Dagur - 24.02.1944, Page 2

Dagur - 24.02.1944, Page 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 24. febrúar 1944 FRAMSÓKNARFLOKKURINN ER VAXANDI FLOKKUR I. Árið 1942 gerðu þrír þing- flokkanna samtök um að afmá Framsóknarflokkinn. Þetta átti að gerast með hlutfallskosning- um í tvímenningskjördæmum að ógleymdum sameiginlegum kosningaáróðri. Áróðurinn gekk svo langt í Sjálfstæðisflokknum, að einn af ráðamönnum flokks- ins lýsti Framsóknarflokknum sem þjóðhættulegum skaðræðis- grip og að tilvinnandi væri að fram færu þrennar kosningar sama árið, ef það gæti orðið til þess að lama Framsóknarflokk- inn svo greinilega, að hann yrði áhrifalaus í framtíðinni. Verk- lýðsflokkarnir báðir studdu auð- jarlana, sem öllu réðu í Sjálf- stæðisflokknum, að þessu verki. En allt kom fyrir ekki. Að sönnu tókst að bola fáeinum meirihluta-þingmönnum úr Framsóknarflokknum frá þing- setu og setja minnihlutamenn úr Sjálfstæðisflokknum í þeirra stað, en þetta skipti fremur litlu fyrir afstöðu flokkanna á Al- þingi. Framsóknarflokkurinn hélt eftir sem áður milliflokksað- stöðu sinni, og það sem mest var um vert, hann efldist að fylgi meðal kjósenda. Með hinu breytta kosninga- fyrirkomulagi ætlaði Sjálfstæðis- flokkurinn að sigla háan vind og komast í hreina meirihlutaað- stöðu á Alþingi. Auðvitað mis- tókst þetta með öllu. Aftur á móti náði flokkurinn því lægra marki, að verða mannflestur á þinginu, en sú aðstaða hefir orð ið honum frekar til vansæmdar en sóma. Hann hafði lýst yfir því á undan kosningum, að tækist honum að verða stærsti flokkur þingsins, þá tæki hann að sér þjóðmálaforustuna á Al- þingi. Þessarar þjóðmálaforustu Sjálfstæðisflokksins hefir hvergi gætt. Hann hefir algjörlega kiknað undir þeirri skyldu. Það hefir t. d. orðið honum um megn að koma á þingræðis- stjóm í landinu, sem aldrei hefir komið fyrir áður, síðan sú stjórnarfarsregla var viðurkennd. En þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lyppast niður undir loforð- um sínum og skyldum við kjós- endur sína og alla þjóðina, þá hefir hann áunnið sér ævarandi eftirmæli þann stutta tíma, er hann fór einn með völdin, fyrir það að magna dýrtíðina um helming og hleypa viðvarandi upplausn í þjóðlífið. II. Það má ganga að því vísu, að miklir erfiðleikar bíði þjóðar- innar að stríðinu loknu. Allar atvinnustéttir í landinu þurfa að brynja sig gegn þeim erfiðleik- um.. Gildir þetta ekki sízt fyrir bændur landsins. Á undanförn- um árum hafa margar fram- kvæmdir í sveitum landsins orð- ið að liggja niðri af stríðsástæð- um .Strax og hentugleikar leyfa, verður að taka þær framkvæmd- ir upp. Má þar til nefna húsa- bætur, stóraukna jarðrækt og í sambandi við hana aukna véla- notkun, rafmagnsnotkun, skipu- lagningu landbúnaðarins á ýms- um sviðum o. fl. o. fl. Allar þess- ar umbætur kosta mikið fé. Þó að bændur hafi yfirleitt hagnazt, og sumir verulega á allra síðustu árum, þá skortir mikið á, að þeir hafi fé aflögum til að standast allan þann kostnað, sem þessar nauðsynlegu umbætur hafa í för með sér. Á hinn bóginn er það vitanlegt, að einstakir kaupsýslu- og stórútgerðarmenn hafa safnað hundruðum miljóna króna af stríðsgróða, sem rás viðburðanna hefir fært þeim upp í hendur. Þetta mikla fé þarf að einhverju leyti að taka til almennra um- bóta í landinu. Nokkru af því á að verja til framfara í sveitun- um og nokkru til blómgunar at- vinnulífsins á öðrum sviðum. Kemur þar einkum til greina hlutur smáútgerðarinnar og fiskimanna. Það þarf ekki að ganga að því gruflandi, að hörð átök verða um það milli stjórnmálaflokk- anna, hvernig verja beri hinum mikla stríðsgróða að stríðinu loknu. Þessi átök verða einkum jmilli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þjóðmála- stefnur þessara tveggja flokka eru gjörólíkar á félagsmála- og fjármálasviðinu, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn byggir sína stefnu á samkeppni, en Fram- sóknarmenn heyja þjóðmálabar- áttu sína á grundvelli samvinnu- stefnunnar. Á þessum gmndvelli hefir Framsóknarflokkurinn starfað að umbótamálum þjóðar- innar í rúman aldarfjórðung og allan þann tíma sætt harðri and- spyrnu samkeppnismanna, sem leynt og Ijóst hafa gert margar tilraunir til að ófrægja sam- vinnustefnuna og þá menn, er unnið hafa undir merkjum hennar. Samkeppnismenn hafa eftir mætti alið á sundrung og tortryggni í fylkingu samvinnu- manna og afflutt Framsóknar- flokkinn fyrir stuðning hans við félagssamtök bænda. Fjárstyrk þann, er flokkurinn hefir barizt fyrir að veittur væri til umbóta í sveitum landsins, hafa andstæð- ingamir löngum nefnt fjársukk og fjárbruðl. Framsóknarmenn hafa ekki látið þessi hróp á sig fá, en haldið þrotlaust áfram umbótastarfi sínu og orðið svo mikið ágengt ,að fylgi flokksins hefir farið sívaxandi, ekki aðeins meðal bænda, heldur og í hópi annara vinnandi framleiðenda. Fleiri og fleiri opna nú augun fyrir þeim sannindum, að Fram- sóknarflokknum er bezt trúandi fyrir forustu þjóðmálanna og að vænlegast sé til þjóðþrifa að gera samvinnustefnuna að leiðarljósi í úrslitum vandamálanna. Stefna Framsóknarflokksins á vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar, Framsóknarflokkurinn er vax- andi flokkur. SOGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþœttir „Dags“- SIGURÐUR BRENNIR (Framhald). Frá skiptum Jóns á Lundarbrekku og Sigurðar. Jón Sigurðsson, bróðir Brennis, var stór maður vexti og ram- ur að afli, stórgáfaður og ógurlegur skapmaður, drykkfelldur nokkuð og ægilegur við vín. Þótti smámennum betra að verða sem minnst fyrir barðinu á honum, ef Bakkus var annars vegar. Sigurður Brennir var með bróður sínum fyrstu búskaparár hans. Þótti Jóni Sigurður vinnulítill og brekóttur. Einhverju sinni vantaði af kvíaám í umsjá Brennis. Rak Jón þá bróður sinn með harðri hendi að leita ánna sem vantaði. Sigurður fór og leit- aði sér uppi hægan stað, en veður var gott. Sat Sigurður þar til háttatíma og neri sundur skóna á helluröð. Kom hann svo heim um kvöldið. Jón hvað hann hafa legið. Sigurður brá upp fæti sínum og sýndi ilina og sagði: „O, skórnir sýna sig.“ Sigurður hafði erft steðja úr búi föður síns. Notaði Jón bróðir hans steðjann, en Sigurður treystist ekki til að sækja hann í greip- ar Jóni. Var hann þá farinn að búa í Brenniási. Sumamótt eina fór Sigurður frá Brenniási að Lundarbrekku og hugðist að ná steðjanum meðan fólk svæfi. Fólk var í svefni í Lundarbrekku, er Sigurður kom þangað. Náði hann steðjanum og hvataði ferð sinni upp brekkuna og stefndi norður á Skammbeinsdal. Ekki hafði hann lengi farið, er hann sá eftirför bróður síns. Hlupu nú báðir sem mest þeir máttu og dró smátt og smátt saman. Steðjinn þyngdi Sigurð og sá hann að Jón mundi ná sér um síðir. Mýrlendi er á Skammbeinsdal og fen mörg og djúp. Hleypur Sigurður að einu feninu og kastar steðjanum af afli þar niður. Snýr Jón þá aftur, en Sigurður held- ur áfram og heim, en steðjinn liggur í feninu enn þann dag 1 dag. III. Nú í vetur hefir fram komið einkennileg sunnlenzk rödd,sem vakið hefir töluverða eftirtekt. Höfundur hennar kveður sér hljóðs um það efni, að bezt fari á að leggja Framsóknarflokkinn niður og stofnsetja nýjan flokk í staðinn með nýju nafni. Ef þessi rödd hefði komið úr hópi and- stæðinga Framsóknarflokksins og samvinnumanna, hefði hún verið skiljanleg og í fullu sam- ræmi við þann anda, sem þar rík- ir. En þessu er ekki þannig far- ið. Röddin um útþurrkun Fram- sóknarflokksins kemur frá tölu- vert þekktum Framsóknar- og samvinnumanni. og þess vegna hefir hún vakið sérstaka athygli, ekki fyrir það hvað hún væri viturleg og vel hugsuð, heldur vegna hins, hvað hún er mikil fjarstæða, enda fylgja þessari uppástungu Egils Thorarensen engin frambærileg rök. Eini rök- stuðningurinn, sem nokkurt gildi gæti haft, hlyti að vera sá, að svo mikil dauðamörk væru komin í ljós á Framsóknar- flokknum, að honum væri sýni- lega ekki lífvænt, en eins og áð- ur er bent á, er þetta þveröfugt. Því gild ástæða er til að ætla, að Framsóknarflokkurinn sé vax- andi flokkur, er eigi sterkari ítök meðal þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Undir þeim kringumstæðum er það hrein- asta Lokaráð að ætlast til, að flokkurinn fremji sjálfsmorð, ekki aðeins gagnvart samvinnu- stefnunni heldur og gegn al- mennum umbótum í landinu. Það verður því að líta svo á, að umrædd uppástunga sé borin fram í augnabliks fljótræði og án þess að hún sé hugsuð niður í kjölinn. Ekki getur hún stuðst við innra ástand í Framsóknar- flokknum, því að ekki er vitað að nokkur málaefnaágreiningur eigi sér þar stað. Uppástungan hlýtur því að hjaðna niður eins og ,,af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið“. Það ætti líka að liggja í augum uppi, að fengi uppástungan nokkurn byr, gætu afleiðingar hennar ekki orðið aðrar en klofningur Framsóknarflokksins, því áreið- anlega mundi mikill meiri hluti flokksmanna halda fast við stefnu sína eftir sem áður og halda flokksstarfinu áfram, þó að nokkrir undanvillingar villt- ust af réttri leið. Um nafnbreytingu Framsókn- arflokksins er það að segja, að hún virðist vera hreinasti óþarfi og ef til vill varasöm. Flokkur- inn hefir unnið sér orðstír og álit undir núverandi nafni sínu. Þó skal það játað, að heiti flokks- ins er aukaatriði, en aðalatriðið er stefna hans og starf. Það er og kunnugt, að tveir af starfandi stjórnmálaflokkum hafa skipt um nafn, en það hefir verið gert í þeim ákveðna tilgangi að breiða yfir fortíð þeirra og villa um leið á sér heimildir. Á þess konar ráðstöfunum þarf Fram- sóknarflokkurinn ekki að halda. Því verður að treysta, að Framsóknarmenn láti ekki véla sig til óvinafagnaðar, og ekkert fagnaðarefni mundi óvinum Framsóknarflokksins vera meira að skapi en það, að takast mætti að kljúfa flokkinn. Jón kerri reisir bæ í Brenniási. Jón1) er maður nefndur. Hann reisti bæ undir ási þeim, er Brenniás heitir í heiðinni austur frá Jarlstöðum í Bárðardal. Dal- verpi er í heiðinni, þar sem Kálfborgará rennur norður. Þetta dal- verpi er breitt en grunnt, en fyrir norðan það gnæfir stuðlabergs- tindur, er Kálfborg heitir. Bærinn í Brenniási stendur hátt austan árinnar, og er þaðan eitt hið fegursta útsýni, er getur að líta á Is- landi. Jón bjó einn í Brenniási um skeið. Vildi hann ná ástum konu nokkurrar í Bárðardal, en hún vildi ekki þýðast hann. Jón náði rjúpkerra, hálfdrap hann og magnaði síðan og sendi konunni. Stóð henni ærinn vandi af kerranum, því hann leitaðist við að fljúga undir pils hennar. Jón fékk viðurnefnið af sendingu sinni og var kallaður Jón kerri eða aðeins Kerri. Sigurður flytur frá Brenniási. Sigurður Brennir gekk að eiga Maríu frá Sandvík og vildi nú fá sér bújörð. Jón kerri var þá farinn úr Brenniási, en svo hét bær hans. Varð það að ráði að Sigurður fengi Brenniás til ábúðar og flutti hann þangað með konu sína. Mun Sigurður hafa fengið toluverðan arf eftir föður sinn, er var mjög efnaður, og leið hon- um vel í Brenniási. Hafði hann fáar skepnur en afurðamiklar. Fór þar saman gott land og góð hirðing Sigurðar. Það er haft eftir Halfdáni Jóakimssyni, er fór í Brenniás, er Sigurður hætti bú- skap, að aldrei hefði hann séð fallegri sauðkindur, en þær, er Brennir átti. Halfdán gerðist fjárríkur, er hann hafði búið um hríð í Brenni- ási. Sigurður sagði þá: „Eg hefði komið til í Brenniási, eg sé það á honum Halfdáni." Öðru sinni sagði hann: „Hefði eg aldrei far- ið úr Brenniási, hefði eg verið þar enn.“ (Framhald). !) Af Jóni kerra er saga í Þjóðtrú og þjóðsögnum Odds Bjömssonar bls. 168.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.