Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS —&s== Enn kyngdi niður snjó hér norðanlands, sérstaklega um sl. helgi. Norðan stórhríð var mest" an hluta sl. laugardags. Frost voru mikil. Gott skíða£æri, í fyrsta sinn á þessum vetri,var um helgina. Nú er komin sunnanátt og þýðviðri. * Atvinnumálaráðuneytið aug- lýsir, að undanfarið hafi> fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar, far- ið fram athuganir á því, hvort fiskiskip mundu fást smíðuð í Svíþjóð fyrir íslenzka útvegs- menn. Hafa sænsk stjórnarvöld þegar leyft smíði 45 skipa og er von um að leyfi fáist fyrir smíði fleiri skipa. Útvegsmenn, sem hug hafa á að fá þessi nýju skip, geta sótt umþaðtilráðuneytisins. * Fulltrúaráð verklýðsfélaganna hér á Akureyri hefir sent bæjar- stjórn erindi um atvinnumál bæjarfélagsins og tillögur til úr- bóta. Segir í erindinu,~að félags- bundnir verkamenn og iðnaðar- menn í bænum séu 980 að tölu. Við athugun hefir komið í ljós, að 205 karlmenn hér eru at- vinnulausir eða því sem næst, en næg vinna er fyrir kvenfólk. Fulltrúaráðið gerir síðan tillög- ur um úrbætur, Þessi mál öll eru nánar rædd á 4. síðu blaðsins í dag. * Skákþingi Norðlendinga er lokið. Jón Þorsteinsson. Skákfé- lagi Akureyrar, sigraði og hlaut titilinn skákmeistari Norður- lands í þriðja sinn í röð. Sjá nán- ar í skákdálkinum á 6. bls. * Framsóknarfélag Akureyrar hefir ákveðið að efna til árshátíð- ar, laugardaginn 29. janúar n.k. í Samkomuhúsi bæjarins. * I þessu blaði hefst nýr þáttur, er nefnist Sögn og saga — þjóð- fræðaþáttur „Dags". Er svo til ætlazt, að hann komi eftirleiðis í hverju blaði og flytji ýmis kon- ar þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þætti um einstaka menn o. fl. þ. u. 1. Fyrst um sinn verða í dálki þessum birtir áður óprentaðir þættir úr handritasafni Árna Bjarnarsonar bókaútgefanda á Akureyri. * Templarar hér í bænum höfðu fjölbreytt hátíðahöld 9. og 10. janúar í tilefni af 60 ára afmæli Reglunnar. Á sunnudaginn hóf- ust hátíðahöldin með skrúð- göngu templara að húsi Frið- bjarnar Steinssonar, brautryðj- anda Reglunnar hér og síðan var hlýtt á messu í kirkjunni. Síðar um daginn var fjölþætt samkoma í Nýja-Bíó, en um kvöldið samsæti templara í Skjaldborg. Afmælisins var minnzt í Menntaskólanum og Gagnfræðaskólanum. Á mánu- dagskvöld var hátíðafundur í stúkunni ísafold'Fjallkonan. — Voru þar fluttar margar ræður og lesin heillaskeyti. En auk þess mörg skemmtiatriði á dagskrá. Lárus Thorarensen var kjörinn hciðunfélagi. ¦™y j^^^^b™í XXVII. árg. Akureyri, fimrntudaginn 13. janúar 1944. 2. tbl. VERZLUNIN 30% MEIRI AÐ KRONUTALI EN ÁRIÐ 1942 SENNILEGT AÐ HÁMARKI SÉ NÁÐ Félagsráðsfundur K. E. A. Skýrsla Jakobs Frímannssonar pÉLAGSRÁÐSFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn hér í bænum sl. þriðju- dag. Fundinn sóttu deildarstjór- ar félagsdeildanna, kjörnir full- trúar, og stjórn félagsins og framkvæmdastjóri. Jakob Frímannsson flutti skýrslu um verzlun og afkomu K. E. A. á sl. ári. Fórust honum svo orð m. a.: Enn hefir vörusalan aukizt nokkuð frá því sem var 1942, en þó er sú aukning mikið minnien verið hefir undanfarin ár eftir að stríðið byrjaði og fram að 1943. — Setuliðsviðskiptin hafa átt talsverðan þátt í aukinni vörusölu, en nú mega þau heita horfin með öllu frá síðastliðnu hausti. — Er því augljóst, að nú þegar er mikið farið að draga úr við- skiptum og vafalaust fara þau minnkandi á þessu nýbyrjaða ári. — Kaupgetan virðist þó enn vera engu minni en undanfarin ár, en vöruþurrð er nú farin að gera talsvert vart við sig. — Eftir síðustu fregnum að dæma frá Ameríku eru nú flest allar iðnað- arvörur það smátt skammtaðar þar, bæði innanlands og til út- flutnings ,að gera verður ráð fyr- ið stórlega minnkandi innflutn- ingi á þessu ári. — Birgðir' hér innanlands eru nú sem óðast að ganga til þurrðar og er þá aug- ljóst að verzlunin hlýtur að drag- ast saman að miklum mun. — Hrávörur til innlenda iðnaðar- ins hafa enn fengist innfluttar næstum eftir. þörfum, en nú fyr- ir fáum dögum höfum við feng- ið tilkynningu um, að einnig þær vörur verða takmarkaðar stórkostlega þetta ár. — Heildar-vörusalan í búðum félagsins á Akureyri og í útibú- unum við fjörðinn nam um kr. 13.7000.000.00. - Að auki hefir kjötbúðin selt vörur fyrir kr. 1.800.000.00. - Miðstöðvar- og hreinlætistæki hafa verið seld fyrir kr. 942.000.00. - Lyfjabúð- in hefir selt vörur fyrir kr. 453.000.00. - Kol og salt hefir verið selt fyrir kr. 1.159.000.00. Brauðgerðin hefir selt brauð og mjólk fyrir kr. 1.250.000.00, en nokkrar af útsölum brauðgerðar- innar hafa útsölu á mjólk fyrir mjólkursamlagið. Sala á smjör- líki og efnagerðarvörum nam 'um kr. 1.220.000.00 frá verk- smiðjunni. —, Sápuverksmiðjan „Sjöfn" og kaffibætisverksmiðj- an „Freyja" seldu sínar fram- leiðsluvörur fyrir um kr. 1.260.000.00. - Samanlögð sala allra þessara starfsgreina nemur því tæplega 22 milljónum og nemur það um 30% auknihgu frá árinu 1942. Framleiðsla sjávarafurða varð (Framhald á 8. síðu). Alþingi íslendinga var sett sl. mánudag með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson prédikaði. — Eins og kunnugt er, er Alþingi hvatt saman að þessu sinni til þess að ganga frá skilnaðaryf- irlýsingu við Dani og stjórn- arskrá fyrir nýtt lýðveldi á ís- landi. Verður þetta því senni- lega eitt hið merkasta og ör- lagaríkasta þing í sögu þjóð- arinnar og ekki ólíklegt, að það verði síðar nefnt þjóð- veldis- eða lýðveldisþingið. — Er þess óskandi, að Alþingi beri giftu til að skipa þessum málum á sem heillavænlegast- an og sæmilegastan hátt, svo að ráðstafanir þess í fullveld" ismálunum megi endast þjóð- inni til gæfu og sóma um langan aldur. Nautgripastofn eyf irzkra bænda í mikilli framför á síðustu árum Frá aðalfundi Samb. nautgriparæktarféL í Eyjafirði nÐALFUNDUR Samb. naut griparæktarfélaga Eyjafjarð ar var haldinn á Akureyri fimmtudaginn 16. des. s.l. Fyrir fundinum lágu skýrslur yfir þau 13 ár, sem sambandið hefir starfað. Skýrslurnar sýndu, að kúm hefir lítið fjölgað hjá sambands- mönnum síðustu árin, þótt fjölg- unin frá byrjun sé orðin mikil. Fyrsta starfsár sambandsins 1930 eru fullmjólka kýr á skýrslu 653, eri síðasta árið, 1942, em þær 1056. Meðal ársnyt fullmjólka ku,a hefir aukizt mikið og mest síð- ustu árirt. Ef borin eru saman fyrsta og síðasta árið, verður meðaltal allra fullmjólka kúa i samband- inu: 1930 mjólk 2691 kg. .3.60% fita eða 9682 fitueiningar. 1942 mjólk 3048 kg., 3,64% fita eða 11105 fitueiningar. Aukning mjólk 357 kg„ 0.04% fita eða 1423 fitueiningar. Sé reiknað með að bændur fengju 30 aura fyrir fitueining- una, gefur meðalkýrin árið 1942 (Framhald á 8, «Í0«). Kvenfélagið Fram- tíðin 50 ára Hef ir stutt drengilega ýmis menningarmál bæjarfélagsins Kvenfélagið „Framtíðin" hér í bænum er 50 ára í dag, stofnað 13. janúar árið 1894. Akureyri var þá smábær, íbúatalan um 600, og bjuggu menn í tveimur aðskildum bæjarhlutum, Akur- eyri og Oddeyri, og var ógreið- fært í milli. Tilgangur félagsins var „að gjöra gott fátækum börnum og styrkja bágstadda í Akureyrar- bæ", eins og segir í lögum félags- ins. Hefir félagið alla tíð síðan unnið að þeim málum með ráð- um og dáð. Fyrsta formaður fé- lagsins var frú Þorbjörg Stefáns- dóttir, fyrri kona Klemenzar Jónssonar sýslumanns. Af stofn- endum lifa þrjár konur 50 ára af- mælið: Frú Dómhildur Jóhann- esdóttir, frú Alma Thorarensen og frú Nicoline Christensen. Eitt hið fyrsta mál, er félagið beitti sér fyrir, var ekknasjóður, — til styrktar ekkjum og munað- arlausum. Vakti sú starfsemi mikla athygli og ánægju meðal bæjarbúa, en eins og ráða má af ummælum bæjarblaðanna frá (Framhttö 4 8. «í««). Fjárhagsáætlun Ak- ureyrarkaupstaðar 1944 Utsvörin 10% lægri en í fyrra pRUMVARP fjárhagsnefndar til fjárhagsáætlunar fyrir Ak- ureyrarkaupstað fyrir 1944 var til 1. umræðu í bæjarstjórn á síð- asta fundi fyrir nýár og verður væntanlega tekið til 2. umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn kemur. Niðurstöðutölur áætlunarinn- ar eru nær því þær sömu og árið 1943, eða kr. 2.578.700 - nú, en kr. 2.580.900 þá. Útsvörin nú eru þó lækkuð um nálega 10%, eða áætluð kr. 1.732.900 nú, en voru kr. 1.920.900 í fyrra. Útsvörin eru því áætluð tæpl. 200 þús. kr. lægri en í fyrra. Nýr tekjuliður á móti þessari lækkun er aðall. 100 þús. kr. frá setuliðinu til gatnaviðgerða. Þá eru nokkrir tekjuliðir áætl. ulsvert hærri en í fyrra, svo sem fasteignaskattur 20 þús. kr. hærri, tekjur af grjót- mulningi 30 þús. kr. hærri o. s. frv. Gjaldamegin eru þetta helztu liðirnir: Vextir og afborganir af lánum 245 þús. kr. Stjórn kaup- staðarins 158 þús. Löggæzla 69000, heilbrigðisráðstafanir 22 þús. Götuhreinsun o. þ. h. 91 þús., götur og byggingar 140 þús. Til verklegra framkvæmda 230 þús. Kostnaður við fasteign- ir og jarðeignir 73 þús., eldvarn- ir 45 þús., framfærzla 250 þús., sjúkratryggingar, ellilaun og ör- orkubætur 468 þús., menntamál 210 þús., framlag til sjúkrahúss-* ins 100 þús., til Gagnfræðaskól- ans 50 þús., til íþróttahússins 20 þús., til kvennaskóla á Ak. 25000, til Byggingarsjóðs Akur- eyrar (verkamannabústaðir) 50 þús. Méð frumvarpi þessu eru út- svörin lækkuð frá fyrri áætlun.í fyrsta sinn, því að undanfarið hefir það orðið svo, að útsvör in hafa hækkað jafnt og þétt ár frá ári þar til þau náðu hámarki í fyrra í tæpl. 2 millj. kr. Fjár- hagsnefndin virðizt hafa ályktað svo, að erfiðlegar muni ganga að innheimta há útsvör nú en i fyrra, eins og atvinnu- og af- komuhorfur eru og því stillt út- svörum i hóf, svo sem frekast er unnt vegna óhjákvæmilegra út- gjalda bæjarfélagsim,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.