Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR DAGUR N Ritstjóm: Ingimar Eydal, Jóhann Frímann, Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Sigurður Jóhannesson. Skrlístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Erindi fulltrúaráðsins pULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélaganna á Akur- eyri hefir að undanförnu unnið að því að afla ábyggilegra upplýsinga um atvinnuhagi verkamanna í bænum. Við athugun þessa hefir komið í ljós, að rösklega 2 hundruð verkamenn eru hér atvinnulausir eða því sem næst, af um 7 hundruð verkamönnum alls, og hefir það ástand haldizt óbreytt að mestu síðan snemma í nóvem- bermánuði sl., eða um 2ja mánaða skeið. Flestir atvinnuleysingjanna eru daglaunamenn eða sjó- menn, og mætti e. t. v gera sér vonir um, að eitt- hvað raknaði úr fyrir hinum síðar nefndu a. m. k. þegar kemur fram á vetrarvertíðina. — Hvað snertir atvinnuhagi kvenna, virðist naumast vera um atvinnuskort að ræða, að því er segir í skýrslu fulltrúaráðsins. Fulltrúaráðið hefir nú sent bæjarstjórn þessa skýrslu sína með rökstuddum tillögum og grein- argerð. Er þar skorað á bæjarstjórn að Iáta nú þegar eftir áramótin fara fram ítarlega athugun á því, hvaða nýjar framkvæmdir sé tiltækilegt að ráðast í, sem haft geti varanleg áhrif til útrýming- ar atvinnuleysinu, og verði í jrví skyni áætlaðar sérstaklega upphæðir á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1944. Fulltrúaráðið bendir á nokkur verkefni, er það telur helzt koma til greina í þessu sambandi. Eru þau í sem skemmstu máli þessi: Rekstur tunnuverksmiðju með nýjum vél- um og föstu starfsliði. Umbætur við höfnina (ný dráttarbraut, bátahöfn og stækkun hafnarbryggj- unnar). Aukin ræktun bæjarlandsins og stuðn- ingur við þá, er það nytja. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því, að aukin verði útgerð úr bænum, og keypt a. m. k. 2—3 ný fiskiskip hentug til útgerð- ar héðan. Ennfremur láti hún fara fram ítarlega rannsókn á möguleikum fyrir auknum fiskiðn- aði hér. Og að lokurn verði allt gert, sem hægt er, til þess að áburðarverksmiðja verði reist hér á Akureyri, ef ríkið ræðst í það fyrirtæki. Um erindi fulltrúarráðsins í heild er óhætt að segja það að þessu sinni, að allt er það samið og stílfært í þeim anda, að sýnt er, að með því hyggst fulltrúaráðið að gera sitt til þess, að bæjarfélagið snúist af sinni hálfu skynsamlega og gætilega gegn þeim vanda, sem aðsteðjandi atvinnuleysi leggur nú ekki aðeins við dyr þeirra, er stopul- asta hafa atvinnuna, heldur allra bæjarbúa. Álit fulltrúaráðsins virðist að þessu sinni ekki fram- komið til þess að vekja úlfúð og flokkadrætti með ósanngjörnum og fyrirhyggjulausum kröf- um og ýfingum, heldur er þar á kurteislegan og ábyrgan hátt rætt um sameiginleg og alvarleg vandamál allra borgara bæjarfélagsins, rökvíslega og hógværlega. Er þess að vænta, að bæjarstjórn bregðist hið bezta við þessari málaleitan, því að það er hverju orði sannara, sem segir í erindi fulltrúaráðsins, að „atvinnuleysið er ekkert einka- mál þeirra einstaklinga, sem fyrstir verða fyrir því, eða verkalýðsstéttarinnar einnar, heldur hef- ir það óhjákvæmilega mjög lamandi áhrif á allt athafna- og viðskiptalíf í.bænum." Það er hörmulegt til þess að vita, að aðalörðug- leikarnir á því að útrýma atvinnuleysinu endan- lega á næstu árum og koma fótum undir styrkt og heilbrigt atvinnulíf í landinu, skulu vera runnir undan rifjum þeirra manna, er hafa talið sig tala og greiða atkvæði á þingi þjóðarinnar í nafni verkalýðsins. Munu þau viðhorf rædd nolrkru n^nar f næ*ta þl^Si. Frmkvæmdastjóri U. N. R. R. A. HERBERT H. LEHMAN, (til vinstri), tyrrv. ríkisstjóri í New York, var kjörinn framkvæmdastjóri hjálparstoínunar sameinuðu þjóðanna á ráð- stefnunrti í Atlantic City. Hann hlaut aikvæði allra 44 þjóðanna (ísland með talið). Maðurirm t. h. á myndirtni er ACHESON, deildarstjóri í ameríska utanríkisráðuneytinu. Gosdrykkurinn á pela Kiljans. QKÁLDIÐ frá Laxnesi skrifar enn leiðbeiningar sínar um málefni ís- lenzks landbúnaðar í síðasta hefti „Tímarits Máls og menningar“. Nefn- ist hugvekja þessa landbúnaðarfröm- uðar að þessu sinni: „Ómyndarskap- urinn i landbúnaðarmálunum". Ræðir þar fyrst um framleiðslu kindakjöts, sem skáldið upplýsir, að íslenzkir bændur framleiði „af heimsku og blindni“, og þykir því hart, að stjóm- arvöld landsins skuli enn leitast við „að tröða íslenzku kindakjöti upp é brezka neytendur, sem fúlsa við þvi, jafnvel á sultartimum eins og nú“. — Þá segir ennfremur í grein þessa sér- fræðings kommúnista um landbún- armál: — „Við kindakjötsframleiðsl- una keppa klepptækir hrossakjöts- framleiðendur, sem leggja undir sig Ríkisútvarpið og láta æpa þar seint og snemma út yfir landslýðinn: hrossakjöt, hrossakjöt, hrossakjöt, og gengur sú óskemmtun fram eftir öll- um vetri".--------- Á ÞYKIR skáldinu það stórlega vítavert, að hinir „klepptæku", íslenzku bændur skuli bregðast þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að birgja inn- anlandsmarkaðinn á öllum tímum árs af nægilegu magni mjólkur og smjörs. Mun sú ádrepa aðallega miðuð við blómaskeið landbúnaðarins að entu þessu eindæma sólríka og hagstæða sumri, með öllu því geysilega fram- boði á ódýrum og nægilegum vinnu- krafti til þess að stunda búskapinn, — sem fallið hefir svo ríkulega í skaut bændanna á þessum síðustu og beztu tímum! Einkum og sér í lagi mun skáldinu þykja þetta dæmafár og óafsakanlegur slóðaskapur af hin- um ,Klepptæku‘ sveitamönnum, þegar það lítur á allt það, sem flokksbræður þess — kommúnistamir — hafa gert til þess að beina fólksflutningunum í Iandinu út til framleiðslustarfanna í sveitunum og veita bændunum marg- háttaðan stuðning og hvatningu i striti þeirra og búskaparbasli! — Seg- ir um þetta efni orðrétt í grein skálds- ins: — „Nú á aðalmarkaðstímanum í sumarlok bregður svo við, að mark aður er snauður að algengustu af urðum til daglegrar neyzlu. Svo naumt hefir verið um mjólk, að sá litli pír- ingur, sem til er, hefir iðulega verið afgreiddur út úr mjólkurbúðunum undir lögregluvemd, en mæður, sem höfðu ekki lánið með sér, h'afa orðið að gefa bömunum gosdrykki á pel- ann“. Rökvfsi búvísindakennarans. ^KKT VERBUR imi« *L nefndri grein þessa ágæta búvís- indamanns kommúnistaflokksins, en að hann kenni mjólkurskortinn aðal- lega þeirri skammsýni löggjafans, að „verðlauna einyrkja í fjarsveitum, sem kunna lítt eða ekki til nautgripa- ræktar og mjólkurframleiðslu (það er annað en Kiljan!) fyrir að framleiða mjólk. ... “ Og framleiðslan fer líka eftir því, hvemig til hennar er stofn- að: — Mjólkin „nálgast oft að heita óþverri, þegar hún er komin á mark- að í höfuðborginni, skítug, mögur, fjörefnalaus, súr og fúl“. — Þó skarar rökfræðingurinn fyrst fram úr sjálf- um sér í þessari spaklegu og sam- ræmdu hagfræðilegu athugun: — „Nokkrir pokar af kartöflum voru seint í sumar seldir við slíku verði, að þeir sprengdu upp vísitöluna um 15 stig. Nú er mér sagt, að almermur uppskerubrestur á kartöflum verði til þess að lækka vísitöluna aftur um 7 stig“.(!) (Leturbr. hér). — En synda- ferill „löggjafans“ er svo sem ekki allur, þótt þetta sé talið, sem nú var nefnt. Kiljan upplýsir ennfremur í grein sinni, að þessi bölvaður „lög- gjafi" haldi enn „fast við þá skipun að hóta mönnum sektum og tukthúsi fyrir að framleiða góðar og ódýrar mjólkurvörur á nýtízku búum : ná- grenni stærstu neytendasvæð- anna“. (!) „10 ára áætlun“ kommúnistanna í landbúnaðarmálum er — jarð- ræktarlögin gömlu, óbreytt! gÚVÍSINDAMAÐUR kommúnista, skáldið frá Laxnesi, hefir margt fleira fróðlegt og skemmtilega að segja mönnum um hagi og horfur í ís- lenzkum landbúnaðarmálum og menningu, kunnáttu og sálarþroska bændanna — í þessari grein sinni í tímaritinu, sem kennir sig við mál og menningu. Allt er það mjög á sömu bókina lært, og hallast hvergi á milli vitsins og þekkingarinnar annars vegar, en prúðmennskunnar og hóg- værðarinnar í rithættinum hins veg- ir. Höfuð-ályktunarorð Kiljans um slenzkan landbúnað eru þessi: „Mun vera leitun á þvílíkri eymd í rekstri itvinnuvegar, þótt farið sé um alla iörðina.“ — Fer sú ályktun einkar vel í munni fulltrúa þess flokks, sem á þessum vetri hefir á Alþingi samfylkt við íhaldið um að drepa hinar stór- merku tillögur Framsóknarflokksins um nýskipan landbúnaðar — og jarð- ræktarmálanna í landinu með þeim forsendum — eins og segir orðrétt í nefndarálitinu — að núgildandi jarð- rœktarlög séu „næglleg 10 ára áætl- m»" lydr <»!»iuk»« UnrfbántRfl!) Fimmtudaginn 13. janúar 1944 Kuldinn og hlýju fötin. Það væri synd að segja að hlýindi hafi verið mikil þessa dagana! En hvérnig getum við vænzt slíks á íslandi í janúarmánuði? Vetur konungur hefir áreiðanlega haldið inn- reið sína, með frosti og fannkomú og öðru, er honum fylgir. Enginn ætti að láta sér bregða, þó að kuldar herji hér um hávetrarmánuðina, en gera, i þess stað, eitthvað til þess að verjast honum. Ekki tjóar að klæðast sama fatnaðinum, og við notuðum yfir sumar- og haustmánuðina, því að það endar aðeins með kvefi eða einhverju enn vcrra. — Við ættum því strax á haustin að búa okkur undir það, sem koma skal, svo að allt sé til og hægt sé að breyta um klæðnað fyrsta frost- daginn. Því að ekki þarf manninum að verða nema einu sinni of kalt, til þess að varanlegt tjón á heilsu hans hljótist af. Þess vegna megum við ekki haga klæðnaði okkar eingöngu eftir er- lendri tízku, heldur eftir árstíðunum. Sumar ungar stúlkur eru ófúsar á að klæðast þykkum fatnaði, sérstaklega ullarfatnaði. „Þetta gerir okkur þreknari," segja þær. En þetta er mikill misskilningur. Stöðug ofkæling fótleggja eða handa t. d., gerir þessa líkamshluta með tímanum þreknari en þyKkar ullarfllkur. Ef umhverfið er mjög kalt, og líkaminn verður fyrir snöggri ofkælingu, gerir hann gagnráðstaf- anir, án þess að við vitum um það (sama er að segja qm ofhitun). Vamir líkamans gegn ofkæl- ingu eru fólgnar í því, að h^ræðar húðarinnar dragast saman, og um þær fer miklu minna blóð- magn en áður. Á þennan hátt er blóðið varið of- kælingu. Smám saman myndast svo fitulag til varnar kuldanum. Þess vegna er hlýr fatnaður, og þá sérstaklega ullarfatnaður, nauðsynlegur og sjálfsagður í vetrarkuldanum. Þetta atriði ætti hver stúlka að festa sér vel 1 minni. Nú veit eg að þið segið, að ullarvörur og ullar- garn séu illfáanlegur vamingur um þessar mund- ir. En hvers vegna eigum við þá ekki að nota ís- lenzku ullina? Okkur finnst hún gróf og ljót, eg veit það. En við getum áreiðanlega vanizt henni, og hún ætti einmitt að vera okkar helzta skjól nú í kuldunum. Ætli ensku stúlkunum þyki fallegir baðmull- arsokkarnir, sem þær verða að ganga i á meðan ófriðurinn stendur og kannske lengur? Eg hugsa ekki. En þær gera það samt af því að það er þjóð- arnauðsyn. Silkið þarf að nota í annan og „nauð- synlegri" varning. Því ættum við þá ekki að ganga í íslenzkum ullarsokkum, þó að okkur þyki önnur ull ákjósanlegri, þar eð íslenzka ullin er fullt eins mikill hitagjafi og erlend ull? Svo höf- um við silkisokkana, sem ensku stúlkurnar fá alls ekki, til þess að „stássa okkur með“, þégar hlýnar í veðri. Þær ensku ganga í baðmullarsokkum af því að þess er krafizt af þeim, — þjóðarbúið krefst þess, en við ættum að láta skynsemina krefjast þess af okkur, heilsu okkar vegna. Hugsið ykkur, hvað lopinn er hlýr og góður til margra hluta. — Það má nota hann margþættan í peysur, húfur, leista og þ. h., en einþættan eða tvíþættan í nærfatnað. Sterkari reynist hann, ef snúið er upp á hann lítið eitt, eða einn þráður af bandi lagður með. Ullarfötin eru tvímælalaust það bezta, sem við getum klæðzt í frostunum, og þau eru síður en svo ljót. „Það er einhver munur að sjá stúlkur í ullar- sokkum og með ullarvettlinga í frostunum, held- ur en að mæta þeim í silkisokkum og með þunria hanzka,“ sagði ungur maður við mig á dögununt, „því að maður getur ekkert annað gert en sár- vorkennt þessum helbláu vesalingum!" Þarna höfum við álit eins ungs manns — og ætli sé ekki eitthvað svipað um fleiri? Stúlkur! Við skulum nota ullina okkar is- lenzku og skammast okkar ekkert fyrir hana — hún er þjóðleg og það sem mest er um vert, hún er hlý. 10. jan. 1944.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.