Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 17. febrúar 1944. FUNDARÁLYKTARIR „LÖ6SKILN- ADARMANNA" A AKUREYRI Glundroðamennimir í sjálf- stæðismálinu hafa gefið sér samheitið lögskilnaðarmenn. — Með nafngift þessari vilja þeir eflaust gefa til kynna, að halda beri fast við ákvæði sambands- laganna frá 1918 um aðferðina við afnám þeirra, að þar megi ekki víkja frá um hársbreidd. Það er því eðlilegt, að ályktanir þær, er „lögskilnaðarmenn“ hér í bæ samþykktu á fundi sínum 7. þ. m. og birtar voru í síðasta blaði samkvæmt bón þeirra, hefjist á því „að skora á ríkis- stjórnina og Alþingi að hvika ekki frá ákvæðum dans-íslenzkra sambandslaga um aðferðina við afnám þeirra“. I sambandslagasáttmálanum viðurkenna Danir fullan rétt fslendinga til sambandsslita eft- ir árslok 1943, og aðalatriðin um það hvemig þau skuli fram fara, ef til kæmi ,eru á þá leið, að fyrst verði Alþingi með vissum meiri hluta atkvæða að sam- þykkja skilnaðinn, og síðan fari fram leynileg atkvæðagreiðsla allra kosningabærra manna í landinu til samþykkis eða synj- unar málinu. Nú skyldi maður ætla, að það væru fyrst og fremst þessi ákvæði, sem „lögskilnaðarmennirnir" vildu ekki láta hopa frá, enda hefir „óðagotsmönnum", sem Alþýðumaðurinn kallar svo, víst aldrei dottið það í hug. En nú kemur það spaugilega í ljós, því í 3. ályktun fundar „lögskilnað- armanna" lýsa þeir ánægju sinni yfir því, að fram hafi komið uppástunga, þar sem ætlazt er til að höfð sé önnur aðferð en sú, sem fyrirskipuð er í sam- bandslögunum og er því algjört brot á þeim. Þessa aðra aðferð virðast „lögskilnaðarmenn" fall- ast á og eru þá orðnir á móti ályktun sinni um hvika ekki frá ákvæðum sambandslaganna f þessum efnum. Fyrrgreind uppástunga er um það, að þjóðfundur, en ekki bein atkvæðagreiðsla allra kosninga- bærra manna, eins og sambands- lögin segja fyrir um, ráði úrslit- um í skilnaðar- og lýðveldismál- inu. Þessi þjóðfundur yrði þá að sjálfsögðu fulltrúafundur, sem að vísu væri kosið til með al- mennum kosningum eftir lögum er Alþingi yrði-að setja þar um, en þó er einnig gert ráð fyrir, að þar ættu setu ýmsir æðstu em- bættismenn í Reykjavík sem sjálfkjörnir og án umboðs frá kjósendum. Hvað sem um þessa þjóðfund- aruppástungu má segja, þá verð- ur ekki um það deilt, að hún er hvorki eftir bókstaf né anda sambandslaganna, en hún er meira en brot á þeim lögum, því að hún stríðir einnig móti stjórnarskránni. Það kann nú „lögskilnaðarmönnum" að finn- ast smámunir, því að alltaf megi breyta stjórnarskránni, en þær breytingar þurfa nú að sam- þykkjast á tveimur þingum með kosningum á milli, svo að nokk- uð getur það nú dregið i tímann, en þó að þetta væri nú allt um garð gengið, þá væri eftir að setja og samþykkja lög um þjóð- fundinn, efna til kosninga til hans, og svo fundarhaldið sjálft, sem enginn getur um sagt, hvað langan tíma kynni að taka. Þegar á allt þetta er litið, ligg- ur það í augum uppi, að ef framkvæma ætti þjóðfundarhug- myndina, þá yrði skilnaðurinn og lýðveldisstofnunin að færast allmjög fram í tímann. Þetta sjá „lögskilnaðarmenn", og það þyk- ir þeim auðvitað bærilegt, því að frestur þess, að ísland fái fullt frelsi; er þeim fyrir öllu. Þann frest vilja þeir kaupa dýru verði, svo dýru, að þeir vilja vinna það til, að brotin verði ákvæði sambandslaganna, sem þeir þó á yfirborðinu þykjast vilja verja. í 2. fundarályktun sinni telja „lögskilnaðarmenn" eigi „heppilegt né' sæmilegt" að ganga frá lýðveldisstofnun, fyrr en viðræður hafi farið fram við konunginn. Það er alkunnugt, að á undan- förnum mánuðum hafa „lög- skilnaðarmenn“ þrástagast á því, að afnám sambandslaganna megi ekki fram fara án viðræðna við Dani, og að ekki megi stofna lýð- veldi á Islandi án viðræðna við konunginn. En þegar þessir menn eru spurðir að því, hvað eigi að tala við Dani og hvað við kónginn, þá vita þeir það ekki. Þessi krafa um viðræður virðist því ekki hafa nokkurn tilgang. Ef „lögskilnaðarmenn" hefðu í huga að til mála gæti komið að samið yrði um, að einhver ákvæði sambandslaganna yrðu látin gilda áfram, þá mætti segja, að krafa þeirra um viðræður væri skiljanleg. En því harðneita þeir. Þeir segjast vera ákveðnir skilnaðarmenn og harðir á því að stofnað verði lýðveldi á ís- landi, og þó að Danir og kon- ungurinn verði hinir örðugustu í þessum málum, þá tökum við ekkert tillit til þess. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að krafan um viðræðurnar sé tilgangslaus, en þá hefir hún líka ekkert gildi. í fjórða lagi krefjast „lögskiln- aðarmenn" þess, að ríkisstjórnin gefi út bók, er innihaldi öll skjöl, skilríki og orðsendingar, er varða þessi mál. Það, sem mestu varðar í þessum efnum, eru samningagerðir og orðsendingar milli íslenzku ríkisstjórnarinnar annars vegar og stjórna Bret- lands og Bándaríkjanna hins vegar. En um þessi mál er ís- lendingum sæmilega vel kunn- ugt. Þeir vita, að þegar þessir að- ilar gerðu hervarnarsamninginn 1941, þá viðurkenndu þessi stór- veldi „algert frelsi og fullveldi íslands", og var þá m. a. um það samið, að Bandaríkin og ísland skiptust á diplomatiskum sendi- mönnum. íslenzka þjóðin veit og, að á árinu 1942 fóru fram orðsendingar við Bandaríkin um skilnaðarmálið, og að þeim orðsendingum lyktaði á þann veg, að hinn 14 .okt. það ár til- kynnti sendiherra Bandaríkj- ann hér ,að stjórn hans mundi ekkert hafa á móti því, að ísland yrði gert að lýðveldi 1944. Frá öllu þessu hefir verið skýrt opin- berlega. Hvaða skjöl og skilríki eru' það þá, sem verið er að heimta | að birt verði í bókarformi? Að líkindum vita „lögskilnaðar- menn“ ekkert, hvað þeir eru að biðja um. Þá er 5. og síðasta ályktunin á þá leið, að ,,lögskilnaðarmenn“ „æskja þess, að fram fari útvarps- umræður um sambands- og lýð- veldismálið milli lögskilnaðar- manna og hraðskilnaðarmanna, þar eð útvarpið hefir til þessa einungis flutt einhliða áróður um málið“. (Leturbr. blaðsins. Nei, „hvað er að tarna, hvað sagðirðu þarna?“ Var ekki uppá- stungan um þjóðfund og rök- stuðningur fyrir henni flutt í út- varpinu? Var bréf ríkisstjóra vors „einhliða áróður um mál- ið?“ Svo er að heyra á orðalagi ályktunarinnar, en áreiðanlega hefir það ekki verið tilætlunin að halda því fram. Það er bara eins og hver annar klaufaskapur, þó að undarlegt sé, þar sem jafn færir menn eiga í hlut. „Lög- skilnaðarmenn" ættu að venja sig á að hugsa, áður en þeir tala. Að öðru leyti má segja, að ályktun þessi sé meinlaus, en lík- lega gagnslaus. Það getur vel verið, að einhverjir hafi gaman af að heyra menn einu sinni enn leiða saman hesta sína í útvarp- inu, en mál þessi eru orðin svo þaulrædd, að vart mun nokkuð nýtt fram koma, þó að stofnað væri til útvarpsumræðu um þau. Og vafalítið mundi slík umræða ekki verða „lögskilnaðar“mönn- um til ávinnings eða ánægju. Þegar lögskilnaðarmenn í gæsalöppum eru spurðir að því, hvort þeir ætli að óbreyttum kringumstæðum að greiða at- kvæði móti því, að ísland fái óskorað vald yfir öllum sínum málum og að hér verði stofnað lýðveldi 17. júní næstk., þá yppta þeir öxlum; annað svar gefa þeir ekki. Af þessu má marka, að þeir séu á báðum átt- um. í lengstu lög má því vona, að þeir átti sig og fylgi réttu máli, þegar til þjóðaratkvæða- greiðslu kemur. Annað væri þeim heldur ekki sæmandi. Eng- um Islendingi er það sæmandi að greiða atkvæði á móti réttum málstað þjóðar sinnar. SOGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir „Dags“- SIGURÐUR BRENNIR skráð eftir frásögn Jóns Jónssonar frá Hofsstöðum við Mývatn af Helga syni hans, veturinn 1939. Af Sigurði Brenni er þáttur prentaður í Grímu 10. h., bls. 3—8. Hefir Þorsteinn M. Jónsson skráð hann að mestu eftir sögn Sigurjóns Þorgrímssonar. Eru þar flest aðrar sagnir nema Steðjasag- an, sem þó er fyllri hér. Frá andláti Brennis er sögninognæstumsamhljóða. Ætt Sigurðar Brennis. Maður er nefndur Helgi, sonur Illuga prests á Þóroddsstað. Bróðir Helga var Jón Illugason lærði í Skógum á Þelamörk. Hann var göldróttur mjög og átti í brösum við nafna sinn Jón á Hellu á Árskógsströnd, svo sem segir í þjóðsögum. Jón Illugason í Skógum var faðir Jóns á Laugalandi föður Stefáns föður Galdra-Geira á Végeirsstöðum. Þorgeir Stefánsson (Galdra-Geiri) vakti upp draug þann er „Þorgeirsboli" nefnist og orðinn er þjóðfrægur. Helgi Illugason, bróðir Jóns í Skógum bjó á Ytra-Felli í Aðal- reykjadal. Kona hans var Elín Ólafsdóttir systir góðfrægasta galdramanns á íslandi, Arnþórs á Sandi. Einn sona Fjallshjónanna hét Pétur. Hann bjó á Fjalli eftir föður sinn. Einn sona hans var Vigfús á Geirbjarnarstöðum. Börn Vigfúsar voru Sigríður og Þorkell er bjó á Tjörn í Reykjadala. Dóttir Þorkels á Tjörn var Guðrún á Sílalæk, móðir Sigurbjargar á Sandi móður Guðmundar á Sandi. Annað barn Guðrúnar á Sílalæk Þorkelsdóttur, var Þorkell á Syðra-Fjalli faðir Indriða. Systir Þorkels á Tjörn var Sigríður Vigfúsdóttir. Hún giftizt Sigurði, austlenzkum manni. Þeirra son var Sigurður á Lundar- brekku faðir jóns bónda þar og Sigurðar er síðar bjó í Brenniási, og kallaður var Brennir eftir bæ sínum. Þegar Sigríður Vigfúsdóttir, systir Þorkels á Tjörn dó, var þessi staka ort; Kveður enginn vakurt vers, vanta söngs íþróttir, frá því rýmdi siðug sess Sigríður Vigfúsdóttir. Um Þorkel bróður hennar kveður Indriði þetta: Enginn kvað eins hratt og hátt, hér um þessar slóðir. Lýsing Sigurðar og kvonfang. Sigurður Sigurðsson, kallaður Brennir var meðal-hár, rýr um lendar, baraxla, bringuþunnur og allur ófagur, en þó hvergi stórlýti, ljós á hár og hörund og svipurinn ekki mikill. Hann hirti skepnur svo vel að þær gljáðu af spiki og þrifum, en gekk sjálfur óþveginn venjulega í hvítum strigabuxum en voru gljáar af fitu og óhreinindum. Hann talaði fast og dró.orðin til áherzlu, en gól stundum í upphafi setninga, til frekari áherzlu. Hann tal- aði skipulega og var meinfyndinn í frásögn og tilsvörum. Kona Sigurðar hér María. Hún var dóttir Áma, er byggði Sandvík í Bárðardal upp af auðn. Kona Árna var Hólmfríður Aradóttir frá Skútustöðum. Hólmfríður var samfeðra Kristjönu á Gautlöndum móðir Jóns Sigurðssonar. Þau María og Sigurður áttu ekki börn. Bróðir Maríu var Ari, kallaður „Blessað blóð“. Ari var blíðmæltur í eyru manna en illmálgur á bak. María var lík bróður sínum, hún kvakaði fram orðin og voru raddföll þeirra hjóna, Sigurðar og hennar, mjög ólík að hrynjanda. Jóni Jónssyni frá Hofstöðum var Sigurður Brennir mjög minnisstæður frá því hann sá hann í fyrsta og síðasta sinn. Jón lék að gullum með systkinum sínum á Kolli við tún á Hofsstöð- um við Mývatn. Þau áttu sér einskis ills von og voru niðursokkin í leiki sína, unz þau heyrðu ámátlegt gól og hrukku við. Var þar kominn ókunnur maður fast að þeim, otaði hann fram kollóttu priki og sagði um leið: „Eg skal reka þetta í rassinn á ykkur“. Ekki varð þó af framkvæmdum. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.