Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 6
6 DAQUR Fimmtudaginn 17. febrúar 1944 etrm (Framhald). opna hjarta sitt í viðurvist „hnefaleikarans") sem stóð skjálfandi á beinunum fyrir framan hann. „Eg mun síðar ákveða ábyrgð þína í þessu máli. Viðtalinu er lokið." Gruber hraðaði sér út, þungt hugsandi um sinn hag. Bezt að lofa honum að vorkennast, hugsaði Reinhardt. Hann verður bljúgari og þakklátari eftir fyrirgefninguna. Hann neri saman lófunum af ánægju. Það var svo gaman að hafa örlög manna í hendi sér, — geta hossað þeim eða sent þá út í yztu myrkur, eftir því sem honum sýndist. — En sú stefna sem málin höfðu nú tekið var engu síður mjög svo óheppilegt. Ef hann sleppti Preissinger liætti hann á, að spilla öllum ráðagerðum sínum. Preissinger mundi kannske segja of mikið. Ef hann héldi honum sem gisl, kynni hann að móðga einhverja vini hans í Berlín. Þetta var ljóta klípan. Sennilega var bezt að leggja málið allt fyrir ríkisverndarann, Heydrich. Hann hafði vald til þess að senda alla Preissingara fjand- ans til ef honum sýndist svo. Reinhardt leit á klukkuna. Hún var ekki orðin fimm ennþá. Hann þóttist viss um, að ef hann hefði hraðan á mundi hann ná ríkisverndaranum á skrifstofu hans. Og ef hann væri farinn þaðan vissi Reinhardt manna bezt hvaða leik- kona fann náð fyrir augum ríkisverndarans þessa stundina og í hvaða götu hún bjó. Reinhardt var íbygginn á svipinn þegar hann skálmaði upp steinþrepin fyrir framan höll ríkisverndarans. Það mundi ekkert áhlaupaverk að bregða upp Ijósri mynd af því, hvernig málin stæðu fyrir sjónum Heydrichs. Reinhardt hafði oft haft tækifæri til þess að taka eftir bráðlæti hans og óþolinmæði. Heydrich var skjótur til ákvarðana. Reinhardt gekk ekki gruflandi að þvi. Hann refsaði undirmönnum sínum miskunnarlaust ef þeim brást boga'- listin og honum var ekki gjarnt að hlýða á rökfærslur eða skoðan- ir annarra. Hann hafði valdið. Reinhardt hafði verið svo lánsamur til þessa, að ríkisverndarinn hafði aldrei fengið höggstað á honum. Varðmaður heilsaði honum virðulega við innganginn og einn af undirmönnum Heydrichs vísaði honum tafarlaust á fund ríkis- verndarans. Heydrich hafði staðið við stóran glugga á skrifsiofu sinni, þaðan var dásamlegt útsýni yfir hina fornfrægu borg, — turna, þök og hvelfngarr Hann sneri sér að Réinhardt og benti honum til sætis. „Jæja, lögreglustjóri,“ sagði hann, „væntanlega eruð þér ekki hingað kominn til þess að dást að útsýninu. Við skulum snúa okk- ur að vandamálunum." „Það er í tilefni svonefnds Glasenapps-máls, sem eg er kominn að þessu sinn," sagði Reinhardt dálítið hikandi. „Eg hefi heyrt þess getið.“ „Málið er alvarlegt," hélt Reinhardt áfram, „og undir engum kringumstæðum er hægt að láta kaldrifjað morð á þýzkum liðsfor- ingja, sem vind um eyrun þjóta.“ Heydrich velti vöngum. „Eruð þér svo vissir um að Glasenapp hafi verið myrtur?“ Reinhardt hikaði andartak. „Eg rek málið á þeim grundvelli." „Og hvaða vandi er yður þá á höndum?“ spurði ríkisverndarinn. „Málið virðist í því tilfelli einfalt, og refsingin augljós. Ef morð- inginn finnst ekki, þá gefið þér almenningi hæfilega áminningu með aftöku nokkurra gisla, — eins og venjulega.“ „Það er gott að þér lítið þannig á málið,“ sagði Reinhardt létt- ari í bragði, — „en þrátt fyrir þetta er einn þröskuldur á vegi mín- um.......“ Rikisverndarinn hlustaði með vakinni athygli. „Einn af undir- mönnum mínum handtók alla viðstadda í veitingastofunni eftir hvarf Glasenapps. Við höfum þá alla í haldi ennþá, — þetta eru prýðilegir gislar — og á meðal þeirra getur morðinginn hæglega verið. — En í hópnum er Lev Preissinger, — forstjóri Bæheimska kolahringsins." Reinhardt reyndi að lesa hugsanir ríkisverndarans um leið og hann talaði. En Hey.drich var og slægur. Hann deplaði ekki aug- unum þótt hann heyrði Preissinger nefndan. Það var ómögulegt að sjá hvort honum þótti betur eða verr. Reinhardt áræddi að halda áfram: — „Ef við létum Preissinger þennan út, — mér skilst að hann eigi góða að í Berlín — þá er hætta á að hann segði e. t. v. of mikið. Hann gæti eyðilagt málið fyrir okkur.“ Ríkisverndarinn kinkaði kolli. „Eg hefi þegar fengið fyrirspurn um Preissinger frá kolafélaginu." „Nú datt mér í hug að leggja til, að Preissinger þessi yrði færður með leynd á fund yðar,“ sagði Reinhardt. „Þér toluðuð nokkur vel valin orð við hann — gæfuð honum til kynna, að þér þyrftuð ekki að gefa nema smábendingu til þess að úti væri um hann o. s. frv. Ef hann svo mikið sem minntist á þetta Glasenapp-mál myndum við finna hann í fjöru." Stúlku vantar Sigríður Kristjánsdóttir. e wwwvvvvvvvm*. í vwww^ BIFREIÐA- i| rafgeymarI i í heildsölu og smásölu. i I KAUPFELAG EYFIRÐINGAj. Véla- og varahlutadeild. V TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið að hámarksverð á blautsápu (kristalsápu) skuli vera sem hér segir: í heildsölu ................ kr. 3.68 í smásölu .................. — 4.60 Hámarksverðið í smásölu nær til sápu, sem verzlanir hafa keypt eftir 1. febrúar sl., en óheimilt er að hækka eldri birgð- ir. Verzlunum titan framleiðslustaðar er heimilt að bæta við hámarksverðið sannanlegum flutningskostnaði. Reykjavík, 4. febrúar 1944. Verðlagsstjórinn. ÞAKKARORÐ. Eg íinn mér skylt að þakka opinberlega sambýlishjón- um mínum frú Gróu Hertervig og manni hennar, Hjörleiii Árnasyni, þá miklu hjálp, er þau veittu mér með því að lána mér að mestu leyti íbúð sína 10. iebr. síðastliðinn á 80 ára afmæli mínu. Sérstaklega þakka eg írú Gróu Hertervig iyrir hennar mikla starf, undirbúning og framreiðslu á afmæli rrúnu nefndan dag, sem hún að mínum og armarra dómi leysti prýðilega af hendi. Fyrir allt þetta flyt eg nefndum hjónum mínar alúðar- íyllstu þakkir. LÁRUS THORARENSEN. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hluttekrúngu og að- stoð við fráfall og jarðarför HÖSKULDAR MAGNÚSSONAR. Eiginkona, sortur, ioreldrar og bræður. Dagur 19. febrúar 1919. Flugpóstferðir. Tíminn hefir flutt eftirtektarverða grein um flugpóst- ferðir eftir Valtý Stefánsson. Smyglun. Nielsen framkvæmda- stjóri Eimskipafélagsins hefir rekið ellefu skipverja af Gullfossi fyrir vín- smyglun. Vínið var falið milli þilja í skipinu. . ... í haust var þungt yfir huga mínum og nokkur beygur um fram- tiðarhorfurnar. Þá var striðið enn i algleymingi, kalsár eftir fimbulvetur- inn mikla opin og ógróin, —- heyin hafa stórskemmst inni í hlöðum, Katla, þessi ógnar vítisvél, spúði eldi og brennisteini í loft upp svo aska og annar ófögnuður barst um land allt .... Sem betur fer, er þeim skýjum líkt farið, sem koma á vona- og hug- sjónahimin mannanna og hinum, sem í loftinu leika að þau eru fljót að víkja fyrir upprennandi sól og þýð- um andblæ. . . . Þótt ekki sé langur timi frá hausti fram á þorra, hefir margt breytzt. Stríðinu er upplétt, Katla tekið sér hvíld. . . . Skamm- degið, þessi óvinur ljóss og lifs, hefir verið svo hlýtt og bjart, að menn hafa naumast orðið þess varir og það sem af er Þorra er hver dagurinn öðrum betri. Það er sízt að furða þótt farið sé að rofa til í hugum manna og fram- faralöngun — vorhugurinn — endur- fæðist eftir 4 ára lömun striðs og harðæris.... (Úr grein eftir eyfirzkan bónda). ZP^ íí { SKÁK NR. 7. DrottningarpeS. Teflt á þingi í Prag sl. sumar. Hvítt: J. Lokvenc. — Svart: P. Keres. 1. d4—-Rf6. 2. c4—e6. 3. Rc3— Bb4. 4. Dc2—0—0 (a). 5. a3— Bxc3f. 6. Dxc3—b6. 7. Bg5 (b) Bb7. 8. Rf3—d6. 9. e3—Rbd7. 10. Be2— He8. 11. Dc2—e5. 12. d5—h6. 13. Bh4—a5 (c). 14. b3—Rf8. 15. h3— c6. 16. dxc6—Bxc6 (d). 17. 0—0— Rg6. 18. Bg3—Re4. 19. Bh2—f5. 20. Hadl—He6. 21. Rel—Dg5 (e). 22. f4—Df6 (f). 23. fxe5—dxxe5. 24. c5 (g) b5. 25. a4—Hb8. 26. Rf3—- Rg5. 27. Rd4 (h) exd4. 28. Bxb8— Rxh3f. 29. Khl (i) Rh4. 30. axb5 (j) Bxg2f. 31. Kh2—Hxe3. 32. Hd3 (k) Bxf 1. 33. Hxe3—dxe3. 34. Bxfl (l) Rf3f. 35. Kg3 (m) Dg5f. 36. gefur. (a) Sv. heldur opinni leið til beggja handa — c5, d6, eða d5 — eftir því sem hv. gefur tilefni: (b) þessi. B stendur ekki vel á g5 í þessu afbrigði d-peðsbyrjunar. (c) Sv. hefir náð betri stöðu út úr byrjuninni. Hv. hefir nokkra mögu- leika D-megin. Sv. hefir sóknarmögul. K-megin eða í „centrum". (d) Illt val. Kannske var e4 betra. (e) Sv. teflir til vinnings og er djarfur. Hv. verst vel og bítur frá sér af talsverðum ákafa. (f) Ekki 22. — pxp. 23. Rf3 og síð- an til d4. (g) Hótar Bc4. (h) Sv. hefir beðið eftir þessu, — hann hefir þótzt finna það á sér að hraði og þungi sóknar hans mundi nú færa honum sigurinn. Hins vegar er vafasamt hvort þessi fóm sv. er rétt- mæt. (i) Kh2 er betra, — því að ef Hxe3 þá Bf3. (j) 30. Bf3—RxB. 31. pxR—Hxp. 32. Dg2—Rg5 o. s. frv. (k) Stöðvar skák á h3 eftir brott- för R. (l) Tapar. Dc4f fyrst var rétt. Hvíta D. er þá úr hættu. (m) Ef 35. KxR þá Dh4f, eða 35. Khl—Rf2t o|E hv. t»p#r D. (FramhaM).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.