum til gagns, en öll- um til óþurftar". Og enn segir: „Ef fastur grundvöllur yrði fenginn fyrir lækkun dýrtíðar- innar ár frá ári, væri það örugg- asta trygging atvinnuveganna og hagsæld ríkis og þjóðarinnar. Áhugasamir dugnaðarmenn yrðu þá hugdjarfari og öruggari að auka atvinnutæki sín og stofna lil nýrrar atvinnu og iðnaðar. En það væri jafnframt bezta og öruggasta vörnin gegn stórfelldu atvinnuleysi, sem allir óttast nú og ékki að ástæðulausu." Hér er í stuttu máli, en greini- lega, lýst þeirri skoðun, sem al- mennust mun vera um lausn dýrtíðarmálanna. Við skulum nú athuga betur, hvort sú leið, að láta allt verðlag lækka niður í það, sem var fyrir núverandi styrjöld, muni reynast þjóðinni eins hagsæl og menn gera sér vonir um. öryggi eignarréttar, með tilliti til lánsfjár og skulda. * Peningar eru notaðir til að fullnægja tvenns konar þörf við- skipta á milli manna: Þeir eru notaðir sem mælikvarði á verð- gildi vinnu, vinnulaun. Lífs- þarfir, svo sem vörur, húsnæði o. fl.» er síðan metið til peninga- verðs og látið gegn greiðslu í peningum. Á þennan hátt þjóna peningarnir framleiðslu og dreif- ingu verðmæta. Viðskiptin ger- ast á líðandi stund. Verðgildi vöru og peninga er jafnt, þar sem seljandi vörunnar getur aft- ur framleitt eða keypt sömu vörutegund fyrir sama verð. Á þessu sviði fullnægja pening- arnir fullkomlega hlutverki sínu. 1 öðru lagi eru peningar notaðir gegnum lánaviðskipti sem mæilkvarði til geymslu á gildi verðmæta. Þessi viðskipti gerast á lengri eða skemmri tíma samkvæmt gerðum samn- ingum. Á þessu sviði fullnægir það peningakerfi, sem nú er not- að, alls ekki hlutverki sínu. Á umbrotatímum slíkum sem við nú lifum, getur verðgildi mynt- ar breytzt stórkostlega frá þeim tíma, sem lán er veitt, þar til það er endurgreitt. Viðskiptin geta orðið svo ójöfn, að um full- komið rán verðmæta sé oft að ræða. Þessi viðskipti eru i eðli sínu ósamrímanleg ríkjandi réttarfarshugmyndum vorum. — Sparifjárinnstæður, verðbréf eða annað lánsfé, sem til var á árunum fyrir núverandi styrjöld, og sem kemur aftur í hendur eigenda á verðbólgutímanum. hefir þá rýrnað að verðgildi um þrjá fjórðu hluta þess sem það áður var.* Á sama tíma og á sama hátt hafa gamlar skuldir endurgreiddar á verðbólgutím anum fallið um þrjá fjórðu hluta upprunalegs verðgildis. Nú hafa myndazt nýjar sparifjár- innstæður á verðbólgutímanum, að tölum til langt fram yfir það, sem áður hefir þekkzt hér á *Þótt vísitalan sýni aðeins 260 stig, virðist flestum, að verðlag sé nú fer- falt hærra en fyrir stríðið. landi. Og nýjar skuldir hafa einnig myndazt í stærri mæli- kvarða en áður. Það eru skuldir vegna nýrra húsabygginga, nýrra atvinnufyrirtækja, nýrra raf- virkjana, hitaveitu Reykjavíkur o. fl. Og nú þarf tafarlaust að hefja nýsköpun atvinnuveganna sem verðbólgan hefir valdið, ef það er enn leiðréttanlegt. En það verður ekki bætt með nýju og enn meira ranglæti. 1 þessu sambandi vildi eg benda mönn- um á að kynna sér rit um „Lög- skráð dagsgengi miðað við fasta stofnkrónu", eftir Böðvar Bjark- í stærri stíl en nokkru sinni fyrr., an. Lækkun verðlagsins frá því, sem > nú er, þegar hinar nýju spari- fjárinnstæður og nýju skuldirj hafa myndazt, niður á það stig, sem var fyrir verðbólgutímann, Jjýðir óréttmælan og stórkosUeg-, an eignaflutning verðmæta milli manna. Nýmyndaðar skuldir og innstæður endurgreiðast með ferföldu verðgildi.* Það er rétt og skylt að bæta það eignatjón, Einnig mætti benda á, að Láns- og leigulög Bandaríkjanna sniðganga peningakerfið sem verðmiðil. Þau lán eiga að end- urgreiðast með jafnvirði í vör- um. Það ætti að vera ljóst, að hag Jjeirra manna og fyrirtækja, sem stofnað hafa til meiri háttar skulda á verðbólgutíma, er illa komið ,ef stórkostlegt verðfall á að verða lausn dýrtíðarmálanna. Það er ei vænlegt atvinnulífi þjóðarinnar, ef svo skal launa * Nokkur dæmi um breytilegt verð- gildi myntar: Maður, er nýstofnað hefir bú í sveit, fær að láni 10 ær hjá nágranna sínum, metnar til peningaverðs á kr. 1500. Að þrem árum liðnum ber hon- um að endurgreiða lán sitt kr. 1500. A sama tíma hefir verðlag aftur lækkað niður í það, sem var fyrir verðbólguna. Hann greiðir sömu upp- hæð í krónum, en til þess þarf hann þá að selja 40 ær. Annar maður á 1 milljón kr. í sparisjóði og notar það eigi fyrr en verðlag hefir lækkað nið- ur í 1/4 hluta þess sem nú er. Hann hefir þá eignazt verðmæti sem jafn- gilda 4 milljónum króna, pamkvæmt núverandi verðlagi. Án minnsta til- /erknaðar, annars en að láta inn- stæðu sína bíða eftir verðfallinu, hef- ir hann aukið eign sína um verðmæti ið upphæð 3 milljónum króna (mið- að við núverandi verðlag). Nú má eignast 10 íbúðarhús fyrir aina milljón kr. Eftir verðfallið, 40 sams konar hús. Fyrir þá, sem eiga spariféð í bönkunum nú, er verðfallið íuðveldasta leiðin til auðssöfnunar, til að leggja undir sig þjóðarauðinn íllan. Hin vinnandi alþýða þessa 'ands og málsvarar hennar verða að skilja þetta. dugnað og áræði. Um 30% af íbúum hinna stærri kaupstaða búa nú í nýbyggðum eða ný- keyptum húsum. Leiga eða hús- næðiskostnaður þessa fólks mun vera um þrefalt hærri en hin lög- verndaða leiga gamalla húsi, sú sem vísitöluútreikningurinn byggist á. Það er einkum ungt fólk, sem nýmyndað hefir heim- ili og það, sem hefir flutt búferl- um ,er búa verður við þessi hús^ næðiskjör. Þótt verðlag og vísi- tala lækki, mun þessi húsaleiga haldast fyrst um sinn. Það er nú þegar brýn nauðsyn, að ástæður þessara manna verði teknar til greina í gegnum útreikning vísitölunnar. En ef enn á að kreppa kjör þeirra með lækkaðri vísitölu, eru það engin sældar- kjör, sem hið unga, fullvalda, ís- lenzka lýðveldi býr verðandi borgurum sínum. Öryggi atvinnulífsins. Hér að framan hafa verið færð SOGN OG SAGA Þjóðfræðaþættir „Dags“ Hei thu-strandið við Hvanndali 1888. [Skrásett af Jóni Jóhannessyni fiskimatsm. Siglufirði. Eftir frásögn Sigurð- ar, Guðmundssonar frá Vatnsenda, 1942, en hann var vinnumaður í Vík í Héðinsfirði þegar strandið varð, — þá 18 ára gamall]. Haustið 1888 var óstillt og illviðrasamt. — Gránufélagið hafði þá mikla verzlun á Siglufirði. Aðallega byggðist sú verzlun á há- karlaútgerðinni, sem þá stóð hér enn í talsverðum blóma, þótt hafískárin næstu þar á undan hefðu nokkuð kippt úr henni. Gránufélagið var hér að kalla mátti eitt um hituna, því önnur fastaverzlun en þess, var hér ekki þá; aðeins kom hér eitthvað af lausakaupmönnum, hinum svokölluðu „spekulöntum“, og var það aðallega skonnortan „Haabet" frá Borgundarhólmi, sem um mörg ár hafði siglt hingað til Siglufjarðar, legið hér yfir sumar- tímann og verzlað við landsmenn. Þótti „Haabet" flytja góðar vörur og selja þær sanngjörnu verði. Verzlun Gránufélagsins á Siglufirði var ekki einskorðuð við Siglufjörð né heldur við sjávarafurðirnar. Ólafsfjörður, Héðins- fjörður og Fljótin, og jafnvel alllangt inn eftir austurkjálka Skaga- fjnrtferini, sóttu þá verzlun í Siglnfjörð. Fékk þv< Gránufélagið einnig talsvert af landbúnaðarafurðum, og á Siglufirði var þá talsverð fjártaka á haustin.1) Gránufélagið átti sjálft þau skip, er það haíði í förum landa i milH. Það voru skonnortur. Sumar þeirra frönsk fiskiskip, sem höfðu strandað hér við land, félagið keypt og náð á flot aftur. Flest munu þessi skip hafa verið um og yfir 100 smálestir. — Eg man eftir Gránu, Rósu, Christine og Herthu, sem ræðir um í frá- sögn þessari. Vorið 1888 var kalt. Hafísinn lá við Norðurland fram í júni- mánuð. Úr þessu bættist þó nokkuð er fram á sumarið kom, en þó mun afkoma manna á Norðurlandi hafa verið fremur léleg. — Haustið var harðviðrasamt. Hertha lá hér á Siglufirði fram eft- ir haustinu og beið eftir haustvörunum. Hún lagði í haf héðan 24. október, og hélt austur með landinu. Sennilega hefir hún ekki verið komin lengra en austur á Grímseyjarsund eða austur í Skjálfandaflóann um nóttina, þegar veður brevttist snögglega. Gekk að með norðan eða norðaustan storm með dimmviðris bleytuhríð og stórsjó, og hélzt hríðin í viku og setti niður allmik- inn snjó, en frostlítið var oftast. Skipstjóri á Herthu var Hans Petersen, sem síðar var lengi skipstjóri á Rósu. Voru þeir, hann og Lauritz Petersen skipstjóri á Gránu, synir gamla Petersens, fyrsta skipstjórans á Gránu (Framhald). ') Árið 1902, man sá er þetta ritar, að fastir reikningsmenn við Gránufél.- verzlunina & Siglufirði voru um 720, og mun um helmingur þeirra hafa ver- hftwttir i þ*»ium iv«itu». rök fyrir óréttmætum eigna- flutningi milli manna, sem verð- breytingar valda. Auðvitað hefir slíkt stórkostleg áhrif á atvinnu- lífið. Nýsköpun atvinnutækja er alltaf að meira eða minna leyti háð lánsfé. En hér kemur fleira til greina. Aðstaða okkar til við- skipta út á við breytist skyndi- lega, Jaegar stríðinu lýkur. Þá hefjast aftur óhindruð viðskipti við þau lönd, sem næst liggja, og þar sem verðlag hefir breytzt miklu minna en hér. Með óbreyttu gengi verður þá kaup- máttur okkar eigin gjaldeyris stórum meiri á erlendum mark- aði en gegn vörurri framleiddum innanlands. Inn í landið verða keyptar vörur, sem okkar eigin iðnaður er nú farinn að fram- leiða með góðum árangri. Verð þeirra mun verða svo lágt, að innlenda framleiðslan verður þá ósamkeppnisfær. Hægfara lækk- un vísitölunnar (þótt hún væri framkvæmanleg) myndi ekki bjarga aðstöðunni. Mörg okkar ungu iðnfyrirtækja munu fyrr hafa gefizt upp. Nýsköpun at- vinnufyrirtækja undir slíkum aðstæðum er eigi líkleg. Eina leiðin til að bjarga okkar inn- lenda iðnaði er að nota gengis- lækkun til að jafna þann að- stöðumun, sem hin mikla verð- bólga hefir skapað. Þar sem iðn- aður okkar er enn ungur og ekki fullþroskaður, þolir hann alls ekki að kaupmáttur okkar eigin myntar sé meiri gegn erlendum vörum en innlendum. Aðstaða {reirra atvinnugreina, sem fram- leiða vörur til sölu á erlendum markaði, verður engu betri. Sala á landbúnaðarvörum á erlend- um markaði er vonlaus, nema gengislækkun komi til hjálpar. Framleiðslukostnaður á þessum vörum er nú svo hár. Svipað mun mega segja um sjávarútveg- inn. Þótt aðstaða hans á þessu sviði sé miklu betri, mun einnig hann lenda í óþolandi kreppu, nema gengislækkun komi þar enn til hjálpar. Verzlunarfyrir- tæki munu verða fyrir miklum áföllum af lækkandi verðlagi. Verðgildi vörubirgða getur rýrn- að stórkostlega, einkum ef verð- breyting kemur skyndilega. Niðurlag. Hvort sem litið er á öryggi eignarréttar eða öryggi atvinnu- lífsins verður það rökrétt álykt- un, að núverandi verðlagi ber að halda sem minnst breyttu. Þegar aðstæður viðskipta okkar við aðrar þjóðir breytast, ber að nota gengisbreytingu sem jafn- vægisslóð. Lækkandi verðlag mun skapa þjóðinni innbyrðis ófrið, atvinnuleysi og hvers kon- ar óáran. Réttlát stjórn skapar frið. En friður veitir þegnum og þjóðfélagi hagsæld. Það er talað um að nú skulu menn slá af kröfur. Nei, þjóðin þarf að gera meiri kröfur um fullkomið rétt- læti og starf handa hverjum manni, sem vill og getur unnið. Aðeins það er menningarþjóð- félagi samboðið. Aldrei áður hefur íslenzka þjóðin haft aðra eins möguleika og nú, til meiri starfa og aukins þroska. Það er á ábyrgð þjóðarinnar, en aðeins á valdi þings og stjórnar, hvern- ig aðkallandi vandamál hennar 1 verður leyst, — hver verða hin , iyniM ipor okkar unga lýðveldii,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.