Dagur - 20.01.1944, Side 8
8
DAGUR
Fimmtudaginn 20. janúar 1944
ÚR BÆ 0G BYCGÐ
Messað í Akureyrarkirkju kl.
2 e. h. næstk. sunnudag. Ferm-
ingarbörn beðin að mæta.
Næturvörður í Stjömu-Apóteki
þessa viku til n.k. mánudagskvölds.
Næstu viku í Akureyrar-Apóteki.
Nætur- og heléidagalæknar: í kvöld
og aðfaranótt föstudags: Pétur Jóns-
son. — Föstudagskvöld og aðfaranótt
laugardags: Jón Geirsson. — Laugar-
dagskvöld, sunnudagsnótt og sunnu-
dag: Pétur Jónsson. — Sunnudagskv.
og mánudagsnótt: Pétur Jónsson. —
Mánudagskvöld og þriðjudagsnótt:
Victor Gestsson. — Miðvikudagsnótt:
Jón Geirsson. — Fimmtudagsnótt:
Pétur Jónsson.
Sjúkrasamlaésskritstoían: Opin 10
—12 f. h. og 3—6 e. h., nema á laug-
ardögum, aðeins kl. 10 f. h. til 1 e. h.
Berklavamastöð Rauða-Krossins í
Nýja sjúkrahúsinu, opin á þriðjudög-
um og föstudögum kl. 2—4 e. h.
Viðtalstími lækna í bænum:
Árni Guðmundsson: kl. 2—4 e. h.
Jón Geirss.: kl. 11—12 f. h., 1—3 e.h.
Victor Gestsson (sérgr. háls-, nef- og
eyrnasjúkd.): kl. 1—3 og 6—7 e. h.
Pétur Jónsson: 11—12 f. h., 5—6 e. h.
Jóhann Þorkelsson héraðslæknir: kl.
i 0.30—11.30 f. h.
Augnlæknir, Helgi Skúlason: kl.
kl. 10—12 f. h., 6—7 e. h.
Tannlæknir, Gunnar Hallgrímsson:
kl. 10—12 f. h., 1.30—4 e. h.
Fertugsaímæli átti Hermann Stef-
ánsson fimleikakennari Menntaskól-
ans sl. mánudag.
Hjónaband. 2. jan. sl. gaf Stefán V.
Snævarr, sóknarprestur í Vallapresta-
kalli, saman í hjónaband þau Jóhönnu
G. Vigfúsdóttur frá Minna-Árskógi og
Hjalta Bjarnason bifreiðarstjóra frá
Hátúni. Heimili ungu hjónanna er að
Minna-Árskógi.
Leiðréttiné. Bagaleg prentvilla er í
bökunar-forskriftinni á 4 bls. Segir 11
gr. smjör eða smjörlíki, á að vera 100
ér- smjör eða . smjörlíki. Lesendur
kvennadálksins eru beðnir að afsaka
þessi mistök.
Kvöldvaka fyrir almenning verður
haldin í Skjaldborg föstudaginn 21.
þ. m. kl. 8.30 e. h.
Til skemmtunar verður: 1. Ræða
(Snorri Sigfússon, skólastjóri). — 2.
Söngur („Bjöllurnar"). — 3. Upplest-
xir (Viðfjarðarundrin o. fl.). Kvöld-
vökugestir eru beðnir að taka með sér
handavinnu,
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1
heldur stúkufund í bindindisheimilinu
Skjaldborg næstk. þriðjudagskvöld
kl. 8.30 e. h. — Rædd verða ýmis
mál varðandi starfsemi stúkunnar. —
Til skemmtunar: Upplestur, byrjað
verður á nýrri framhaldssögu o. fl.
Nánar í götuauglýsingum. — Allir á
fund, ungir og gamlir. — Æ. t.
Fimmtuésafmæli. Páll Magnússon
kjötmatsmaður, Oddeyrargötu 6 hér
í bæ, varð fimmtugur 15. þ. mán. —
Heimsótti fjöldi vina hans og kunn-
ingja hann í þessu tilefni og barst
honum margt heillaskeyta og góðra
gjafa, enda er hann sérlega vel látinn
sæmdarmaður.
Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Þórunn Jóhanns-
dóttir og Baldvin Ásmundsson, sjó-
maður, bæði til heimilis að Svalbarði
á Árskógsströnd.
Tilboð óskast
í neðri hæð hússins nr. 1 við
Skólastíg, fyrir 31. jan. Réttur
áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Kári Johansen,
K.. E. A,
JÖRÐ TIL SÖLU
Jörðin Syðri'Villingadalur
er til kaups og laus til ábúð-
ar í næstu fardögum. Réttur
áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öll-
um. Semja ber við undirrit-
aðan eiganda jarðarinnar er
gefur allar nánari upplýs-
ingar.
Hjálmar Þ Hjálmarsson.
S t ú 1 k a
óskast í vist hálfan daginn
á lítið heimili.
Afgr. vísar á.
DAGUR
fæst keyptur i
Verzl. Baldurshaga
08
Bókaverzluninni Eddu
Unglingsstúlku
vantar nú þegar.
Mjög létt atvinna.
Prjónastoía
Ásgríms Stefánssonar.
Nokkrar stúlkur
vanar saumaskap,
geta fengið atvinnu.
Prjónastofa
Ásgríms Stefánssonar.
Til sölu
Vil selja 70—80 stokka af ágætri
trillulínu, strengi, stampa o. fl.
Einnig nýtt línuspil (oddaspil).
Sömuleiðis getur komið til greina
sala á 3Yi tonna trillubát með
10 h.k. hráoliuvél í góðu lagi.
Verð S500 kr.
Þórh. Kristjánsson, Hjalteyri.
Hús til sölu
Tilboð óskast í húseignina
Lundargötu 11, og só þeim skilað
fyrir 1. marz n. k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða
boði sem er, eða hafna öllum.
Jónasína Þorsteinsdóttir,
Gránufélagsg. 19, Akureyri.
ST0R GASVEL
fæst i
Pöntunarfélaginu
ELDAVEL
í góðu standi og eldhúsvaski til
sölu.
Páll Skúlason.
BÚTASALA
byrjar í dag.
Vefnaðar-
vörudeild.
ERLEND TÍÐINDI
(Framhald af 1. síðu).
En spurningarnar og svörin voru
þessi:
1. Hverjir haldið þið að vinni
stríðið?
Svar: Bandamenn.
2. Viljið þið hætta öllum mót-
þróa gegn Þjóðverjum?
Svar: Við gerum það sem sam-
vizkan býður okkur.
3. Hvað ætlið þið að gera, ef
Bandamenn gera innrás f
Noreg?
Svar: Nákvæmlega það sama
og þýzkir stúdentar mundu gera,
ef gerð væri innrás í land þeirra.
(Samkv. norsku útvarpi frá
London).
Rússar sækja fram á öllum víg-
stöðvum. Eru komnir 100 km.
inn fyrir landamæri Póllands.
Horfir mjög ískyggilega fyrir
herjum Þjóðverja í Suður-Rúss-
landi, því að Rússar nálgast einu
undanhalds-samgönguæð þeirra,
járnbrautina frá Odessa.
Á Ítalíu sækja Bandamenn
hægt fram. Loftsóknin heldur
áfram, ægilegri en nokkru sinni
fyrr,
l
PRJÓNAVÖRUR
0 Kvenpeyaur
0 Barnapeysur
0 Karlmannapeysur
A Bamabolir
★ ★
NÝTT FRÁ AMERlKU
OVALTINE
í glösum, tvær stærðir. Mjög holl fæða fyrir
unga og gamla.
COCOMALT
í glösum.
HVEITIKLÍÐ
f baukum. Sérstök tegund, með alls konar
bætiefnum. Mjög holl fæða, einkum fyrir
magaveikt fólk.
ISAUERKRAUT
Vefnaðar-
vörudeild
Vil kaupa
gamla Bornholmsklukku
jafnvel þótt hún sé hætt að
ganga, einnig þótt ekki sé nema
um sérstakan kassa eða verk að
ræða.
Ath. Leitið í rusli yðar og vit-
ið, hvort þar er ekki slíkan hlut
að finna.
Póstbox 63. Sími 225.
Tryggvi Jónatansson,
ViyK;ln({»meiítari, Akareyri,
í dósum (súrkál), sem menn ættu að kaupa
nú, þegar hvítkál er ófáanlegt.
I T0MAT0 JUICE
Ekta tómatsafi úr nýjum tómötum.
GjöriS svo vel og liynniS ySur verS og gæði ofangrelndra vara.
KAUPIÐ HOLLA FÆÐU OG NÆRINGARRÍKA1
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
NÝLENDUVÖRUDEILD
Útibú: Strandgötu 25, Hafnarstræti 20, Breklcugötu 47.
JÖRÐIN KAMBUR
í Öngulstaöahreppi faest til kaups og ábúðar í n. k. fardögum. Áhöfn getur fylgt.
Tún að mestu véltækt, gefur af sér í meðal ári 250 hesta. Útengi 125 hestar.
Tilboð óskast í jörðina fyrir febrúarlok n. k. Réttur áskUinn tU að taka hvaða
tUboði sem er, eða hafna öUunr.
KRISTJÁN JÓSEFSSON
Verkfæri nýkomin:
Raf magnsbora r,
Handborar,
Borsveifar,
Heflar.
Stálmálbönd,
Hallamál, jám og tré,
Boltaklippur, fl. stærðir.
Rörskerar,
Handsagir,
Bakkasagir,
Kjötsagir,
Hamrar,
Sleggjur,
Naglbítar,
Borar.
Verzl. Eyjafjörður h/f
t' ~
y
; sýnir i kvöld kl. 9:
Slóðin til Santa Fe
I
j Föstudag kl. 9:
Fjarlægðin heillar
Laugardaginn kl. 6:
Fjarlægðin heillar
Kl. 9:
Slóðin til Santa Fe
Sunnudaginn kl. 3:
Takið undir!
(Einungis fyrir böra.)
Kl. 5 og 9:
Fjarlægðin heillar