Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Rítstjóm: Ingimax Eydcil, Jóhcmn Frímann, Haukur Snorraaon. AígreiSslu og innheimtu annast: Sigurður Jóhannesson. Skrifstoía við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum íimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Skip hefir farizt, báta vantar ■^IÐ ÍSLENDINGAR erum að vísu frá önd- verðu vanir tíðindum um sjóslys og skaða á höfunum kringum strendur landsins, en þó setur menn ávallt hljóða, er slíkar harmafregnir berast mönnum til eyrna. Það er og mála sannast, að með hverri fleytu, sem týnist úr íslenzka flotan- um, gjöldum við álíka afhroð hlutfallslega eins og stórþjóð, sem tapað hefir fólksorrustu og misst heil herfylki á vígvöllunum. En þótt þjóðin sé þannig ýmsu vön í þessum efnum, hefir þó fyrst kastað tólfunum nú á allra síðustu tímum um sjóskaðana og stórslysin. Sjald- an eða aldrei fyrr hefir Ægir konungur látið svo skammt stórra högga á milli. Höfuðskepnurnar virðast hafa hamazt gegn sjóhetjum okkar og flota. Það er sárt og hörmulegt, en yrði þó að þolast möglunarlaust, ef við engan væri að sak- ast nema blind og hamröm náttúruöfl, og æðsta herstjórnin að baki víglínanna hefði hvergi legið á liði sínu né brugðizt skyldum sínum í neinu. Hitt er óþolandi og ósköp, ef handvömm, ófor- sjálni og óseðjandi gróðafíkn einstakra manna eða félaga á sinn þátt í fleiri eða færri síðustu stórslysa hér við land. — En því miður benda sterkar líkur til þess að svo sé. Það er upplýst eftir óyggjandi heimildum, að eftir að hið háa fiskverð kom til sögunnar nú á ófriðarárunum, hafa ýmsir stórútgerðarmenn breytt verulega útbúnaði skipa sinna í því skyni, að þau rúmuðu sem mestan afla. Talið er full- víst, að breytingar þessar hafi i flestum tilfellum dregið mjög úr öryggi skipanna og spillt gæðum fisksins. Við umræður um þessi mál á Alþingi hefir t. d. sannazt, að hleðsla togaranna hefir með þessum hætti í mörgum tilfellum tvöfalda*zt síðan árið 1939. Þá hefir Þorvaldur Bjömsson hafnsögumaður gefið merkilega og hörmulega skýrslu á Fiskiþinginu um fyrirhyggjulausar og stórhættulegar breytingar, sem gerðar hafa verið á gömlum, erlendum skipum, sem keypt hafa verið til fiskveiða hér við land. Fjölmörg önnur gögn, sem hér væri of langt mál upp að telja, hafa upp á síðkastið komið fram í þessum málum, og hníga þau öll mjög í sömu átt: óseðjandi gróða- fíkn einstakra manna og félaga annars vegar og ónógt aðhald og eftirlit hins opinbera og skipa- skoðunar ríkisins hins vegar hafa á síðustu tím- um teflt lífi fjölda sjómanna og öryggi skipanna 1 bráðan voða. Við svo búið má ekki lengur standa. Ríkisvald- ið verður að kippa hér í taumana með fullum myndugleika og hlífðarleysi gegn glæframönnun- um, áður en lengra er haldið á þessari slysabraut. Hér er meira í húfi en svo, að nokkur vettlinga- tök dugi. Sjómennirnir okkar eru settir í fremstu víglínu í baráttu þjóðarinnar allrar fyrir daglegu brauði og menningarlegum lífskjörum í landinu. Þeir 'hafa til alls annars og betra unnið en að heilsu þeirra og lífi sé að óþörfu teflt í tvísýnu vegna stopuls stundarhagnaðar, sem þá er allt of dýru verði keyptur. DAGUR Fimmtudaginn 17. febrúar 1944 í Bjargálnamaður og vafafé. £*UNNAR BÓNDI GUNNARS- SON, skáldið á Skriðuklaustri, hefir, svo sem alkunnugt er, nýlega afsalað sér „vafafé“ úthlutunamefnd- ar ríkisstyrkjanna til skálda og rit- höfunda, og ennfremur mælzt undan því, að nokkur fjárbeiðnarerindi séu rekin fyrir hann á Alþingi. Kveðst Gunnar vera efnalega sjálfbjarga, og eflaust mun honum og þykja það all- vafasamur heiður að eiga mat verka sinna undir andlegum landaurareikn- ingi þeirra manna, er fara eins og stendur með umboð ríkisvaldsins í þessum efnum. Úthlutunarskrá þeirra hefir nýlega verið birt, og er hún eitt hið furðulegasta plagg. En það mun almannarómur, að hvað sem annars megi segja um dómvísi rithöfunda þeirra, er í nefndinni eiga sæti, sé hitt vist, að hvorki hafi þeir gleymt sjálfum sér né einkavinum sínum, þegar „heiðurslaununum“ var úthlut- að. Hæstur allra trónai þó Halldór Kiljan Laxness með 17—20 þús. „heiðurslaun" af almannafé á næsta ári (að meðtalinni grunnlaunahækk- un og verðlagsuppbót, sem borguð hefir verið á fjárhæðir þessar). Tvö skáld um málefni dreifbýlisins. J^ESENDUM ÞESSA blaðs mun kunnugt um ýmis skrif þessa skáldkonungs úthlutunaruefndarinnar um íslenzk menningarmál, þ. á. m. um málefni dreifbýlisins í landinu. Nú hefir Gunnar Gunnarsson, „sá styrk- laus'i", látið nokkuð til sírt heyra um þessi efni, og er raunar býsna fróð- legt fyrir landslýðinn að bera saman tóninn í ummælum þessara tveggja manna, þegar þeir ræða hvor um sig um kjör, menningu og aðstöðu fólks- ins í sveitum landsins — annarsvegar bæjarmannsins með „heiðurslaunin“ háu af almannafé og hins vegar skáldsins, sem telur sig geta lifað af penna sínum og afrakstri íslenzkrar gróðurmoldar. — Gunnar á Skriðu- klaustri var' nýlega á ferð í höfuð- staðnum og átti þá tal við blað eitt þar, er spurði hann frétta úr sveit- inni. Fórust skáldinu svo orð m. a.: Bóndinn og skáldið. — Eg kann ágætlega við mig á Skriðuklaustri. Það er manni eðlilegt að vera tengdur því lífi, sem hrærist í kringum mann, þátttakandi í at- vinnu þjóðarinnar. Kann vel við að hafa vítt útsýni og tært loft. Bregður við, þegar ég kem í bæjarloftið hérna. — Búskapur mikill á Klaustrinu? — Nei, það get ég ekki sagt, um 300 ær. Eg á varla bóndanafnið skil- ið, því að ég vinn svo lítið að bú- skapnum sjálfur. — Meira að ritstörfum? — Allt öðru vísi en áður. Fer mér hægar. Ekkert sem rekur á eftir, nema það, að ekki er hægt að lifa án þess að starfa að því að koma hugs- unum sínum í orð. Fyrr á árum vann ég við skrifborð- ið vissa tíma á dag og þoldi illa að vera truflaður. Nú er þetta allt öðru vísi. Nú valda daglegar frátafir eng- um óþægindum lengur. Og verði þær miklár yfir daginn, get ég unnið þeim mun lengur fram eftir nóttunni. Sveitalífið hefir hressandi áhrif á mig. — Hvaða verk eru í smíðum? — Bezt að tala sem minnst um það. Þau koma fram á sínum tíma. Læknisleysið í dreifbýlinu — „til smánar og stórtjóns“. EGAR læknisleysið í sveitinni ber á góma, lætur Gunnar Gunnars- son m. a. svo um mælt: „Læknafæðin er skelfileg fyrir Auitfirðinga, Ef maður verður alvar- lega sjúkur, getur það hæglega orðið svo mikið fjárhagslegt áfall fyrir hann, að hann fái ekki afborið það. Eg veit um dugnaðarmann í af- skekktri sveit, sem varð alvarlega veikur. Hann hefir m. a. brotizt í því að reisa nýbýli. Hann þurfti að láta sækja læknir þrisvar sinnum. Kostn- aðurinn við þær ferðir varð samtals á 3. þúsund krónur. Ungbam datt af legubekk ofan á gólf með pelann sinn. Þetta var í Hornafirði. Þurfti að sækja lækni austur á Djúpavog. Ferðin kostaði 1200 krónur. Þið, sem búið í fjölmenninu, gerið ykkur enga hugmynd um þessa erfið- leika. Það er ekki hægt að láta héruðin vera læknislaus, eins og viðgengizt hefir í allmörg ár. Því hvað er þjóð- félagið, ef það miðar ekki fyrst og fremst að því, að þjóðfélagsþegnarnir láti sig skipta um hagi annarra. Lækn- ar fá menntun sína til þess, að þeir geti hjálpað sjúkum. Það er skylda þjóðfélagsins að sjá um, að fólk geti með skaplegu móti náð til læknanna. Að láta þetta slarka svona áfram, eins og verið hefir, er þjóðspillandi." Nú mun vera fyrir þinginu frum- varp um lagfæringu á þessu ófremd- aróstandi. Er ráðgert að flytja lækn- inn frá Brekku á Fljótsdal að Eiðum. Mun að því einhver bót þótt fjarri sé, að full lækning geti talizt Þrekraunir í óbyggðum. ■jTRFIÐLEIKARNIR í ‘fámenni sveitanna eru margir, %em þið borgarbúar vitið lítið um. Flestir bændur hafa ekkert fólk yfir veturinn, nema skyldulið sitt. Þegar eitthvað ber út af, sjúkdómar eða slys, eru heimilin í voða og öll framtíð fólksins. Sumarið 1942 kom maður austur á Hlíð og seldi þar nokkra hesta. Tveir þessara aðkomuhesta struku. Annar fannst um haustið eftir langa Ieit Til hins fréttist í sumar uppi á Brúarör- æfum. Hann hafði gengið þar af um veturinn. Annar hestur sást þar með honum. Ekki voru tök á því í sumar að leita þá uppi. Þegar komið var fram á haust, tóku tveir menn sig upp til að leita hestanna. Annar þess- ara manna var bóndinn að Heiðarseli á Jökuldalsheiði. Hinn var frá Ei- ríksstöðum. Þeir tóku með sér nesti til tveggja eða þriggja daga. Þeir ætl- uðu ekki að vera lengur á ferðinni. Þeir fengu hríð á öræfunum og lentu í villum. Eftir viku fannst Eiríks- staðamaðurinn uppi á fjalli. Hann ráfaði þar um og vissi lítt, hvar hann fór, aðframkominn af hungri og þorsta. Þeir höfðu orðið viðskila. Bóndinn í Heiðarseli fannst nokkru síðar. Hann var ennþá verr kominn, kalinn á báðum fótum. Fyrst í stað lá hann heima, en var fluttur fyrir jól í sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Hætt við, að hann fái aldrei bót meina sinna. Þessu líkar eru ýmsar raunasögur úr erfiðu lífi sveitafólks, sem lítt er talað um.“ Vinnumannskaup — 120 dilkar. Að lokum segir G. G. í blaðavið- tali þessu: „Annars mætti margt segja um sveitabúskapinn, bæði hvernig hann er nú, og hvemig framtíðarútlit hans er. Eg þarf í mínum búskap hér um bil 120 dilka til að greiða kostnað við að halda einn vinnumann, kaup, fæði og orlofsfé, og fæ að likindum 90 kr. fyrir dilkinn. — Hvað er fram- undan, þegar verðhrunið kemur? Ef landbúnaðar á að geta staðizt hér í framtíðinni, þarf að gera honum gagngerðari umbætur en flesta grun- ar. Það er eg alveg viss um. En má- ske höfum við tækifæri til að tala um þau fnól betvir *einna.“ MODIR, KONA, MEYJA Það var hérna á dögunum, að mig vantaði skó- svertu. — Eg gekk inn í eina verzlunina okkar og bað um umræddan varning. ,,Því miður er engin skósverta til,“ svaraði afgreiðslustúlkan, „. . . . nema Sjafnar,“ kom svo löngu síðar! Eg gat ekki varizt brosi. „Nú já, ekkert nema Sjafn- ar, en eg ætla að fá eina dós.“ Eg sá ekki betur en stúlkan yrði öldungis forviða! Um gæði skósvertunnar ætla eg ekki að ræða hér — en fyrr má nú vera! Þessi saga af skósvertunni er annars ekkert einsdæmi. Flestir munu kannast við svör eins og þessi t. d.: „Því miður, bara Gefjunardúkur". — „Ekkert nema þetta íslenzka band“ og svo mætti lengi telja. „Fussum fei og svei, svei“, segir sumt fólk og grettir sig, ef því er boðinn íslenzkur varningur, en „namm, namm“, segir það, ef varningurinn er útlendur. Hvernig á nú iðnaðurinn okkar að þrífast í slíku andrúmslofti? Nei, það er sannarlega kominn tími til að læknast af þeim gamla og leiða kvilla, að allt sé Uezt, er frá útlandinu kemur. Saga sú, er hér fer á eftir, hefir nýlega borizt hingað frá Ameríku: Iúðsforingi nokkur úr ameríska hernum, er dvaldi hér, keypti íslenzkan dúk frá Gefjun og sendi heim konu sinni í „dragt“. Nokkru síðar var þessi frú í boði (cocktail-party) skammt frá New York, og var þá í drágtinni úr þessum ís- lenzka dúk, er maður hennar hafði sent henni. 1 boðinu gengur til hennar maður, sem hún hafði aldrei séð áður, ávarpar hana og segir: „Afsakið frú, en er þetta ekki Gefjunardúkur?" Frúin játti því, en spurði, hvernig í ósköpunum honum hefði dottið þetta í hug. Sagði hún að maðurinn sinn, er verið hafi á íslandi hafi sent sér efnið. „Jú,“ sagði þessi herramaður, „það er nú ekki á hverjum degi, sem maður sér Gefjunardúk, en hvar sem hann sézt, kemst maður ekki hjá því að veita honum sérstaka eftirtekt, því að hann er svo auðkennilegur og fallegur". Maður þessi er sérfræðingur á sviði vefnaðar- og dúkaframleiðslunnar í Ameríku. Kannske þessi saga geti kennt einhverjum að meta betur okkar eigin framleiðsluvörur, því að hún er sönn og kemur frá útlandinu í þokkabót!! „Puella“. ★ Kvillar karla og kvenna. Veikindadagar kven- fólks eru helmingi fleiri en karla. Samt er konan langlífari. Líftryggingarfélag í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir að heilbrigt meybam nái 64,36 ára aldri, en piltbarn lifi 60,18 ár. — Karlar eru oftar litblindir en konur. — Konur ná sér fljótar og betur eftir mikinn blóðmissi og þola betur vökur. — Konur þola öllu betur sársauka en karl- menn. — Piltar eru oftar vanskapaðir en stúlkur fæðast t. d. oftar með skarð í vör, aukalega fingur og tær eða bægifót. Þeir eru líka oftar örvhentir eða fávitar frá barnaæsku. / — Kvenfólk þolir betur svæfingar en karlmenn. — Þær fyrirfara sér sjaldnar. — Úr botnlangabólgu deyja helmingi fleiri karlar en konur (í U. S. A.). Hins vegar þjást konur oftar af gallsteinum, sykursýki og rykkja- dans („st. Veit’s dans“). Úr („Heilbrigt líf“). ★ _______j. Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það? (Orðskviðir Salómons),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.