Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 17. febrúar 1944 DAGUR 7 CELLULOSELAKK Höfum fyrirliggjandi litlaust, enskt celluloselakk, ásamt þynni. Lakkið er í 15 kg. brúsum. K4UPFELAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeildin. IDUNNAR SKÓFATNAÐUR er viðurkenndur af öllum J landsmönnum fyrir gæði. J ÍH><H>)><H><H><H><H>)>)><H>{>í><H><H>í><H>í>l>í><H><H>t><H><H><H>í><H><H><H><H><H|HCH; } ÓDÝR « 4 ELDIVIÐARKAUP! |; K 0 K S 1 4 á 180 kr. smálestin 4 € ( 4 1 4 [kaupfélag eyfirðingaI J « Frá Ólaii á Selá. Ólafur Ólafsson frá Steiná, sem var lengi blindur niðursetn- inéur á Árskógsströnd og dó að Selá fyrir nokkrum árum, var allvel hagmæltur. Er til eítir harm talsvert safn af lausavís- um, en nokkuð misjafnar að gæðum. Hér eru fáeinar. Einhvern tíma þótti Ólaii kvenfólkið í Ytra-Kálfskirmi helzti gefið fyrir miður þarfleg- an fréttaburð. Þá orti hann: Hvað, sem vitað kvendin fá Kálfs- á Ytra-skirmi, — og eins ef skitið er þeim hjá— ein það tlytur hinni. ★ Um korru nokkura, sem sagt var að hefði látið flytja torf til húsa á blindum föður sírrum, orti Ólafur: Gamla konan hefur horf til helvítis með syndum, því fyrrum lét hún flytja torf á föður sínum blindum. Einu sinrti þótti Ólafi kerling ein alltof hávaðasöm og jafnvel illmálg. Þá kvað hann: Dyrgjan stranga drýgir synd, daga langa og nætur út í vanga klækjakind kjaftinn ganga lætur. ★ Karl eirm var á Yztabæ í Hrísey, er Magnús hét. Ólafur þurfti að heilsa upp á harm og sagði: Af góðu tagi gerir fátt, grettur er hræ á vanga. Kjaftur ægir upp á gátt á Yzta-Bæjar-Manga. En Magnús gat svarað fyrir sig og orti á móti: Ills til hefur mikinn mátt, — mirmi er gæða krattur. Ætíð stendur upp á gátt Ólaís skammakjaftur. ★ Jónatan nokkur var eitt sinn staddur í svokölluðum „Reit“, ásamt Ólafi á Hellu. Fengust þeir við sjóróðra. Þegar þeir koma einhverju sinni út á Reit- inn, er lendingin hálffull aí þara, en það var talið vita á hláku, eða a. m. k. landátt. Þá segir Jónataru Ölt er fjaran þakin þara. Þú mátt svara, Óíaíur. Og ekki stóð á svarirtu: í hláku bara hann mun fara, hitamara og stórviður. Einhvern tíma, þegar illa lá á Ólafi, var harrn spurður, því harm væri svona önugur. Þá svaraði hann samstundis: Ama hrirtda ekki kann, — eg það mynda svarið. Mitt er yndi allt saman út í vindinn farið. Um konu sína orti harm: Að mér hlyrmir, aldrei byrst, auðmjúk finn eg hótin. Þú ert, svinna refla-rist, rauna rrúnna bótin. Salbjörg Helgadóttir sagði einu sirmi við Ólaf, er harm var að veggjahleðslu og moldar- mokstri: Við þig bón er eftir ein, er sú löguð stíla: Að þú mokir mold á bein mín, þá dáin hvíla. Ólafur svaraði undir eins: Áður rotnar Ólafs hold, en að þú er dáin, og þegnar aðrir þeyta mold þirm á kalda náirm. ★ Að áliðnum vetri kvað Ól- afut; Engu kviðir artdi minn og ei við stríðið nemur. Vel fram líður veturinn, vorið blíða kemur. Hér er ein sumarmorguns- vísa hans: Vermir sunna sumars blíð, —svona er spurmirm bragur.— Sjá við kurmum austri í, að upp er runrúrm dagur. Montnum martrú varð hált á skónum. Þá kvað Ólafur: Völt er kæti virðum hjá, og víst má ætíð sarma, að sterkum fæti ei stertdur á stærilæti manna. J. Ó. ★ Katli úr gamálli stólræðu: „Ef allir menn yrðu að einum manni og öll fjöll að einu fjalli, allir steinar að einum steini og öll vötn að einu vatrú, og sá hinn stóri maður stæði á hinu stóra fjalli og kastaði þeim hin- um stóra steini ofan í það stóra vatn, þá myndi koma eitt óend- anlegt bomsara boms, mínir elskartlegir. Eins mun verða, bræður mínir, þegar sálum yðar óguðlegra vetður kastan ofan í l helvíti á efsta degjt'. Milli f jalls og f jöru Ungur Norðlendingur, Arnaldur sonur Jóns Stefánssonar ritstjóra á Akureyri, er nýkominn frá blaðamannanámi i Amer- íku og starfar við Vísi. Hann tók sér fyrir hendur að rannsaka hin tfðu sjóslys síð- ustu ára og komst að þeirri niðurstöðu, að mjög gálauslega væri farið að um út- húnað veiðiskipa. Hafa verið gerðar á reim stórfelldar breytingar til að koma í rau meiri fiski og ná mciri stríðsgróða. Jafnframt er öll skipshöfnin í stóraukinni hættu og Englandsfiskurinn oft miklu verri vara en skyldi. Greinar þessar hafa sett málið á hreyfingu. Skrifa öll dagblöð- in um málið og þykjast þau hvert um sig hafa ort Lilju hins unga blaðamanns við Vísi. • Erlendis er það háttur vísindamanna, að vinna lengi í kyrrþey að uppgötvunum sínum og koma þá fyrst fram með nýung- ar sínar, þegar þær eru margprófaðar og mörg rök hníga að gildi þeirra. Þannig beið Darwin í 20 ár með að gefa skýrslu um athuganir sínar varðandi þróunar- kenninguna. Svipuð er saga Newtons um skýrslugerð hans að þvi er snertir heims- bygginguna. Hjón þau í París, sem upp- götvuðu radium, unnu að einum þætti reirra rannsókna i fjögur ár samfleytt við hin ömurlegustu skilyrði. Á íslandi er ver- ið að reyna að finna auðveldari leið til að ná vísindalegum sönnunum. Ungir reynslulausir menn koma frá námsborð- inu og þykjast vera vísindamenn. Þeir neita að vinna fyrir venjuleg starfslaun ríkisins. Þeir vilja, að byggðar séu handa sér sérstakar rannsóknarstofnanir, óháðar valdi Alþingis, en að nafni til undir eftir- liti ráðherra. Siðan heimta þessir forstjór- ar marga aðstoðarmenn og peninga eftir rorfum úr ríkissjóði. Til viðbótar segjast reir ætið geta slegið rikisstofnun erlendis, og þykir engin minnkun að ganga götu beiningamannsins. Fram að þessu hefir beiningastarfsemin ekki borið neinn ár- angur, sem varla er von. Meðaltími til hverrar uppgötvunar á þessum vettvangi er nokkrar vikur. Þá eru hin nýju sann- indi tilkynnt í útvarpi og blöðum, svo að allur landslýður megi gleðjast yfir fengn um sigri. Newton hefði átt að fæðast á íslandi, því að vinir hans ætluðu naum- ast að fá hann til að rita opinberlega um meginuppgötvun sína. Um þessa íslenzku vísindaaðferð má segja, að hún er bæði dýr og ódýr, eftir því, hversu litið er á málið. • Kommúnistar á þingi hafa nýverið sýnt skopleikaraeðli sitt. Seint í fyrravetur töluðu þeir mikið úm að þeir vildu bera fram frv. til að ná verulegum hluta stríðs- gróðans frá undangengnum árum úr sjóð- um ríkra manna til almennra þarfa. Skor- uðu þeir fastlega á Framsóknarmenn og „krata", að fylgja sér djarflega í því að rýja nú ríkismennina inn að skyrtunni. Fengust þeir Haraldur Guðmundsson og Hermann Jónasson til að flytja frv. með Brynjólfi Bjarnasyni. Þótti kommúnistum svo mikið við liggja, að þeir vildu að þingið héldi áfram allt vorið og fram að slætti, ef með þyrfti, til að ná þessu gull- reyfi handa þjóðinni. Framsóknarmenn sögðu, að ekki þyrfti sérstakt þing vegna þessa máls, því að langt þing myndi verða um haustið. Þetta varð orð að sönnu. Þingið stóð frá septemberbyrjun til jóla. Málið var fyrir efri deild. Kommúnistar áttu þar forsetann, Steingrím Aðalsteins- son. En svo leið vika eftir viku og mán- uður eftir mánuð, að Steingrímur tók ekki málið á dagskrá. Var auðséð, að til- gangur kommúnista var að láta málið daga uppi. Sú varð raunin á, að það komst gegnum efri deild rétt fyrir þing- slit, en þá var neðri deild eftir. Eg vildi prófa hjartalag kommúnista, og kom með þá breytingartillögu við lókaumræður, að skattinn skyldi greiða af 60 þús. kr. í stað 100 þús. kr., og„ að fúlgan skyldi ganga til að greiða ríkisskuldir. Kommúnistar gengu móti báðum þessum tillögum. Greiddi ég þá atkvæði móti málinu, og aftur nú nýverið með þeirri athugasemd, að ég vildi ckki leika þátt i skrípaleik- sýningum kommúnista, en vildi hins veg- ar fylgja málinu, ef það væri tekið upp j með fullum manndómi og féð notað til I lúkningar skuldum ríkisins. J. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.