Dagur - 20.01.1944, Síða 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 20. janúar 1944
DAGUR
Rltsijóm: Ingimar EydaL
Jóhann Frímann,
Haukur Snorrason.
Aígrelðslu og innheimtu annast:
Sigurður Jóhannesson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96.
Blaðfð kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Vafasamur gróði
jþAÐ MUN naumast leika á tveim tungum, að
afkoma vinnandi manna sé fyrst og fremst
tveimur meginskilyrðum bundin: Fyrst því, að
atvinna sé sem tryggust og stöðugust. En í annan
stað er nauðsynlegt, að káupmáttur þess gjald-
eyris, sem verkamaðurinn þiggur í vinnulaun, sé
sem mestur og veiti honum sem drýgstan skerf
nauðsynlegra og æskilegra lífsgæða. Segja má, að
hlutverk hvers menningarþjóðfélags sé ekki hvað
sízt það að tryggja öllum þegnum sínum rétt og
aðstöðu til þessara tveggja frumskilyrða. Hitt er
svo annað mál, hvort sanngjarnt og eðlilegt sé að
krefjast þess, að samfélagið sé þess megnugt að
veita öllum þegnunum þessa aðstöðu á þeim stað,
sem þeir kynnu helzt að óska — jafnvel einum
eða tveimur stöðum á landinu. Og loks er það
höfuðnauðsyn, að forráðamenn hinna vinnandi
stétta stimpist ekki alltaf á móti og leitist jafnan
við að kyrkja í fæðingunni hverja tilraun, sem
samfélagið kann að gera til þess að leysa þennan
vanda á eðlilegan og framsýnan hátt.
Á fyrstu árum yfirstandandi heimsstyrjaldar
gafst íslenzku þjóðinni stórfellt tækifæri til þess
að koma atvinnuvegum sínum — og þar með
grundvellinum undir fjárhagslegri og menning-
arlegri afkomu allra þegnanna um langan aldur
— í vænlegt og öruggt horf. Þetta var fyrst og
fremst hægt að gera með tvennu móti: Verðlagi í
landinu varð að halda niðri með öflugum ráð-
stöfunum á borð við það, sem bezt þekktist með
öðrum þjóðum í þeim efnum. Og í annan stað
var lífsnauðsyn, að þjóðfélagið tæki í sínar vörzl-
ur bróðurpartinn af stríðsgróðanum, til þess síð-
ar að efla atvinnulífið, auka skipastólinn, rækta
landið, reisa verksmiðjur og orkuver. Til þess að
þetta gæti tekizt, var höfuðnauðsyn, að pólitískur
friður héldist í Jandinu og sterk og einhuga
stjórn sæti hér við stýrið ófriðinn út. Framsókn-
arflokknum var þetta þegar ljóst, og hann lagði
fram sínar tillögur í samræmi við það. Og hann
ætlaðist til þess, að aðrir flokkar tækju höndum
saman við hann að koma þeim í framkvæmd og
leiðrétta þær og endurskoða, jafnóðum og reynsl-
an leiddi í ljós, að þær þyrfti breytinga með að
einhverju leyti. Því miður varð ekki þessi raun-
in á. Svokallaðir leiðtogar verkalýðsins kepptust
þegar frá upphafi við að brjóta niður hverja
hindrun, sem reynt var að leggja í götu sívax-
andi dýrtíðar — með þeim afleiðingum, að við
búum nú, að góðærinu entu, við þá ægilegustu
dýrtíð, sem þekkist í sögu þjóðarinnar frá önd-
verðu. Og atvinnuvegirnir eru því nær komnir
í þrot af sömu ástæðu og alls ólíklegir til þess að
standast samkeppnina á heimsmarkaðinum við
aðrar þjóðir, sem haldið hafa dýrtíð og fram-
leiðslukostnaði í skefjum hjá sér. Og í annan stað
tóku þessir sömu leiðtogar höndum saman við
íhaldið til þess að efna til þess magnaðasta stjóm-
málaófriðar og sundrungar í landinu, sem unnt
var að vekja á þessum hættulegu txmum, og efldu
þannig um eitt skeið til valda eina þá veikustu og
óhæfustu stjórn, sem nokkru sinni hefir setið
undir stýri þjóðarskútunnar. Og þess er skemmst
að minnast, að á síðasta þingi verzluðu þessir
sömu menn við íhaldið um nokkra auvirðilega
bitlinga sér til handa (endurskoðun landsreikn-
inga, síldarútvegsnefnd, stjórn síldarverksmiðja
ríkisins o. s. frv.), gegn því að koma í veg fyrir
allar tilraunir til þess að ná á síðustu stundu
nokkrum hluta stríðsgróðans úr höndum ein-
stakra manna til opinberra ráðstafana með hag
heildarinnar fyrir augum.
Það er hætt við, að verkamenn — og raunar
þjóðin öll — eigi eftir að súpa nokkuð beiskt og
ólystilegt seiði af þessu ráðslagi „verkalýðsfor-
ingjanna" svoncfndu á næstu timum.
Fiskiskip handa íslendingum —
byggð í Svíþjóð.
CÆNSKA ríkisstjórnin hefir veitt
íslendingum leyfi til að láta
byggja 45 fiskiskip þar í landi. Þetta
leyfi er þó þvi skilyrði bundið, að ís-
lenzka ríkisstjómin verði samnings-
aðili um smíði þessara skipa. — Skip
þessi verða smíðuð úr tré.
Þetta eru auðvitað fagnaðartíðindi
út af fyrir sig. Okkur er lífsnauðsyn
að endurnýja og auka skipakost okk-
ar sem allra fyrst — ekki sízt vegna
fiskveiðanna. En á hinn bóginn gæti
það þó verið okkur fullt áhyggjuefni,
að ástandið í verðlags- og atvinnu-
málum okkar skuli þannig komið, að
öllum flokkum kemur hjartanlega
saman um, að það sé öldungis sjálf-
sagt og óhjákvæmilegt að leita út úr
landinu um smíði þessara litlu tré-
skipa, fyrst og fremst sökum þess, að
erlendar þjóðir geta smíðað slík skip
fyrir miklu — svo að ekki sé sagt
margfalt — minna verð en við sjálfir.
Þó er þetta aðeins eitt dæmi um þá
heildarsýn, sem við okkur blasir í
framtíðinni: Atvinnuvegir lands-
manna eru allir meira og minna óhæf-
ir til þess að standast samkeppni á
eðlilegum tímum við framleiðslu ann-
arra þjóða, sem hafa metið framtíð-
aröryggi atvinnuvega sinna meira en
stopulan — og algerlega falskan —
stundargróða. Við erum meira að
segja nú þegar neyddir til að halda
höfuðatvinnuvegum okkar í horfinu
með óeðlilegum og harla tvísýnum
ráðstöfunum, til þess að koma í bili
í veg fyrir hrörnun þeirra og fall.
Vel sloppið — fyrir stríðsgróða-
mennina.
QG HVERJIR hafa svo grætt é
öllu dýrtíðar- og kaupsprenging-
ar-kapphlaupinu, sem framar öðru,
hefir sett svip sinn á þjóðlíf okkar í
undanförnu góðæri? Vera má, að hag-
ur verkamanna hafi eitthvað batnað,
en þó ekki meira en stórlega aukin at-
vinna i landinu á þessu tímabili hefði
ein út af fyrir sig megnað, þótt ekk-
ert kauphækkunar-kapphlaup hefði
verið háð, ef verðlagi í landinu hefði
aðeins verið haldið i föstum skorð-
um og stríðsgróðinn hefði jafnóðum
og hann varð til verið tekinn úr um-
ferð til almenningsheilla og í þágu
atvinnuveganna í framtíðinni. Eitt-
hvað svipað má segja um afkomu alls
þorra bænda og annarra vinnandi
stétta þjóðfélagsins. Þær hafa ef til
vill eitthvað rétzt úr kútnum í bili,
en framtiðarhorfurnar eru þó allt
annað en glæsilegar .Og nú þegar er
svo komið, að jafnvel tiltölulega
fremur smávægilegar atvinnutruflan-
ir í bæjunum yfir háveturinn, — sem
ávallt hafa þekkzt hér áður og ekki
verið til stórvægilegra tíðinda taldar
— hafa snúizt í mjög alvarlegt og
kvíðvænlegt viðfangsefni vegna dýr-
tíðarinnar. Stundargróðinn verður þvi
miður ærið fljótur að hverfa út í veð-
ur og vind verðbólgunnar, strax og
nokkur atvinnubrestur gerir vart við
sig — jafnvel þótt hann sé ekki stór-
kostlegri en svo, að á óvenjulegum
timum þætti hann ekki verulega al-
varlegs eðlis.
En stórgróðamennirnir — fáeinir
stórútgerðarmenn og kaupsýslumenn
— hafa keypt á sér frið með því að
magna hina pólitizku sundrungu og
ófrið í landinu i félagi við „verkalýðs-
leiðtogana“ svonefndu og kasta að
lokum fyrir þá fáeinum „beinum“, til
þess að „hafa þá góða“.
Framsýnir menn vöruðu við þess-
ari öfugþróun í tæka tíð og gerðu sitt
til þess að koma í veg fyrir hana. En
þeirra ráðum var ekki sinnt, og því er
nú komið sem komið er: Hrun at-
vinnuveganna og atvinnuleysi verka-
lýðsins blasir við á næstu grösum,
ríkissjóður er því nær þurrausinn að
entu fádæma góðæri, en stríðsgróða-
mennirnir leika enn lausum hala og
hagræða sér sem mjúklegast í hinni
pólitízku flatsæng, sem þeir hafa bú-
ið sér við hlið „verkalýðsleiðtoganna“
í bæjarstjórn Reykjavíkur og á þingi
þjóðarinnar. Málgögn þessara flokka
bera þessu ástandi ljóst og órækt
vitni. Þar fer naumast nokkurt
óþægjuorð á milli, síðan í þá sæng
var gengið.
Og kommúnistaforingjarnir bjarg-
ast á atkvæðum íhaldsins inn í
hverja trúnaðarstöðuna á fætur ann-
arri við þýðingarmestu atvinnufyrir-
tæki landsins.
Deilt um þjóðleikhúsið.
P*KKI ALLS fyrir löngu reit Halldór
Kiljan Laxness grein í „Þjóðvilj-
ann“, þar sem hann réðst allhvat-
skeytlega að þjóðleikhússbygging-
unni, taldi hana stórgallaða og varla
nothæfa sem leikhús, þótt fullgerð
yrði. Nú hefir einn af leikurum höfuð-
staðarins, Hjörleifur Hjörleifsson,
svarað þessari ádrepu skáldsins með
langri og — að því er virðist — vel
rökstuddri grein í „Alþýðublaðinu",
þar sem hann hrekur fullyrðingar
Laxness lið fyrir lið. Kemst Hjörleif-
ur svo að orði í upphafi greinar sinn-
ar, að hér sé auðsjáanlega „um að
ræða tilraun að sá tortryggni og óá-
nægju í hug allra þeirra, sem eiga að
njóta góðs af byggingunni, bæði lista-
manna og almennings, og því er
nauðsynlegt að leiðrétta það, sem
ranghermt er eða fært aflaga“. Og síð-
ar í greininni segir: „Það er ekki ann-
að sýnilegt en að tilgangur H. K. L.
með skrifum þessum sé sá að spilla
fyrir þjóðleikhússbyggingunni meðal
þeirra, sem ekki eru kunnugir mála-
vöxtum. Það er illt verk, og allt ann-
að en íslenzk leiklist þarfnast“. Mun
það og hverju orði sannara.
En rithöfundar kommúnista kunna
vel til vígs og vita hvað þeir syngja,
þegar þeir „sá tortryggni og óánægju
í hug allra þeirra, sem eiga að njóta
góðs af“ allri menningarviðleitni
þjóðarinnar.
MÖDIH KONA, MEYJA
Barnið er framtíðin.
Merkur uppeldisfrömuður komst eitt sinn að
orði í ræðu, eitthvað á þessa leið: — Allt uppeldi
er einungis venjuj:. Því skyldum vér, þegar á
Þetta et ekki fluéeldasýniné frá friðartímum, heldur loftvarnaskothríð yfir
Neapel er þýzkir flugmenn freistuðu að gera árás á hana um nótt, eftir að
Bendemenn höfðu ná$ bor&nni á eitt vnld.
unga aldri, temja oss góðar venjur, en forðast þær
illu. -
Enginn vafi er á því, að í þessum orðum eru
mikil sannindi fólgin, og ættu allir, er ung börn
eiga og við uppeldi fást, að gefa þeim rækilegan
gaum.
Heitasta ósk hverrar sannrar móður er, að barn-
ið hennar verði hraustur efnismaður. Hún gerir
allt til þess, að svo megi verða — fómar öllu fyrir
litla angann sinn.
Hollar venjur er eitt hið bezta, sem móðir gef-
ur barni sínu. Þær skapa innri festu hjá barninu
og gera um Ieið allt uppeldið mun léttara.
Þá er höfuðatriðið að byrjað sé nógu snemma
á regluseminni, þ. e. a. s. strax og barnið er fætt.
Um þetta atriði segir: „Uppeldið byrjar aldiei
of snemma. Barn getur verið óstýrilátt þegar á
fyrsta ári, það getur snemma orðið stríðlyndur
harðstjóri á heimilinu, ef foreldrarnir fara
skakkt að.“
Hver rnóðir ætti að muna það, að jafnauðvelt
er að temja barninu illar venjur og þær góðu, en
erfiðlega getur reynzt að uppræta ósiðina, er
barnið hefir tamið sér þá.
Barnið er yfirleitt mjög vanafast, og sé það
líkamlega heilbrigt á að vera mjög auðvelt að
temja því fastar og, þá um leið, hollar venjur og
gera allt daglegt líf þess reglubundið.
Takist Jretta, mun það verða uppalandanum til
mikillar ánægju, barninu til blessunar og þjóð-
inni gagnlegra en margan grunar. „Puella“.
Haframakrónur.
11 gr. smjör eða smjörlíki.
100 gr. sykur.
120 gr. hveiti.
100 gr. hafragrjón.
1 egg
1 teskeið gerduft.
Smjör og sykur hrært í 5 mín. Eggið því næst
hrært vel saman við, og síðan hveitið, haframjöl-
ið og lyftiduftið. Deigið látið með teskeið á vel
hreina og smurða plötu, með dálitlu millibili.
Bakist í ca. 10 mínútur.
Húsráð.
Gólfábreiður er gott að hreinsa á vetrum
þannig, að breiða þær slétt á harðan sjó, snúa
rétthverfunni niður, og berja þær svo vel. Rykið
og óhreinindin verða þá eftir í snjónum, og
ábreiðurnar veiða fallegar og hreinkast mikið.
________w Gla« hjarta gjörir
andlitið hlýlegt, en
sé hryggð í hjarta,
er hugurinn dapur.
Orðskviðir Salomons.