Dagur - 03.02.1944, Síða 1

Dagur - 03.02.1944, Síða 1
—- ANNALL DAGS - =-. ^ í Lögbirtingablaði 22. okt sl. er birt svofelld auglýsing frá at- vinnumálará^uneytinu um bann við veiði göngusilungs við Fnjóskárósa: Samkvæmt heimild í lögum nr. 40, 30. júní 1942 — — um lax- og silungsveiði, er öll veiði göngusilungs bönnuð í sjó fyrir strandlengjunni út frá Fnjóskár- ósi frá Sæbóli að Kljáströnd, að báðum jörðum meðtöldum. Dagur vekur athygli Eyfirð- inga og Þingeyinga á banni þessu samkv. ósk Mr. Fortescue, er hefir ána á leigu og gerir merki- legar tilraunir til að rækta sil- ung og lax í Fnjóská. Frá Húsavík. Sá atburður gerðist hér sunnu- daginn 16. janúar sl., að 6 sjó- menn, sem komu frá því að fara með m/s. Sporð fram á bátaleg- una, lentu allir í sjóinn. Ætluðu þeir á litlum árabát í land, en hvassviðri var af suð- vestri og sjógangur mikill, og sökk báturinn undir þeim. Svo vel vildi til, að 5 af þessum 6 sjó- mönnum voru syntir og syntu 4 strax til lands, þeir Stefán Her- mannsson frá Bakka á Tjörnesi, Jóhannes Sigurðsson sjómaður í Húsavík, Arni Vigfússon einnig sjómaður í Húsavík og Hermann Sigurðsson frá Akureyri. Eftir urðu frammi við bátinn, sem að eins maraði í kafi, Hrólfur Sig" urðsson formaður á Sporði með Jón Óskarsson frá Akureyri ósyndan. Hvolfdi Hrólfur bátn um, svo að hægra væri fyrir Jón að halda sér uppi úr sjónum, en sjálfu er Hrólfur vel syndur. En 6 sinnum sneri veðrið og sjó- gangurinn bátnum við, og 6 sinnum var Hrólfur búinn að hvolfa honum, þegar Jóhannes bróðir hans kom fram til þeirra á báti. Hafði Jóhannes losað sig við „bússumar“ á sundinu og sýndi hið mesta snarræði í því að rífa fram bát, strax og hann náði landi og róa fram til bróður síns á móti ofsaroki og miklum sjó- gangi. Þeir Stefán og Hermann veittu Arna hjálp, en hann var alveg kominn að þrotum, þegar upp að fjömnni kom. Hrólfur Sigurðsson sýndi þama hina mestu karlmennsku og fómarlund. Hann er sjálfur sundmaður góður, en hann verð ur eftir hjá félaga sínum ósjálf- bjarga og hugsar sér að láta eitt yfir þá báða ganga. Hrólfur er 21 árs gamall og hinn vaskasti maður. Frá því um nýár hafa farið héðan 4 vélbátar, 3 suður Sandgerði og 1 austur á Horna fjörð. Um 50 sjómenn hafa farið héðan úr bænum, bæði meíí þessum bátum og í ýmsar aðrar verstöðvar. Fylgja þessum stóra hópi hinar beztu óskir héðan, og að þeir megi allir heilir aftur koma. XXVII. árg. PAGUR Akureyri, fimmtudaginn 3. febrúar 1944. 5. tbl. BÆJARSTJÚRN ÚSKAR SAMÞYKKIS SKIPULAGSNEFNDAR Á FYRIRKOMULAGI DRÁTTARBRAUTAR OG HAFNARMANNVIRKJA Á ODDEYRARTÁNGA Á fundi bæjar^tjórnar sl. jriðjudag var samþ., samkv. til- ögu dráttarbrautarnefndar og hafnarnefndar, að leita samþykk- is skipulagsnefndar og vitamála- stjórnar á fyrirkomulagi væntan- egra dráttarbrauta, bátakvíar og colabryggju. Undanfarið hefir Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræðingur, unnið að mæl- ingum á bráðabirgðaáætlunum á mannvirkjum þessum fyrir bæ- inn. — Lízt honum liagkvæmast að ætla þessu stað austan á Odd- eyrinni, um 200 metrum sunnan við Glerárósa. Er gert ráð fyrir að þar komi skjólgarður, sem skýli dráttarbrautum og smá- bátakvínni fyrir austan- og norð- an-áttum, en sunnan við garðinn komi nyrzt bátakvíin, uppsátur FRÁ ÓLAFSFIRÐI. 100 manns leituðu atvinnu á Suður- nesjum um áramót Hundrað ára afmæli Fjórir vélbátar frá Ólafsfirði eru gerðir út frá Sandgerði á þessum vetri. Fóru þeir suður í sl. mánuði. Með þeim fór fjöldi manns í atvinnu suður þangað. Alls munu 100 Ólafsfirðingar hafa farið suður í atvinnuleit í sl. mánuði. I gær átti 100 ára afmæli Anna Lilja Jónsdóttir, nú til heimilis að Vatnsenda í Ólafs- firði. Hú ner fædd að Silfrastöð- um í Skagafirði 2. febrúar 1844. Átt lengst af heima í Héðins- firði, en fluttist 1922 að Vatns- enda og hefir búið þar síðan. — Anna hefir eigi fótavist lengur og er blind orðin fyrir nokkru, en heldur sálarþreki óskertu. Mun hún vera elzta mann- eskja hér í sýslu. fyrir smábáta og dráttarbraut fyrir allt að 50 tonna báta. l'yrir sunnan þessa dráttarbraut komi vegur til sjávar og í framhaldi af veginum timburbryggja. Þá komi önnum dráttarbraut fyrir allt að 500 tonna skip, en sunnan við hana vegur og timbui- bryggja. Sunnan þess vegar er ætlað plássi fyrir þriðju dráttar- brautina, sent taki allt að 1000 tonna skip, en sunnan þeirrar brautar komi kolabryggja, sem lokar dráttarbrautahöfninni fyr- ir sunnanátt. Áætlað er að samtímis geti verið á landi í dráttarbrautun- um 3 1000 tonna skip, 11 500 tonna skip og 30 50 tonna skip. Er vonandi að framkvæmdir geti hafizt við þessi mannvirki á yfirstandandi vetri. Allt eru þetta mannvirki, sem bærinn þarf nauðsynlega að fá hið allra fyrsta, og er þess að vænta, að samþykki skipulagsnefndar og vitamálastjórnar fáist án mikilla tafa og ætti þá ekkert að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að hefjast handa. ERLENÐ TIÐINDI Hinn 30. janúar liófst 12. stjórnarár Hitlers og væntanlega það síðasta. I ræðu á afmælisdag- inn, kenndi hann Bretum um styrj- öldina. Sagði þá hafa búið sigund- ir stríð síðan 1936! - Aldrei þessu vant hótaði hann Bretunt eng- um hefndarað- gerðum. — Hann minntist ekkert á loforðiðsem hann gaf þýzku þjóð- inni fyrir 2 áruni: „Vérum munum taka Leningrad“, sagði hann þá. Skömmu áður en hann hélt ræð- una var Leningrad endanlega leyst úr umsátrinu. Þjóðverjar fara nú mjög halloka á Lenin- grad-vígstöðvunum. Jarðýtan hreínsar Ðalvíkurveginn Dalvíkurvegurinn varð ófær bifreiðum sl. laugardag vegna snjókomu og stöðvuðust mjólk- urflutningar úr Svarfaðardal hingað í bæinn. Á mánudaginn var jarðýtan send á vettvang og hreinsaði hún veginn út eftir á 9 klst. Var vegurinn eins og hann getur beztur orðið á eftii', segja Dalvíkingar. Jarðýtan er ómiss- andi tæki. Kemur það æ betur í ljós. Stefán Þorvarðsson sendiherra í London Nýr sendiherra íslands í Lon- don hefir verið skipaður í stað Péturs Benediktssonar, sem fer til Moskva. Er það Stefán Þor- varðsson, skrifstofustjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Hefir hann þegar hlotið • viðurkenningu brezku ríkisstjórnarinnar. Þá mun hann, eins og fyrirrennari hans, gegna sendiherrastörfum hjá norsku ríkisstjórninni í Lon- don. Agnar Kl. Jónsson, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu hef- ir verið skipaður skrifstofustjóri í stað Stefáns Þorvarðssonar. Flokksþing Fram- sóknarmanna hefst í apríl n. k. Á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins sl. mánudag var ákveðið að flokksþing skyldi kallað saman í Reykjavík í apríl næstk. Var 11 manna nefnd falið að undirbúa þingið. Nánar verður ákveðið um þinghaldið, þegar kunnugt er, hvernig ferðir falla til höfuðstaðarins í apríl. Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar var haldinnsl.sunnu- dag. Allir starfsmenn félagsins voru endurkosnir. Sæti eiga í félagsstjórn: Marteinn Sigurðs- son formaður, Jóhannes Jóseps- son ritari, Björn Einarsson gjald- keri, Sigurður Baldvinsson og Þórður Valdimarsson meðstjórn- endur. Framsóknarfélag Akureyrar hafði árshátíð sína í Samkomu- húsi bæjarins sl. laugardags- kvöld. Undir borðum fluttu ræður Þoríteinn M. Jónsson, skólastjóri, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, Jóhann Frí- mann, skólastj. og Ólafur Magn: ússon, sundkennari. Lúðrasveit bæjarins, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, lék og „Smára- kvartettinnn" söng. Að lokum ! var stiginn dans. Hófið var í alla I staði hið prýðilcgasta. Fastanefndir bæjar- stjórnar endurkosnar Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag var kosið í fastanefnd- ir bæjarstjórnarinnar fyrir yfir- standandi ár. Voru nefndirnar allar endurkosnar óbrevttar. Hríseyjarkirkju berst vegleg gjöf Frá sóknarnefnd Hríseyjar hefir blaðinu borizt eftirfarandi frétt: Hríseyjarkirkju hefir borizt mjög myndarleg gjöf frá þeim Guðmundi Jörundssyni skipstj. og konu hans frú Mörtu Sveins- dóttur. Var það raflýsing í kirkj- una, kostaði um fjögur þúsund krónur. Verki þessu var lokið rétt fyr- ir síðastliðin jól og var messað í kirkjunni í fyrsta sinni við hin nýju ljós á annan jóladag. Gjöf þessa gáfu þau hjón, er þau fluttu búferlum úr Hrísey til Akureyrar á sl. hausti. Sóknarnefndin færir þeim hjónum beztu þakkir fyrir þessa mjög svo rausnarlegu gjöf, og biður gjafara allra góðra gjafa að launa þeim af ríkdómi náðar sinnar. Skattstjóri skipaður Fjármálaráðuneytið hefir skip- að dr. Kristinn Guðmundsson til að vera skattstjóra hér í bænum frá 1. febrúar s.l. Er þetta nýtt Aðalfunclur „Þórs“ Aðalfundur Iþróttafélagsins Þór var haldinn í samkomuhús- inu „Skjaldborg" 30. þ. m. — í stjórn voru kosnir: Jón P. Hall- grímsson formaður, Jón Krist- insson ritari, Jósef Sigurðsson gjaldkeri og Kári Sigurjónsson og Tryggvi Þorsteinsson með- stjórnendur. Á sl. ári bættust félaginu 63 nýir meðlimir og telur það nú alls 329 félaga. Starfssvið félags- embætti, stofnað skv. lögum frá síðasta Alþingi. Skattstjóri tekur ' ins var svipað og undanfarin ár við störfum skattanefndar, sem 1 og sömú íþróttagreinir stundað- hættir störfum frá sama tíma. ar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.